Morgunblaðið - 11.06.2020, Side 51
MINNINGAR 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2020
✝ Ingibjörg S.Karlsdóttir
fæddist í Reykja-
vík 7. nóvember
1934, dóttir
þeirra Karls
Kristmanns og
Fjólu Snæbjörns-
dóttur. Inga lést
22. mars 2020 á
Hrafnistu,
Reykjavík.
Til 10 ára ald-
urs ólst Ingibjörg upp hjá
ömmu sinni og afa, Jónínu
Jónsdóttur húsmóður og Krist-
manni Þorkelssyni stórkaup-
manni, við gott atlæti á Selja-
vegi 25, Reykjavík.
Þá flutti hún til Vestmanna-
eyja til föður síns, Karls, og
stjúpmömmu, Betsýjar Gíslínu
Ágústsdóttur (ætíð nefnd
Stella). Karl lést af slysförum
1958 en Betsý lést 2016.
Alls eignaðist Ingibjörg
fimm samfeðra systkini:
Viktoría, f. 1939, Kolbrún
Stella, f. 1941, Kristmann, f.
1945, Ágúst, f. 1949 og Frið-
rik, f. 1953. Einnig eignaðist
Vestmannaeyjum, hjá tengda-
foreldrunum, Þóru Valdimars-
dóttur og Kristjáni Kristófers-
syni. Skömmu fyrir fæðingu
síns annars barns fluttu Inga
og Jón til Reykjavíkur og áttu
þar ætíð heimili upp frá því,
lengstum á Rauðalæk 45.
Inga hélt úti myndarheimili
og þegar börnin uxu úr grasi
fór hún einnig að sækja vinnu
utan heimilis, fyrst í bóka- og
ritfangaverslun Ísafoldar, en
Jón var um langan starfsaldur
verkstjóri og síðar prent-
smiðjustjóri Ísafoldar.
Inga og Jón voru ætíð mjög
samhent. Barnabörnin nutu
góðs af komum til afa og
ömmu, ekki síst í sumarhúsi
þeirra sem þau byggðu í
Grímsnesi. Vinnusemi og sam-
heldni Ingu og Jóns var aldrei
meira áberandi en þegar þau
keyptu bóka- og ritfangaversl-
un í Grímsbæ, 1976, sem þau
síðar ráku undir nafninu
Embla í Drafnarfelli til 1994.
Varð Embla sannkölluð fé-
lagsmiðstöð fyrir jafnt unga
sem aldna í hverfinu.
Kvenfélagið Heimaey naut
lengi krafta Ingu og var hún
formaður þess um langa hríð.
Bálför hennar fór fram 2.
apríl og minningarathöfn fer
fram í Fossvogskirkju í dag,
11. júní 2020, klukkan 15.
Ingibjörg tvo hálf-
bræður sammæðra.
Eiginmaður og
lífsförunautur Ingi-
bjargar var Jón
Kristjánsson, f.
26.2. 1929, d. 18.6.
1999.
Börn þeirra eru:
1) Jón Ingi Jóns-
son, f. 10.1. 1955,
d. 17.1. 1955.
2) Karl Jónsson,
f. 29.2. 1956. Maki, Guðrún H.
Aðalsteinsdóttir, f. 24.3. 1958.
Þau eiga 3 börn og 3 barna-
börn.
3) Þóra Kristín Jónsdóttir,
f. 16.7. 1957. Maki Grétar Við-
ar Grétarsson, f. 23.3. 1972.
Þau eiga eina dóttur. Fyrri
maki Þóru, Einar Guðmunds-
son, f. 12.9. 1956 og eiga þau
3 börn og 5 barnabörn.
4) Kristján Jónsson, f. 21.6.
1960. Maki Diljá Þórhalls-
dóttir, f. 23.5. 1968. Kristján á
einn son og Diljá tvær dætur.
Fyrstu búskaparár Ingu
(eins og hún var ætíð nefnd)
og Jóns voru á Kirkjubóli,
Allt hefur sinn tíma, upphaf
og endi.
Nú kveð ég elsku tengdamóð-
ur mína, Ingibjörgu S. Karls-
dóttur.
Ég kynntist Ingu, eins og hún
var kölluð, fyrir rúmlega 42 ár-
um þegar leiðir okkar Kalla,
elsta sonar hennar, lágu saman.
