Morgunblaðið - 16.06.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.06.2020, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 2020 Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Ýmislegt NETVERSLUN gina.is Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi Verð kr. 4.500 Verð kr. 3.990 Sími 588 8050. - vertu vinur NETVERSLUN gina.is Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi Verð 5.990 Sími 588 8050. - vertu vinur Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir Hraunskógur 4, Borgarbyggð, fnr. 233-4582 , þingl. eig. Hólmar Karl Þorvaldsson, gerðarbeiðendur Sýslumaðurinn á Vesturlandi og Borgarbyggð, fimmtudaginn 25. júní nk. kl. 11:15. Þverásbyggð 19, Borgarbyggð, fnr. 211-0596, þingl. eig. Kristilega bókabúðin, gerðarbeiðendur Orkuveita Reykjavíkur-vatns sf. og Borgarbyggð, fimmtudaginn 25. júní nk. kl. 13:30. Djúpasund 7, Borgarbyggð, fnr. 233-4795, þingl. eig. Sigríður Jóhanna Mikaelsdóttir og Jennifer Jóhanna Bustillo, gerðarbeiðandi Borgar- byggð, fimmtudaginn 25. júní nk. kl. 12:45. Kolflöt 7, Borgarbyggð, fnr. 233-4749, þingl. eig. Viet Thanh Nguyen, gerðarbeiðandi Borgarbyggð, fimmtudaginn 25. júní nk. kl. 12:00. Rauðanes 2 - Bakki, Borgarbyggð 50% eignarhl., fnr. 235-4096, þingl. eig. Hilmar Páll Jóhannesson, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Norðurlandi ves, fimmtudaginn 25. júní nk. kl. 14:30. Skúlagata 17A, Borgarbyggð, fnr. 211-1702, þingl. eig. Margrét Rósa Einarsdóttir, gerðarbeiðendur ÍL-sjóður og Orkuveita Reykjavíkur- vatns sf., fimmtudaginn 25. júní nk. kl. 10:00. Sýslumaðurinn á Vesturlandi 15. júní 2020 Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Keflavíkurgata 9, Snæfellsbær, fnr. 211-4350, þingl. eig. Katrín Hjartar- dóttir og Jón Kristinn Ásmundsson, gerðarbeiðendur Arion banki hf. og Landsbankinn hf., þriðjudaginn 23. júní nk. kl. 13:15. Hellisbraut 20, Snæfellsbær, fnr. 211-4312, þingl. eig. Húseigendaf. Hellisbraut 20 ehf., gerðarbeiðandi Snæfellsbær, þriðjudaginn 23. júní nk. kl. 13:00. Sýslumaðurinn á Vesturlandi 15. júní 2020 Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri, sem hér segir: Stillholt 17, Akranes, fnr. 210-0450, þingl. eig. Gígja Garðarsdóttir, gerðarbeiðendur Húsnæðissjóður og Orkuveita Reykjavíkur-vatns sf., miðvikudaginn 24. júní nk. kl. 11:00. Sandabraut 16, Akranes, fnr. 210-1723, þingl. eig. Davíð Anton Björgólfsson og Telma Orellana Rojas, gerðarbeiðendur Landsbank- inn hf. og Akraneskaupstaður, miðvikudaginn 24. júní nk. kl. 11:15. Sýslumaðurinn á Vesturlandi 15. júní 2020 Félagsstarf eldri borgara Árskógar Smíði, útskurður, tálgun, pappamódel með leiðbeinanda kl. 9-16. Opinn handavinnuhópur kl. 12-16. Hádegismatur kl. 11.30-13. Kaffisala kl. 14.45–15.30. Allir velkomnir í Félagsstarfið, sími 411-2600. Boðinn Spennandi námskeið í fuglatálgun kl. 13 í Bjartasal. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Við hringborðið kl. 8.50. Pútt- völlurinn og Hæðarvellir opnir öllum, allan daginn. Prufutími með Hönnu í stólajóga kl. 9.30. Pufutími með Hönnu í leikfimi kl. 10.30. Hádegismatur kl. 11.30. Myndlistarhópurinn Kríur kl. 13. Síðdegiskaffi kl. 14.30. Við vinnum eftir Samfélagssáttmálanum, og þannig tryggj- um góðan árangur áfram. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýs- ingar í síma 411-2790. Garðabær Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Bónusrúta fer frá Jónshúsi kl. 14.45. Qi-gong Sjálandi kl. 9. Línudanshópurinn býður í línudans kl. 14. Blómsveigur verður lagður að minnismerki Jóns Sigurðssonar kl. 15. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarps- leikfimi kl. 9.45. Púttæfing kl. 10.30. Helgistund kl. 14, prestur frá Grensáskirkju þjónar. Seltjarnarnes Dagskráin í dag: Kl. 7.15 vatnsleikfimi í sundlaug Sel- tjarnarness, kl. 10.30 kaffispjall í króknum, kl. 11 tækninámskeið á Skólabraut, kl. 13.30 pútt.   