Morgunblaðið - 11.06.2020, Page 64

Morgunblaðið - 11.06.2020, Page 64
64 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2020 www.danco.is Heildsöludreifing yrirtæki og verslanir Sumarleikföng í úrvali Kynntu þér málið og pantaðu á vefverslun okkar www.danco.is Kútar S ndlau Sundboltar 120x120x87 cm Fótbolta- æfingasett Vatnsblöðrur Hoppubolt 50 cm Fötusett Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Blóðdropinn, verðlaun Hins íslenska glæpafélags fyrir bestu glæpasögu ársins 2019, voru veitt í gær og hlaut þau Sólveig Pálsdóttir fyrir bók sína Fjötra. Í henni segir af konu sem finnst látin í klefa sínum í fangelsinu á Hólmsheiði og rannsóknarlög- reglumaðurinn Guðgeir og félagar hans fara að rannsaka málið, sem reynist hafa ótal þræði og teygja anga sína víða og „alla leið til stóra skjálftans um aldamótin þar sem ungur maður hvarf sporlaust“, eins og segir í lýsingu á bókinni. Fjötrar eru fimmta bók Sól- veigar, sem hóf að skrifa glæpasög- ur fyrir tíu árum, en hún starfaði sem leikkona og framhaldsskóla- kennari áður en hún sneri sér alfarið að ritstörfum. Fyrsta bók Sólveigar, Leikarinn, kom út árið 2012 og sú næsta, Hinir réttlátu, árið 2013 en upp frá því hafa liðið tvö ár milli bóka. Flekklaus kom út 2015, Ref- urinn 2017 og Fjötrar árið 2019. Enskar útgáfur væntanlegar Sólveig er spurð að því hvernig það leggist í hana að eiga glæpasögu ársins 2019 þegar svo margir ís- lenskir höfundar séu um hituna, en valið stóð um 20 bækur. „Þarna voru margir geysiflottir höfundar sem ég ber mikla virðingu fyrir og ég er gríðarlega þakklát og stolt,“ segir Sólveig. Hún hafi ekki átt von á þessari viðurkenningu þó svo að hún hafi verið ánægð með bókina og bókin hlotið jákvæðar viðtökur les- enda. Handhafi Blóðdropans er til- nefndur fyrir hönd Íslands til Gler- lykilsins, norrænu glæpasagnaverð- launanna, sem er vissulega góð kynning fyrir óþekkta höfunda en bækur Sólveigar hafa þó verið þýdd- ar á erlend tungumál, fyrstu tvær á þýsku og síðustu tvær voru keyptar af ensku forlagi sem nefnist Corylus Books. Refurinn verður gefin út fyrst í enskri þýðingu og það í haust, að sögn Sólveigar, og í Bretlandi er einnig verið að vinna að undirbúningi sjónvarpsþátta eftir sögunni. Óttinn hvarf hjá Þorvaldi Sólveig er spurð hvers vegna glæpasagnaformið hafi orðið fyrir valinu þegar hún hóf að skrifa bækur. „Það var eiginlega hending, við skul- um segja að það hafi krækt í mig,“ svarar hún. „Ég er menntuð leikkona og líka bókmenntafræðingur og kennari og ég fór á námskeið hjá Þor- valdi Þorsteinssyni heitnum, sem var algjörlega frábært og kom mér á skrið. Hann tók frá mér óttann við að láta mitt ágæta ímyndunarafl flakka og á námskeiðinu skrifaði ég uppi- stöðu eins kafla í Leikaranum. Nokkrar aðalpersónanna þar byrjuðu að mótast í huga mér og upphaflega átti sú bók að vera um svolítið neyð- arlegt samband tveggja persóna á fertugsaldri en svo fékk ég hugmynd að plotti og fór að skrifa út frá því. Mér fannst það svo gaman, þetta varð svo spennandi viðfangsefni að ég varð háð því. Mér finnst spennandi að skrifa spennandi texta en ef textinn fær ekki blóðið í æðum mér til að renna hraðar hendi ég honum bara.“ Milli tveggja ólíkra heima Sólveig færir blaðamanni þær fréttir að hún sé nú í fyrsta sinn að skrifa öðruvísi bók, þ.e. ekki glæpa- sögu, og eigi að skila inn fyrsta hand- riti á morgun, föstudag. Bókin kemur út í haust og er byggð á minningum Sólveigar frá því þegar hún var send í afskekkta sveit aðeins fimm ára að aldri. Hún hafði þá búið í tveimur löndum þar sem faðir hennar var í ut- anríkisþjónustunni. „Við fluttum fyrst til afa og ömmu á Bessastaði. Afi minn, Ásgeir Ásgeirsson, var þá forseti og við bjuggum þar á meðan verið var að útbúa íbúðina okkar. Síð- an var ég send