Inga ólst upp í Vestmanna-
eyjum og þar kynntist hún eig-
inmanni sínum, Jóni Kristjáns-
syni, sem lést 18. júní 1999. Þau
hófu sinn búskap í Eyjum en
fluttu til Reykjavíkur árið 1956
og bjuggu þar síðan.
Inga var mikil félagsvera. Á
yngri árum æfði hún handbolta
með íþróttafélagi Þórs í Vest-
mannaeyjum. Hún starfaði til
margra ára með Kvenfélaginu
Heimaey í Reykjavík.
Við Inga náðum alla tíð mjög
vel saman og átti fjölskyldan
mín yndisleg ár með henni. Við
fórum í margar ógleymanlegar
ferðir jafnt innanlands sem ut-
anlands.
Inga og Nonni áttu í mörg ár
athvarf í sumarbústað í Gríms-
nesi. Þar nutu þau sín og áttu
góðar stundir með okkur og
barnabörnum sínum þar sem
þau leiðbeindu börnunum bæði í
leik og starfi. Inga amma var
alltaf til í að fara í fótbolta eða
leika í sandkassanum, sögðu
börnin mín.
Þegar við hjónin fluttum til
Eyja í nokkur ár voru tengdafor-
eldrar mínir svo dugleg að koma
í heimsókn til okkar og ættingja
sinna. Vestmannaeyjar áttu alla
tíð sterk ítök hjá þeim hjónum
og alltaf var talað um að fara
„heim“ til Eyja.
Eftir að tengdafaðir minn lést
komst sú hefð á að Inga borðaði
næstum alltaf hjá okkur á laug-
ardagskvöldum. Ef hún var ekki
mætt á réttum tíma spurðu
börnin: hvar er Inga amma?
Fyrir nokkrum árum greindist
Inga með sjúkdóminn alzheimer
sem tók þessa fallegu og sterku
konu smátt og smátt frá okkur
inn í fjötra óminnis og örygg-
isleysis.
Ég þakka minni yndislegu
tengdamóður og vinkonu sam-
fylgdina og góðu stundirnar sem
ég og fjölskyldan mín áttum með
henni.
Blessuð sé minning hennar.
Þín tengdadóttir,
Guðrún (Gunna).
Farsælu og góðu lífshlaupi
minnar kæru frænku og vinkonu
er lokið. Inga frænka sem hefur
verið samofin lífi mínu alla tíð,
stundum lítið og stundum mikið.
Hún og Nonni komu oft á Selja-
veginn til afa og ömmu, þar sem
við fjölskyldan bjuggum. Á
æskuárum er 10 ára aldursmun-
ur mikill og ég man að ég gat
setið og horft á Ingu, ég trúði
því varla að ég ætti svona fallega
og góða frænku. Og falleg var
hún að innan og utan. Tíminn
leið og með árunum minnkaði
aldursmunurinn og varð að engu
og við vorum í góðum samskipt-
um. Fórum saman í utanlands-
ferðir, m.a. til Spánar og Dan-
merkur, og skemmtum okkur
vel. Í nokkur ár spiluðum við,
mamma, Veiga, Inga, Brynja og
ég, brids á mánudagskvöldum.
Þá var nú mikið hlegið og gant-
ast og ekki alltaf farið eftir spila-
reglunum. Móður minni þótti
stundum full langt gengið í
kæruleysinu og hallaði sér þá
aftur á bak í stólnum, horfði yfir
gleraugun á okkur og sagði
„Segið mér konur, er þetta spila-
klúbbur eða kjaftaklúbbur? Dan-
merkurferðin okkar er heil saga
út af fyrir sig. Þá höfðum við
fjórar, ásamt Unni æskuvinkonu
mömmu sem bjó í Kaupmanna-
höfn, leigt okkur sumarbústaði á
sitt hvorum staðnum úti á Jót-
landi. Ég keyrði, Inga átti að
vera á vegakortinu og hinar 3 á
áttræðisaldri í aftursætinu. En
verst var að Inga hafði gleymt
lesgleraugunum sínum heima og
sá lítið sem ekkert á kortið. Það
kom nú ekki í veg fyrir það að
hún þóttist vera að leiðbeina mér
við aksturinn og einn daginn
enduðum við t.d. á þýskri landa-
mærastöð. Þá voru sko landa-
mæri og ekki svo auðvelt að
snúa við án þess að vilja fara inn
í Þýskaland! Ég er sannfærð um
að fáir hafi ekið og skoðað jósku
heiðarnar eins mikið og við gerð-
um þessa daga. Sannkölluð
óvissuferð. En það var sko spilað
á kvöldin! Spánarferðin gekk
betur, enda mundi Inga þá eftir
gleraugunum.
