Morgunblaðið - 11.06.2020, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 11.06.2020, Blaðsíða 44
Marta María mm@mbl.is Hótelið byggir á grunni gamla hótel Reynihlíðar sem nú hefur verið endurgert, auk nýrrar viðbyggingar. Nýja hótelið telur alls 59 herbergi og veitingastað, auk þess að hýsa mjög fallegan lítinn fundarsal, Veiðistof- una, sem þykir ansi vel heppnaður. Hótelið við Mývatn státar af ein- stakri uppröðun á hlutum, formum, efnum og áferð. Litagleði er við völd án þess að fólk upplifi og mikinn glundroða,. Litunum er raðað saman af mikilli næmni og ekkert truflar fegrunarskyn gestanna. Arkitektinn reyndi ekki á nokkurn hátt að endur- spegla ótvíræða náttúrufegurð Mý- vatnssveitar heldur opnast allt annar heimur þegar inn á hótelið er komið. Tilvísanirnar eru því ekki í liti og náttúru landsins heldur í líf og störf heimamanna, gestrisni þeirra, hjartalag og auðvitað lífsgleði þeirra sem bjuggu á staðnum á árum áður. Mikið er um kómískar ljósmyndir á veggjum hótelsins af fólki úr sveit- inni, en þær eru eftir Max Wibe Lund, ljósmyndara sem margir þekkja undir nafninu Mats. Hann dvaldi í talsverðan tíma hjá fjölskyld- unni við Reynihlíð í kringum 1960 áð- ur en hann varð stjarna á sínu sviði, en hann er í dag þekktur fyrir sínar stórkostlegu landslagsmyndir. Hann hafði brennt sig á fæti í hver í Mý- vatnssveit og var duglegur að taka skemmtilegar myndir sem urðu svo grunnur í hugmyndavinnu þegar kom að heildarhönnun innanhúss á hótelinu. Litríkir karakterar, gest- risni, þægindi og frumkvöðla- starfsemi eru allt orð sem voru leiðarljós í hönnunarvegferð hótels- ins. Saga Reynihlíðar er einnig sögð í gegnum listaverk sænska lista- mannsins Michael Johansson. Þar er úrvali hluta frá fyrrverandi Hótel Reynihlíð og annarra heimamanna raðað saman í innsetningu. Hún tengir framtíð og fortíð þar sem hún skapar ramma fyrir nýjar minningar og mögulega kallar fram eldri ferða- minningar með hlutum eins og tjald- borði og myndavél. Listamaðurinn Leifur Ýmir hefur slegið í gegn með hnyttnum setn- ingum eins og: „Ég splæsi ef þú get- ur lánað mér.“ Myndir eða réttara sagt hnyttnar setningar eftir hann prýða herbergin ásamt ljósmyndum Einstök litapalletta, áferð og efnisval við Mývatn Við Mývatn stendur nýjasta Icelandair-hótelið, Icelandair hótel Mývatn, sem opnað var í júlí 2018. Arkitektinn Björgvin Snæbjörnsson hjá Apparat hannaði hótelið, en hann hefur starfað um árabil með Icelandair. Hann hannaði til dæmis Canopy Reykjavík hótelið sem stendur við Hverfisgötu. Litagleði Í hönn- uninni mætast ólíkir stílar. Höfðinglegar móttökur Listaverk Aðalheiðar Eysteinsdóttur tekur á móti gestum. Gult og blátt Gulur flauelssófi passar vel við bláan vegg, gyllt Tom Dixon ljós og blóm í bastkörfu. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2020 LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.