Morgunblaðið - 11.06.2020, Page 48
48 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2020
✝ Geir Torfasonfæddist 26.
nóvember 1940 í
Reykjavík. Hann
lést á gjörgæslu-
deild Landspít-
alans við Hring-
braut 26. mars
2020. Foreldrar
hans voru Torfi Jó-
hannsson versl-
unarmaður, fædd-
ur í Ólafsvík 22.
febr. 1905, d. 24. júlí 1970, og
Hrefna Geirsdóttir húsmóðir,
fædd í Vestmannaeyjum 7. des.
1913, d. 13. sept. 1995. Kona
Geirs er Ingveldur Ingólfs-
dóttir, fædd 7. mars 1944. For-
eldrar hennar voru hjónin Ing-
ólfur Ólafsson verslunarmaður,
f. 24. mars 1921, d. 17. nóv-
ember 1966 og Guðlaug Hulda
Guðlaugsdóttir húsmóðir, f. 28.
júlí 1921, d. 25. febrúar 2005.
Geir ólst upp á Ásvallagötu 26 í
Reykjavík en svo
flutti fjölskyldan
að Hraunteig 19.
Hann gekk í Mela-
skólann, Vestur-
bæjarskólann og
fór síðan í Versl-
unarskóla Íslands,
þar sem hann lauk
verzlunarskóla-
prófi vorið 1959.
Eftir það fór hann
í nám í þýsku til
Hamborgar og svo í enskunám
í London. Geir starfaði lengst
af hjá Loftleiðum/Flugleiðum/
Icelandair í Reykjavík og New
York. Hann lauk starfsferli sín-
um hjá Icelandair sem inn-
kaupastjóri fyrir félagið og
vann eftir það við fjármála-
stjórn og bókhald hjá Landa-
kotsskóla.
Útförin fer fram frá Dóm-
kirkjunni í dag, 11. júní 2020,
klukkan 13.
Geir Torfason, svili minn, lést
eftir stutta sjúkrahúslegu í mars
síðastliðnum. Ég þekkti Geir í
meira en hálfa öld eða frá því að ég
kynntist og kvæntist Kolbrúnu,
systur Ingveldar, eiginkonu Geirs.
Fjölskyldan var samrýnd og varla
leið sú vika að fjölskyldan kæmi
ekki saman og alltaf var Geir þar
með hlýju viðmóti og áhuga á öðru
fólki. Geir var einbirni og átti ekki
börn en hann var barngóður og
þótti vænt um öll frændsystkini
sín. Faðir Geirs, Torfi Jóhanns-
son, var virtur verslunarmaður í
Reykjavík. Móðir Geirs, Hrefna
Geirsdóttir, lifði eiginmann sinn í
áratugi og ávallt var mjög kært
milli þeirra mæðgna og Hrefna
var ávallt ómissandi hluti af fjöl-
skyldu Ingveldar.
Geir vann lengst af hjá Loft-
leiðum þegar það félag var og hét
undir forystu manna eins og Al-
freðs Elíassonar og fleiri frum-
kvöðla. Geir og Ingveldur Ingólfs-
dóttir voru gift í nær 55 ár og er
sár missir að Geir fyrir Ingu, en
svona er lífið. Enginn fær lengri
jarðvist en örlögin vilja og því
skiptir máli að nýta þann tíma vel.
Geir gerði það og vann störf sín af
kostgæfni. Þau Inga unnu meðal
annars í nokkur ár í New York,
hann hjá Loftleiðum og hún hjá ís-
lensku utanríkisþjónustunni. Geir
hélt áfram vinnu hjá Flugleiðum
og Icelandair, fyrirtækjunum sem
byggðu á grunni Loftleiða, uns
hann settist í helgan stein.
Geir var félagslyndur, spilaði
bridge með vinum sínum í áratugi,
hafði skoðanir á flestu milli himins
og jarðar og hafði gaman af því að
ræða þjóðmál. Fjölskyldan var
dugleg að fara saman í ferðir í
sumarbústað og veiði og Geir var
mjög áhugasamur um laxveiði og í
einni af sínum fyrstu veiðiferðum,
þá sem ungur maður, fékk hann
22 punda lax í Soginu og víst er að
ekki hafa margir slegið honum við
í því. Geir þótti vænt um dýr og
þau Inga áttu hund í áraraðir.
