Morgunblaðið - 11.06.2020, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 11.06.2020, Blaðsíða 42
SNÆFELLSBÆR42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2020 Þriðja mótið af átta í Íslandsmeistara- keppninni í sjóstangveiði verður haldið í Ólafsvík dagana 12.-13. júní og veðurguðirnir hafa lofað góðu veðri. Keppendur eru á aldrinum 19-73 ára og er keppt á jafnréttisgrundvelli enda hentar þetta sport öllum. Sjóstangveiðifélag Snæfellsness eða Sjósnæ hefur veg og vanda af keppninni en félagið fagnar nú 30 ára afmæli og er því umgjörð mótsins í stærra lagi. Þeim sem hafa áhuga á að kynna sér sjóstangveiðina enn betur er bent á að skoða heimasíðu Landssambands sjóstangaveiðifélaga, www.sjol.is, og taka þátt í gleðinni. SJÓSNÆ Sjóstangveiðifélag Snæfellsness Við tökum öllum nýjum iðkendum fagnandi. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Á tímabili jókst aðsóknin í Þjóðgarð- inn Snæfellsjökul svo hratt að Jón Björnsson og starfsfólk hans áttu fullt í fangi með að taka vel á móti öllum gestunum. „Árin 2016-2018 fjölgaði komum í garðinn um 30% á milli ára en róaðist ögn 2019 þegar fjölgunin var 8% frá árinu á undan. Okkur tókst að aðlagast þessum öru breytingum en hefðum ekki ráðið við öllu fleiri gesti,“ segir hann. Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull var stofnaður árið 2001 og voru það ekki síst heimamenn sem þrýstu á um að svæðið yrði gert að þjóðgarði. Garð- urinn nær yfir vestasta hluta Snæ- fellsness, frá Dagverðará í suðri að Hellissandi í norðri og er áætlaður fjöldi gesta í þjóð- garðinn um hálf milljón á ári. „Um það bil 15% þeirra koma gagngert til að heimsækja þjóð- garðinn en meiri- hlutinn er á ferðalagi um landið og fer hér í gegn án þess að hafa endilega skipulagt það sér- staklega. Ekki er ólíklegt að starfs- menn gististaða í Reykjavík bendi á þjóðgarðinn sem áhugaverðan kost,“ segir Jón. Eðlilega ber lítið á erlendum gest- um í augnablikinu og eru það nær eingöngu Íslendingar sem spóka sig um í nágrenni Snæfellsjökuls um þessar mundir. Jóni þykir gaman að sjá að rólegri taktur er á Íslending- unum og oftast gefa þeir sér nægan tíma til að skoða svæðið vandlega. „Erlendir gestir eru stundum á mik- illi hraðferð, dvelja aðeins stuttan tíma á landinu og vilja sjá sem mest í einum rykk. Ef þú sérð fólk koma sér fyrir í mestu makindum hér úti í náttúrunni með nestiskörfu þá eru þar sennilega Íslendingar á ferð því erlendu gestirnir stoppa oftast ekki mikið lengur en hálftíma á hverjum stað.“ Jörðin skelfur Í þjóðgarðinum er enginn skortur á náttúruperlum og segir Jón að gestir hafi oft á orði að á Snæfells- nesi megi sjá á einum degi allt það sem einkennir íslenska náttúru og landslag. „Þetta er eldfjallaland og mikið af ólíkum hraunum, fjöl- breyttur gróður og dýralíf, og svo trónar jökullinn yfir svæðinu. Fæst- ir eru þó að ganga upp á jökulinn heldur ferðast frekar eftir strönd- inni þar sem víða er brimasamt og hægt að finna kraftinn í sjónum mjög greinilega á stöðum eins og Djúpalóni,“ útskýrir Jón sem oft stendur ferðamenn að því að sitja lengi við ströndina í kulda og bleytu og fylgjast með öldunum skella utan í bergið. „Þarna geta þau setið tím- unum saman og er alls ekki kalt heldur þvert á móti sjóðandi heitt því upplifunin er svo mögnuð.“ Það er alveg óhætt að taka frá a.m.k. nokkra daga til að skoða þjóð- garðinn og Snæfellsnesið enda er þar svo margt að sjá og gera. Má nefna viðkomustaði eins og Arnar- stapa, Lóndranga, Vatnshelli, Djúpalónssand, Skarðsvík, Öndverð- arnes og Saxhól. Jón minnir gesti á að sýna hæfilega varkárni og þannig geti Djúpalónssandur verið við- sjárverður, sem og Öndverðarnes. „Sem betur fer er það þannig í verstu brimunum að jörðin nötrar öll og fólk hreinlega þorir ekki of ná- lægt fjörunni. Engu að síður hefur það stundum gerst að öldur hafa hrifið ferðalanga með sér, þó bless- unarlega hafi ekki orðið alvarleg slys á fólki,“ segir hann. „Vilji fólk ganga á Snæfellsjökul er vissara að vera í för með reyndu leiðsögufólki, eða í hópi með vönum ferðalöngum sem þekkja aðstæður. Jökullinn er mjög sprunginn og varasamur af þeim sökum.“  Á Snæfellsnesi má upplifa mergjaða náttúru og heyra krassandi sögur af litríkum landnemum Jón Björnsson Gefi sér nægan tíma til að skoða svæðið Hringur Á hestbaki í Skarðsvík. Strandlengjan á Snæfellsnesi er falleg og landslagið fjölbreytilegt. Perla Djúpalóns- sandur er einn af há- punktum svæðisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.