austur í sveit, í Lón sem er reyndar sögusvið Refsins,“ segir Sólveig frá. Hún hafi verið í sveit hjá afskaplega góðu fólki en lífs- reynslan hafi verið sérstök, þar sem hún hafi farið milli tveggja afar ólíkra heima. „Ég flakka fram og til baka í tíma í frásögninni,“ segir hún um bókina væntanlegu sem hlotið hefur vinnutitilinn Klettaborgin. Kófið kom og stemningin fór Sólveig segist hafa verið byrjuð að skrifa sjöttu glæpasögu sína þegar kórónuveirufaraldurinn skall á en einhverra hluta vegna hafi hún „misst stemninguna“ fyrir þeim skrifum þegar farsóttin tók að breiðast út. „Ég missti tenginguna við það sem ég var að gera, fannst einhvern veginn absúrd að vera að kokka upp ein- hverja glæpafléttu þegar ástandið væri svona í heiminum. Ég tók mér hlé frá skrifunum til að ná áttum og byrjaði svo að skrifa þetta sem mér fannst og finnst skipta svo miklu máli, þessi veröld sem var, meiri ein- faldleiki og fólkið sem ég segi frá er fólk sem ég vil ekki að gleymist,“ út- skýrir Sólveig. Hún segir skrifin hafa gengið hratt fyrir sig og að bókin verði ekki löng þótt margir komi við sögu, m.a. fólkið í sveitinni hennar, Þórbergur Þórð- arson rithöfundur, Helgi Skúlason leikari, Ásgeir forseti afi hennar og langalangamma hennar, Solveig Pálsdóttir sem var önnur lærða ljós- móðirin á Íslandi. „Og Alice Cooper,“ bætir Sólveig við kímin. Hún ítrekar að hún ætli að halda áfram að skrifa glæpasögur, þrátt fyrir þennan útúrdúr, og fylgja áfram innsæinu líkt og hún gerði þegar hún sagði upp öruggu kennarastarfi til að gerast rithöfundur. Sólveig hlær inni- lega þegar blaðamaður spyr hvort sú ákvörðun hafi valdið henni kvíða. Já, heldur betur, en allt fór þó vel. „Ég er samt ekkert að ráðleggja fólki að gera þetta. Þó að gott sé að fylgja draumum sínum er líka gott að hafa skynsemina með í för.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Stolt „Þarna voru margir geysiflottir höfundar sem ég ber mikla virðingu fyrir og ég er gríðarlega þakklát og stolt,“ segir Sólveig um höfundana sem tilnefndir voru til Blóðdropans í ár. Sólveig tók við verðlaununum í gær. „Gríðarlega þakklát og stolt“  Sólveig Pálsdóttir hlýtur Blóðdropann í ár fyrir bestu glæpasögu ársins 2019  „Spennandi að skrifa spennandi texta,“ segir hún  Næsta bók ekki glæpasaga heldur byggð á æskuminningum Leiðsögn verður veitt í kvöld kl. 20 um sýninguna Sol LeWitt í Lista- safni Reykjavíkur í Hafnarhúsi sem opnuð var 13. febrúar síðastliðinn. Sýninguna vann fjölmennur hópur fólks beint á veggi sýningarsalanna eftir forskrift listamannsins sem lést fyrir þrettán árum, tæplega átt- ræður að aldri. LeWitt var banda- rískur listamaður og einn helsti for- vígismaður hugmyndalistarinnar. Er þetta fyrsta yfirlitssýning Lista- safns Reykjavíkur á verkum Le- Witts, spannar þrjátíu ár af ferli hans og „inniheldur mikilvægar veggteikningar og dægurlist frá því snemma á ferlinum, auk síðari verka, þar á meðal nokkurra sem sýna markverðar umbreytingar á ferli LeWitts á níunda og tíunda ára- tugnum“, eins og segir á vef safns- ins. Segir þar að í hugmyndalist Le- Witts séu allar ákvarðanir og skipulag listaverksins fyrirfram ákveðið og hugmyndin verði að vél sem búi til verkið. Sýningarstjóri Sol LeWitt er Lindsay Aveilhé, ritstjóri Sol Le- Witt Raisonné-veggteikningalistans, og kemur fram á vef Listasafns Reykjavíkur að flókið og viðamikið sé að setja upp sýningu á borð við þá sem nú er í Hafnarhúsi. Fimm teikn- arar frá stúdíói Sol LeWitt komu til landsins og stýrðu gerð sýning- arinnar og unnu að henni. Ljósmynd/Vigfús Birgisson Þolinmæði Listamaður vinnur verk á vegg í Hafnarhúsinu eftir forskrift Sols LeWitts heitins, eins helsta forvígismanns hugmyndalistarinnar. Leiðsögn um Sol LeWitt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.