Morgunblaðið - 11.06.2020, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 11.06.2020, Blaðsíða 49
dreift úr dótinu mínu og farið í bað í baðkari. Ég minnist áramótanna á Meistaravöllunum þegar þú kenndir mér að skjóta upp flug- eldum. Flugeldaáhugi kviknaði þar og síðari árin á Melabrautinni hef ég eiginlega séð um þau málin. Ég minnist vínrauða Volvosins sem þið áttuð til fjölda ára, það var sport fyrir lítinn gutta að sitja á miðpúðanum í aftursætinu á hon- um, þá á þeim tímum sem notkun bílbelta var ekki skylda. Þið hafið ekki átt þannig séð marga bíla í gegnum árin en þú hugsaðir alltaf ákaflega vel um bílana ykkar, stíf- bónaðir og vel með farnir. Ég gerði mér snemma grein fyrir því hversu vænt þér þótti um vinnu þína í flugbransanum. Flug- ið átt hug þinn og einatt bar það á góma þegar við áttum spjall sam- an. Sérstaklega þótti þér vænt um Ameríkuárin þegar þið Inga bjugguð í New York og þú vannst hjá Loftleiðum. Þá ljómaðir þú all- ur og sagðir sögur af dvöl ykkar þar. Stundum sagðir þú sömu sög- una aftur en það var bara allt í lagi því það var greinilegt að þú naust þessa tíma í botn. Á Melabrautinni eignuðust þið Inga annað fallegt heimili og áfram var gott að koma til ykkar þangað þótt fullorðinn ég væri og fjölskyldu að mynda. Það var líka þá sem Perla ykkar kom til sög- unnar. Það skein í gegn hvað þér þótti vænt um hana Perlu ykkar. Ég sé þig fyrir mér labba með henni út í bílskúr, teygja þig upp í efstu hilluna eftir harðfiskpakka, opna pakkann og gefa Perlu þinni bita. Svo genguð þið saman inn, þú settist í stólinn þinn í sjónvarps- holinu, last ameríska vasabrots- spennusögu með litla útvarpstæk- ið við hlið þér og Perlan þín lagðist á gólfið við hlið stólsins. Þannig man ég þig best elsku Geir. Það voru því erfiðar stundir að sitja hjá þér með Ingu þinni og mömmu minni síðustu andartökin á spítal- anum í enda mars. En ég veit að þú ert kominn á góðan stað með mömmu þinni, pabba og Perlu og bíður þolinmóður eftir elsku Ingu þinni. Hvíl í friði elsku besti Geir. Þinn vinur, Ingólfur Már Ingólfsson (Ingi Már). 1955, d. 2012), sonur systurdótt- ur hennar, sem Þórður mun ætíð hafa litið til sem yngri bróður. Það var oft margmenni gesta að Háteigsvegi 18, ættingjar dvöldu þar oft um tíma, auk þess sem gamlir skóla- og skátafélag- ar, litríkur hópur ýmissa sam- starfsmanna og aðrir vinir voru þar tíðir veislugestir. Þórður Markús, sem var vel gáfum gæddur, fullur fróðleiks um allt það sem sneri að hans sérgrein og þar að auki um marga aðra óskilda hluti, var á þeim stundum óhræddur að tjá skoðanir sínar um menn og málefni. Þórður átti, eftir ítrekuð hjartaáföll, lengi við heilsufars- leg vandamál að stríða sem leiddu af sér ýmsa aðra fylgi- kvilla sem aftur leiddu til end- urtekinna sjúkrahúsvista, en hann komst ætíð heim á ný. Þrátt fyrir að þessi heilsuvandamál hefðu vissulega áhrif á bæði lík- amlega og andlega líðan hans tók hann þeim með æðruleysi og var ætíð ótrúlega léttur í lund þegar fundum okkar bar saman. Fyrir tveimur árum fluttu þau hjónin ásamt Jasoni í nýbyggt parhús á einni hæð á Selfossi, húsnæði sem hentaði betur skertri hreyfigetu Þórðar. Hann dvaldi síðasta árið í dagvistun á vegum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi, sem hann hafði gagn og gaman af. Hann var reyndar í dagsferð með þeirri stofnun um slóðir ættmenna hans í nágrenni Selfoss skömmu áður en hann lést að heimili sínu á Selfossi aðfaranótt 29. maí 2020. Með Þórði er horfinn kær vinur sem er sárt saknað, blessuð sé minning hans. Kristjan Sigurðsson og Sigrún Ósk Ingadóttir. MINNINGAR 49 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2020 ✝ Garðar Sig-urðsson fædd- ist í Syðsta- Hvammi í Vestur- Húnavatnssýslu 6. október 1924. