Morgunblaðið - 16.06.2020, Blaðsíða 14
SVIÐSLJÓS
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Frumvarp til laga um fjar-skipti sem samgöngu- ogsveitarstjórnarráðherraleggur fram er nú í með-
förum Alþingis. Fjölmargar um-
sagnir hafa borist um frumvarpið og
vekja athugasemdir frá lögreglu-
stjóranum á höfuðborgarsvæðinu
sérstaka athygli.
Lögreglustjórinn greinir frá því
að mál hafi verið til meðferðar hjá
embættinu þar sem einstaklingar
þyki hafa valdið verulegum trufl-
unum á neyðarþjónustu með hundr-
uðum símtala til Neyðarlínu, án þess
þó að verið sé að óska neyðar-
aðstoðar. „Kann slíkt að skapa
hættu á að aðrir borgarar, sem raun-
verulega þurfa á neyðaraðstoð að
halda, nái ekki sambandi við
Neyðarþjónustu,“ segir í umsögn-
inni þar sem lagt er til að ákvæði
verði sett í lögin sem kveður á um að
truflun eða ónæði í neyðarsímkerf-
um yrði gert refsivert.
Lögreglan gerir einnig athuga-
semdir við ákvæði er lúta að varð-
veislu tölvugagna, þar á meðal
gagna um tölvusamskipti. Telur lög-
reglustjóri að í nútímaumhverfi
skipulagðrar glæpastarfsemi og
vegna fjölgunar netbrota sé varð-
veisla til 90 daga vart fullnægjandi.
„Er á það bent að öll þau gögn sem
fyrirmæli lögreglu taka til, hvar sem
þau eru [geymd], yrðu aldrei afhent
án dómsúrskurðar. Að óbreyttu gæti
lögregla þurft að beiðast varðveislu
á gögnum endurtekið, á meðan beðið
væri dómsúrskurðar,“ segir í um-
sögninni.
Fjallað er um takmörkun fjar-
skipta vegna truflana eða sérstakra
aðgerða í frumvarpinu. Segir að
Póst- og fjarskiptastofnun geti veitt
heimild fyrir truflun þráðlausra fjar-
skipta innan afmarkaðs svæðis
vegna framkvæmdar á öryggis- og
refsigæslu að fenginni beiðni frá
Fangelsismálastofnun. Lögreglu-
stjórinn á höfuðborgarsvæðinu telur
að embættið ætti sömuleiðis að geta
fengið slíkar heimildir. „Að mati lög-
reglustjóra getur verið nauðsynlegt
fyrir lögreglu að hafa heimild til að
óska eftir truflun fjarskipta á
ákveðnum svæðum, t.a.m. í til-
teknum lögregluaðgerðum þar sem
almannahætta er til staðar.“
Skiptar skoðanir um eftirlit
Í sameiginlegri umsögn Sam-
taka iðnaðarins og Samtaka atvinnu-
lífsins er gagnrýnt að ákvæði um
stjórnvaldssektir samrýmist engan
veginn viðmiðum sem almennt gildi
um refsikennd viðurlög sem eftirlits-
stofnunum sé heimilt að beita. Sam-
tökin gagnrýna einnig áformaða
skattheimtu við endurúthlutun tíðni-
heimilda fjarskiptafyrirtækja. Í um-
sögninni er auk þess lagt til að Póst-
Vill fá rýmri heimildir
í fjarskiptalögum
Morgunblaðið/Eggert
Lögregla Farið er fram á heimildir til að trufla fjarskipti í aðgerðum. Þá er
óskað eftir að leyfilegt verði að geyma tölvugögn lengur en 90 daga.
og fjarskiptastofnun og Samkeppn-
iseftirlitið verði sameinuð, enda sé
skörun á verkefnum stofnananna.
Nauðsynlegt sé að auka skilvirkni í
eftirliti og hagræða í opinberum
rekstri.
Í umsögn Samkeppniseftirlits-
ins er samstarfi stofnananna þvert á
móti hampað. „Þannig eiga stofn-
anirnar greið samskipti sín á milli
um mál sem eru á borði þeirra, en
veita jafnframt hvor annarri faglegt
aðhald,“ segir þar.
Í umsögn Neytendastofu eru gerðar athugasemdir við lengd bindi-
tíma á samningi við neytendur sem er lengdur úr sex mánuðum í
tólf. Rakið er að veigamikil breyting á hagsmunum neytenda hafi
orðið árið 2007 þegar binditími var færður í sex mánuði en það hafi
haft í för með sér aukinn hreyfanleika eftir því hvar kjör væru hag-
stæðust hverju sinni. Telur stofnunin að ekki komi fram nægar skýr-
ingar á því af hverju réttarvernd neytenda sé skert með svo afger-
andi hætti í nýjum lögum.
Þá segir Neytendastofa að dæmi sé um að neytendur fái ekki til-
kynningar um breytingu á viðskiptaskilmálum eða á verði áskriftar-
þjónustu. Tryggja þurfi að svo verði.
