Morgunblaðið - 11.06.2020, Side 54

Morgunblaðið - 11.06.2020, Side 54
54 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2020 Móður okkar dreymdi að hún héldi á þremur rifflum og einn þeirra var stærst- ur. Var þessi draumur ráðinn fyrir hana á þann hátt að hún ætti eftir að eignast þrjá syni og að einn þeirra yrði stærri en hin- ir. Það rættist allt saman. Einar litli bróðir okkar óx okkur snemma yfir höfuð og varð aldr- ei minnstur í hópnum í neinum skilningi. Einar var félagslyndur drengur og eignaðist marga góða vini í Álftamýrinni, eins og Kristin Á. Friðfinnsson sem hann hélt vináttu við alla tíð. Hann var tryggur vinur vina sinna og traustur félagi í fjöl- skyldu, vinahópi og félagsstarfi. Við bræður störfuðum náið sam- an í félagsmálum í mörg ár og þegar vindurinn blés var Einar fenginn til að bera stærsta fán- ann 1. maí, því það fauk ekkert úr höndunum á honum. Minningar hrannast upp. Ein- ari fannst ekkert eins skemmti- legt eins og þegar hann gerði sjálfur einhverja vitleysu, það fannst honum fyndnast og hló mikið. En hann hló aldrei að mis- tökum annarra, það var ekki til- Einar Andrésson ✝ Einar Andr-ésson fæddist 18. apríl 1953. Hann lést 15. maí 2020. Útförin fór fram 2. júní 2020. efni til hláturs, þá kom hann til aðstoð- ar og reyndi að hjálpa fólki úr vand- ræðunum, þó að- stæður gætu verið skondnar. Hann var skoðanafastur en tók samt hlutina ekki of alvarlega og varð vinur margra bæði í leik og starfi, hann var alltaf fljót- ur til þegar við bræður hans og vinir þurftum aðstoð. Einar fann sér líka starfsvett- vang þar sem þessir eiginleikar blómstruðu, þar sem honum fannst hann hafa áhrif til góðs og þar sem hann sinnti jafnframt félagsmálum síns stéttarfélags. Hann var alltaf að huga að betri framtíð. Eins og móðir okkar kíkti hann líka stundum til fram- tíðar á annan hátt og spáði oft í spil fyrir ættingja og vini og þar reyndi hann að sjá fram í tímann hvert stefndi á lífsins leið. Nú kom hann samt öllum á óvart. Þegar hann er nú allur og horf- inn yfir móðuna miklu sækir að manni tómleiki þegar þessi stærsti bróðir okkar er ekki með okkur lengur. Sigurður Ingi Andrésson, Gunnar Guðni Andrésson. Einn af mínum elstu og bestu vinum er látinn, Einar Andrés- son. Hann var einn þessara manna sem unnt var að teysta í einu og öllu. Gegnheill og góður dreng- ur. Leiðir okkar lágu oft og lengi saman. Í stjórnmálastarfi, frí- stundum, ferðalögum, meðal annars alla leið til Kína. Við vor- um um tíma vinnufélagar í Hegningarhúsinu á Skólavörðu- stíg, eða kannski öllu heldur var ég í læri hjá honum því hann kenndi mér það sem þarf til að sinna starfi fangavarðar á þann hátt sem hann gerði rækilega vel og lengi. Ég veit að hann rækti það starf eins og best verður á kosið. Og þegar ég tel hann til minna bestu vina má ekki gleyma því að hann var líka fjölskylduvinur. Hann var bara þannig maður. Laðaði fólk að sér. Börnin mín voru ekki síður glöð en ég þegar hann kom í heimsókn. Hann lék við þau – og á þau eins og hljóð- færi – og þau minnast enn