Morgunblaðið - 11.06.2020, Blaðsíða 40
40 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2020
Vöxtur Frjálsa líf-
eyrissjóðsins hefur
verið mikill á liðnum
árum. Sjóðurinn er nú
fimmti stærsti lífeyr-
issjóðurinn og stærsti
séreignasjóður lands-
ins. Frá árinu 2014
hefur sjóðurinn nær
tvöfaldast, ávöxtun
verið góð og sjóð-
félögum fjölgað veru-
lega. Síðastliðið ár var árangursríkt
hjá sjóðnum, raunávöxtun fjárfest-
ingarleiða var 3,4%-13,7%. Góð
ávöxtun síðasta árs er eftirtektar-
verð en þó má ekki gleyma að
stundum gengur vel og stundum
ekki eins vel. Í því samhengi þarf að
horfa til árangurs yfir lengra tíma-
bil en eins árs. Til að mynda var
raunávöxtun Frjálsa 1, sem er
stærsta fjárfestingarleið sjóðsins,
síðastliðin 30 ár 4,7%.
Eins og nafn sjóðsins gefur til
kynna hafa sjóðfélagar val um að
greiða í sjóðinn. Ekki er skylduaðild
að sjóðunum heldur velja sjóð-
félagar að greiða í sjóðinn. Sjóð-
félagar Frjálsa hafa jafnframt at-
kvæðisrétt á ársfundi sjóðsins.
Frelsinu fylgir líka sá möguleiki að
sjóðfélagar geta kosið með fótunum
og þannig valið hvenær sem er að
greiða annað og flytja séreign sína í
annan sjóð. Fyrir stjórn, sem starf-
ar í umboði sjóðfélaga, veitir þessi
veruleiki mikið aðhald.
Hlutverk stjórnar
Stjórn lífeyrissjóðs ber lögum
samkvæmt ábyrgð á starfsemi
sjóðsins. Mikilvægasta verkefni
stjórnar er að standa vörð um líf-
eyrissparnað sjóðfélaga, ávaxta
sparnaðinn með traustum hætti og
greiða sjóðfélögum lífeyri. Ég tel
það kost að samsetning stjórnar sé
fjölbreytt og að baki sé breið þekk-
ing og reynsla, en ekki síst er mik-
ilvægt að hún sameinist í því að
vinna að heildarhagsmunum sjóð-
félaga. Þetta á líka við þótt allir séu
ekki endilega alltaf sammála. Með
öðrum orðum er mik-
ilvægt að friður ríki
um starfsemina til að
hagsmuna sjóðfélaga
sé sem best gætt.
Við stefnumörkun
lífeyrissjóða er rétt að
horfa til lengri tíma
eðli málsins sam-
kvæmt. Allar meiri-
háttar ákvarðanir í
tengslum við starfsemi
sjóðsins skulu teknar
af yfirvegun og að vel
ígrunduðu máli en ekki
í fljótfærni með skammtímasjón-
armið að leiðarljósi.
Vegferðin síðasta ár
Á árinu vann stjórn að stefnu-
mótun sjóðsins til næstu fimm ára.
Áherslumál eru meðal annars að
stuðla að frekari stækkun sjóðsins
og að lækka kostnaðarhlutfall með
aukinni hagkvæmni, án þess þó að
það komi niður á hag sjóðfélaga. Að
leggja áfram áherslu á virka eigna-
og áhættustýringu sem skilað hefur
góðri langtímaávöxtun undanfarin
ár. Þessu til viðbótar að nýta í ríkari
mæli stafrænar lausnir til að þjón-
usta sjóðfélaga og veita þeim sem
kjósa sjálfsafgreiðslu kost á því.
Stjórn sjóðsins hefur mótað sjóðn-
um skýra stefnu í málefnum
ábyrgra fjárfestinga og innleitt að-
ferðafræði þess málefnis í alla starf-
semi sína. Stjórn sjóðsins hefur
einnig mótað sjóðnum hlut-
hafastefnu og þannig staðsett sig
sem ábyrgan hluthafa þeirra félaga
sem sjóðurinn hefur fjárfest í. Nið-
urstöður kosninga hverju sinni birt-
ir sjóðurinn árlega á heimasíðu
sinni.
