Morgunblaðið - 11.06.2020, Síða 2

Morgunblaðið - 11.06.2020, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2020 VIÐ BJÖRGUM GÖGNUM af öllum tegundum snjalltækja Bolholti 4, 105 • Reykjavík • S 534 1400 • www.smartfix.is s n j a l l t æ k j a þ j ó n u s t a Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Miðað við stöðuna eru lífskjara- samningarnir fallnir. Við munum ekki verja samninginn miðað við óbreytta stöðu,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Tilefnið er að ríkisstjórnin hafi hvorki staðið við fyrirheit um afnám 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána né loforð um hlutdeildarlán. Ragnar lýsti þessum sjónarmiðum á fundi með þjóðhagsráði í gær. „Staða þessara tveggja mála gerir það að verkum að samningarnir eru fallnir. Ábyrgðin er ríkisstjórnarinn- ar og fjármálaráðuneytisins. Ég er búinn að hafa samband við félaga okkar í Eflingu til að funda um stöð- una og mögulegar aðgerðir í haust.“ Skilur ekki ríkisstjórnina „Það þarf að ræða framhaldið og næstu skref. Þegar traustið er ekki til staðar er ekki von á góðu. Því mið- ur. Ég skil ekki ríkisstjórnina að fara með verkalýðshreyfinguna í fanginu inn í næstu þingkosningar. Það er dapurlegt að horfa upp á að lífs- kjarasamningarnir skuli falla á van- efndum ríkisstjórnarinnar sem er að leita eftir trausti til að vinna sig í gegnum kórónukreppuna. Það er mjög dapurleg niðurstaða,“ segir Ragnar Þór og rifjar upp að hinn 1. september virkjast endurskoðunar- ákvæði lífskjarasamningsins. Meðal atriða sem tekin verði til endurskoðunar séu þróun kaup- máttar og efndir stjórnvalda vegna samningsins. Nóg sé að annað þess- ara atriða hafi ekki gengið eftir til að fella samn- inginn. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hafi lofað „ský- lausu banni við 40 ára verðtryggðum jafngreiðslulánum“. Nú sé frumvarp þessa efnis í „gíslingu“ hjá ráðuneyt- inu. Að óbreyttu muni sömu lág- tekjuhópar og tekið hafa lánin geta tekið þau áfram. Slíkt bjóði hættunni heim fyrir lántaka og dragi úr öryggi á húsnæðismarkaði, eins og reynslan af eftirhrunsárunum sýni. Ragnar Þór segir frumvarp um fyrirhuguð hlutdeildarlán sömuleiðis í gíslingu hjá ráðuneytinu. En með þeim hyggst ríkið leggja fram hluta af eigin fé við fasteignakaup og þannig styðja vissa hópa til að eign- ast íbúðir. Rætt hefur verið um að ríkið leggi fram 15-30% af kaupverði. Þrengt að þessum hópum Ragnar Þór segir fyrirhugaðar breytingar á lánunum skaðlegar. „Það er verið að setja tekju- og eignamörk og í sjálfu sér þrengja mjög að þeim hópum sem geta tekið lánin. Þar af leiðandi er unnið gegn þeim markmiðum sem starfshópur- inn [sem gerði tillögu um lánin] setti sér og þeim markmiðum lífskjara- samningsins að ná utan um við- kvæma hópa sem hafa ekki komist á húsnæðismarkað eftir síðasta hrun.