góðu stundanna með honum. Ég læt þessi fáu orð duga þegar ég minnist þessa fína manns. Allt hitt geymi ég í minni mínu og veit að fjölskylda mín gerir slíkt hið sama. Sendi mínar innilegustu sam- úðarkveðjur til ástvina hans. Eiríkur Brynjólfsson. Einar Andrésson vinur okkar er fallinn frá. Við kynntumst honum í upphafi áttunda áratug- ar síðustu aldar, er hann var nemandi við Menntaskólann við Hamrahlíð. Við vorum þá virk í starfi kommúnistasamtakanna, KSML, forvera Kommúnista- flokksins síðari. Þetta voru um- brotatímar. Víetnamstríðið á lokametrunum og ungt fólk um allan heim lét til sín taka í andófi við staðnaðar hugmyndir og kennisetningar. Við vorum ung og með málstað, við trúðum því að við gætum breytt heiminum til betri vegar þar sem mismun- un, stéttaskiptingu og fátækt yrði útrýmt. Einar var ötull í starfi sínu fyrir samtökin og síðar komm- únistaflokkinn. Það má vissulega deila um hvaða breytingum hreyfingar þessa tíma komu til leiðar en eitt er víst að þátttakan í starfi samtakanna og baráttu hafði mikil áhrif á allt okkar líf og starf. Stærstan hluta starfsævinnar eða um 40 ár starfaði Einar sem fangavörður og sinnti því starfi af alúð og heilindum. Einn sem hafði kynnst honum í fangelsinu sagði: „Það er vegna manna eins og hans sem vistin í fangelsinu verður þolanleg, manna sem veita stuðning og aðstoð og koma alltaf fram við okkur af virðingu.“ Hann átti þátt í að styðja marga skjólstæðinga sína til betra lífs. Einar var oft með okkur í Hjörsey á sumrum. Bernsku- minningar barna okkar úr eyj- unni eru allar tengdar honum. Hann spilaði við þau, bar þau á háhesti og sagði þeim sögur. Það var oft glatt á hjalla í eldhúsinu í Hjörsey þegar börnin voru sofn- uð og sólin að síga til viðar við Snæfellsjökul. Heimsmálin voru rædd, eymd íslenskra pólitíkusa og bölvun kapítalismans, rifist um maóismann og menningar- byltinguna því þó við værum í sama flokki vorum við ekki alltaf sammála. Sögur voru sagðar og mikið hlegið. Það kom einnig fyrir að Einar skrapp aðeins frá inn í herbergi þar sem hann spáði í bolla, aðallega fyrir kven- fólkinu, og reyndi þá að koma vitinu fyrir viðkomandi í karla- málum í leiðinni. Honum var margt til lista lagt. Síðan skildi leiðir. Þrátt fyrir það var Einar alltaf með okkur í minningunum, þessi góði vinur sem kenndi okkur allt um kommúnisma, jöfnuð og maó- isma, málaði bátaskýlið rautt og tók þátt í að temja hesta. Síðast þegar við hittumst ætl- uðum við að taka upp þráðinn á ný í ellinni og rifja upp gömlu tímana sem höfðu átt svo stóran þátt í þroska okkar og mótun. Einar var skapgóður, hjartahlýr og vitur. Hann var eins og klett- ur, alltaf hægt að treysta honum. Elsku Ingibergur, Hróðný, Gunnar, Heiða, Siggi Ingi, Soffía og fjölskyldur. Við sendum ykk- ur okkar dýpstu samúðarkveðj- ur. Minningin um hann Einar, okkar góða vin, mun lifa. Við munum sakna hans og einlægt minnast hans er við heyrum góðs drengs getið. Margrét, Ragnheiður, Anna Jóna, Sigríður og Skúli Waldorff. Einar Andrésson vinur minn var góður drengur. Vinskapur