En allt er í lífinu hverfult.
Inga mín fékk þau örlög að
veikjast af Alzheimersjúkdómn-
um. Því miður var hún næstum
horfin okkur áður en hún kvaddi.
Það er erfitt að horfa upp á sína
nánustu hverfa smátt og smátt
inn í óminnisdalinn. Það er vond-
ur dalur með engri undankomu.
En alltaf kom fallega brosið
hennar þegar maður kom í heim-
sókn og hún strauk mér svo blíð-
lega á kinn. Við áttum margar
góðar samverustundir við að
skoða gamlar myndir og fara í
gönguferðir innanhúss eða úti.
Að leiðarlokum er margs að
minnast og margt að þakka.
Tryggð hennar og elskulegheit
við móður mína verða seint full-
þökkuð. Ég kveð kæra frænku
mína og bið henni blessunar á
leið til nýrra heimkynna og trúi
því að henni líði vel þar sem hún
er nú. Hugur okkar Magnúsar
er hjá öllum í stórfjölskyldu
Ingu og við sendum ykkur inni-
legar samúðarkveðjur.
Edda.
Tilvera okkar er undarlegt
ferðalag. Það er með trega og
söknuði sem þessar línur eru
settar á blað til minningar um
Ingu systur.
Hún er sú fyrsta sem kveður
okkur úr sex systkina hópi. Það
eru margar góðar og gleðilegar
stundirnar sem við erum búin að
eiga saman eftir lífsins vegi. Ég
var nú aldeilis maður með mönn-
um þegar ég fékk að fara einn
með flugi frá Vestmannaeyjum
til Reykjavíkur tíu ára gamall.
Pabbi okkar var umboðsmaður
fyrir Flugfélag Íslands og ég svo
heppinn að Inga systir bjó þá í
Skerjafirði og ég gat labbað
heim til hennar. Ég fór í fyrsta
og eina skiptið að sjá ballett með
Ingu og Jóni. Það var í Þjóðleik-
húsinu og ég man hvað Ingu
fannst gaman. Við fórum Þing-
vallahringinn í bílferð og ýmis-
legt var brallað sem upp í huga
minn kemur. Þegar við Kristín
mín vorum farin að búa gistum
við oft hjá Ingu og Jóni, þá kom-
in á Rauðalæk 45 og Kalli, Þóra
og Kristján, komin í heiminn og
ekki minnkaði gleðin á heimilinu
við það. Síðar ákveða Inga og
Jón að stofna Bókabúðina
Emblu, sem þau ráku í Grímsbæ
og síðar í Breiðholti þegar þau
fluttu þangað. Verslunarstörf
áttu mjög vel við Ingu. Eftir að
þau selja bókabúðina og Jón
kveður þetta líf fer Inga að
vinna í Fatabúðinni við Skóla-
vörðustíg. Þangað var gott og
gaman að koma og finna hvað
henni fannst gott að vinna þar.
Við hjónin nutum þess að ferðast
með Ingu, það var alltaf glatt á
hjalla og mikið hlegið. Við fórum
m.a. með mömmu og Ingu hring-
veginn og er þessi ferð ógleym-
anleg. Ekki má nú gleyma systk-
inapartíunum, sem við höfum
skipst á að halda og skemmta
okkur saman.
Það urðu mikil straumhvörf
þegar Inga greindist með alz-
heimer-sjúkdóminn. Tilveran
breytist og lífið tekur á sig ann-
an lit en það var alltaf gott að
koma til Ingu og við hjónin
skynjuðum það að hún þekkti
okkur og áttum við margar góð-
ar heimsóknir til hennar. Tilver-
an og tilgangurinn með þessari
lífsgöngu okkar allra er undar-
legt ferðalag.