Í fornum sögum er stundum
talað um drengi góða og vart var
hægt að hrósa einstaklingum
meira en með þeim orðum. Þau
eiga vel við Geir Torfason. Hann
var drengur góður. Geir var trú-
aður og merkilegur atburður átti
sér stað nokkrum vikum áður en
hann dó en þá sagðist hann hafa
séð móður sína í eldhúsinu í húsi
þeirra Ingu á Seltjarnarnesi. Ekki
var mikill gaumur gefinn að þessu
þá en eftir á séð er víst að móðir
hans hafi þar vitjað hans og boðið
hann velkominn. Hann er nú í
faðmi Guðs og foreldra sinna og
það er huggun aðstandenda hans í
þessum sára missi. Megi algóður
Guð halda verndarhendi yfir Ingv-
eldi.
Ágúst Einarsson.
Góður félagi og vinur, Geir
Torfason, er fallinn frá.
Vinskapur okkar hófst fyrir lið-
lega 60 árum þegar við vorum
samtímis í Versló. Við skemmtum
okkur saman í glöðum vinahópi,
kynntumst lífinu og tókum virkan
þátt í því sem það hafði upp á að
bjóða. Á þessum árum var ég að
nokkru heimagangur á fallegu
heimili foreldra Geirs hjá þeim
sæmdarhjónum Hrefnu og Torfa.
Á því heimili mætti maður ávallt
einskærri hlýju og vinsemd. Mér
er minnisstætt þegar við félagarn-
ir Geir og Konráð heitinn Bjarna-
son ákváðum að taka okkur á og
lesa saman fyrir lokaprófin, enda
ekki vanþörf á. Við hófum daginn
á að fara í sund saman í Laug-
ardalslaug sem var í næsta ná-
grenni við heimili Geirs. Fórum
síðan í te og ristað brauð hjá
Hrefnu. Eftir það var haldið til
vinnu og lestrar í rúmgóðu for-
stofuherbergi sem Geir hafði til
umráða. Mikið skelfing var gott að
sofna eftir sund og góðan morg-
unverð.
Eftir Verzló fór Geir til Bret-
lands til að sækja sér frekari
þekkingu. Síðan hóf hann störf á
skrifstofu Loftleiða, fyrst í
Reykjavík og þá í New York þar
sem hann dvaldi í allmörg ár. Ég
kom við hjá Geir þegar ég átti er-
indi til Bandaríkjanna. Mér er
minnisstætt þegar hann bað mig
að koma á skrifstofu Loftleiða í
N.Y. í lok vinnutíma. Hann ætlaði
að fara með mig á nokkra veit-
ingastaði, en þetta reyndist ekki
verða neitt venjulegt pöbbarölt
heldur leiddi hann mig inn á
nokkrar jassbúllur þar sem
spiluðu fimm eða sex þekktustu
djassleikarar Bandaríkjanna á
þeim tíma. Allt var þetta þræl-
skipulagt, pottþétt og ógleyman-
legt, þannig var Geir Torfason.
Eitt af því sem við tókum okkur
fyrir hendur á verslunarskólaár-
unum var að við félagarnir stofn-
uðum bridgeklúbb. Það varð ekki
síst til þess að tengja okkur vina-
böndum því sá klúbbur hefur
haldist gangandi í meira en sex
áratugi. Þegar best lét var spilað
vikulega á tveimur borðum. Í tím-
ans rás hefur félögum fækkað,
gengið til feðra sinna. Spilaklúbb-
urinn hefur þróast með þeim
hætti að það er ekki aðalatriðið að
spila heldur að hittast. Geir hafði
oftlega frumkvæði að því að við
hittumst og var því gjarnan byrjað
á haustin með því að spila heima
hjá honum. Nú erum við spila-
félagarnir einungis fjórir eftir. Í
huga okkar var Geir snyrtimenni
og hreinn ljúflingur í allri um-
gengni. Félagi sem manni hlaut að
þykja vænt um. Hans verður sárt
saknað af okkur félögum hans.