Stjórn Frjálsa hefur á starfsárinu
unnið að því að hrinda í framkvæmd
samþykktum síðasta ársfundar. Í
því felst meðal annars að unnið hef-
ur verið að innleiðingu rafrænna
kosninga á ársfundum sjóðsins, með
það að leiðarljósi að finna lausn sem
tryggir öryggi kosninga, gerir fundi
skilvirkari og ýtir enn frekar undir
þátttöku sjóðfélaga. Vanda þarf
mjög til slíkra kosninga, reynslan
sýnir að upp geta komið hnökrar og
skapast getur tortryggni varðandi
slíkt kosningafyrirkomulag. Stjórn-
in er einhuga um að rafrænar kosn-
ingar verði valkostur framtíðar en
vill þó á sama tíma tryggja að allir
sjóðfélagar geti nýtt kosningarétt
sinn. Á komandi ársfundi sjóðsins
stendur til að kynna þessa vinnu og
hvernig stjórn hyggst innleiða þetta
fyrirkomulag.
Framboð til stjórnar
Undirrituð hefur verið stjórnar-
maður í Frjálsa frá árinu 2013 og
gegnt þar ýmsum trúnaðarstörfum.
Ég hef frá upphafi verið kosin af
sjóðfélögum. Ég hef og mun ætíð
starfa með hagsmuni sjóðfélaga að
leiðarljósi auk þess að leggja mig
fram um að stuðla að enn betri sjóði
og auka þar með hag sjóðfélaga.
Starf mitt í stjórn hingað til hefur
verið mikil reynsla og gefandi veg-
ferð, oft á tíðum reynt á en ávallt
hef ég í lok dags getað gengið sátt
frá borði með mín verk.
Ársfundur sjóðsins verður hald-
inn þriðjudaginn 23. júní næstkom-
andi. Að þessu sinni fer fundurinn
fram í Silfurbergi í Hörpu. Ég hef
ákveðið að bjóða mig fram til áfram-
haldandi setu í stjórn sjóðsins til
næstu þriggja ára. Ég tel mig verð-
uga til þessa verkefnis. Ég vil halda
áfram að gæta hagsmuna sjóðfélaga
þannig að ávöxtun sparnaðar þeirra
til langs tíma muni standa undir líf-
eyrisskuldbindingum og þannig
tryggja þeim lífeyri þegar að út-
greiðslu kemur. Ég hvet sjóðfélaga
til að mæta á ársfundinn, kynna sér
rekstur sjóðsins á árinu og ekki síst
nýta atkvæðisrétt sinn.
Hagsmunir sjóðfélaga
ætíð í fyrirrúmi hjá Frjálsa
Eftir Önnu S.
Halldórsdóttur » Frá árinu 2014
hefur Frjálsi
lífeyrissjóðurinn nær
tvöfaldast að stærð,
ávöxtun verið góð og
sjóðfélögum fjölgað
verulega.
Anna S. Halldórsdóttir
Höfundur er sjóðfélagi og stjórnar-
maður í Frjálsa lífeyrissjóðnum.
Undanfarið höfum
við Íslendingar verið
minnt á hversu stórt
vandamál smit-
sjúkdómar geta verið
en eftir öflugt heilsu-
verndarstarf síðustu
aldar hefur fennt yfir
minningar okkar um
hættulega sjúkdóma.
Í byrjun mars í
fyrra kom upp
berklasmit í skóla í
Reykjavík. Berklar eru sjúkdóm-
ur sem var skæður hérlendis og á
árunum 1911-1925 voru þeir al-
gengasta dánarorsök Reykvík-
inga. Fræðsla, hreinlæti og smit-
varnir skiluðu nokkrum árangri
en bylting varð þegar berklalyfin
komu um miðja síðustu öld. Um
árabil voru berklar svo ekki
vandamál fyrr en með tilkomu
fjölónæmra berklabaktería.
Það verður að taka því af fullri
alvöru þegar berklasmit finnst og
það var gert í þessu tilfelli. Allir í
skólanum voru berklaprófaðir,
bæði nemendur og starfsfólk, alls
300 manns. Hjúkrunarfræðingar
og annað fagfólk í heilsugæslunni
stökk fyrirvaralaust úr sínum
daglegu störfum til að leysa þetta
mikilvæga verkefni.
Nokkrum dögum síðar greind-
ust mislingar á Íslandi. Mislingar
eru mjög smitandi veirusjúkdóm-
ur, sem getur verið hættulegur og
jafnvel valdið dauða. Sem betur
fer hefur verið bólusett fyrir hon-
um í nokkra áratugi og að jafnaði
er sjúkdómurinn ekki til staðar
hérlendis. Mislingar eru hins veg-
ar landlægir í mörgum löndum og
reglulega koma upp mislingafar-
aldrar erlendis þar sem þátttaka í
bólusetningum er minni.
Þarna kom mikilvægi bólusetn-
inga berlega í ljós. Undanfarin ár
hefur því miður borið á því að
foreldrar hafni bólusetningum en
margir þeirra gerðu sér nú grein
fyrir alvöru málsins. Í dag eru
sem betur fer um 95% barna á Ís-
landi bólusett við mislingum og
fólk því vel varið.