Bestu þakkir fyrir lífið sem
við áttum saman. Við sendum
Kalla, Þóru, Kristjáni og stór-
fjölskyldunni allri, okkar innileg-
ustu samúðar- og saknaðar-
kveðjur.
Kristín Bergsdóttir og
Kristmann Karlsson.
Hún amma mín var öðruvísi
en aðrar ömmur. Hún var algjör
harðjaxl en á sama tíma svo blíð
og ljúf. Henni þótti fátt betra en
að hafa barnabörnin sín í fang-
inu. Fangið hennar var einhvern
veginn svo stórt, hlýtt og þægi-
legt. Ég man hvað ég upplifði
mig alltaf örugga í fanginu henn-
ar, mér leið eins og ekkert illt
gæti náð mér.
Amma og afi pössuðu okkur
systkinin stundum þegar við
vorum krakkar. Þá fórum við
annað hvort og gistum í Norð-
urfelli eða amma og afi komu og
gistu hjá okkur í Hafnarfirði.
Ömmu leið hvergi betur en á
loftinu í Norðurfellinu eða í
sumarbústaðnum í Grímsnesinu.
Amma var mörgum hæfileik-
um gædd og einn af þeim hæfi-
leikum var eldamennska. Þegar
hún kom að passa okkur í seinni
tíð bað ég hana yfirleitt um að
elda grillaðan kjúkling, einkum
og sér í lagi til að „drekka“ sós-
una sem hún bjó til með kjúk-
lingnum.
Amma og Nonni afi voru hjón
sem ég hef alltaf litið upp til. Afi
gjörsamlega dýrkaði ömmu og
ég gleymi aldrei þeim allmörgu
tilfellum þar sem afi dró ömmu á
dans „gólfið“ upp úr þurru. Al-
veg sama hvar þau voru stödd og
hver fermetrafjöldinn var þá
dönsuðu þau svo innilega og ást-
fangin upp fyrir haus. Þannig
mann langar mig að eignast, ein-
hvern sem horfir á mig eins og
Nonni afi horfði á ömmu.
Amma var svona amma sem
lék við okkur barnabörnin. Ég
get ómögulega talið öll skiptin
sem hún fór í fótbolta með okkur
í Grímsnesinu, rólaði, mokaði,
drullumallaði eða fór með okkur
í leynigilið. Ég tala nú ekki um
allar sundferðirnar sem við fór-
um í saman.
Ég vil meina að ég og amma
höfum alltaf átt sérstakt sam-
band. Ég gleymi til dæmis aldrei
ferðinni okkar tveggja í Stykk-
ishólm þar sem við sungum eyja-
lög alla leiðina hástöfum. Ég þá
11 ára og amma 64 ára. Hún
amma var sko alltaf til í að
hlusta á eyjalög með mér og við
gátum vel gert það klukkustund-
unum saman.
Nonni afi gaf ömmu hálsmen
fyrir mörgum, mörgum árum
síðan, sem amma gaf mér svo
fyrir meira en 20 árum síðan.
Þetta er steinn, handmálaður
Inga. Ég mun aldrei gleyma því
þegar Nonni afi var orðinn mjög
lasinn og sá mig með hálsmenið
á mér því viðbrögðin hans voru
ógleymanleg. Ég mun bera þetta
hálsmen stolt það sem eftir er og
vonandi mun ég einhvern tímann
geta arfleitt aðra Ingu að því.
Amma var hörkutól, hávaxin
og glæsileg kona. Ég man að ég
hugsaði sem barn að þegar ég
yrði stór ætlaði ég sko að verða
eins og amma! Ég veit ekki
hvort það hafi tekist til eða mun
takast en það er ennþá eitt af
lífsmarkmiðum mínum.
Amma, ég vildi að þú vissir
hversu vænt mér þykir um að
heyra þegar fólk líkir mér við
þig. Ég held að það sé eitt af
stærstu hrósunum sem ég heyri.
Elsku amma, ég var búin að
undirbúa sjálfa mig fyrir brott-
för þína í mörg ár vegna veik-
inda þinna. Ég er samt langt frá
því að vera tilbúin að kveðja þig.