Geir kvæntist eftirlifandi eigin-
konu sinni, Ingveldi Ingólfsdóttur.
Milli þeirra ríkti ást og virðing.
Mér verður hugsað til þess hversu
oft Geir talaði um konu sína fullur
af stolti og væntumþykju yfir öllu
sem hún hafði fram að færa. Við
samhryggjumst Ingu og hennar
fólki vegna fráfalls góðs vinar.
Örlygur Geirsson.
Elsku Geir. Það er með söknuði
sem ég rita þessa hinstu kveðju til
þín. Maðurinn hennar Ingu
frænku, Inga og Geir, þið sem haf-
ið fylgt mér alla ævina en nú ert
þú allt í einu horfinn á braut og
Inga er bara Inga. Það er skrýtið
og mun taka tíma að venjast. Við
fjölskylda Ingu urðum fjölskyldan
þín og Hrefnu, yndislegu mömmu
þinnar, á meðan hún var á lífi. Fal-
lega íbúðin ykkar Ingu á efstu
hæðinni á Meistaravöllunum var
mitt annað heimili á uppvaxtarár-
um mínum. Ótal heimsóknir, jóla-
og áramótaboð og íbúðarpössun
með mömmu á meðan þið Inga
skruppuð til Bandaríkjanna. Það
var ævintýri líkast því ég gat
Geir Torfason
✝ Þórður Mark-ús Þórðarson
byggingartækni-
fræðingur fæddist
8. júlí 1946 í
Reykjavík. Hann
lést 29. maí 2020 á
heimili sínu á Sel-
fossi eftir langvar-
andi veikindi. For-
eldrar hans voru
Þórður Jasonarson
húsameistari, f.
11. maí 1907, d. 1. september
1980, og Jónína Þórðardóttir
húsmóðir, f. 2. febrúar 1912, d.
28. nóvember 1998. Systir
Þórðar var Auður, f. 5. októ-
ber 1942, d. 13. janúar 1973.
Eiginkona Þórðar er Jenný
Einarsdóttir, þau giftu sig 14.
júní 1969. Börn þeirra eru: 1)
Rakel, f. 5. apríl 1972. Eig-
inmaður hennar er Vigfús Eyj-
ólfsson og börn þeirra eru
Þórunn Vaka, f.
21. janúar 2006,
Sóley, f. 9. apríl
2008, og Kári, f.
15. nóvember
2013. 2) Auður Ýr,
f. 20. júní 1974.
Eiginmaður henn-
ar er Gísli Páll
Hannesson og
börn þeirra eru
Tómas Aron, f. 19.
ágúst 2003, og
Karen Ósk, f. 8. febrúar 2006.
3) Margrét, f. 27. júní 1981. 4)
Þórður Jason, f. 22. apríl
1988.
Þórður var menntaður
húsasmíðameistari og bygg-
ingartæknifræðingur. Hann
starfaði einnig sem ráðgjafi
og hélt ýmis námskeið.
Útförin verður frá Háteigs-
kirkju í dag, 11. júní 2020,
klukkan 15.
Það er komið að kveðjustund.
Frændi minn Þórður Markús er
fallinn frá eftir löng og erfið veik-
indi. Ég get ekki minnst hans án
þess að hugsa til heimilisfólksins
á Háteigsvegi 18. Mikill kærleik-
ur var á milli fjölskyldna okkar
alla tíð og töluðu foreldrar mínir
um þau öll af innilegri hlýju og
þakklæti. Þegar pabbi var í iðn-
námi í Reykjavík bjó hann á Há-
teigsveginum í tvo vetur við gott
atlæti. Eftir að foreldrar mínir
fóru að búa austur á Selfossi var
oftar en ekki komið við á Há-
teigsveginum þegar fara þurfti
til Reykjavíkur, en þau Jóna og
Þórður voru einstaklega gestris-
in. Það var aldrei neitt til sparað
þegar gesti bar að garði og heim-
ilið var einstaklega fallegt. Ég
leit mikið upp til stóra frænda
míns sem þá var orðinn ungling-
ur og ekki var Auður systir hans í
minna uppáhaldi hjá mér.