Smá- og raðauglýsingar ✝ Fjóla LindGunnlaugs- dóttir fæddist á Akranesi 8. júní 1939 og bjó þar alla tíð. Hún lést á Dval- arheimilinu Höfða á Akranesi 8. júní 2020. Foreldrar henn- ar voru hjónin Sig- urjóna Kristín Daní- elína Sigurðardóttir frá Steinhólum í Grunnavík- urhreppi, f. 4.5. 1904, d. 4.10. 1984, og Gunnlaugur Gunn- laugsson frá Litla-Vatnshorni í Dölum, f. á Skógsmúla 4.9. 1900, d. 25.2. 2008; Örn Bjartmars, f. 23.12. 1927, d. 18.10. 2000. Árið 1959 kynntist Fjóla eigin- manni sínum, Pálma Finnboga- syni, f. 4. maí 1931, d. 27. nóv- ember 2018. Þau gengu í hjónaband 26. nóvember 1960. Börn þeirra eru: 1) Gunnlaugur, f. 30. mars 1960, maki Rut Karol Hinriksdóttir, f. 2. febrúar 1967. Börn þeirra eru Rakel, f. 22. apríl 1991, Pálmi, f. 10. júní 1993, og Birkir, f. 25. júlí 2001. 2) Víðir, f. 2. mars 1963, maki Helga Jóns- dóttir, f. 20. júlí 1973. Dóttir þeirra er Fjóla Karen, f. 22. september 2016. 3) Þuríður Ósk, f. 12. febrúar 1973, maki Tryggvi Guðbrandsson, f. 28. maí 1973. Börn þeirra eru Birta Karen, f. 8. nóvember 2000, og Tómas Orri, f. 3. október 2006. Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju í dag, 16. júní 2020, kl. 13. d. 28.2. 1982. Alsystkini Fjólu voru Hallur Schev- ing, f. 7.5. 1930, d. 3.1. 1998; Jóhann Aðalsteinn, f. 2.5. 1933, d. 24.7. 2010; Kristinn Valgeir, f. 12.7. 1934 d. 10.6. 2001; Högni Gunn- ar, f. 9.6. 1936; Anna Gunnlaug, f. 28.5. 1938, d. 30.11. 2014. Systkini Fjólu, sammæðra, voru: Málfríður Sólveig, f. 5.6. 1922, d. 20.12. 2007; Sigurður Hinrik, f. 24.9. 1924, d. 17.7. 1977; Ásta Marín, f. 18.12. 1925, Margar góðar minningar koma upp í huga minn þegar ég kveð elskulega móður mína Fjólu Lind Gunnlaugsdóttir. Við mamma vorum alla tíð mjög samrýndar og hefur hún verið stoð mín og stytta í gegn- um lífið. Ég er langyngst af okk- ur systkinunum og framan af aldri var ég mjög háð henni og mátti ekki vita af því ef hún ætl- aði að bregða sér af bæ. Þau voru ófá símtölin við mömmu eftir að ég flutti suður til Reykjavíkur þar sem leitað var ráða við ýms- um málum. Á uppvaxtarárum mínum nut- um við systkinin þess að ferðast um landið með mömmu og pabba, fara í útilegur, í veiðitúra og berjamó, fyrst í tjaldi og síðan á húsbílnum þeirra sem þau höfðu mikla ánægju af að ferðast um landið í. Þau voru alla tíð mjög samrýnd hjón þar sem skein af þeim góðmennskan og studdu þau hvort annað í gegn- um lífið. Mamma fór í Húsmæðraskól- ann í Reykjavík 19 ára gömul og bar heimili mömmu og pabba þess merki á marga vegu eftir að þau hófu búskap fljótlega eftir að þau felldu hugi saman. Mamma helgaði störf sín að mestu leyti heimilinu, hún var mikil handa- vinnukona, saumaði og prjónaði. Einnig var hún einstaklega fær í því að baka og útbúa góðan mat, sem við sóttumst ætíð í að njóta hjá henni. Þegar við systkinin vorum að alast upp var mamma heima- vinnandi, síðar starfaði hún á prjónastofunni Akraprjón og síð- ustu starfsárin vann hún á Sjúkrahúsinu á Akranesi. Það var alltaf svo gaman að koma til mömmu og pabba á Espigrundina, að sitja við eld- húsborðið þar sem við gæddum okkur á heimabökuðu bakkelsi, sem mamma var snillingur í að útbúa. Þar var setið lengi við og spjallað saman um ýmislegt. Börnin mín tvö hafa notið þess að dvelja á heimili þeirra og var mamma einstaklega dugleg að sinna þeim. Hún fór með þau í skógræktina, á Langasandinn og gaf þeim tækifæri til að taka þátt í öllu því sem verið var að gera á heimilinu, hvort sem það var í eldhúsinu eða garðinum. Mamma lést á 81 árs afmæl- isdegi sínum á Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi, þar sem hún dvaldi í eitt og hálft ár eftir að