Minning þín mun ávallt lifa hjá
mér og ég hugga mig við það að
þú og afi eruð sameinuð á ný, ef-
laust að dansa við vel valin eyja-
lög.
Ingibjörg Karlsdóttir (litla).
Ingibjörg S.
Karlsdóttir
✝ Ingólfur Skag-fjörð Hákonar-
son fæddist í
Reykjavík 9. janúar
1951. Hann lést á
Dvalar- og hjúkr-
unarheimilinu Ási í
Hveragerði 3. júní
2020.
Foreldrar hans
voru þau Hanna
Skagfjörð, f. 1. jan-
úar 1919, d. 2. sept-
ember 1989, og Hákon Guð-
mundsson, f. 2. mars 1918, d. 13.
júní 1966.
Systkini Ingólfs eru: Kristján,
f. 1946, d. 2015, Emil Ingi, f.
1947, Jóhann, f. 1949, Hreinn, f.
1952, og Ingileif, f. 1954, d.
2017.
Ingólfur lauk stúdentsprófi
frá Menntaskólanum í Reykja-
vík, stærð-
fræðideild, árið
1971. Hann hóf
nám í læknisfræði
en hvarf frá því
sökum veikinda.
Árið 1985 kvænt-
ist Ingólfur Önnu
Sigurðardóttur,
þau skildu. Sonur
þeirra er Hákon
Varmar, f. 1986.
Hann vann ýmis
störf á sjó og landi, hér og er-
lendis. Síðustu þrjá áratugi bjó
hann á Dvalar- og hjúkrunar-
heimilinu Ási í Hveragerði og
var mjög ánægður með þá bú-
setu og leið þar vel.
Útför hans fer fram í dag, 11.
júní 2020 frá Hveragerðiskirkju
og hefst kl. 14. Jarðsett verður
að Kotstrandarkirkju.
Það fór hver sína leið og þær
voru margar. Sumar reyndust
ófærur og aðrar hamingjuleiðir.
Uppeldið var sem eldur á köflum
og undan honum var ekki vikist
og því ól hver sig upp sjálfur eftir
upplagi og hugrekki. Einhvers
staðar í djúpi minninganna er
bróðir minn Ingólfur sem hinn
vel gefni og viðkvæmi drengur,
um margt dulur og ljúfur, en þó á
stundum óþarflega ör, sem var
kynfylgja föðurættar. Systkina-
hópurinn var stór og það var
rúmt ár á milli mín og Ingólfs og
þó svo væri vorum við ekki mjög
nánir sem börn. Kannski var það
vegna þess að ég bjó við mikla
nærsýni sem barn og sá ekki það
sem hann benti á eða nefndi.
Hann skildi ekki skilningsleysi
yngsta bróðurins né hafði þolin-
mæði gagnvart því. En Ingólfur
var alla tíð röskleikamaður og
var ekki að tvínóna við hlutina.
Gekk í verk sem þurfti að gera –
eins var með skólagöngu hans
sem hann átti auðvelt með og var
góður stærðfræðihaus. Hann
hafði líka metnað sem reyndist
honum stundum ofviða. Og
kannski var það kveikja þess að
hann missti heilsuna í blóma lífs-
ins – og lífstaflið snerist harka-
lega við. Hann hvarf mér sjónum
í mörg ár enda þótt maður frétti
af honum hér og þar og þá einum
á ferð í sínum heimi. Síðan steig
hann aftur inn á svið lífsins og
virtist sæmilega tygjaður til lífs-
baráttunnar. Í góðu jafnvægi í
nokkur ár. En þá fór hann út fyr-
ir sinn örugga ramma og vildi
taka þátt í lífinu eins og annað
fólk, eignast konu og heimili.
