Morgunblaðið - 11.06.2020, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 11.06.2020, Qupperneq 72
FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 163. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Geta Selfyssingar ógnað stórveldunum í kvennafót- boltanum og gert alvöru atlögu að Íslandsmeistaratitl- inum í ár, eða heyja Valur og Breiðablik annað einvígi um hann? Tekst Fylki að koma sér í hóp bestu liðanna og nær breytt lið Stjörnunnar að halda sjó um miðja deild? Fjallað er um þessi fimm lið í aðdraganda Íslandsmótsins í blaðinu í dag. »62 Tekst Selfyssingum að ógna Val og Breiðabliki? ÍÞRÓTTIR MENNING Kristín Jóhannesdóttir leikstýrir Sölumanni deyr eftir Arthur Mill- er í nýrri þýðingu Kristjáns Þórð- ar Hrafnssonar sem Borgarleik- húsið frumsýnir í janúar 2021. Með hlutverk Loman-hjónanna fara Jóhann Sigurðarson og Sig- rún Edda Björnsdóttir, en þau fagna 40 ára leikafmæli á næsta leikári. Meðal annarra leikara eru Stefán Jónsson, Þorsteinn Bachmann, Esther Talía Casey og Rakel Ýr Stefáns- dóttir. Sölumaður deyr, sem er þekktasta leikrit Millers og skilaði honum Pulizer-verðlaunum, er harmleikur þar sem Willy Loman þarf að fara í erfiða sjálfsskoðun og uppgjör við ameríska drauminn þegar honum er sagt upp störfum sem sölumaður eftir áratuga starf. Að lokum sér hann aðeins eina leið úr ógöngum sínum, sem er að fremja sjálfsvíg dulbúið sem bílslys svo að fjölskylda hans fái líftrygginguna. Brynja Björnsdóttir hannar leikmynd og Þórunn María Jónsdóttir búninga en tónlist er í höndum Gyðu Valtýsdóttur. Sölumaður deyr í Borgarleikhúsinu Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Lögmaðurinn Jón Steinar Gunn- laugsson, fyrrverandi hæstaréttar- dómari og prófessor, sendi á dög- unum frá sér bókina Umbúðalaust – Hugleiðingar í hálfa öld, sem Al- menna bókafélagið gefur út. Þar eru tæplega 200 valdar greinar, sem langflestar hafa birst í Morgun- blaðinu á undanförnum áratugum frá því upp úr 1970. „Þetta er efni um grundvallarstjórnmálaviðhorf, dómstóla og gagnrýni mína um ým- islegt,“ segir hann. „Jafnframt er kafli um fjölskylduna og svo eru þarna líka hugvekjur!“ Jón Steinar hefur verið afkasta- mikill höfundur greina og bóka og hann segist hafa verið hvattur til þess að taka saman úrval úr greina- safni sínu og birta í bók. Í fyrstu hafi hann verið fráhverfur því en áhuginn hafi vaknað þegar hann fór yfir úrklippusafnið sitt. „Þá upplifði ég það, sem ég þóttist reyndar vita, að ég hef alla tíð náð að fylgja þeirri línu sem ég lagði af stað með upp úr 1970, ákveðinni hugsjón eða grund- vallarhugmyndum um það hvernig lýðræðið væri, mannréttindin, einstaklings- frelsið, ábyrgðin og þar fram eftir götunum.“ Blásið hefur um Jón Steinar síðan hann fór að viðra skoðanir sínar opinberlega, en þetta er átt- unda bók hans. Hann bendir á að fyrsta bókin, Deilt á dómarana, sem kom út 1987 og fjallar um gagnrýnis- verða hæstaréttardóma, hafi haft meiri áhrif en hann hafi órað fyrir. Greinaskrifin hafi einnig vakið menn til umhugsunar. „Meintir samherjar mínir í stjórnmálum hafa stundum kveinkað sér undan skrifunum, en ég hef fyrst og fremst fjallað um lífs- skoðanir og hugmyndafræði í sam- hengi við málefni dagsins.“ Stefnuleysi og valdníðsla Jón Steinar hefur ekki legið á skoðunum sínum. „Ég hef verið þenkjandi um þjóðfélagsmál alla tíð,“ útskýrir hann. „Ég vil að við lifum í þjóðfélagi sem gerir ákveðnar kröf- ur, og sérstaklega hefur mér verið í nöp við það, þegar menn misnota opinbert vald öðrum til hnjóðs.“ Þegar sér hafi mislíkað eitthvað hafi hann sest niður og skrifað um það stutta grein. Afgreitt málið þannig frá sér og verið tilbúinn að halda áfram. Greinarnar eru ekki eftir pólitísk- um línum. „Ég vil ekki vera pólitísk- ur bardagamaður,“ segir hann og tekur fram að sér hugnist ekki að taka þátt í leðjuslag, sem snúist ekki um ákveðnar stefnur heldur aðeins að gera það sem viðkomandi haldi að sé til vinsælda fallið. „Skrif mín eru hróp gegn þessu viðhorfi og ég hika ekki við að gagnrýna hvaða meirihluta sem er.“ Bókinni er skipt í 13 efniskafla, eins og til dæmis Frelsi og ábyrgð, Mannréttindi, Misnotkun dómsvalds og Spilling hugarfars. Greinar í hverjum kafla eru í tímaröð. Bókin er 541 blaðsíða í stóru broti, skreytt teikningum eftir Gunnlaug SE Briem leturfræðing sem sá um útlit- ið eins og í fyrri bókum höfundar eftir að hann hætti sem dómari. Jón Steinar þakkar honum í eftirmála. „Gunnlaugi fæ ég aldrei full- þakkað.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Þjóðfélagsrýnir Jón Steinar Gunnlaugsson bendir á það sem betur má fara í samfélaginu. Leiðarvísir í lífinu  Jón Steinar Gunnlaugsson sendir frá sér nýja bók go crazy hefst á morgun! föstudag - mánudags aföllumvörum* 25% Sparadu- *20% afsláttur af sérpöntunum. Gildir ekki um vörur á áður niðursettu verði. ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is mánudaga - sunnudaga 12-18 Frí heimsending Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU FYRIR ÞÁ SEM VERSLA FYRIR 5.000 EÐA MEIRA WWW.ILVA.IS GILDIR DAGANA 12.-15. JÚNÍ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.