tókst með okkur vorið 1975, er hann var tíður gestur í morg- unkaffi hjá mér. Einar sonur minn var þá nýfæddur og í stöð- ugri uppreisn gegn vöggunni sinni og vildi láta halda á sér svo að hann sæi heiminn uppréttur. Það var þegjandi samkomulag á milli okkar Einars að hann tæki að sér afleysingar við að halda á hvítvoðungnum. Við vorum á þessum tíma fé- lagar í kommúnistasamtökum marx-lenínista og ræddum í þaula stéttabaráttuna og afleið- ingar nýlendustefnunnar, kyn- þáttamisréttið og ójöfnuð. Okkur skorti reyndar aldrei umræðuefni því þau voru fjöl- mörg, ekki síst kvikmyndir og bókmenntir. Hann hafði þann eiginleika að vera næmur hlustandi og sam- ræður við hann höfðu mikið vægi og voru hugbætandi. Hann vildi bæta heiminn og lagði svo sann- arlega sitt lóð á vogarskálarnar. Einar var afar stoltur faðir, fóst- urfaðir og afi. Einar brann fyrir starfi sínu sem fangavörður og gætti þagn- arskyldu og trúnaðar af þvílíkri festu að aldrei fór hann inn á þær brautir að ræða sinn starfs- vettvang. Þegar á reyndi var alltaf hægt að leita til hans. Hann var hjálp- legur þegar þurfti að mála, smíða eða flytja. Eitt sinn sem oftar fórum við saman í kvikmyndahús til að sjá Hrafninn eftir Carlos Saura í Regnboganum. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum villtist ég í rangan sal og það tók mig fimm mínútur að uppgötva mis- tökin. Einar horfinn! Ég ramb- aði í réttan sal, þar sat Einar hinn rólegasti og bláókunnugur maður við hlið hans í mínu sæti. Þannig var Einar, lét ekkert koma sér úr jafnvægi og hann vissi að ég myndi koma að lokum og finna rétta salinn. Við vorum alltaf sammála um að þetta væri besta mynd fyrr og síðar. Sendi Ingibergi, Einari litla, Hróðnýju Rún, Fannari, Írisi Ösp, Sigga, Gunnari og fjöl- skyldum mínar dýpstu samúðar- kveðjur. Guð blessi minningu Einars. Ingibjörg Einarsdóttir. ✝ Guðbjörg Sig-urbergsdóttir fæddist hinn 10. maí 1921 á Eyri við Fáskrúðsfjörð. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Grund 9. maí síð- astliðinn. For- eldrar hennar voru Oddný Þorsteins- dóttir, f. 19.8. 1893, d. 30.10. 1983, og Sigurbergur Oddsson, f. 6.2. 1894, d. 14.3. 1976. Guðbjörg var fimmta í röð ellefu systkina sem öll eru látin. Þau voru Stef- anía, Guðlaug, Oddur, Þórunn, Sigsteinn, Karl, Arthur, Val- borg, Baldur og Bragi. Hinn 11. desember 1948 gift- ist Guðbjörg Guðmundi Gísla- syni húsgagnasmiði, f. 8.4. 1915, d. 15.4. 1996. Foreldrar hans voru Halldóra Þórð- ardóttir, f. 14.5. 1891, d. 25.1. 1984, og Gísli Guðmundsson, f. 6.7. 1884, d. 26.9. 1928. Guð- nýjar er Guðmundur Guð- mundsson, f. 16.2. 1955. Börn þeirra eru: c) Hildur Dröfn, f. 26.9. 1981, gift Leifi Má Leifs- syni. Þau eiga dótturina Klöru Lind, d) Guðmundur, f. 12.6. 1983, í sambúð með Katrínu Björk Bjarnadóttur. Börn þeirra eru Aron Hugi, Arnór Logi og Katla Líf. 3) Erna, f. 27.5. 1957, gift Daða Jóhann- essyni, f. 20.11. 1955. Sonur þeirra er Gauti, f. 27.8. 