Morgunblaðið - 16.06.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.06.2020, Blaðsíða 32
Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari var með fjölda tónleika bókaða úti um heimsbyggðina í vor og fyrri hluta sumars en öllum tónleikunum var aflýst eða þeim frestað vegna kórónuveirufaraldursins. En í gær var opnað fyrir ferðalög innan Evr- ópu og hann flaug þá suður til Þýskalands og kemur strax á morgun, 17. júní, fram í tónlistarhöllinni í Dortmund. Seldist strax upp á tónleikana, en ein- ungis 300 gestum verður hleypt inn í salinn, sem venjulega tekur vel á annað þúsund manns í sæti. Á efnisskránni er píanótónlist eftir Johann Sebastian Bach. Víkingur Heiðar aftur farinn í tónleikaferðalag eftir hlé ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 168. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Stjarnan knúði fram sigur á Fylki, 2:1, með marki sex- tán ára varamanns í lok uppbótartímans og Fjölnis- menn náðu óvæntu jafntefli gegn Víkingum í Fossvogi þegar fyrstu umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta lauk í gærkvöld. »27 Sextán ára varamaður með sigurmarkið í blálokin ÍÞRÓTTIR MENNING heyra. Hann var í hljómsveitinni Facon á Bíldudal og eftir að hún hætti 1969 söng hann meðal annars í mörg ár á Hótel Borg og Hótel Sögu, hélt tónleika heima og erlend- is og kynntist vel íslensku tónlistar- fólki sem var í fremstu röð. Vest- firska forlagið gaf út bókina Melódíur minninganna eftir Hafliða Magnússon 2008 og þar er sagan rakin. „Síðustu tónleikarnir voru í FÍH- salnum 2019,“ segir Jón, en þá kynnti hann endurútgefnar klass- ískar upptökur, sem hann söng þeg- ar hann var á fertugsaldri. Hann gaf meðal annars út diskana Jón Kr. Ólafsson í 60 ár, Haustlauf og Kvöld- kyrrð, og 1983 gaf Svavar Gests út hljómplötuna Ljúfþýtt lag, þar sem Jón syngur íslensk söng- og dægur- lög við undirleik Ólafs Vignis Al- bertssonar. Fyrsta hljóðritunin var 1969, þegar hann söng með Facon á fyrstu og einu plötu sveitarinnar. „Við Ingibjörg Guðmundsdóttir vor- um fyrstu Vestfirðingarnir til að syngja inn á plötu, ég 1969 og hún 1970, en nú hef ég sungið opinber- lega mitt síðasta lag.“ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Söngvarinn Jón Kr.Ólafsson opnaði tónlistarsafnið Melódíur minning- anna á Bíldudal fyrir 20 árum, nánar tiltekið 17. júní 2000, og verður sjálf- ur áttræður í ágúst, en ætlar ekki að gera neitt sérstakt á tímamótunum. „Safnvörðurinn eldist og hefur að mestu dregið sig í hlé, ég er farinn að segja takk fyrir mig, en safnið geymir merka sögu og er öllum opið hér eftir sem hingað til,“ segir hann. Skömmu eftir að Jón keypti neðri hæðina í húsinu þar sem hann býr ákvað hann að opna þar tónlistar- safn. „Ég byrjaði smátt, átti fáa hluti sem tengdust tónlistinni, en byrjaði að safna og safnið sprengdi hús- næðið utan af sér fyrir löngu,“ segir hann. Á safninu eru til dæmis hljóðfæri, margar plötur og plötuumslög, föt og skartgripir tónlistarfólks eins og Hallbjargar Bjarnadóttur og Ellýjar Vilhjálms, Diddúar og Svanhildar Jakobsdóttur, Þuríðar Sigurðar- dóttur og Önnu Vilhjálms. „Rauði jakki Hauks Morthens og hvíti jakki Ragga Bjarna eru gersemar, hlutir sem löngu væru grafnir og gleymdir ef ég hefði ekki fengið þá og haldið þeim til haga. Svona get ég lengi talið.“ Á von á gestum Bílddælingurinn gerir sér vonir um að landsmenn bregði undir sig betri fætinum og sæki Vestfirði heim í auknum mæli í sumar. „Mér fannst fólk koma seint í fyrrasumar en nú verður væntanlega minna um utanlandsferðir vegna veirunnar og ég vona að Íslendingar noti tækifær- ið, skoði landið og þar með safnið Melódíur minninganna.“ Jón hefur alla tíð búið á Bíldudal og gert ýmislegt um ævina. Hann hefur unnið í frystihúsi og niður- suðuverksmiðju, verið húsamálari og hirt kirkjugarðinn auk þess að hafa sungið opinberlega frá 16 ára aldri, svo fátt eitt sé nefnt. „Ég hef unnið eins og hundur allt mitt líf, söng í kirkjunni í 40 ár, byrjaði að syngja í kirkjukórnum 1956 og var einsöngvari þar í áratugi,“ segir hann. Söngvarinn hefur víða látið í sér Hefur sungið í nær 65 ár  Jón Kr. Ólafsson opnaði tónlistarsafnið Melódíur minning- anna á Bíldudal fyrir tuttugu árum og er enn með opið hús Melódíur minninganna Jón Kr. Ólafsson á safninu á Bíldudal. Frjals & otamin Kringlan 4-12 | s. 577-7040 www.loccitane.is ´ ´ Nýr ilmur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.