Ægir

Árgangur

Ægir - 2019, Síða 84

Ægir - 2019, Síða 84
84 „Í Framhaldsskólanum í Vestmanna- eyjum erum við að mennta einstakl- inga til að takast á við framhaldsnám og störf framtíðarinnar. Við erum framhaldsskóli í stóru og rótgrónu sjávarútvegsplássi og starfsemi skól- ans tekur talsvert mið af því. Sjávar- útvegurinn þarf á mjög fjölbreyttu starfsfólki að halda og við komum til móts við þarfir greinarinnar með al- mennu bóknámi og vélstjórnarnámi,“ segir Helga Kristín Kolbeins, skóla- meistari Framhaldsskólans í Vest- mannaeyjum. Skólinn fagnar í ár fer- tugasta starfsári sínu en hann var stofnaður árið 1979 og eru nemendur á haustmisseri um 200 talsins. Sjávarútvegur og fjórða iðnbyltingin Helga segir störf framtíðarinnar verða mjög ólík því sem við þekkjum í dag . Í heiminum muni 5 milljónir starfa hverfa á næstu árum og muni það setja mark sitt á íslenskan vinnumarkað . Gervi- greind og vélmenni komi til með að leysa öll störf sem byggi á endurtekningu og þau störf sem verði til krefjist þess að einstaklingar hafi víðtæka þekkingu á mörgum sviðum, hæfni til að leysa flókin og skapandi verkefni og séu gagnrýnir í hugsun . Í daglegu máli sé þessi þróun kölluð fjórða iðnbyltingin . „Menntun í sjávarútvegi hefur í hug- um okkar aðallega mótast af hugmynd- inni um skipstjórnar- og vélstjórnar- menntun . Með minnkandi fiskafla er al- gjör nauðsyn að nýta betur það sem kemur úr sjónum og auka verðmæti . Til að skapa aukin verðmæti úr minni fisk- afla þarf nýjar hugmyndir, nýjar lausnir og frjótt hugmyndaríkt fólk með mennt- un við hæfi . Í Framhaldsskólanum í Vestmanna- eyjum höfum við verið að byggja upp umhverfi og aðstöðu fyrir skapandi fólk, lausnamiðað umhverfi og frjóa hugsun í samfélagi sem lifir og hrærist í sjávarút- vegi sem er í þörf fyrir meira menntað fólk . Í skólanum er lögð áhersla á að leggja grunninn að starfsfólki sem getur borið með sér frumkvöðlahugsun og eru því námsgreinar eins og nýsköpun komnar í kjarna stúdentsprófsins . Frum- kvöðlahugsun sem nýtist inn í sjávarút- vegstengt nám skólans, hugsun sem mun skapa okkur ný tækifæri í framtíð- inni, með meiri verðmætum úr auðlind- inni .“ Málmiðnaðarkennsla í fremstu röð Í málm- og vélstjórn er skólinn búinn að bæta við fullkomnum tölvustýrðum tækjum og hermum og hefur sett sér það markmið að aðastaða nemenda sé í fremstu röð . Skólinn hefur fengið styrk frá Gene Haas Foundation and National Institute for Metalworking Skills til að efla kennslu málmiðnargreina enn frek- ar og í bréfinu, sem fylgdi styrkveiting- unni, er kennurum skólans þakkað það mikla framlag sem þeir hafa innt af hendi fyrir þróun þessara greina . „Skólaárin í framhaldsskóla eru mót- unarár þar sem lagður er grunnur að því sem koma skal . Markmið okkar er að einstaklingar útskrifist með þá hæfni sem fjórða iðnbyltingin gerir kröfur um . Ríkari kröfur eru um að við nýtum af- urðirnar betur og sköpum meiri verð- mæti úr því sem við höfum . Ef við ætlum að vera tilbúin að mæta nýjum tímum og nýta þá tækni sem er í boði, þarf miklu meira en orðin tóm . Við verðum að láta námið vera í forgangi og gera nemend- urna hæfa til að takast á við þá spenn- andi tíma sem bíða okkar,“ segir Helga . fiv .is Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum Frumkvöðlahugsun í sjávarútvegs- námi mun skapa ný tækifæri ■ „Markmið okkar er að einstaklingar útskrifist með þá hæfni sem fjórða iðnbyltingin gerir kröfur um. Ríkari kröfur eru um að við nýtum afurðirnar betur og sköpum meiri verðmæti úr því sem við höfum,“ segir Helga Kristín Kolbeins, skólameistari Framhaldsskólans í Vestmanneyjum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.