pabbi féll frá. Að leiðarlokum vil ég þakka fyrir allt það sem hún hefur gert í gegnum tíðina fyrir mig og fjöl- skyldu mína. Hennar verður minnst sem glaðværrar konu sem var blíð, umhyggjusöm og einstaklega barngóð kona. Það sem skipti hana ávallt mestu máli var velferð hennar nánustu og nutum við fjölskyldan ætíð umhyggju og góðvildar hennar. Ég vill þakka starfsfólki Dval- arheimilisins Höfða á Akranesi fyrir einstaka umönnun, nær- gætni og hlýju í garð mömmu á meðan hún dvaldi þar. Blessuð sé minning þín, elsku mamma mín. Þín dóttir, Þuríður Ósk. Við systkinin eigum ótal minn- ingar um ömmu Fjólu og afa Pálma á Espigrundinni. Eftir sit- ur mikill söknuður en þó ekki síður mikið þakklæti fyrir allar þær stundir sem við áttum sam- an. Allir göngutúrarnir upp í skógrækt að gefa öndunum brauð, allar stundirnar við eld- húsborðið að spjalla um allt og ekkert og svo öll olsen olsen- spilakvöldin. Amma sá alltaf til þess að nóg væri af veitingum í hvert sinn sem við komum í heimsókn á Skagann og að allir færu saddir og sælir heim. Hún laumaði jafn- vel litlum suðusúkkulaðimolum eða kleinupoka til okkar, svona ef við skyldum verða svöng á leiðinni heim til Reykjavíkur. Hún hugsaði ávallt vel um þá sem stóðu henni næst og hafði mikinn áhuga á okkur barna- börnunum. Þegar við hugsum um ömmu Fjólu þá hugsum við um góð- hjartaða konu sem vildi gera allt fyrir alla og nærvera hennar ein- kenndist af miklum kærleik og hlýju. Eftir situr mikill söknuður hjá okkur systkinunum en við vitum að amma er komin á góðan stað og vonandi búin að knúsa afa Pálma. Guð geymi þig amma, við biðj- um að heilsa afa Pálma. Birta Karen og Tómas Orri. Mig langar til að senda nokk- ur kveðjuorð til Fjólu og minnast í leiðinni á mágkonur og mága hennar, móðursystkini mín og maka því ég hef alltaf litið á þau sem einn hóp. Hún er sú síðasta sem kveður þessa jarðvist. Þá hugsa ég bæði um systkini mömmu og maka þeirra því öll voru mér afar kær. Fjóla var gift Pálma Finnbogasyni, yngsta bróður mömmu. Hann var fimmta og yngsta systkinið. María móðir mín, elsta barnið, lést rétt tæplega hundrað ára. Sigurður bróðir hennar lést úr berklum 26 ára. Guðrún lést 23. apríl 2017. Guðjón lést 26. febr- úar 2017 og Pálmi kvaddi síð- astur 27. nóvember 2018. Fjóla er sú síðasta af þessum níu að kveðja okkur. Þegar síðasti hlekkurinn kveð- ur lítur maður yfir farinn veg og þakkar fyrir að hafa átt þennan hóp af traustu og heiðvirðu fólki. Nú er komið að niðjum þeirra að bera kyndilinn áfram og lífið heldur áfram. Eins og Víðir Pálmason sagði við mig þegar hann tilkynnti mér lát mömmu sinnar er komin ný Fjóla í stað þeirrar sem kveður. Mikil var gleði afa og ömmu þeirrar litlu. Þau bókstaflega ljómuðu þegar þau töluðu um hana. Ég kom oft á Skagann. Bæði bjó tengdafaðir minn þar sem dó í hárri elli og þar hvílir einnig maðurinn minn. Ég er bæði að skrifa hugrenn- ingar mínar um allt þetta góða frændfólk og maka þeirra. Ég kom yfirleitt við hjá einhverju þeirra þegar ég fór í garðinn og þá hitti ég Pálma og Fjólu oft. Þau voru samrýnd hjón og bæði létt í skapi. Þau sinntu börnum sínum af alúð sem sést að hjá þeim er sama ljúfleikann að finna. Ég hef ekki haft mörg orð um Fjólu en það er hægt að skrifa endalaust en aldrei hægt að segja það sem skiptir máli. Það hafa orðið ljúfir endur- fundir þegar Fjóla og Pálmi hitt- ust aftur. Ég mun geyma ykkur öll í hjarta mínu um ókomin ár með þakklæti fyrir að hafa átt því láni að fagna að þið voruð fjölskylda mín. Ég kveð þig, Fjóla mín, og þakka þér samfylgdina. Börnum Fjólu sendi ég sam- úðarkveðjur og veit að þið munið láta afa og ömmu lifa áfram í hjörtum barna ykkar. Björg Sigurðardóttir. Fjóla Lind Gunnlaugsdóttir Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.