„Sá samskiptamáti sem fjarskiptafyrirtæki velur til tilkynninganna
verður því að vera í samræmi við þá þjónustu sem keypt er eða að
neytandi velji það samskiptaform sem honum hentar að fá tilkynn-
ingar sendar á,“ segir í umsögninni.
Réttindi neytenda skert
BINDITÍMI LENGDUR ÚR SEX MÁNUÐUM Í TÓLF
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Undanfariðhefurheyrst að
„Ísland sé að opna
landið“. Um leið
berast fréttir um að
löngu áður hafi
komið hingað flug-
vélar og m.a. með
skipulagða hópa á
meðan innfæddir héldu að var-
kár yfirvöld hefðu lokað á slíkt.
Orðalagið um „skipulagða hópa“
þýðir þó ekki að um skipulagða
ferðahópa sé að ræða. Nei.
Þessir eru hópar vel skipu-
lagðra glæpagengja, og að auki
gegnumsmitaðra af kór-
ónuveiru! Enginn virtist vita
neitt um þesssi ferðalög. Nú
segja „yfirvöld“ að sá misskiln-
ingur hafi ríkt innanlands að Ís-
land hefði lokað landinu sínu og
að það væri forsendan fyrir góð-
um árangri í veirubardaganum.
Hið rétta væri það, að önnur ríki
hefðu lokað á Ísland og ef það
hefði dottið í þau að leyfa flug-
vélum að fara hingað með
glæpagengi sem ekki væri
hleypt inn annars staðar vegna
kórónuveirunnar þá væri það
þeirra mál og glæpagengjanna.
Innfæddir hefðu ekkert með það
að gera, því að umheimurinn
hefði aldrei fengið tilkynningu
um að þeir hefðu lokað neinu!
Allir fréttatímar voru skyndi-
lega fullir af fréttum um flugvél
sem hefði verið hér á ferð mörg-
um dögum fyrir „opnun“. Það
hefði þá verið hægt að nota þá
flugvél til æfinga fyrir stóra
daginn og ekki þurft að smala
saman statistum. Þegar elting-
arleikurinn við Rúmena hafði
staðið í nokkra sólarhringa þá
„fréttu yfirvöld“ að annar
skammtur kom nokkru fyrr
samkvæmt einhliða ákvörðun
umheimsins og þeir kræsilegu
kunnáttumenn
hefðu verið að at-
hafna sig síðan.
Lögregluyfirvöld
höfðu ekki varað
nokkurn mann við
því að slík gengi
væru á ferðinni!
Ekki verður því
trúað að við hér
höfum verið á undan fylkis- og
borgarstjórum úr röðum demó-
krata í Bandaríkjunum sem
ætla sér í framtíðinni að ráða
félagsfræðinga í stað lögreglu-
manna til að tala um fyrir
glæpamönnum sem ráðast inn á
heimili fólks vopnaðir vél-
byssum.
Íslendingar eru almennt séð
ekki neinir vitleysingar. Hvern-
ig stendur þá á því að það virðist
grassera hér útbreiddur mis-
skilningur um þýðingarmestu
mál, þrátt fyrir reglubundnar
beinar útsendingar af frétta-
mannafundum um þau sömu
mál?
Íslendingar stóðu í þeirri trú
að þeir hefðu haldið þannig um
okkar veirumál að aðrar þjóðir
væru grænar af öfund. En hin
íslenska leið hefði þýtt að fátítt
væri að menn þar hefðu myndað
mótefni gegn henni. En það er
þekkt að sá árangur breytist í
algjöra andstæðu sína ef ekki
tekst að koma í veg fyrir að
hingað komi fólk frá löndum
með heilbrigðismál sín í algjörri
upplausn.
Rúmenía er meðlimur ESB,
en það hefur litlu breytt um
stjórnarfar þar. Mannréttinda-
dómstóllinn frægi gæti haft
mikið að gera í málefnum þar,
væri hann ekki aðallega að
sinna hlutverki sem almennur
áfrýjunardómstóll fyrir Ísland,
sem engin heimild er þó til um í
íslenskum lögum.
Nýjar upplýsingar
vekja ugg um fyrir-
komulag „opnunar“
landsins sem aðrir
en við hafa nú
ákveðið}
Herða þarf skrúfurnar
Kórónuveiranhefur reynst
dýrkeypt. Með hörð-
um aðgerðum hefur
án efa tekist að tak-
marka verulega
tjónið sem hún hefði
ella valdið. Í frétta-
skýringu í Morgun-
blaðinu í gær um
áhrif veirunnar kom fram að vís-
indamenn við Imperial College í
London teldu að með útgöngu-
banni og öðrum takmörkunum í
11 Evrópuríkjum hefði tekist að
koma í veg fyrir 3,1 milljón
dauðsfalla.
