Morgunblaðið - 11.06.2020, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 11.06.2020, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2020 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsir laust embætti skrifstofustjóra á nýrri skrifstofu loftslagsmála í ráðuneytinu. Hjá ráðuneytinu starfar samhentur hópur starfsmanna á sex skrifstofum ráðuneytisins. Ráðuneytið leggur áherslu á góðan starfsanda, góð starfsskilyrði og jafnræði kynjanna. Ráðuneytið hefur hlotið gæðavottun umhverfisstjórnunarkerfis og jafnlaunavottun. Umhverfis- og auðlindaráðherra skipar í embættið til fimm ára. Leitað er eftir leiðtoga til að stýra skrifstofu sem fer með viðamikið samfélagslegt og alþjóðlegt verkefni sem varðar skuldbindingar stjórnvalda á sviði loftslagmála. Um er að ræða embætti sem felur í sér mikil tækifæri til að hafa áhrif og vinna að þróun í átt að kolefnishlutleysi Íslands. Um starf skrifstofustjóra: Hlutverk skrifstofustjóra á skrifstofu loftslagsmála er að leiða starf skrifstofunnar undir yfirstjórn ráðuneytisstjóra. Skrifstofustjóri ber ábyrgð á að vinna að og framfylgja helstu áætlunum, stefnum og lögbundnum verkefnum stjórnvalda á sviði loftslagsmála, í samstarfi við skrifstofur ráðuneytisins, önnur stjórnvöld og hagsmunaaðila. Helstu verkefni skrifstofunnar eru: • Framkvæmd verkefna á sviði loftslagsmála • Innleiðing og framfylgd áætlana stjórnvalda á sviði loftslagsmála, s.s. aðgerðaáætlunar, áætlunar um aðlögun og vegvísi að kolefnishlutleysi • Innleiðing löggjafar á sviði loftslagsmála • Málefni loftslagsráðs og loftslagssjóðs • Alþjóðastarf á málefnasviði skrifstofunnar • Umsjón loftslagsteymis ráðuneytisins Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun með meistaragráðu sem nýtist í starfi • Þekking og/eða reynsla á málefnasviði skrifstofunnar • Árangursrík reynsla af stjórnun og stefnumótun • Leiðtogahæfileikar • Hæfni til að leiða fólk til samvinnu og árangurs • Reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur • Mjög gott vald á íslensku og ensku og góð kunnátta í einu Norðurlandamáli Umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilskrá og stutt kynningarbréf um ástæðu umsóknar auk upplýsinga um árangur sem viðkomandi hefur náð í starfi og telur að nýtist í embættinu. Hæfnisnefnd skipuð af umhverfis- og auðlindaráðherra metur hæfni umsækjenda samkvæmt reglum nr. 393/2012 og skilar greinargerð til ráðherra. Umsóknarfrestur er til og með 22. júní nk. Umsóknum skal skila rafrænt á netfangið uar@uar.is. Nánari upplýsingar um starfið eru á Starfatorgi – starfatorg.is. Upplýsingar um embættið veitir Sigríður Auður Arnardóttir, ráðuneytisstjóri í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu (sigridur.arnardottir@uar.is). Skrifstofustjóri á skrifstofu loftslagsmála Innflutnings- og sölufyrirtæki óskar eftir að ráða starfsmann til bókhalds, innflutnings og tollamála. Um er að ræða vinnu við almennt bókhald, afstemmingar og uppgjör. Ásamt vinnu við pantanir, innflutning, samskipti við erlenda birgja, tollskýrslugerð, umsjón talninga og fleira. Hæfniskröfur: • Reynsla af sambærilegu starfi • Góð tölvukunnátta • Sjálfstæð vinnubrögð • Góð þjónustulund • Reglusemi og góð ástundun • Gott skipulag • Góð íslensku og ensku kunnátta skilyrði Um 100% starf er að ræða. Einungis reyklausir einstaklingar eldri en 25 ára koma til greina og þarf viðkomandi að hafa hreint sakavottorð. Umsókn ásamt ferilskrá skal senda á umsokn2020@gmail.com fyrir 15. júní 2020. Bókhald og innflutningur Helstu verkefni og ábyrgð Verkefnastjóri í eftirvinnslu myndbanda leggur áherslu á að eiga gott og jákvætt samstarf við starfsfólk í öllum starfseiningum skólans þar sem þjónustulund er í fyrirrúmi. Verkefnastjóri í eftirvinnslu myndbanda þarf því að hafa mikla samskiptafærni, að geta unnið í teymi og hafa ríkan vilja til að leiðbeina og aðstoða alla innan Háskólasamfélagsins varðandi eftirvinnslu myndbanda. VERKEFNASTJÓRI Í EFTIRVINNSLU MYNDBANDA Frekari upplýsingar um starfið Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert. Ráðið verður í starfið til eins árs. Gert er ráð fyrir að starfið hefjist í samráði við starfsmann. Umsókninni skal fylgja kynningarbréf, ferilskrá (CV) og sýnishorn af fyrri verkefnum. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests. Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans, sjá hér: http://www.hi.is/haskolinn/jafnrettisaaetlun#markmid2. Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá á: https://www.hi.is/haskolinn/malstefna_haskola_islands. Starfshlutfall er 100% Umsóknarfrestur er til og með 25.06.2020 Nánari upplýsingar veitir Páll Ásgeir Torfason - pallasgeir@hi.is - 525 5486 Kennslusvið - Deild rafrænna kennsluhátta v/Suðurgötu 101 Reykjavík Verkefnastjóri í eftirvinnslu myndbanda er starfsmaður deildar rafrænna kennsluhátta á Kennslusviði Háskóla Íslands og sér um klippingu og eftirvinnslu á kvikmynduðu efni sem tekið er upp fyrir kennslu og kynningar. Klippari skal hafa þekkingu og reynslu á sviði kvikmyndagerðar. Hann sinnir nær allri eftirvinnslu á upptökum. Menntunar- og hæfniskröfur • Menntun sem nýtist í starfi eða haldbær reynsla í eftirvinnslu • Frumkvæði, sveigjanleiki og framúrskarandi samskiptahæfileikar • Þekking og reynsla af notkun helstu klippiforrita (s.s Final Cut Pro, Adobe Premiere Pro og Davice Resolve) er æskileg • Þekking á eftirvinnslu efnis, þ.m.t. hljóðvinnsla, litaleiðréttingar og grafíkvinnsla er æskileg • Reynsla af vinnslu á lifandi efni fyrir miðla (t.d auglýsingar, dagskráefni og samfélagsmiðla) er æskileg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.