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Mörk 28. maí 2020. Foreldrar Garð- ars voru Margrét Halldórsdóttir, f. 3.10. 1895, d. 22.4. 1983, hús- móðir og Sigurður Davíðsson, f. 13.9. 1896, d. 27.3. 1978, kaupmaður á Hvammstanga. Garðar var fjórði í röð sjö systkina. Látin eru: Davíð, f. 1919, d. 1981, Anna, f. 1921, d. 1996, Gunnar Dal, f. 1923, d. 2011, Guðmann, f. 1928, d. 2004, Jón, f. 1930, d.2008, Björn, f. 1935, d. 2018. Eft- irlifandi er Soffía, f. 1929. Barnabörn Elínar og Garðars eru 16 og barna- barnabörn 20. Garðar ólst upp í Syðsta- Hvammi og á Hvammstanga. Hann var í Barnaskólanum á Hvammstanga og stundaði nám við Héraðsskólann á Laugarvatni 1942-1944. Hann hélt til Bretlands í stríðslok og lauk prófi sem atvinnuflugmaður frá The Royal Aero Club í London 1947. Hann stofnaði í félagi með bróður sínum Davíð og Þórði Júlíussyni Fiat-umboðið og starfaði þar um árabil. Garðar var mikill áhuga- maður um laxveiði sem hann stundaði bæði með fjölskyldu og góðum vinum. Einnig spil- aði hann bridds í áratugi og stofnaði m.a. briddsdeild eldri borgara í Kópavogi. Garðar var góður hagyrð- ingur og liggur eftir hann mikið safn ljóða, m.a. Í ljóða- bók er gefin var út 2014. Útförin fer fram frá Hafn- arfjarðarkirkju í dag, 11. júní 2020, klukkan 11. Garðar kvæntist Elínu Guðbrands- dóttur, f. 17.1. 1921, d. 17.11. 2000, frá Sól- heimum í Lax- árdal, Dalasýslu, húsmóðir. Börn þeirra eru: Helgi Eyjólfs- son, f. 5.5. 1949, kvæntur Sveindísi Sveinsdóttur. Dagur Garðars, f. 29.9. 1954, kvæntur Guðrúnu Sig- urðardóttur. Guðrún Garðars, f. 10.12. 1956, gift Guðmundi Vikar Einarssyni. Margrét Garðars Mölk, f. 11.9. 1958, gift Rúnari Mölk. Guðbrandur Garðars, f. 18.8. 1962, d. 17.1. 2017, kvæntur Helgu Maríu Kristinsdóttur. Sigurður Garð- ars, f. 3.1. 1964, kvæntur Sig- rúnu Pétursdóttur. Ég vildi að ég væri farinn langt langt í burt þar sem ekkert er um mig sagt og aldrei um mig spurt. Hvíla í mjúkum mosa við hið milda stjörnuskin með eilífðina eina fyrir unnustu og vin. Þannig komst Garðar Sig- urðsson tengdafaðir minn að orði fyrir tveimur árum og var þegar sáttur að kveðja okkur. Garðar fæddist í Syðsta- Hvammi í Vestur-Húnavatns- sýslu, sonur hjónanna Mar- grétar Halldórsdóttur og Sig- urðar Davíðssonar kaupmanns á Hvammstanga. Baðstofuna sem hann fæddist í er hægt að skoða á Byggðasafni Húnvetn- inga og Strandamanna við Reykjaskóla í Hrútafirði. Hann ólst upp á Hvamms- tanga en fór 1942 í Héraðsskól- ann á Laugarvatni. Fyrir og eftir skólann starf- aði hann til sjós en einnig hafði hann áður unnið í svo kallaðri Bretavinnu. Við lok seinni heimsstyrjaldarinnar fór hann í flugnám til Englands þar sem hann lauk prófi í atvinnuflug- mennsku 1947 og fékk flugskír- teini í London hjá The Royal Aero Club. Á Íslandi fékk hann flugskírteini númer 80. Hann starfaði aldrei sem flugmaður eftir heimkomuna. Hann starf- aði við verslunarstörf en síðar stofnaði hann ásamt Davíð bróður sínum og Þórði Júl- íussyni Fiatumboðið og starfaði þar í mörg ár. Garðar