Morgunblaðið - 11.06.2020, Síða 26

Morgunblaðið - 11.06.2020, Síða 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2020 SVIÐSLJÓS Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl.is Norðmaðurinn rauðskeggjaði, Kristofer Hivju, hefur vakið heims- athygli fyrir túlkun sína á tvíbur- unum Erik og Adam í norsku spennuþáttunum Tvíburi eða Twin sem sýndir hafa verið í tugum landa. Hivju leikur eineggja tvíbura sem eru býsna ólíkir í öllu nema útliti, á meðan Adam er ábyrgðarfullur fjöl- skyldumaður með eigið fyrirtæki er bróðir hans einn af kantmönnum lífsins, býr í hjólhýsi við ströndina í Lofoten í Norður-Noregi og hefur býsna ólíkan lífsstíl miðað við hvað bróðir hans hefur tamið sér. Jötnabani í Game of Thrones Hivju er aðdáendum Game of Thrones-þáttanna einnig að góðu kunnur þar sem hann lék manninn með hið eftirminnilega nafn Tor- mund Giantsbane í þriðju til átt- undu röð þáttanna. Hann hefur þó komið mun víðar við í heimi leiklist- arinnar og á að baki fjölda kvik- mynda og þátta. Kristofer Hivju er rétt rúmlega fertugur, fæddur 7. desember 1978 í Ósló þar sem hann ólst upp á Eke- berg, austan til í höfuðborginni. Leiklistin heillaði snemma og Hivju lauk stúdentsprófi af leiklistarbraut Hartvig Nissens-framhaldsskólans. Þaðan lá leiðin í leiklistarnám í Det statlige russiske akademi for teater- kunst, elsta leiklistarskóla Rúss- lands, sem stofnaður var árið 1878, en Hivju lagði þó ekki leið sína til austurveldsins heldur nam við útibú skólans í Árósum í Danmörku. Sníkjudýr af öðrum heimi Árið 2008 lék hann í kvikmynd- inni Rovdyr og fylgdi fjöldi annarra í kjölfarið, svo sem Olav, kvikmynd leikstjórans M. Night Shyamalan, After Earth, og árið 2011 í kvik- myndinni The Thing, þar sem sett var upp forspil að kvikmynd Johns Carpenters með sama nafni frá árinu 1982, sem fjallar um sníkjudýr af öðrum heimi sem leggst á hóp vís- indamanna í rannsóknarstöð á Suð- urskautslandinu og tekur gervi þeirra, eins af öðrum. Fékk kórónuveiruna Myndinni frá 2011 leikstýrði hinn hollenski Matthijs van Heijningen Jr. og blandaði þar saman norskum og bandarískum leikurum þar sem sögusviðið var norsk rannsóknar- stöð. Í nokkrum senum ræddu því Hivju og fleiri norskir leikarar sitt móðurmál þótt annað væri enska. Hivju fór ekki varhluta af kórónu- veirunni sem breytt hefur svo mörg- um áætlunum heimsbyggðarinnar það sem af er árinu 2020. Um miðj- an mars tilkynnti leikarinn að hann væri smitaður af veirunni. Þar með fór öll fjölskyldan í heimasóttkví og ýmislegt breyttist. Til stóð að hefja tökur á annarri röð Netflix-þáttanna The Witcher þar sem Hivju leikur persónuna Nivellen og var því slegið á frest meðan á sóttkví stóð. Lenti í svikahröppum „Við fjölskyldan verðum heima þann tíma sem þetta mun taka,“ skrifaði Hivju á Instagram-síðu sína en eiginkona hans er blaðamað- urinn, leikstjórinn og handritshöf- undurinn Gry Molvær og eiga þau táningsdæturnar Noor og Sylju. Í mars misnotuðu svikahrappar nafn og persónu Hivju og reyndar fleiri þekktra Norðmanna, þar á meðal hótelkóngsins Olavs Thon, Mortens Harket úr hljómsveitinni A-ha og fleiri til að ginna fólk út í fjárfestingar í ýmsum rafmyntum. Var þar sett upp stórt og mikið við- tal við Hivju, allt falsað frá grunni, þar sem hann ræddi í löngu máli hvernig hann hefði stórauðgast. Sögur af ótrúlegum gróða Viðtalið var á lýtalausri norsku og látið líta svo út að það kæmi frá norska ríkisútvarpinu NRK sem það gerði þó ekki og sást þegar farið var að rýna í vefslóðina. Var þar meðal annars sagt frá því hvernig starfs- maður NRK ákvað að reyna þessa undrafjárfestingu og hóf leikinn með lítilli upphæð sem svo gerði ekkert annað en að vaxa næstu dag- ana. Norskir fjölmiðlar, þar á meðal rannsóknarvefmiðillinn Faktisk, birtu fljótlega í kjölfarið frásagnir um að allt saman væri tóm tjara sem dreift væri um Facebook- síðuna FortLock og þar beitt þeirri þekktu aðferð að framleiða efni sem liti út fyrir að eiga rætur sínar hjá trúverðugum fjölmiðlum þegar sannleikurinn væri öllu dekkri. Rauðskeggurinn sem sló í gegn  Kristofer Hivju frá Ósló hefur vakið heimsathygli  Á að baki fjölda mynda og þátta  Gekk í elsta leiklistarskóla Rússlands, þó í Danmörku  Fékk kórónuveirusýkingu og lenti í svikahröppum Ljósmynd/NRK TV Tvíburar Hinn norski Kristofer Hivju hefur marga hildina háð á leiklistarferli sínum og slær nú í gegn í Twins. Vígalegur Hivju neyddist til að fresta tökum er hann sýktist af kórónuveiru. Hæ sæti – hvað vilt þú borða! Bragðgott, hollt og næringar ríkt Smáralind, Kringlunni, Spönginni, Reykjanesbæ og Akranesi – dyrabaer.is ÚTSÖLUSTAÐIR: Byko, Selfossi | Garðheimar | Heimkaup |Dýrabær Skipholti 29b • S. 551 4422 Fylgið okkur á facebook SKOÐIÐ NÝJA NETVERSLUN LAXDAL.IS NÝJAR SUMARLÍNUR FRÁ GERRY WEBER & BETTY BARCLAY 10- 20%afsl. Matur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.