Morgunblaðið - 16.06.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 2020
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Verklagsreglur tóku gildi á föstudag
sem heimila lögreglumönnum að vísa
þeim heim sem ólíklegir eru til að
fara í sóttkví, velji þeir þann kost
fram yfir sýnatöku.
Reglurnar eru settar í kjölfar
þess að lögreglan á Suðurnesjum ósk-
aði eftir brottvísun manns sem hún
taldi ólíklegan til að fylgja sóttvarna-
reglum. Áður en þær tóku gildi hafði
lögreglan ekki annan kost en að
treysta á að þeir sem kæmu til lands-
ins myndu fylgja reglum um sóttkví.
Maðurinn sem lögreglan óskaði eftir
að vísa heim sneri þó sjálfviljugur aft-
ur til síns heima.
Hópur Rúmena sem grunaður
er um að hafa brotið sóttvarnalög
kom til landsins í byrjun júní en þá
voru heimildir lögreglu til brottvís-
unar óljósar. Kom hópurinn frá
Lundúnum en karl og kona í hópnum
reyndust smituð af kórónuveirunni
og eru nú í einangrun.
Sneri sjálfviljugur heim
Útlendingastofnun tók ekki und-
ir sjónarmið lögreglunnar á Suður-
nesjum þegar hún óskaði eftir brott-
vísun mannsins. Á föstudaginn
úrskurðaði dómsmálaráðuneytið hins
vegar að lögreglu væri heimilt að vísa
fólki aftur heim í slíkum tilfellum og
voru lögreglu settar verklagsreglur
þess efnis.
„Ráðuneytið staðfesti þann
skilning á útlendingalögunum, að það
væri heimilt að vísa fólki frá sem ætl-
aði hvorki í sýnatöku né sóttkví, eða
væri bersýnilega að segja ósatt varð-
andi sóttkví,“ segir Ólafur Helgi
Kjartansson, lögreglustjórinn á Suð-
urnesjum, í samtali við Morgun-
blaðið.
Þess eru dæmi að ferðamenn
dvelji ekki í sóttkví á þeim dvalarstað
sem þeir upplýsa lögreglu um, og fari
því á mis við sóttvarnareglur.
„Við höfum séð tilfelli þar sem
sterkur grunur lá fyrir um að fólk
myndi ekki fylgja sóttvarnareglum,“
sagði Ólafur.
Víðir Reynisson, yfirlögreglu-
þjónn hjá Ríkislögreglustjóra, segir
að tugir lögreglumanna og heilbrigð-
isstarfsmanna hafi komið að máli
Rúmenanna.
Þrjú lögregluembætti áttu aðild
að málinu: Lögreglan á Suðurnesjum,
lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og
lögreglan á Suðurlandi ásamt starfs-
manni ríkislögreglustjóra. „Smit-
rakningateymið hefur verið að störf-
um allt frá byrjun faraldursins og fór
strax í þetta mál,“ segir Víðir.
„Við erum enn að afla frekari
upplýsinga og sjá hvort fólkið geti
gefið okkur frekari upplýsingar,“
segir Víðir. „Helsta breytingin sem
hefur núna orðið er nýja skipulagið
við komu til landsins, þar sem lög-
regla hefur heimild til að neita fólki
við landamærin um að koma til lands-
ins ef hún telur líkur á að það muni
ekki fylgja því að fara í sóttkví.“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Landamæraeftirlit Þess eru dæmi að ferðamenn dvelji ekki í sóttkví á þeim dvalarstað sem þeir upplýsa lögreglu um, og fari því á skjön við reglur.
Hafa heimild til að vísa fólki heim
Þeir sem eru ólíklegir til að fylgja reglum um sóttkví gætu þurft að snúa heim Nýjar verklags-
reglur gefa lögreglu svigrúm til að meta aðstæður Rúmenarnir komu áður en reglurnar tóku gildi
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Strætó hefur nú aftur tekið í notkun
stoppistöð sína við Hagatorg í
Reykjavík, en síðastliðna sjö mánuði
hefur hún verið lokuð þar sem
óheimilt er samkvæmt umferðarlög-
um að stöðva ökutæki á hringtorgi.
Hagatorg var mikið til umræðu á síð-
asta ári, einkum eftir að Reykjavík-
urborg ákvað að skilgreina það sem
sem „óhefðbundið hringtorg“.
Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir,
yfirverkfræðingur á umhverfis- og
skipulagssviði, segir borgina hafa
nýtt sér 84. gr. umferðarlaga, sem
kveður á um varanlegt sérákvæði, til
að heimila notkun stöðvarinnar á ný.
„Þrátt fyrir að biðstöðin hafi verið
þarna í einhverja áratugi var rétti-
lega bent á að hún hefði ekki fengið
það lögformlega ferli sem þurfti til
að vera þarna,“ segir hún í samtali
við Morgunblaðið, en sama ákvæði
er t.a.m. nýtt til að banna ökumönn-
um að leggja bifreiðum sínum á til-
teknum stöðum þar sem almennt er
heimilt að leggja við hægri vegbrún.
Eftir að óvissa vaknaði um lög-
mæti stoppistöðva í hringtorgum
voru fleiri stöðvar Strætó teknar úr
notkun, meðal annars við Hádegis-
móa. Ekki stendur þó til að beita
sama sérákvæði til að opna þá
stoppistöð á nýjan leik.
Stoppa í Hagatorgi
Morgunblaðið/RAX
Óhefðbundið Mjög var fjallað um skilgreiningu á Hagatorgi á síðasta ári.
„Það er enginn möguleiki fyrir aðrar
þjóðir að fylgjast með sóttkví eins
og við eigum möguleika á,“ segir
Grímur Grímsson, tengslafulltrúi Ís-
lands hjá Europol. Hann segist held-
ur ekki hafa séð smitrakningarapp
líkt og Íslendingar notast við er-
lendis.
Að sögn Gríms skiptir Europol sér
ekki af fólki sem grunað er um að
brjóta reglur um sóttkví á ferðum
sínum milli landa.
„Staðreyndin er sú að þetta er ekki neitt sem Euro-
pol er að vinna með. Reglurnar eru mjög mismunandi
eftir löndum. Allt sem varðar brot á sóttvörnum er
innlend rannsókn,“ segir Grímur.
Glæpir hafa hins vegar færst í auknum mæli yfir á
veraldarvefinn eftir að kórónuveirufaraldurinn reið yf-
ir. „Europol hefur verið áberandi á sínum miðlum með
forvarnamál og að hvetja fólk til að fara varlega í
þessu ástandi. Til dæmis hafa brotamenn reynt að
plata fólk til að kaupa sýnatökupinna eða jafnvel
lækningu við COVID-19.
Þá eru þess einnig dæmi að glæpamenn banki upp
á hjá fólki og þykist vera lögreglumenn eða heilbrigð-
isstarfsmenn til þess að komast inn til fólks og fara
þar um ránshendi. „Slík tilvik hafa þó ekki komið upp
á Íslandi og eru algengari erlendis,“ sagði Grímur.
Ekki fylgst með sóttkví annars staðar líkt og hér
SÓTTVARNARÁÐSTAFANIR SÉRSTAKAR Á ÍSLANDI
Grímur
Grímsson
hafðu það notalegt
handklæðaofnum
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - sími 577 5177
Eigum úrval af