1995. Unnusta hans er Agnes Eik Sig- urjónsdóttir. Þau Guðbjörg og Guðmundur hófu búskap á Smiðjustíg 11 í Reykjavík þar sem Guðmundur rak húsgagnaverkstæði ásamt félögum sínum Sigurgeiri Gísla- syni og Karli Maack. Lengst bjuggu þau í Skipholti 50 en þangað fluttu þau árið 1959. Síðast bjuggu þau á Flyðru- granda 20. Þau Guðmundur og Guðbjörg höfðu yndi af að ferðast bæði innanlands og til útlanda. Guðbjörg hélt áfram að ferðast eftir að Guðmundur missti heilsu og lést. Samhliða húsmóðurstörfum starfaði Guð- björg við ræstingar. Útför Guðbjargar fór fram frá Fossvogskapellu 22. maí 2020. björg og Guð- mundur eignuðust þrjár dætur. Þær eru: 1) Dóra, f. 9.2. 1950, d. 26.6. 2002, var gift Sören Videbæk Nielsen, f. 17.3. 1945, d. 20.2. 2018. Dætur þeirra eru a) Barbara, f. 30.1. 1975. Börn hennar eru Nicho- las og Natasha, b) Birgitte, f. 12.12. 1977, gift Glenn Larsen. Dóttir þeirra er Manilla Föns. 2) Oddný, f. 25.8. 1952. Hún var gift Gunnari Dagbjartssyni, f. 22.11. 1950, og eru börn þeirra tvö: a) Guð- björg, f. 2.8. 1970. Börn hennar eru Hörn, Atli Snær og Orri Steinn Valdimarsbörn. Sam- býlismaður Guðbjargar er Marcin Maciej. b) Gísli Viðar, f. 6.10. 1972. Synir hans eru Dag- ur og Edward. Sambýliskona Gísla Viðars er Auður Sif Sig- urgeirsdóttir. Eiginmaður Odd- Stoð og stytta stórrar fjöl- skyldu Guðbjörg Sigurbergs- dóttir er látin einum degi vant í 99 ára. Hún var meðalkona á hæð fríð í andliti og sviphrein sprottin af góðum stofnum og munu fáar kynsystur hennar hafa tekið henni fram um atorku svo dug- leg sem hún var dáðrík og iðju- söm; er ekki að taka of djúpt í árinni þótt sagt sé að hún hafi aldrei látið verk hendi firr. Vil- mundur heitinn landfysikus mun raunar hafa látið svo um mælt, að eitt væri læknislyf, er tæki öllum öðrum fram og það væri að láta sér aldrei verk úr hendi falla, og þegar hugsað er um hvatleika Guðbjargar og heilsu- hreysti og hve langæ hún varð, hljótum við að álykta, að land- læknirinn gamli hafi haft nokkuð til síns máls. Það hefur eitt með öðru orðið til þess að efla heilbrigði Guð- bjargar og þrek, að þótt hún lyki ökuprófi, þá keyrði hún aldrei bíl, heldur fór ferða sinna fót- gangandi. Voru þau í þessu efni mjög sammála, hún og Gunnar næturlæknabílstjóri á Frakka- stígnum, þótt vísast væri af ólík- um ástæðum, en hann var alla ævi fullkomlega sannfærður um að kvenfólk, sökum veikra burða til lífs og sálar, hvorki gæti, né ætti að aka bifreið. Guðbjörg var létt í viðræðu, hýr og góð í viðmóti og öllum hugþekk, sem henni kynntust; hafði yndi af heimilisrækt og góðri reglu, var köttur þrifin, mátti hvergi sjást blettur eða hrukka, hún sagði hverri rykögn miskunnarlaust stríð á hendur; var drumbs um að krakkar káf- uðu upp um veggi ellegar ung- lingar færu höndum um hurðir og dyra-umbúnað; leið enga boltaleiki innanhúss. Hún var fagurkeri; ákaflega sýnt um að fegra og prýða heimili þeirra Guðmundar, hafði gleði af fögr- um hlutum og smekkvísi til þess að koma þeim þannig fyrir, að vel færi á. Hún nostraði við hý- býli þeirra, sparaði hvorki tíma né fyrirhöfn til þess að breyta og bæta umhverfið; munurinn var ekki alltaf