giftist Elínu Guð- brandsdóttur og eignaðist með henni sex börn. Elín lést eftir langvarandi veikindi í nóvem- ber 2000. Garðar var mjög öflugur í því sem hann tók sér fyrir hendur. Hann stundaði íþróttir af krafti, fimleika sem ungur maður og sund daglega í Sund- laug Kópavogs meðan heilsan leyfði. Stangaveiði átti hug hans allan og hann var með ár á leigu í mörg ár, m.a. Laxá í Dölum. Þessari bakteríu smit- aði hann til nánustu afkom- enda. Þegar heilsan brast og hann gat ekki veitt sjálfur varð hann að fá fréttir daglega hvernig fjölskyldumeðlimum gengi við veiðina allt til hins síðasta. Hann stundaði bridds og skák af kappi og stjórnaði þeim félagsskap eldri borgara í Kópavogi lengi vel. Garðar var hagyrðingur og í tilefni níutíu ára afmælis hans var gefin út bók með ljóðum hans. Til er mikill fjöldi af ljóð- um, vísum og spökum eftir hann. Garðar var skemmtilegur maður, glaður, traustur og hafði skoðanir á flestum hlut- um. Það gat verið skemmtilegt að rökræða við hann. Hann var alltaf til í að syngja og fara með kvæði. Við kveðjum hann með söknuði en um leið vitum við að honum líður vel þar sem hann er núna. Við þökkum starfsfólki á Hjúkrunarheimilinu Mörk fyrir frábæra umönnun. Guðmundur Vikar Einarsson. Afi Garðar, sem ég er skírður í höfuðið á, er látinn á 96. aldursári. Ég man enn eftir þeim skipt- um sem ég fékk að gista í Hrauntungunni hjá ömmu Ellu og afa Garðari. Sofa í „holunni“ eins og hún var kölluð, en það var bilið sem myndaðist á milli dýnu ömmu og afa þegar mað- ur skreið upp í. Þarna lá maður og hlustaði á afa segja söguna af Búkollu af mikilli innlifun. Ég náði því miður ekki að hitta á afa í síðustu ferðum til Íslands, en það var einmitt í einni slíkri að ég kíkti heim til hans og þá kom kveðskapur hans til tals. Afi hafði nefnilega ótrúlega gaman af ljóðum og kveðskap. Á öllum mannamót- um sem ég man eftir, sem og við minni tilefni, voru aðilar verðlaunaðir með frumsömdum kveðskap, hvort sem þeim lík- aði betur eða verr. Afi minntist á það í þessari heimsón að nú væri líklega komið að seinni hlutanum hjá sér, og það sem hann hefði allt- af langað til að gera væri að geta kallað sig skáld. Að hverfa úr þessu veraldlega sem fyrr- verandi verslunarmaður væri lítið spennandi. Við afi, ásamt Sússu systur, gáfum því út ljóðabók í tilefni af 90 ára afmælis afa. 90 tal- entur, stökur og spökur eftir Garðar Sigurðsson, skáld. Minningin um afa mun lifa, minning um góðan mann sem kenndi mér meðal annars að tefla. „Hvar sem sönn ást ríkir í hjarta, vex blóm eilífðarinnar.“ Sveinn Garðar Helgason og fjölskylda, Lúxemborg. Þá hefur þú loksins fengið hvíldina elsku afi en ljúfar og góðar minningar munu áfram lifa. Veiðiferðir okkar eru of- arlega í huga. Þú sýndir mér þolinmæði og eyddir ófáum tímum í að leysa flækjur á girninu og kenna mér réttu handtökin. Ferðin í Reykja- dalsá stendur upp úr, ég var sjö ára og þú harðneitaðir að hjálpa mér að landa maríulax- inum. Á seinni árum beiðst þú eftir símtalinu til að fá veiði- fréttir og til að gefa góð ráð. Þú smitaðir mig af veiðibakt- eríunni og ég er þakklátur fyrir það. Þá minnist ég heimsóknanna á Kópavogsbrautina. Amma Ella brosandi í hornglugganum, kleinur og kaffi með nóg af sykri til að bæla niður bragðið, sundferðirnar og sagan af Loð- inbarða Strútssyni sem pissaði á gluggann. Á jólunum söngst þú hástöfum með messunni sem mér fannst