Hver ræður sinni för og því var
fagnað og þess beðið að allt færi
vel. Og auðvitað umvafði ham-
ingja hans hús þá en hún getur
verið hverful eins og annað í líf-
inu. Heilsan brast og um skeið
var hann sem hver annar útilegu-
maður. En lífið snerist honum
svo aftur í hag og bauð honum
tryggan samastað í tilverunni
sem var Ás í Hveragerði. Og þótt
ég sæti þar með honum vikulega í
nokkur ár í kaffihúsinu Eden í
Hveragerði í djúpri þögn hans
fannst mér hann kunna að meta
það enda þótt hann væri ekki
tilbúinn að rjúfa þögnina. Svo
gerist það einn daginn að hann
vaknar. Smám saman. Þögnin
víkur og hann lifnar sem blóm að
vori. Enda má segja að næstu
rúmu tveir áratugir hafi verið
hans sumar. Hann naut lífsins,
Ás var hans staður. Þar var hon-
um trúað fyrir ýmsum verkum
sem hann sinnti með alúð. Starfs-
fólkið var honum kært sem og
íbúar; hann þekkti fólkið allt með
nafni og lét sér annt um það – og
þar kom hans góða minni sér vel.
Hann rækti og sambandið við
systkini sín og systkinabörn með
elskulegum hætti og fylgdist
mjög vel með þeim og börnum
þeirra. Sjálfum sér sinnti hann
með löngum gönguferðum og
nýtti hverja stund til sólbaða. En
fortíðina geymdi hann sem fyrr í
þögn sinni og þaðan bárust engin
orð. Hann var vel á sig kominn en
þegar dauðinn knúði dyra var
það af fullum þunga. Ingólfur tók
honum með æðruleysi og með
orðum skáldsins „Kom þú sæll,
þá þú vilt“. Stríðið var stutt, ein
vika, enda hann ætíð röskur til
verka.
Guð blessi minningu míns góða
bróður, og vaki yfir Ási í Hvera-
gerði, þeim góða stað og því frá-
bæra starfsfólki sem þar er.
Hreinn S. Hákonarson.
„Sæl Dóra. Ég minni á pítsuna
á laugardaginn. Komist þið
ekki?“ Svona hljómaði byrjunin á
klassísku símtali frá Ingó frænda
áður en rætt var um málefni líð-
andi stundar. Í dag kveðjum við
Ingó frænda. Þrátt fyrir að hafa
ekki kynnst honum vel fyrr en við
vorum komin á fullorðinsár höfðu
regluleg símtöl við hann og pítsu-
ferðir í Hveragerði fest sig í sessi
hjá okkur öllum síðastliðin ár.
Þetta voru afar ánægjulegar
heimsóknir og tíðar og því þurfti
að hafa mikla reglu og rútínu á
hlutunum. Ingó sá um skipulagn-
inguna og skráði hjá sér bæði
hvenær og hverjir kæmu. „Sama
gengi“ var hann vanur að segja
um leið og hann minnti á í hvers
boði pítsan væri, okkar eða hans,
til skiptis.
Ingó hafði mikinn áhuga á
börnunum okkar og fylgdist vel
með því sem var að gerast í
þeirra lífi. Spurði út í sýningar og
fótboltaleiki og vildi vita hvernig
gengi. Hann hvatti þau áfram,
styrkti og þegar kórónuveirufar-
aldurinn stóð sem hæst póstlagði
hann t.d. eina afmælisgjöf og
fylgdi betur eftir en öll rakning-
arforrit. „Gjöfin er komin Ingó.“
Hann svaraði: „Þú segir ekki!“ og
heyrðist brosa út að eyrum. Í
heimsóknum okkar í Hveragerði
var alltaf endað á heimsókn í Ás
þar sem börnin fengu að sjá bæði
hænur og kisur. Ingó þótti vænt
um Ás og talaði vel um starfs-
fólkið og vini sína þar.
Ingó fylgdist vel með og sagði
okkur iðulega frá því sem var að
gerast í Hveragerði. Honum
fannst gaman að segja frá og oft
hringdi hann líka til að spjalla eða
jafnvel fá okkar álit á því sem var
að gerast í fréttum. Hann hafði
sterkar skoðanir og hikaði ekki
við að segja hvað honum fannst.
Hann hafði húmor og gantaðist
við okkur en það gat þó þykknað í
honum ef honum líkaði ekki svör-
in sem hann fékk. Hann var ein-
lægur við okkur.
Við erum þakklát fyrir að hafa
fengið tækifæri til að kynnast
Ingó frænda og yljum okkur við
skemmtilegar minningar um leið
og við kveðjum hann.
Halldóra Sigtryggsdóttir,
Jóhanna Hreinsdóttir,
Pétur Hreinsson.
Ingólfur Skagfjörð
Hákonarson