Morgunblaðið - 11.06.2020, Page 32

Morgunblaðið - 11.06.2020, Page 32
32 SNÆFELLSBÆR Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Veturinn var krefjandi en íbúar Snæfellsbæjar sneru bökum saman til að takast á við áskoranirnar: „Við komum ágætlega undan vetri þrátt fyrir erfiða tíð til sjávar. Þrátt fyrir vond veður tókst sjómönnum okkar að halda til veiða en skilyrðin voru allt annað en góð, enginn friður um borð og áhafnir komu lemstraðar og þreyttar í land með aflann. Á móti kemur að þegar gaf á sjóinn var fiskiríið mjög gott,“ segir Krist- inn Jónasson, bæjarstjóri Snæ- fellsbæjar. „Vita- skuld setti kórónuveiran líka strik í reikninginn en íbúar voru yfirveg- aðir þó þeir tækju hættuna á smiti mjög alvarlega og tókst prýðisvel að komast í gegnum faraldurinn. Ég held að það hafi komið vel fram í líð- an fólks á svæðinu að því fannst það öruggt hérna í víðáttunni þar sem hver íbúi getur haft marga fermetra út af fyrir sig.“ Ferðaþjónustan mikilvæg Það er eftir að koma í ljós hvernig ferðaþjónustunni á Snæfellsnesi reiðir af í sumar en Kristinn bendir á að fjölgun ferðamanna á undan- förnum árum hafi hjálpað til við að halda atvinnustiginu uppi. „Á að giska 60% af störfunum á svæðinu tengjast sjávarútvegi en þar hefur þróunin verið í þá átt að færri hend- ur þarf til að veiða og verka sama magn af fiski. Störfunum í greininni hefur því fækkað á undanförnum 10- 20 árum, en íbúafjöldinn á Snæfells- nesi nánast staðið í stað. Það er eink- um ferðaþjónustunni að þakka að ný störf hafa orðið til í staðinn fyrir þau sem hurfu í sjávarútvegi og því næg atvinna í boði,“ útskýrir Kristinn. „Vöxturinn hefur verið ör á undan- förnum árum og er nú svo komið að í sveitarfélaginu eru í boði fleiri hundruð gistirýma, fjöldi veit- ingastaða og kaffihúsa. Þá hefur mikil uppbygging átt sér stað í Þjóð- garðinum Snæfellsjökli.“ Kristinn bendir á að fyrsta áratug- inn eftir að Þjóðgarðurinn Snæfells- jökull var formlega settur á lagg- irnar hafi lítið sem ekkert fjármagn fengist til að byggja þar upp og bæta aðstöðu. „Árið 2009 fórum við loks að fá fjármuni til að ráðast í fram- kvæmdir og ég hefði ekki boðið í ástandið sem hefði ríkt á svæðinu ef við hefðum ekki verið búin að und- irbúa þjóðgarðinn til að taka á móti þeim mikla straumi ferðamanna sem svo tóku að leggja leið sína hingað upp úr 2013. Ef við hefðum ekki náð að útbúa áningarstaði, leggja göngu- stíga og aðra lágmarks þjóðgarðs- innviði þá hefði gestaflaumurinn hreinlega getað rústað svæðinu.“ Svo margt að sjá Frekari uppbygging er fram- undan og munu t.d. framkvæmdir við nýja þjóðgarðsmiðstöð á Hellis- sandi hefjast á næstu dögum auk þess að bílastæði við vinsælustu áfangastaðina verða ýmist færð eða stækkuð til að bæta aðgengi. „Það hefur staðið uppbyggingu í þjóðgarð- inum fyrir þrifum að þar er víða slæmt aðgengi að rennandi vatni, en núna er búið að leggja vatn, rafmagn og ljósleiðara að afleggjaranum nið- ur á Djúpalónssand og greiðir það leiðina fyrir frekari uppbyggingu á því svæði.“ Kristinn bætir við að það geti haft í för með sér vissar áskoranir fyrir ferðaþjónustufyrirtæki þegar að- gengið að helstu perlum á svæðinu er orðið mjög gott. „Það hefur komið fyrir að ferðaþjónustuaðilar hafa kvartað við mig yfir því hve mikið úr- val áfangastaða er orðið hér á svæð- inu. Þessir aðilar reka fyrirtæki sem selja dagsferðir frá Reykjavík út á Snæfellsnes og þurfa því að komast hratt á milli staða og ekki stoppa of oft svo ljúka megi hringnum á einum degi. Vandinn er sá að viðskiptavinir þeirra eru iðulega búnir að lesa sér vel til um svæðið og eru óánægðir þegar þeim er ekið aftur til borg- arinnar því þeir spyrja hvers vegna var ekki stoppað á þessum staðnum eða hinum sem þeir höfðu lesið um á netinu og langað að skoða.