“ Hugsjónirnar mikilvægari Ragnar Þór bendir á að næsta vor verði kosið til formennsku í VR. „Ég ætla ekki að fara í gegnum þær kosningar með allt niðrum mig í verðtryggingarmálum. Það er alveg á hreinu. Fyrir mitt leyti skipta hug- sjónir og efndir meira máli en hásæt- ið sem ég sit í og ég mun standa og falla með þessum málum,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Samningurinn að óbreyttu fallinn  Formaður VR segir vanefndir um verðtryggingu og hlutdeildarlán kalla á uppsögn lífskjarasamnings  Skilur ekki í stjórnvöldum að efna til hólmgöngu við verkalýðshreyfinguna í aðdraganda kosninga Ragnar Þór Ingólfsson Veðrið lék við fólk á Norðurlandi í gær. Galsi hljóp í starfsfólk Borgarhólsskóla á Húsavík í hádegishléi og þau Hjálmar Bogi Hafliðason og Halla Rún Tryggvadóttir nýttu góða veðrið til að ærslast á ærslabelgnum. Ekki fylgdi sögunni hvað nemendum fannst um frammistöðuna. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Kennarar slettu úr klaufunum í hádegishléinu Nýtt baðlón sem nú rís vestast á Kársnesi í Kópavogi hefur fengið nafnið Sky Lagoon. Lónið verður opnað gestum vorið 2021 og í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir heitu baðlóni við sjóinn með útsýni út á hafið og til Bessastaða, kaldri laug og gufu- böðum. Um er að ræða eina af stærstu framkvæmdum í ferðaþjón- ustu síðustu ár. Áætlaður fram- kvæmdakostnaður er um fjórir millj- arðar króna. „Himinninn er óvænti þátturinn í upplifuninni og þannig varð nafnið til, Sky Lagoon,“ segir Dagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Sky Lagoon. Dagný starfaði um árabil sem framkvæmdastjóri Bláa lónsins. Alþjóðlega fyrirtækið Pursuit stendur að opnun Sky Lagoon. Fyrirtækið á einnig Fly Over Ice- land sem er úti á Granda. „Þetta er mjög spennandi verkefni, bæði vegna þess að Pursuit kemur inn með svo mikla fagþekkingu og reynslu úr öðrum stórum upplif- unarverkefnum sem fléttast svo við mína reynslu. Það er búið að vera al- gjört draumaverkefni að fá að taka þátt í hönnun og undirbúningi fyrir Sky Lagoon frá grunni. Ég þori að fullyrða að hvergi hefur verið lagt í eins mikla vinnu við upplifunar- og útsýnishönnun eins og í þessu verk- efni,“ segir Dagný. Hún segir jafnframt að spa- upplifun lónsins verði séríslensk og vísi til sögunnar. „Torfbærinn hýsir ákveðið spa-ferðalag sem við viljum hvetja alla gesti okkar til að prófa þegar þeir heimsækja okkur,“ segir Dagný Sky Lagoon á Kársnesi  Fjögurra milljarða framkvæmd  Lónið vígt að ári Upplifun Dagný Pétursdóttir, fram- kvæmdastjóri Sky Lagoon. Jakob F. Ásgeirs- son, bókaútgef- andi í Uglu, segir að Ingimar Jóns- son, forstjóri Pennans, fari vís- vitandi með rang- færslur varðandi framferði Penn- ans við Uglu. Morgunblaðið hefur í vikunni greint frá því að bækur bókaútgáf- unnar sem voru komnar í streymi hjá Storytel hafi verið teknar úr sölu í verslunum Pennans. „Þrátt fyrir að nýjustu bækur Uglu hefðu raðað sér á metsölulista Eymundsson undanfarna mánuði voru þær teknar fyrirvaralaust úr sölu og öllum ummerkjum um þær eytt í vefverslun Pennans. Þetta eru alveg nýir viðskiptahættir,“ skrifar Jakob og kveðst vona að yfirvofandi athugun Samkeppniseftirlitsins leiði til þess að nýjar útgáfubækur Uglu verði til sölu hjá hinu góða starfs- fólki Eymundsson-búðanna og að neytendur eigi þess kost að njóta ný- útkominna bóka jafnt á prenti sem í vönduðum upplestri í hljóðbóka- streymi. »39 Fyrirvara- laust tekn- ar úr sölu  Bækurnar röð- uðu sér á sölulista Jakob F. Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.