Á þessum árum átti fjölskylda
Þórðar Markúsar jörðina Haga á
Snæfellsnesi. Þar er stöðuvatn
og djúpir lækir fyrir ofan bæinn
þar sem nóg var af vænum sil-
ungi. Þetta var mikill ævintýra-
heimur í minningunni, enda ég
með mikla veiðidellu. Rerum við
út á vatnið og lögðum net, auk
þess sem við veiddum á stöng í
lækjunum. Magnús frændi var
yfirleitt með í för og lærðum við
margt hagnýtt í veiðimennskunni
af frænda okkar.
Mér er í fersku minni þegar
Jenný og Þórður Markús gengu í
hjónaband. Það er ekki vegna
þess að ég stráklingurinn hafi
verið viðstaddur, heldur vegna
þess að foreldrar mínir fóru í
brúðkaupið og notaði ég þá tæki-
færið og stalst til að sigla niður
Hávaðann í Ölfusá á gúmmíbát
ásamt félaga mínum. Þetta var
hin mesta svaðilför en við slupp-
um blessunarlega með skrekk-
inn.
Þórður Markús var léttur í
lund og mikill húmoristi. Eitt
sinn bauð Magnús frændi honum
og Sigga föðurbróður mínum í
bílferð norður í land. Þá vildi svo
vel til að ég var að leysa af á
barnadeildinni á Sjúkrahúsinu á
Akureyri og þótt ég væri á vakt
kom ekki annað til greina en að
við færum saman út að borða.
Svo brá við að í miðri máltíð
þurfti ég að fara til að vera við-
staddur fæðingu. Barnið fæddist
sprækt og voru þeir félagar hissa
á því hversu fljótt ég var kominn
til baka. Eins og búast mátti við
hafði Þórður Markús eitthvað um
þetta að segja og varð honum að
orði: „Þetta kallast að taka á móti
barni milli bita.“
Um leið og ég kveð góðan
dreng vottum við fjölskylda mín
Jenný og fjölskyldunni allri okk-
ar dýpstu samúð.
Þórður Þórkelsson.
Vinátta okkar Þórðar Markús-
ar hófst er eiginkonur okkar
störfuðu saman hjá Sjóvá fyrir
rúmum 50 árum, vinátta sem hef-
ur haldist æ síðan þrátt fyrir að
leiðir hafi skilið um nokkur árabil
vegna starfa í aðskildum löndum.
Þórður útskrifaðist stúdent
frá MR 1967, húsasmiður 1968 og
tæknifræðingur 1976. Hann vann
samhliða námi bæði hjá föður
sínum Þórði Jasonarsyni og
tengdaföður Einari Ágústssyni,
en þeir voru afkastamiklir bygg-
ingameistarar á höfuðborgar-
svæðinu. Síðar nam hann tré-
skurð og gullsmíði. Sem tækni-
fræðingur starfaði hann meðal
annars hjá Trésmiðju Austur-
lands á Fáskrúðsfirði, Iðntækni-
stofnun, Húsasmiðjunni og við
kennslu í verkstjórnun og ýmsu
handverki.
Þórður fæddist að Háteigsvegi
18, ólst þar upp ásamt eldri syst-
ur sinni Auði (f. 1942, d. 1973)
sem giftist skoskum manni og
lést barnlaus þrítug að aldri.
Kynni þeirra Jennýjar hófst í
skátunum, þau gengu í hjóna-
band 1969, hófu hjúskap í kjall-
araíbúðinni að Háteigsvegi 18 en
fluttu síðar á efri hæðir hússins.
Þau eignuðust þar fjögur börn
1972 (Rakel), 1974 (Auður), 1981
(Margrét) og 1988 (Jason) en
fluttu 2007 ásamt tveimur yngstu
börnunum til Selfoss, þar sem
elsta dóttir þeirra Rakel bjó
ásamt fjölskyldu.