En aðgerðirnar munu einnig
kosta sitt, sérstaklega í löndum,
sem fyrir stóðu höllum fæti. Í
fréttaskýringunni kemur fram að
rof hafi orðið á bólusetningum
barna í nærri 70 löndum og hætta
á að sjúkdómar á borð við löm-
unarveiki og mislinga breiðist út
að nýju. Þá gæti faraldurinn leitt
til þess að tvöfalt fleiri yrðu við
hungurmörk í lok árs en nú.
Með bólusetn-
ingum hefur tekist
að draga verulega
úr útbreiðslu misl-
inga. Dauðsföllum
af völdum sjúk-
dómsins fækkaði
um 73% milli áranna
2000 og 2018. Það ár
létust þó rúmlega
140 þúsund manns af mislingum,
einkum börn undir fimm ára
aldri.
Nánast hefur tekist að út-
rýma lömunarveiki með bólu-
setningum. Veikina er nú eink-
um að finna í Afganistan og
Pakistan. Vegna kórónuveir-
unnar var bólusetningum þar
frestað. Það gæti leitt til þess að
tilfellum fjölgi og spurning
hvaða áhrif það hefur á út-
breiðslu þessa skæða sjúkdóms
víðar um lönd.
Það er slæmt ef aðgerðir gegn
kórónuveirunni leiða til bakslags
í baráttu við aðra sjúkdóma og
skæðari.
Það er slæmt ef
aðgerðir gegn
kórónuveirunni leiða
til bakslags í bar-
áttu við aðra sjúk-
dóma og skæðari}
Slæmar hliðarverkanir
I
ðnaðarráðherra hefur svarað fyrir-
spurn minni á Alþingi um mat á fjórða
orkupakkanum. Þar er lýst hefðbund-
inni meðferð með skipan vinnuhóps og
öðru í þeim dúr en ekkert minnst á að
í undirbúningi séu lögfræðilegar álitsgerðir
sem reyndust þýðingarmiklar í umræðum lið-
ins árs um þriðja orkupakkann. Þær komu
fyrst fram fáum vikum áður en málið var rætt
á Alþingi vorið 2019. Þá voru tvö ár liðin frá því
Ísland skuldbatt sig á vettvangi EES til að
innleiða þriðja orkupakkann. Talið var af hálfu
stjórnvalda að þá skuldbindingu mætti ekki
afturkalla þrátt fyrir ákvæði ESS-samningsins
í gagnstæða átt.
Spyrna þarf við fótum
Þriðji orkupakkinn dró fram að stjórnvöld
telja sér ekki heimilt að neita að taka upp í landslög Evr-
ópureglur þótt þær kunni að rekast á stjórnarskrá og
gangi gegn fullveldi þjóðarinnar yfir auðlindum sínum.
Gegn þessu stóð Miðflokkurinn einn flokka.
Mikil tíðindi urðu á vettvangi Evrópusambandsins
með dómi þýska stjórnlagadómstólsins 5. maí sl. Dóm-
urinn ber með sér yfirlýsingu um að Þýskaland sé sjálf-
stætt ríki sem aðild á að samstarfi fullvalda ríkja en ekki
runnið inn í evrópskt ríkjasamband. Líkt er okkur Ís-
lendingum farið. Við getum ekki látið undan kröfum um
afsal forræðis yfir auðlindum okkar. Raforkan er ekki
eina dæmið um þjóðarhagsmuni. Innflutningur hráa
kjötsins ógnar dýraheilbrigði og lýðheilsu og
verður að hrinda með lagasetningu. Tími er
kominn til að Íslendingar spyrni fast við fót-
um og fari þar að dæmi Þjóðverja í síðasta
mánuði.
Viðvaranir sérfræðinga
Lögfræðilegir ráðunautar ríkisstjórnar-
innar, Friðrik Árni Friðriksson Hirst og
Stefán Már Stefánsson, lýsa í áliti sínu hættu
á árekstrum við stjórnarskrá. Þeir lýsa
hvernig erlendum aðilum eru falin a.m.k.
óbein áhrif á skipulag, ráðstöfun og nýtingu
mikilvægra orkuauðlinda þjóðarinnar verði
lagður sæstrengur undir Evrópureglum að
ströndum landsins. Þeir vara við hættu á
samningsbrota- og skaðabótamálum. Slík
mál gætu risið ef Orkustofnun hafnaði beiðni
um tengingu við raforkukerfið af hálfu fyrirtækis sem
borið gæti Evrópureglur fyrir sig. Sést af áliti lögfræð-
inganna að við þessar aðstæður yrði fátt um varnir.
Svar ráðherra ber með sér að engir lærdómar hafi
verið dregnir af þriðja orkupakkanum. Hinn stjórn-
skipulega þátt og aðrar lögfræðilegar spurningar þarf að
kanna mun fyrr í ferlinu en gert var. Nú er rétti tíminn
til að leita álits sérfræðinga á fjórða orkupakkanum áður
en það er orðið of seint.
Ólafur
Ísleifsson
Pistill
Fjórði orkupakkinn vofir yfir
Höfundur er þingmaður Miðflokksins í
Reykjavíkurkjördæmi norður. olafurisl@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen