Morgunblaðið - 11.06.2020, Síða 68
68 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2020
Skoðaðu glæsilegu
sumartilboðin okkar á
hotelork.is/tilbod
Gisting í
superior herbergi
3ja rétta kvöldverður
á HVER Restaurant
Morgunverðarhlaðborð
19.900 kr.
fyrir tvo á virkum dögum
29.900 kr.
fyrir tvo um helgar
Hin sígilda gamanmynd Guðnýjar
Halldórsdóttur, Stella í orlofi, verður
endurfrumsýnd í endurbættri útgáfu
annað kvöld, 12. júní kl. 20, í Smára-
bíói. Aðstandendur myndarinnar
hafa tekið hana í gegn, hreinsað bæði
hljóð og mynd og segir í tilkynningu
að myndin njóti sín nú ótrúlega vel á
stórum bíótjöldum Smárabíós.
Sérstök partíforsýning á myndinni
verður í kvöld og fyrir sýninguna
verður haldin spurningakeppni
tengd myndinni og segir í tilkynn-
ingu að frábærir vinningar verði í
boði. Keppnin byrjar kl. 19 og mynd-
in kl. 20.
Stella í orlofi fjallar um Stellu og
baráttu hennar við geðvonda karla,
tryllt börn, alkóhólista, flugmenn,
Lionsklúbbinn Kidda, danskar drós-
ir og laxeldi, eins og segir á vefnum
Kvikmyndir.is.
Hlægileg Edda Björgvinsdóttir og Laddi
kitla hláturtaugarnar í Stellu í orlofi.
Hreinsuð Stella
endurfrumsýnd
Eins og nafnið gefur tilkynna er bókin Morð ermorð er morð glæpa-saga. Það væri hins veg-
ar algjört glapræði að flokka hana
sem hefðbundna glæpasögu, enda
fellur hún býsna langt fyrir utan
þann ramma þrátt fyrir að atburðir
hennar hverfist
um hugsanlegan
glæp.
Sögusvið bók-
arinnar, sem er
eftir höfundinn
Samuel Steward,
er frönsk sveit
árið 1937. Skáld-
in og parið Gert-
rude Stein og
Alice Toklas
hyggjast njóta sumardaga í sveita-
sælunni, fjarri skarkala stórborgar-
innar en þær eyða vetrum í frönsku
höfuðborginni. Vert er að taka fram
að Steward var mjög góður vinur
þeirra Stein og Toklas í raun og
veru og kemur fyrir sem Johnny
vinur þeirra í sögunni.
Snemma hins væntanlega rólega
sumars hverfur faðir Petit Pierre,
gullfallegs garðyrkjumanns Stein
og Toklas, en Toklas var síðust til
að sjá til hans áður en hann hvarf.
Stein og Toklas dragast því inn í
leitina að föðurnum og eru skyndi-
lega komnar í hlutverk áhuga-
spæjara. Lengi framan af virðist
lögreglunni ekkert ganga að leysa
hið dularfulla mannshvarf og vænt-
anlega algjör óþarfi að segja vænt-
anlegum lesendum bókarinnar frá
því hvort, og þá hvernig, málið
leysist á endanum.
Þrátt fyrir titil bókarinnar og
það að atburðarásin snúist að
mestu um mögulegan glæp eru
hnyttnar samræður og áhugaverðar
og misskrautlegar aukapersónur
það sem tekur mest plássið og er
hvað skemmtilegast að fylgjast
með.
Eins og áður kemur fram í þess-
ari stuttu yfirferð er sögusvið bók-
arinnar frönsk sveitasæla árið 1937.
Þrátt fyrir að gerast fyrir „langa-
löngu“ er um að ræða hinsegin
sögu þar sem meirihluti persóna í
bókinni er samkynhneigður. Þar er
átt við Stein og Toklas, vin þeirra
Johnny og aðra karla sem hann
reynir að tæla til einnar nætur
skemmtunar þar sem hann eyðir
hluta úr sumri í franskri slökun.
Útkoman úr öllu ofantöldu er
býsna skemmtileg samsuða þar
sem daglega lífið víkur að hluta fyr-
ir sumarstörfum spæjara og lukk-
uðum og mislukkuðum bólförum
aðstoðarmanns þeirra. Endirinn er
nokkuð óvæntur og áhugaverður,
án þess að fara nánar út í þá sálma.
Morð er morð er morð er tilval-
inn lestur fyrir þá sem hyggjast
leggja land undir fót í sumar, verða
ekki bílveikir af lestri í bíl og eru
ekki bílstjórar.
Öðruvísi glæpa-
saga í sumarfríið
Glæpasaga
Morð er morð er morð bbbnn
Eftir Samuel M. Steward.
Ari Blöndal Eggertsson þýddi.
Hringaná, 2020. 176 bls. kilja.
JÓHANN
ÓLAFSSON
BÆKUR
Höfundur „Býsna skemmtileg sam-
suða,“ segir rýnir um óhefðbundna
söguna eftir Samuel M. Steward.
Sambíóin munu sýna sex af kvik-
myndum leikstjórans Christophers
Nolans frá og með deginum í dag
og fram til 22. júní í tilefni af því að
nýjasta mynd hans, Tenet, verður
frumsýnd í júlí. Í dag verður fyrsta
kvikmynd Nolans um Leðurblöku-
manninn, Batman Begins, sýnd og
12. júní er það framhald þeirrar
myndar, The Dark Knight. Stríðs-
myndin Dunkirk verður sýnd 15.
júní og þriðja Batman-myndin, The
Dark Knight Rises, verður sýnd á
þjóðhátíðardaginn, 17. júní. Incep-
tion verður sýnd tveimur dögum
síðar og Interstellar 22. júní. Aðdá-
endur Leðurblökumannsins geta
fagnað innilega 17. júní því þá
munu Sambíóin í Álfabakka sýna
allar þrjár Batman-myndir Nolans í
VIP-salnum.
Hetja Leðurblökumaðurinn glímir við
óþokkann Bane í The Dark Knight Rises.
Myndir Nolans
í Sambíóunum
HBO Max-streymisveitan banda-
ríska hefur tekið hina víðkunnu
kvikmynd Gone With the Wind af
dagskrá sökum þess hvernig mis-
munun kynþátta birtist í myndinni. Í
hinni háværu mótmælaöldu vestan-
hafs síðustu daga, þar sem deilt er á
framkomu við hörundsdökka og lög-
regluofbeldi, var streymisveitan
gagnrýnd fyrir að sýna kvikmyndina
án skýringa á kynþáttamisréttinu.
Gone With the Wind var gerð árið
1939 og var nefnd Á hverfanda hveli
þegar hún var sýnd hér á landi.
Myndin hreppti tíu Óskarsverðlaun
en hún gerist að hluta á plantekru í
suðurríkjum Bandaríkjanna á tím-
um þrælastríðsins og hefur sú upp-
hafning á þrælahöldurum sem þar
birtist iðulega verið gagnrýnd. Er
myndin tekjuhæsta kvikmynd allra
tíma ef miðasölutekjur eru upp-
reiknaðar til samtímans.
Í yfirlýsingu frá talsmanni HBO
sem fréttaveitan AFP birtir segir að
kvikmyndin sé barn síns tíma og í
henni birtist því miður sumir þeirra
kynþóttafordóma sem hafi verið við-
loðandi í bandarísku samfélagi.
„Rasisminn sem þarna birtist var
óverjandi þá og er óverjandi í dag og
okkur þótti það ábyrgðarlaust að
bjóða áfram upp á sýningar á kvik-
myndinni án útskýringa og fordæm-
ingar á kynþáttaofbeldinu,“ segir
talsmaður HBO. Kvikmyndin verði
aftur aðgengileg síðar og þá með út-
skýringum á því sem hún fjallar um
og kynþáttamisréttið sett í sögulegt
samhengi. Myndin verði hins vegar
ekki klippt upp á nýtt eða senur fjar-
lægðar, því það væri að gefa í skyn
að þessir fordómar hafi ekki fyrir-
fundist, eins og segir í yfirlýsingu
HBO.
Höfundur handrits óskarsverð-
launakvikmyndarinar 12 Years A
Slave, John Ridley, skrifaði grein í
Los Angeles Times í vikunni og
sagði að taka yrði Gone With the
Wind úr sýningu því sýnin í mynd-
inni á samskipti kynþátta væri ekki
bara ábyrgðarlaus heldur hunsaði
hún hrylling þrælahaldsins og birti
auk þess neyðarlegar birtingar-
myndir brenglaðra staðalímynda af
hörundsdökku fólki.
Kvikmyndir og þættir hafa víðar
verið fjarlægðir af streymisveitum
þar sem efnið þykir ekki birta hör-
undsdökka með sómasamlegum
hætti. Til að mynda er BBC hætt að
sýna gamanþættina Little Britain,
þar sem í þeim séu senur þar sem
hvítir leikarar bregði sér í hlutverk
dökkra. „Tímarnir hafa breyst síðan
þættirnir voru frumsýndir á BBC og
þess vegna eru þeir ekki lengur að-
gengilegir á BBC-spilaranum,“ segir
í yfirlýsingu.
Umdeild Húsmóðir og þræll í verðlaunamyndinni Gone With the Wind.
Gone With the
Wind úr sýningu
Birtingarmynd þrælahalds gagnrýnd
Eins og flestar aðrar menningar- og
afþreyingarstofnanir hafa kvik-
myndahús farið illa úr úr Covid-19-
faraldrinum. Hin umsvifamikla
bandaríska kvikmyndahúsakeðja
AMC mun hafa tapað um tveimur
milljörðum dala á síðasta ársfjórð-
ungi, meðan húsin hafa verið lokuð,
en það er um 260 milljarðar króna.
Í frétt The New York Times er
fullyrt að byrjað verði að sýna kvik-
myndir aftur í um níutíu prósentum
kvikmyndahúsa úti um heimsbyggð-
ina strax í næsta mánuði.
Umfangsmiklir kvikmynda-
framleiðendur vestanhafs hafa beðið
með að setja fjölda mynda í sýningu
en stefna nú á að hefja frumsýningar.
Til að mynda verður ný spennumynd
með Russell Crowe, Unhinged, frum-
sýnd 1. júlí.
Því er hins vegar ósvarað hvort
fólk muni treysta sér í kvikmyndahús
eins og áður, jafnvel þótt sætafram-
boð verði takmarkað, snertifletir
spritthreinsaðir milli sýninga og gætt
að bili á milli gesta.
Talsmaður ráðgjafarfyrirtækis í
kvikmyndabransanum telur að vænt-
anlegir gestir í kvikmyndahúsum vilji
vera sannfærðir um að aðstæður séu
öruggar og ekki hætta á smiti.
Fulltrúar eigenda kvikmyndahúsa
segjast þó vissir um að strangar sótt-
hreinsi- og öryggisreglur í húsunum
muni róa væntanlega gesti.
AFP
Útisýning Kvikmyndahús hafa ver-
ið lokuð í Bandaríkjunum en sums
staðar boðið upp á bílabíó.
Bíóin víða
í gang í
júlímánuði
Gríðarlegt tap
kvikmyndahúsa