Nú sýndi heilsugæslan styrk
sinn til að bregðast við yfirvof-
andi mislingafaraldri. Samkvæmt
fyrirmælum sóttvarnalæknis var
skipulagt átak til að bólusetja
börn sex til átján mánaða, sem
ekki voru búin að fá reglubundn-
ar bólusetningar, ásamt því að
bólusetja þá sem voru óbólusettir.
Heilsugæslustöðvar voru opnaðar
um helgar og verkefnið sett í al-
gjöran forgang um nokkurra
vikna skeið. Mikið álag var einnig
við að aðstoða fólk við að fletta
upp hvort það hefði verið bólu-
sett. Þarna voru rafrænar skrán-
ingar á bólusetningum, sem eru
m.a. á mínum síðum Heilsuveru,
ómissandi.
Nú á fyrri hluta ársins 2020
hefur komið í ljós að mislingarnir
og berklasmitið voru einungis
smá áminning um það hversu al-
varlegir smitsjúk-
dómar geta verið.
COVID-19 barst til
landsins í febrúar og
nú er engin bólusetn-
ing til að bjarga.
Þrátt fyrir að sjúk-
dómurinn sé nýr hef-
ur heilsugæslan tekist
á við bæði fuglaflensu
og svínaflensu á síð-
ustu áratugum og við-
bragðsáætlanir til
sem hægt var að upp-
færa. Gömlu smit-
varnirnar sem voru notaðar í bar-
áttunni við berklana, fjarlægð og
hreinlæti, nýttust vel í baráttunni.
Sem betur fer eru til próf til að
kanna hvort fólk sé sýkt og gera
þá viðeigandi ráðstafanir til að
hindra frekara smit.
Þarna kom heilsugæslan til sög-
unnar og tók sýni hjá ein-
staklingum með einkenni sem
bentu til COVID-19-sýkingar.
Fyrirkomulag sýnatökunnar sýndi
aðlögunarhæfni heilsugæslunnar.
Til að lágmarka smithættu fyrir
aðra skjólstæðinga og draga úr
þörf á sótthreinsun húsnæðis voru
sýni tekin utanhúss og í bílastæ-
ðakjöllurum, skjólstæðingar fóru
ekki út úr bílum sínum. Snjór og
rok var engin hindrun, út kom
starfsfólk heilsugæslu í grænum
hlífðarfatnaði með veirupinna á
lofti.
Styrkur heilsugæslunnar kom
ekki síður í ljós í samkomubann-
inu þegar gerðar voru ráðstafanir
til að vernda starfsemi heilsu-
gæslustöðvanna. Starfsfólki var
skipt í tvo hópa sem hittust ekki
til að minnka áhættu á að loka
þyrfti stöð ef smit kæmi upp.
Annar hópurinn var á stöðinni og
hinn vann heima á meðan. Starf-
semi heillar stofnunar var því
flutt á heimili starfsmanna og
hluti þjónustunnar veittur í gegn-
um síma og net. Þetta var því
ákveðið afturhvarf til upphafs
læknisþjónustu á Íslandi þegar
þjónustan var veitt af heimilum
héraðslæknanna.
Í dag er ársfundur Heilsugæslu
höfuðborgarsvæðisins þar sem við
tölum um þessa viðburðaríku tíma
og líka um öll venjulegu verkin
sem varð áfram að vinna meðan
allt þetta gekk á.
Heilsugæslan hefur sýnt hvers
hún er megnug og er tilbúin fyrir
áskoranir sem smitsjúkdómar
framtíðarinnar bera í skauti sér.
Heilsugæslan
og smitsjúkdómar
Eftir Sigríði Dóru
Magnúsdóttur
Sigríður Dóra
Magnúsdóttir
»Heilsugæslan hefur
sýnt hvers hún er
megnug undanfarið ár
þegar við höfum verið
minnt á hversu alvar-
legir smitsjúkdómar
geta verið.
Höfundur er framkvæmdastjóri
lækninga hjá Heilsugæslu
höfuðborgarsvæðisins.
Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is
Tímapantanir í síma 533 1320
Við tökumvel ámóti ykkur í Vegmúla2
Frábært tilboð fyrir þig!
30%
afsláttur
af 4 skiptum í
Húðþéttingu
Húðþétting meðferð er
áhrifaríkasta meðferðin sem
býðst á markaðnum til að
þétta slappa húð.
g Örvar kollagenframleiðslu húðar
Húðþétting
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein-
ar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn
grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn
í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu
notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar-
hringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma
569-1100 frá kl. 8-18.