Morgunblaðið - 11.06.2020, Síða 44

Morgunblaðið - 11.06.2020, Síða 44
Marta María mm@mbl.is Hótelið byggir á grunni gamla hótel Reynihlíðar sem nú hefur verið endurgert, auk nýrrar viðbyggingar. Nýja hótelið telur alls 59 herbergi og veitingastað, auk þess að hýsa mjög fallegan lítinn fundarsal, Veiðistof- una, sem þykir ansi vel heppnaður. Hótelið við Mývatn státar af ein- stakri uppröðun á hlutum, formum, efnum og áferð. Litagleði er við völd án þess að fólk upplifi og mikinn glundroða,. Litunum er raðað saman af mikilli næmni og ekkert truflar fegrunarskyn gestanna. Arkitektinn reyndi ekki á nokkurn hátt að endur- spegla ótvíræða náttúrufegurð Mý- vatnssveitar heldur opnast allt annar heimur þegar inn á hótelið er komið. Tilvísanirnar eru því ekki í liti og náttúru landsins heldur í líf og störf heimamanna, gestrisni þeirra, hjartalag og auðvitað lífsgleði þeirra sem bjuggu á staðnum á árum áður. Mikið er um kómískar ljósmyndir á veggjum hótelsins af fólki úr sveit- inni, en þær eru eftir Max Wibe Lund, ljósmyndara sem margir þekkja undir nafninu Mats. Hann dvaldi í talsverðan tíma hjá fjölskyld- unni við Reynihlíð í kringum 1960 áð- ur en hann varð stjarna á sínu sviði, en hann er í dag þekktur fyrir sínar stórkostlegu landslagsmyndir. Hann hafði brennt sig á fæti í hver í Mý- vatnssveit og var duglegur að taka skemmtilegar myndir sem urðu svo grunnur í hugmyndavinnu þegar kom að heildarhönnun innanhúss á hótelinu. Litríkir karakterar, gest- risni, þægindi og frumkvöðla- starfsemi eru allt orð sem voru leiðarljós í hönnunarvegferð hótels- ins. Saga Reynihlíðar er einnig sögð í gegnum listaverk sænska lista- mannsins Michael Johansson. Þar er úrvali hluta frá fyrrverandi Hótel Reynihlíð og annarra heimamanna raðað saman í innsetningu. Hún tengir framtíð og fortíð þar sem hún skapar ramma fyrir nýjar minningar og mögulega kallar fram eldri ferða- minningar með hlutum eins og tjald- borði og myndavél. Listamaðurinn Leifur Ýmir hefur slegið í gegn með hnyttnum setn- ingum eins og: „Ég splæsi ef þú get- ur lánað mér.“ Myndir eða réttara sagt hnyttnar setningar eftir hann prýða herbergin ásamt ljósmyndum Einstök litapalletta, áferð og efnisval við Mývatn Við Mývatn stendur nýjasta Icelandair-hótelið, Icelandair hótel Mývatn, sem opnað var í júlí 2018. Arkitektinn Björgvin Snæbjörnsson hjá Apparat hannaði hótelið, en hann hefur starfað um árabil með Icelandair. Hann hannaði til dæmis Canopy Reykjavík hótelið sem stendur við Hverfisgötu. Litagleði Í hönn- uninni mætast ólíkir stílar. Höfðinglegar móttökur Listaverk Aðalheiðar Eysteinsdóttur tekur á móti gestum. Gult og blátt Gulur flauelssófi passar vel við bláan vegg, gyllt Tom Dixon ljós og blóm í bastkörfu. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2020 LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.