fyndið sem krakka en á fullorðinsárum vekur þessi minning hlýju þegar kveikt er á útvarpinu á aðfangadagskvöld. Við áttum það sameiginlegt að læra báðir atvinnuflug í Bretlandi. Í náminu flaug afi Tiger Moth-tvíþekju. Skírteini hans var gefið út af Royal Aero Club árið 1947, en frá þessum skóla var fyrsta flug Bretlands flogið árið 1909. Afi sýndi flug- inu og vinnu minni mikinn áhuga. Gaman var að deila sög- um okkar á milli, hvernig flugið var í gamla daga og hvernig það hefur þróast til dagsins í dag. Ég er þakklátur að strák- arnir mínir hafi fengið að kynn- ast þér og átt með þér gæða- stundir. Daníel Arnari finnst erfitt að hugsa til þess að þú sért farinn og vill helst að allir lifi að eilífu. Ég mun sakna hlátursins sem var svo smitandi og samræðna okkar um laxinn og flugið. Flugskírteinið sem þú gafst mér mun áfram vera á sínum stað í „kittinu“ mínu og nærvera þín í háloftunum verð- ur sterkari en áður var. Ég enda þetta á þínum orðum sem alltaf var svo notalegt að heyra í lok hverrar samverustundar: Guð veri með þér. Guðmundur Þór Vilhjálmsson. Ég er svo heppin að hafa átt þrjú pör af afa og ömmu. Afi Garðar og amma Ella voru eitt parið. Hjá þeim naut ég þess að eiga góðar stundir, daga og nætur. Minningin um okkur Svenna bróður hjá ömmu Ellu og afa Garðari í Hrauntungu 107 í Kópavogi eru margar og hlýjar. Við fórum ansi oft inn í Kópagarðar eins og við köll- uðum það. Amma að stússa eitthvað og dekra við okkur á meðan afi var í vinnunni. Afi Garðar með okkur í sögustund en afi kunni margar skemmti- legar sögur sem hann sagði okkur af mikilli innlifun og túlkun. Sögur af Búkollu, Loð- inbarða Strútssyni sem pissaði á gluggann, Fóu feykirófu og af Ásu, Signýju og Helgu. Svo oft sagði hann þessar sögur að ég var farin að vita hvað kom næst í sögunni en samt var alltaf jafn skemmtilegt að heyra afa fara með þær. Þegar ég varð eldri fylgdist afi Garðar með því sem ég tók mér fyrir hend- ur og vissi alltaf hvað ég var að gera á hverjum tíma. Í seinni tíð þegar við heimsóttum hann, hvort sem það var í Sunnuhlíð, Brákarhlíð í Borgarnesi (þar sem hann dvaldi um stund) eða á Mörk, sagði hann okkur frétt- ir af hinum barnabörnunum og hvað þau væru að gera þá um dagana, hann einhvern veginn fylgdist með öllu og öllum. Hann hafði líka gaman af að rifja upp gamla tíma og segja okkur frá. Afi Garðar var mikill áhugamaður um ljóðlist og hafði til margra ára ort ljóð og spökur sem hann skrifaði aftan á umslög og hélt vel utan um, sem síðar voru færð í tölvu af sonarsyni. Hann hafði átt sér þann draum til margra ára að gefa út ljóðabók með þessum ljóðum. Hann minntist á þetta við Svenna bróður sem tók hann á orðinu og fékk mig í lið við sig í að gera þennan draum að veruleika. Þakkarvottur fyr- ir allt það sem hann hafði gert fyrir okkur. Útgáfan skyldi verða að veruleika á 90 ára af- mæli afa með 90 fyrstu ljóð- unum. Ég fékk það verk að vera ritstjóri verksins og Svenni var útgefandi. Afi Garð- ar hafði miklar og sterkar skoðanir á því hvernig ljóða- bókin skyldi vera og má þar nefna brot bókarinnar, útlit bókarkápu og leturstærð og síðast en ekki síst bókartitl- inum „Talentur, stökur og spökur“. Það að hafa látið draum afa Garðars verða að veruleika er eitt af því mest krefjandi sem ég hef tekið mér fyrir hendur en á sama tíma veitti það mér mikla ánægju og gleði. Það var mín leið að þakka þessum góða, ljúfa og yndislega afa fyrir allt og allt. Á aðfangadag síðustu jóla átti ég með afa yndislega kveðju- stund þegar ég kom á Mörk með jólagjöf til hans og þegar við vorum tvö eftir í herberginu sagði hann við mig: „Ég vona að þú berir gæfu til að verða jafngömul og ég, en ég mun ekki vera hér fyrir þig. En vittu til, ég mun finna leið til þess að vera með þér og fylgj- ast með þér og þínum.