mikill á því, sem áður hafði verið, og hinu, sem við tók á eftir, en samt nógur til þess, að nú líkaði betur; og víst var, að þá mun fegurð og samræmi hafa aukist. Á ofanverðum 7. áratug ald- arinnar sem leið hóf Guðbjörg að vinna utan heimilis; tók í fyrstu að sér þrif á rakarastofu Eyjólfs Jóhannssonar í Banka- stræti 12 og síðan í Véla- og raf- tækjaverslun Ásbjarnar Ólafs- sonar á horni Ingólfsstrætis og Austurstrætis, þar sem skör- ungskonan Hulda Gunnarsdótt- ir, bróðurdóttir Ásbjarnar, var verslunarstjóri; á eftir fylgdi Kjólabúð Ásbjarnar við Lækj- argötu og síðan fleiri fyrirtæki hans. Þessi starfi varð fram- hrundingarafl heimilishjálpar- innar, sem Guðbjörg byrjaði nú að taka að sér og hélt áfram að inna af hendi í áratugi með mikl- um sóma, m.a. fyrir Ásbjörn, Gunnar, bróður hans, dætur þeirra bræðra og fleiri. Öllu þessu fólki var mikil aufúsa í komum hennar, því að hún bar með sér birtu og mildan hugblæ, svo glaðleg og viðfelldin var ná- vist hennar. Mun ekki ofhermt að segja, að Guðbjörg hafi eign- ast að vinum og aðdáendum fólk- ið, sem hún starfaði fyrir, enda leyndi sér ekki, að hún bar að sínu leyti ástúð til þess. Guð blessi minningu Guð- bjargar Sigurbergsdóttur. Gunnar Björnsson, pastor emeritus. Guðbjörg SigurbergsdóttirÁstkær sonur okkar, bróðir, mágurog frændi, FRIÐRIK GUÐMUNDSSON, Lyngmóa 17, Reykjanesbæ, lést á heimili sínu þriðjudaginn 2. júní. Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 12. júní klukkan 14. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Duchenne vöðvarýrnun á Íslandi, reikningsnúmer 111-26-10315, kt. 640512-2610. Guðmundur Sigurðsson Kolbrún Geirsdóttir Gunnfríður Friðriksdóttir Antonio Manuel Goncalves Kolbrún Guðmundsdóttir Karl Kristján Davíðsson Salka Snæbrá og Kolbeinn Friður Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTBJÖRG ÁSBJARNARDÓTTIR sjúkraliði, andaðist á öldrunarheimilinu Hlíð á Akureyri 8. júní. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 19. júní klukkan 13.30. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á öldrunarheimilið Hlíð á Akureyri. Fjölskyldan vill þakka starfsfólki heimilisins fyrir frábæra umönnun og þjónustu. Sérstaklega þökkum við hlýtt viðmót og mikla þjónustulund síðustu daga. Gunnar Gíslason Yrsa Hörn Helgadóttir Guðbjörn Gíslason Halla Steingrímsdóttir Ásbjörn Gíslason Anna María Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð og vináttu vegna andláts GUÐBJARGAR SIGURBERGSDÓTTUR, Flyðrugranda 20. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deilar A-2 á hjúkrunarheimilinu Grund fyrir góða umönnun og hlýtt viðmót. Oddný Guðmundsdóttir Guðmundur Guðmundsson Erna Guðmundsdóttir Daði Jóhannesson barnabörn og barnabarnabörn Móðir mín, tengdamóðir og amma, LÁRA GUNNARSDÓTTIR, áður til heimilis að Arnarsmára 24, Kópavogi, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 25. maí. Útför hefur farið fram. Þakklæti til starfsfólks á Báruhrauni fyrir góða umönnun. F.h. aðstandenda, Viðar Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.