Morgunblaðið - 11.06.2020, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2020
Lyklasmíði & öryggiskerfi Skútuvogur 1E | 104 REYKJAVÍK | SÍMI 533 2900 |WWW.LYKLALAUSNIR.IS
Öruggur og nettur verðmætaskápur fyrir heimili. 3 - 8 stafa aðgangskóði ásamt lyklum
ef rafhlöður skildu klárast. Innbyggð 130 dB bjalla fer í gang ef rangur aðgangskóði
er notaður oftar en þrisvar.
VERÐMÆTASKÁPUR
Hæð (cm) Breidd (cm) Dýpt (cm)
Ytra mál 25 35 25
Innra mál 24,2 34 20
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Kærumálum sem berast til úr-
skurðarnefndar um upplýsingamál
hefur fjölgað mikið á síðustu
tveimur árum. Árið 2017 bárust
nefndinni 72 kærur en tvöfalt fleiri
árið á eftir, eða samtals 146 kæru-
mál, og í fyrra fjölgaði þeim enn
frekar en þá fékk nefndin 191
kærumál til meðferðar. Flestar
voru kærurnar frá einstaklingum,
eða 116.
Þessar upplýsingar koma fram í
skýrslu Katrínar Jakobsdóttur for-
sætisráðherra um framkvæmd
upplýsingalaga, sem lögð hefur
verið fram á Alþingi.
Kvað upp 90 úrskurði
Nefndin kvað upp 90 úrskurði á
síðasta ári, sem er metfjöldi frá
því hún tók til starfa árið 1997, en
árið 2018 kvað nefndin upp 57 úr-
skurði.
Úrskurðarnefndin fær fleiri mál
en kærur til meðferðar á hverju
ári, þ. á m. erindi frá umboðs-
manni Alþingis, og voru í fyrra
stofnuð alls 218 mál í málaskrá
nefndarinnar. Fjölgaði þeim einnig
verulega á milli ára.
Fram kemur í skýrslunni að
meðal kærumála sem nefndin fékk
inn á sitt borð voru 15 kærur frá
fyrirtækjum eða öðrum lögaðilum
og 32 kærur bárust frá fjölmiðlum.
Karlkyns kærendur voru 110
talsins en aðeins 6 konur voru á
meðal kærenda.
Nefndin kvað upp úrskurði í 84
kærumálum sem henni bárust í
fyrra en þremur kærumálum var
ólokið þegar skýrslan var samin.
Meðferð mála hjá nefndinni tók
svipaðan tíma í fyrra og á árunum
þar á undan, eða 222 daga frá
kæru til úrskurðar að jafnaði.
„Í 25 úrskurðum af 90 úrskurð-
aði nefndin um að veita skyldi að-
gang, í heild eða að hluta, að gögn-
um sem kæranda hafði áður verið
synjað um aðgang að. Synjun var
staðfest í 14 tilfellum, 17 málum
var vísað heim til nýrrar afgreiðslu
og 46 málum var vísað frá, ýmist í
heild eða að hluta,“ segir í skýrsl-
unni.
Með lagabreytingum á undan-
förnum árum hefur meðal annars
verið hert á málsmeðferðartíma
kærumála og á nefndin að birta úr-
skurði um aðgang að gögnum eins
fljótt og verða má, eða að jafnaði
innan 150 daga frá móttöku kæru.
Fram kemur í umfjöllun að
undanfarin ár hefur málsmeð-
ferðartíminn verið yfir þessum há-
markstíma. Með styrkingu á
starfsaðstöðu nefndarinnar sé þó
stefnt að því að nefndin ljúki kæru-
málum alfarið innan 150 daga.
72
107
94 88
72
146
191
Fjöldi kærumála til úrskurðarnefndar
um upplýsingamál árin 2013–2019
Málshefjendur
kærumála árið 2019
200
150
100
50
0
Einstaklingur, 116
Fyrirtæki, 15
Samtök, 28
Fjölmiðill, 322013 2014 2015 2016 2017 2018 2019
Samtals
191
kærumál
61%17%
14%
8%
H
ei
m
ild
:
fo
rs
æ
tis
rá
ðu
ne
yt
ið
Kærumálum hefur
fjölgað mikið á milli ára
Sex konur og 110 karlar sendu úrskurðarnefnd kærur
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Stjórnarráðið Sérstakur ráðgjafi um upplýsingarétt almennings tók til
starfa í forsætisráðuneytinu 1. september á síðasta ári.
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Borgin ætlar að bæta skilti og
breyta hellulögn til að skýra betur
fyrir ökumönnum að óheimilt sé að
aka um göngugötur. Þetta segir Sig-
urborg Haraldsdóttir, formaður
skipulags- og samgönguráðs
Reykjavíkurborgar. Eins og Morg-
unblaðið greindi frá í vikunni hefur
verið talsvert um bílaumferð um
göngugötur og eru umferðarmerki
eina hindrun þess að bílar geti keyrt
um þær.