“ Ég, Steinn og börnin okkar þrjú munum minnast afa Garðars um ókomna tíð. Ég enda þessi orð mín á tveimur mínum uppá- haldsljóðum úr ljóðabókinni hans: Þú varst á vegi mínum, Drottinn. Og vegur þinn varð hjarta mitt. Nú er nóttin að hverfa mér sem dagurinn. Ef einhversstaðar er pláss fyrir mig. Minnstu mín þá. Súsanna María B. Helgadóttir. Það var ekki óalgengt ef far- ið var heim á leið frá þeim hjónum Garðari Sigurðssyni og konu hans Elínu Guðbrands- dóttur að Garðar laumaði að gestunum svo sem einni eða tveim vísum, sem áttu vísan í samveru kvöldstundarinnar og voru því eins „nýjar“ og hægt var, oftast gamansamar, stund- um jafnvel svolítið vinalega stríðnar. Það var reyndar með hreinum ólíkindum hvað þau hjón kunnu af kvæðum og vís- um alls staðar að, sem þó þurftu að vera svo vel kveðnar að þeim þætti þess virði að fara með þær. Konur okkar Garðars voru langtímavinkonur og fyrst ég og þá hann fylltum flokkinn. Þeirra samverustunda er gott að minnast, hvort sem var úr fjölskylduheimsóknum eða frá veiði- og hestaferðum, bæði höfðingjar heim að sækja og miklir öðlingar og síglaðir ferðamenn. Þeir bræður Garðar og Gunnar Dal voru báðir ljóðelsk- ir og kunnáttumenn um ljóða- og vísnagerð. Það þurfti engum að leiðast í þeirra félagsskap, en Garðar átti sér aðra hlið, sem var veiðiskapur og óvenju- legir hæfileikar til sportveiði í laxám og við silungsveiði ef svo bar undir eða við „fiskeldi“ í ám og veiðivötnum. Allt undir formerkjum kunnáttumanns og náttúruunnanda. Garðar var lengi starfsmaður SÍS við vélavarahlutavörslu og –sölu og síðar í félagi við Davíð bróður sinn o.fl. einn eigenda og stjórnenda framsækins bíla- umboðs og innflutningsfyrir- tækis, en alltaf hann sjálfur án vífilengja eða mannamunar, það er gott að eiga slíka að vin- um um skemmri eða lengri tíma. Í allmörg ár átti Garðar veiðileyfi (2 st.) í Reykholts- dalsá, Reykjadalsá svo sem hún hét í okkar munni að gömlum sið og þeirri veiði skiptum við svo að Garðar sótti tvo eða þrjá neðstu veiðistaðina, ég hefði alla ána þar fyrir ofan fyrir mig. Það gat verið æðilöng ganga á stundum, oft góð veiði og alltaf fallegt umhverfi og á fallegum dögum dýrðleg úti- vera með sólinni og skapara alls sem er. Mér var oft ekki ljóst hvor okkar naut daganna betur, hvað sem allri veiði leið, og þá gott að loknum löngum degi að hitta þær stöllur Jó- hönnu og Elínu í veiðihúsi við sameiginlegar kræsingar og vinaspjall. Nú er Garðar allur, að hon- um er sjónarsviptir, svo sem allra góðra manna, þegar lokið er farsælu ævistarfi. Við Jó- hanna sendum öllum ættingjum og ástvinum Garðars og Elínar einlægar samúðarkveðjur og góðar óskir. Sé vinur okkar Garðar Sigurðsson kært kvadd- ur. Einar Birnir. Garðar Sigurðsson Sími · 567 9110 · utfarir@utfarir.is · www.utfarir.is Stofnað 1990 Traust fjölskyldufyrirtæki í áratugi Sálm. 86.5 biblian is Þú, Drottinn, ert góður og fús til að fyrirgefa, gæskuríkur öllum sem ákalla þig.Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.