“ Fundu fyrir öryggi í víðáttunni ● Veður truflaði veiðar í vetur og veiran flækti daglegt líf en í Sæfellsbæ ætlar sumarið að byrja vel ● Fjölgun starfa í ferðaþjónustu hefur vegið upp á móti minni þörf á vinnuafli við veiðar og vinnslu Kristinn Jónasson Ljósmynd/Snæfellsbær Ljós Skálasnagaviti vísar sjófarendum leið og laðar til sín fjölda ferðamanna, bæði innlenda og erlenda. Rætur Íbúafjöldi Snæfellsbæjar hefur lítið breyst undanfarin ár. Stutt er síðan dreifbýlið á Snæ- fellsnesi var ljósleiðaratengt og bindur Kristinn vonir við að betri netinnviðir skapi nýja möguleika í atvinnulífinu. Hann segir þegar hægt að finna dæmi um fólk sem býr á svæðinu og sinnir ýmsum sérhæfðum störf- um í fjarvinnu en skreppur að- eins endrum og sinnum til Reykjavíkur til að sitja fundi eða hitta viðskiptavini. Tæknin geri það að verkum að fólk með góða menntun er ekki lengur bundið við höfuðborgarsvæðið og geta þeir sem nota tölvu við vinnu sína oft valið hvar þeir búa, al- veg óháð því hvar vinnuveitandi þeirra er með sínar skrifstofur. Til að sinna þessum hópi bet- ur hafa bæjaryfirvöld hafist handa við að innrétta n.k. skrif- stofuhótel í húsinu þar sem bæjarskrifstofurnar voru áður. „Mörgum sem vinna fjarvinnu finnst eftir sem áður gott að geta leigt sér pláss í skrifstofu- húsnæði til að hafa félagsskap af öðru fólki. En svo hjálpar þessi aðstaða vonandi líka til að laða hingað ákveðinn hóp fólks sem vinnur fjarvinnu um allan heim og er á stöðugu ferðalagi á milli landa. Hingað gæti þetta fólk komið í 12 til 16 vikur, haft aðgang að góðri vinnuaðstöðu og stað til að kynnast heima- mönnum, um leið og þeim gefst góður tími til að upplifa öll þau lífsgæði sem Snæfellsnesið hef- ur upp á að bjóða.“ Greiða leið fjarvinnufólks OPNA SKRIFSTOFUHÓTEL Á ferðalagi um Snæfellsnes er upp- lagt að heimsækja Sjóminjasafnið á Hellissandi. Safnið er á lóð sem fengið hefur nafnið Sjómannagarð- urinn og var gefinn sjómönnum á svæðinu til að nota undir sín árlegu hátíðahöld. „Byrjað var á að koma fyrir styttu í garðinum árið 1974; Jöklurum eftir Ragnar Kjartansson og því næst var hafist handa við að endurreisa þurrabúðina Þorvald- arbúð en þar bjó fólk allt til ársins 1942. Loks var ráðist í að byggja Sjóminjasafnið þar sem í dag má finna þrjár áhugaverðar sýningar,“ segir Þóra Olsen, umsjónarmaður safnsins. Hjá Sjóminjasafninu má finna marga áhugaverða gripi, bæði inn- an- og utandyra. Í Sjómannagarð- inum eru t.d. varðveitt hvalbein, börnin geta leikið sér í neta- hringjum og áhugasamir spreytt sig á að lyfta eftirmyndum af steinatök- unum í Djúpalóni. „Þá er gönguleið upp á hæðina fyrir ofan safnið og þaðan mjög gott útsýni yfir bæinn, hafið og fjöllin,“ útskýrir Þóra. Fuglar, fiskar og menn Í Sjóminjasafninu er rekið nota- legt kaffihús þar sem m.a. eru seld- ar kleinur og vöfflur, en það fyrsta sem mætir gestum er ljósmyndasýn- ingin Sagan okkar í sjálfu anddyr- inu þar sem rakin er saga uppbygg- ingar hafnanna í Snæfellsbæ undanfarin 100 ár. „Þaðan er geng- ið yfir í sýninguna Náttúran við haf- ið þar sem skoða má vönduð sýn- ishorn af fiskum og fuglum af svæðinu, og börnin geta leikið sér að skeljasafni. Þá tekur við bíósalur þar sem sýndar eru fimm stutt- myndir í röð, og er gengið inn í sýn- inguna Sjósókn undir jökli og er þar m.a. að finna elsta fiskibát sem varðveittur er hér á landi; seglbát- inn Blika sem smíðaður var árið 1826,“ útskýrir Þóra en Björn G. Björnsson leikmyndahönnuður á heiðurinn af hönnun sýninganna. Safnið er opið alla daga vikunnar frá kl. 10 til 17 og kostar 1.300 kr. inn en ókeypis fyrir 16 ára og yngri. Segir Þóra flestum þykja mjög áhugavert að fræðast um sögu sjó- sóknar á svæðinu og að minnast harðrar lífsbaráttu fyrri kynslóða. „Það er merkilegt hvað þessi saga er nálæg okkur, og t.d. gaman að nefna að þeir Guðmundur og Jón Júlíussynir sem stofnuðu Nóatún og síðar Melabúðina gistu sem börn hér í þurrabúðinni hjá ömmu sinni sem þar bjó. Þessi tími er ekki fjar- lægari okkur en það.“ Þóra minnir lesendur á að gefa sér líka tíma til að skoða Hellissand. „Hér má finna fögur útilistaverk, s.s. á gafli gamla frystihússins og á vegg félagsheimilisins, og upplagt að fá sér málsverð á veitingastaðn- um Viðviki eða kaffihúsinu Gil- bakka. Afskaplega fallegar göngu- leiðir eru um svæðið, bæði meðfram strandlengjunni og upp með hraun- inu.“ ai@mbl.is Lífsbaráttan var hörð á Snæfellsnesi ● Sjóminjasafnið á Hellissandi gerir sögu sjósóknar á svæðinu góð skil ● Sagan er ekki svo fjarlæg Ljósmynd/Sjóminjasafnið Hellissandi Upplifun Þóra Olsen, umsjónarmaður safnsins, með manni sínum Óskari Skúlasyni. Sýningar safnsins þykja vel heppnaðar og fræðandi. Skjól Þurrabúðin Þorvaldarbúð var endurbyggð á 8. áratugnum. Forn Bliki er elsti varðveitti fiski- bátur landsins, smíðaður 1826. MVið elskum Ísland »42-43 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2020

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.