Háteigsvegur 18 var tveggja
hæða steinhús með ris- og kjall-
araíbúð, byggt af föður Þórðar.
Auk foreldra Þórðar, Þórður Jas-
onarson (f. 1907, d. 1980) og Jón-
ína Þórðardóttir (f. 1912, d.1998),
bjó þar í risíbúðinni Margrét
(Magga frænka, f. 1899, d. 1985),
móðursystir Þórðar, sem ól þar
upp Magnús Valdimarsson
(Mangi, síðar lyfjafræðingur, f.
Þórður Markús
Þórðarson
Eiginkona mín, móðir okkar, amma
og langamma,
ANNA ELÍN HAUKDAL,
Boðaþingi 22,
Kópavogi,
lést 8. júní á Hrafnistu.
Jarðarförin fer fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir til starfsfólks
Kríulundar fyrir góða umönnun.
Sigurður Haukdal
Hólmfríður Haukdal Eðvald Smári Ragnarsson
Benedikta Haukdal Runólfur Maack
Anna Björg Haukdal Gísli Gíslason
og aðrir aðstandendur
Okkar besti vinur, eiginmaður, faðir, afi,
bróðir og tengdasonur sem kenndi okkur
svo margt,
GUNNAR ÞÓR ATLASON,
lést 6. júní, í faðmi fjölskyldunnar.
Útför fer fram mánudaginn 22. júní
klukkan 13 í Fossvogskirkju.
Konný Þór Agnarsdóttir
Kristján Lár Anna Guðlaug
Agnes Heiður Hlynur Þór
Ása Valdís Kristrún Bjarney
Kristján Krummi
Anna Sigga Ása Steinunn
Atli Steinarr
Guðlaug
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
GÍSLI MATTHÍAS SIGMARSSON
skipstjóri,
Vestmannaeyjum,
lést á Landspítalanum laugardaginn 6. júní.
Útförin fer fram frá Landakirkju þriðjudaginn
16. júní klukkan 14.
Sjöfn Kolbrún Benónýsdóttir
Sigmar Gíslason Ásta Kristmannsdóttir
Katrín Gísladóttir Auðunn Arnar Stefnisson
Benóný Gíslason Jóna Þorgerður Helgadóttir
Grímur Þór Gíslason Ásta María Ástvaldsdóttir
Gísli Matthías Gíslason Jóna Kristjánsdóttir
Sigurður Friðrik Gíslason Berglind Sigmarsdóttir
Frosti Gíslason Ingibjörg Grétarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
BJARNI RAGNAR LÁRENTSÍNUSSON
húsasmíðameistari,
Skólastíg 14a,
Stykkishólmi,
lést á St. Fransiskusspítalanum í
Stykkishólmi 30. maí. Útför fer fram frá Stykkishólmskirkju
laugardaginn 13. júní klukkan 14. Athöfninni verður streymt í
Íþróttamiðstöð Stykkishólms sem og á Youtube-rás
Stykkishólmskirkju. Þeir sem vildu minnast Bjarna er bent á
minningarsjóð Stykkishólmskirkju.
Anna María Bjartmars
Sólborg Olga Bjarnadóttir
Bjartmar Bjarnason Guðrún Helga Gylfadóttir
Unnar Freyr Bjarnason Anna Margrét Guðmundsd.
Sigurður Ragnar Bjarnason Anna Sigríður Melsteð
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
ALFREÐ ÞORSTEINSSON,
fv. borgarfulltrúi og forstjóri,
sem lést á Landspítalanum miðvikudaginn
27. maí, verður jarðsunginn frá Fossvogs-
kirkju þriðjudaginn 16. júní klukkan 15.
Guðný Kristjánsdóttir
Lilja Dögg Alfreðsdóttir Magnús Óskar Hafsteinsson
Linda Rós Alfreðsdóttir
Eysteinn Alfreð
Signý Steinþóra
Guðný Gerður