Morgunblaðið - 11.06.2020, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 11.06.2020, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2020 Veiðivefur í samstarfi við Stjórnendur útvarpsþáttanna Ís- land vaknar og Síðdegisþáttarins ætla að gerast ferðamenn í eigin landi og ferðast um landið með hlustendum í sumar en næsti áfangastaður K100 er Snæfells- bær. Í beinni frá Ólafsvík Dagskrá K100 á morgun, föstu- daginn 12. júní, verður öll úr hjól- hýsi sem verður staðsett á Ólafs- vík en þangað munu koma ýmsir góðir gestir af svæðinu. Morgunþáttur stöðvarinnar, Ís- land vaknar, með þau Jón Axel, Kristínu Sif og Snæfellinginn Ás- geir Pál innanborðs, hefst stund- víslega klukkan sex að morgni. Fréttirnar verða á sínum stað og verður sérstaklega fjallað um það helsta sem er að gerast á svæðinu og Síðdegisþátturinn með þeim Loga Bergmann og Sigga Gunn- ars mun skoða hvað gerir Snæ- fellsbæ að áhugaverðum stað og eftirsóknarverðum til að heim- sækja, starfa á og búa á. Ekki til fallegri sveit „Það er mikil tilhlökkun í okkur að fara á Snæfellsnesið. Ég á sjálfur ættir að rekja þangað og hlakka til að sýna starfsfólki K100 heimahagana. Ég fer vestur eins oft og ég get til að hlaða batteríin enda er það mín skoðun að fallegri sveit sé ekki til,“ sagði Ásgeir Páll í samtali við K100.is og Morgun- blaðið. „Við fáum til okkar skemmtilega viðmælendur í hjólhýsið og í raun er erfitt að velja úr þeim aragrúa fólks frá svæðinu sem hefur frá mörgu áhugaverðu að segja. Það er því ljóst að engum ætti að leið- ast að hlusta á útsendinguna okk- ar frá Snæfellsbæ á morgun,“ sagði hann. Mikil tilhlökkun að heimsækja Snæfellsbæ Útvarpsstöðin K100 ætlar að kynnast land- inu betur í sumar og kynna þá stórkostlegu staði sem eru í boði fyrir landsmenn innanlands. Á föstudaginn verður öll dagskráin í beinni frá Snæfellsbæ. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Við elskum Ísland Hjólhýsi K100 verður í beinni frá Ólafsvík í Snæfellsbæ á morgun með Sigga, Loga, Jóni Axel, Ásgeiri Páli og Kristínu Sif. Snæfellingur Ásgeir Páll hlakkar til að heimsækja heimaslóðirnar. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Fegurð Bærinn Ólafsvík er stærsti þéttbýliskjarninn í Snæfellsbæ. Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is „Hann er svo sprækur og annan hvern dag minnum við hann á: Þú ert að verða 97 ára, Páll. Mundu það. Þá vill hann fara upp á einhver fjöll til að sjá betur yfir,“ sagði Albert en fjölskyldan var stödd í Húsafelli þeg- ar Ísland vaknar heyrði í honum þar sem þeir prófuðu nýju Giljaböðin sem þar eru. Fyrir hafa þremenn- ingarnir farið víða, meðal annars til Víkur í Mýrdal, í Reynisfjöru, á Sel- foss, í Hvalfjörð og í Flatey auk fjölda annarra staða en fylgjast má með ferðalagi þeirra á vefsíðu Al- berts, alberteldar.com. Gott að hafa veðurfræðing með „Það er stórkostlegt að hafa hann [Pál] með. Hann er eins og alfræði- orðabók. Bæði fróður um söguna og svo spáir hann svo mikið í jarðlög og hvar jöklar voru og í skýjafarið og veðrið. Það er mjög gott að hafa verðurfræðing með sér í ferðum,“ bætti Albert við. „Hann er af þeirri kynslóð að hann kann að lesa í skýin, sem við kunnum ekki neitt. Þannig að hann er alltaf með fréttir um hvað er í vændum. Eru blikur á lofti?“ sagði hann. Mánuður í viðbót Stefna þremenningarnir á að ferðast um landið í mánuð í viðbót. Spurður hvort hjónin ætluðu að „keyra gamla manninn út“ svaraði Albert kíminn í bragði að það gæti allt eins farið á hinn veginn, að hann keyrði þá út, en hann segir tengda- föður sinn afar nýjungagjarnan og sprækan. Ljósmyndir/Aðsendar Ferðalangar Þremenningarnir Albert, Bergþór og faðir hans Páll fóru meðal annars að Húsafellshellunni og reyndu þar krafta sína. Hress Páll, sem er á 97. ári, er afar sprækur en hér rólar hann sér í Flatey. Ferðast með tengdó á tíræðisaldri Matreiðslumaðurinn Albert Eiríksson ferðast nú vítt og breitt um landið ásamt eiginmanni sínum Bergþóri Pálssyni og tengdaföður, Páli Bergþórs- syni veðurfræðingi, sem er að verða 97 ára gamall. Albert ræddi við morgunþáttinn Ísland vaknar á K100 um ferðalagið í vikunni. Hjón Giljaböðin við Húsafell slógu heldur betur í gegn hjá ferðalöngunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.