„Við Skólavörðustíginn verður
sett ný hellulögn og ný skilti í sam-
ræmi við önnur göngugötuskilti
þannig að þau eru lægri og meira
áberandi og svo breytist hellulögnin
og yfirborðið þannig að það á ekkert
að fara á milli mála að rýmið er að
breytast,“ segir Sigurborg.
„Svo erum við að skoða Laugaveg-
inn og hvernig við útfærum göngu-
götuna þar. Það er hluti af stærri
heildarmynd þar sem allar þver-
götur eru opnar en Laugavegurinn
langsum er göngugata.“ Útlit er fyr-
ir að útfærslan á Laugaveginum
verði svipuð þeirri á Skólavörðustíg
og varanlegum skiltum verði komið
upp þar, sambærilegum þeim sem er
að finna í Austurstræti og á fleiri
stöðum í Kvosinni, að sögn Sigur-
borgar.
Engin hlið í bili
Í bili er ekki útlit fyrir að hliðum
verði komið á sem hindra akstur bíla
enda þurfa P-merkt ökutæki að geta
keyrt um göngugöturnar.
„Í Kaupmannahöfn eru engin hlið
og það gengur bara ljómandi vel, það
er enginn að aka inn á Strikið þar. Í
Hollandi eru þeir ekki með hlið en
þeir eru með skilti sem eru sambæri-
leg göngugötuskiltunum okkar og
svo eru þeir með myndavélaeftirlit.
Við höfum ekki heimild til að gera
slíkt hér á landi en það eru ýmsar
aðrar leiðir færar en að setja hlið.“
Sigurborg segir skýrt í sínum
huga að Laugavegurinn sé að verða
að varanlegri göngugötu og stór
hluti Kvosarinnar líka.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Austurstræti Skiltin sem komið verður fyrir verða svipuð þessu hér.
Borgin ætlar að
breyta merkingum
Hellulögn breytt og skilti gerð áberandi
Þegar skólaganga unglinga við fram-
haldsskóla hefst þurfa skólar að fá
leyfi forráðamanna fyrir myndbirt-
ingu, að sögn forstjóra Persónu-
verndar, Helgu Þórisdóttur.
„Þetta er í rauninni heimavinna
skóla sem þarf að liggja skýrt fyrir,“
segir Helga og bætir við að skólar
þurfi samþykki sjálfráða nemenda
fyrir myndbirtingu jafnvel þó að
fyrra samþykki foreldra hafi áður
verið gefið. „Maður getur gefið sér
að flestir vilji leyfa myndbirtingu, en
það er skólans samt sem áður að vera
með þetta á hreinu og fá leyfi, hvort
sem það er fyrir myndbirtingu eða
tilkynningu til fjölmiðla um t.d. ein-
kunnir dúxa,“ segir Helga. Ný per-
sónuverndarlöggjöf tók gildi í maí
2018 og hefur m.a. haft áhrif á skóla-
starf á öllum stigum, m.a. á birtingu
mynda af skólastarfi.
„Þegar ný persónuverndarlög
tóku gildi var uppi smá misskilningur
innan skólakerfisins um hvað mætti
og hvað mætti ekki. Almennt eru
myndir sem lýsa einhverju sem er að
gerast í skólastarfinu eitthvað sem er
eðlilegt að sé birt. En að sama skapi
er það heimavinna skóla að fá í upp-
hafi skólastarfsins samþykki fyrst,“
segir Helga. Ólafur Hjörtur Sigur-
jónsson, skrifstofustjóri Skólameist-
arafélags Íslands, segir nokkuð hafa
borið á umræðu meðal skólameistara
um birtingu mynda í nýju lagaum-
hverfi. Skólar séu að aðlaga sig nýj-
um reglum og það taki tíma.
Hvað varðar brautskráningar frá
framhaldsskólum segir Ólafur um
opinbera viðburði að ræða og því séu
myndir af slíkum athöfnum birtar án
sérstaks samþykkis þeirra sem á
þeim eru. „Útskriftir eru opinberir
viðburðir, það getur hver sem er
komið á þá, þó alla jafna séu það að-
eins aðstandendur, og á slíkum við-
burðum má taka myndir og birta
þær. Við höfum farið yfir þetta á okk-
ar vettvangi og það á að vera allt í
góðu,“ segir Ólafur.
Hann segir að þegar nemendur
vilji ekki birtast á myndum sé tekið
tillit til þess. Þá sé beðið um leyfi
þegar verið er að taka myndir af al-
mennu skólastarfi þar sem ekki sé
um opinbera viðburði að ræða.
„Þetta er alltaf að verða strangara og
strangara og við höfum rætt það
hvort við ættum að fá leyfi forráða-
manna þegar krakkarnir innritast,
en að mér vitandi hefur enginn farið í
það enn sem komið er, en við höfum
verið að skoða það,“ segir Ólafur.
Þurfa leyfi fyrir
birtingu mynda
Lög setja myndbirtingum skorður