Morgunblaðið - 16.06.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.06.2020, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 2020 50 ára Hákon er fædd- ur í Vestmannaeyjum en býr í Hafnarfirði. Hann er húsasmíða- meistari frá Iðnskól- anum í Reykjavík og rekur eigið fyrirtæki, Há-Hús ehf. Maki: Valgerður H. Jensen, f. 1971, hjúkr- unarfræðingur á Barna- og unglinga- geðdeild Landspítalans. Börn: María Dögg, f. 1998, Arnór Logi, f. 2001, og tvíburarnir Ellý og Sylvía, f. 2007. Foreldrar: Anna Birna Ragnarsdóttir, f. 1948, sjúkraliði, búsett í Reykjavík, og Paul Uzureau, f. 1947, verkfræðingur og arkitekt, búsettur í Chicago. Hákon Vilhelm Uzureau Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Kátínan hefur ráðið ríkjum hjá þér um tíma og engin ástæða til annars en að halda henni við. Hugsaðu langt fram í tímann í dag. 20. apríl - 20. maí  Naut Þér gengur margt í haginn og áhrif þín eru mikil. Gerðu það að for- gangsverkefni að gera eitthvað skemmtilegt. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Félagslífið gefur þér bæði orku og góðar hugmyndir. Sýndu nýjum sam- starfsmönnum þá virðingu sem þú vilt sjálfur njóta. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú tekur það upp hjá sjálfum þér að vera aðeins betri við fólk en nauðsynlegt er. Allir hafa gott af því að víkka út sjóndeildarhring sinn. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú vilt læra meira og kanna nýjar leiðir. Hafðu hugfast að ef þú ert tilbú- inn til að gefa af þér færðu heilmikið til baka. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú sérð heiminn með augum vina þinna núna og þeir gera það sama gegnum þig. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú ert fullur af eldmóði og krafti og getur haft mikil áhrif á fólkið í kringum þig ef þú vilt. Nú er tíminn til að koma sér inn í nýjan hóp. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Taktu þér tíma til þess að tryggja öryggi þín og þinna. Að því loknu áttu skilið að gera þér glaðan dag. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Nú þarftu að gefa sjálfum þér sérstakan gaum og koma lagi á öll þín mál. Haltu samt áfram að einbeita þér að vinnunni. 22. des. - 19. janúar Steingeit Stemningin í vinnunni ein- kennist af hressleika og vinarþeli. Nú er tækifærið að sýna hvað í þér býr. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er oft gaman að kynnast nýju fólki sérstaklega þegar það getur kynnt manni nýjar hugmyndir og fram- andi lönd. Slík tilbreyting mun aðeins hafa gott í för með sér. 19. feb. - 20. mars Fiskar Að vinna með sjálfan sig er alltaf gott, og í dag nýtur þú ávaxtanna af því. Aðrir eru einnig tilbúnir að hlusta á þig. G unnar Guðlaugsson fæddist 16. júní 1960 á Svínafelli í Öræfum. Þar hefur sama ættin verið á þessum sögu- fræga stað síðan langafi Gunnars, Jón Jónsson, kom úr Hólmi í Land- broti og gerðist bóndi á Svínafelli. „Það var mjög gott að alast upp á Svínafelli. Þrír bæir voru nálægt hver öðrum og því stór hópur af fólki á litlu svæði,“ segir Gunnar. „Þá var aðallega stundaður fjárbú- skapur á Svínafelli en svo var nán- ast sjálfsþurftarbúskapur þegar ég var að alast upp. Við vorum með kýr á bænum og langt í næstu búð. Ferðamennskan byrjar ekkert að neinu ráði fyrr en brýrnar koma yfir Skeiðarársand 1974 en fyrir þann tíma var þetta mjög einangruð sveit.“ Gunnar gekk í Barnaskólann á Hofi í Öræfum, tók landspróf frá Nesjaskóla í Hornafirði 1976 og fór þá í Iðnskólann í Reykjavík. „Ég tek síðan hlé frá námi eftir einn og hálf- an vetur en byrja aftur 23 ára í skól- anum. Ég var mest í sveitinni á Svínafelli í millitíðinni að hjálpa til í búskapnum en fór líka eina vertíð á sjó.“ Gunnar útskrifaðist sem raf- virki þegar hann sneri til baka í námið, varð síðan tæknistúdent frá Tækniskóla Íslands og fór síðan í beinu framhaldi í nám til Danmerk- ur og útskrifaðist með MSc.-gráðu í rafmagnsverkfræði frá Háskólanum í Álaborg 1994. „Ég er þá búinn að kynnast Rögnu konunni minni og eigum eitt barn þegar við förum út. Það voru engin meistaraplön í nám- inu, eitt leiddi af öðru og það sama var með starfsferilinn. Ég átti ekki von á því þegar ég hóf aftur nám í rafvirkjun 23 ára að ég ætti eftir að verða forstjóri álvers.“ Eftir fimm ára nám í Danmörku vann Gunnar fyrst á verkfræðistof- um, lengst af hjá Afli og orku, en hóf störf hjá ISAL í Straumsvík árið 1998. Árið 2008 hóf hann síðan störf hjá Norðuráli og varð framkvæmda- stjóri Norðuráls Grundartanga árið 2011, en hann er einnig fram- kvæmdastjóri yfir starfsemi Cen- tury Aluminum í Evrópu og Asíu. Frá 2019 hefur Gunnar síðan ver- ið forstjóri Norðuráls, og er þá einn- ig yfir móðurfélaginu í Reykjavík en um 600 manns vinna hjá fyrirtækinu á Íslandi. „Þetta er mjög skemmti- legt starf, ég fór talsvert oft til Kína þegar við vorum með verksmiðju þar og ég hef kynnst skemmtilegu fólki víða um heim og er að vinna hér heima með frábærum hópi. Það er það sem gefur starfinu gildi.“ Auk álversins hér heima rekur Century Aluminum síðan þrjú álver í Bandaríkjunum og rafskautaverk- smiðju í Hollandi. Áhugamál Gunnars er og hefur verið útivist. Síðustu misseri hefur fjallgöngum, hestamennsku og skot- og stangveiði verið skipt út fyrir golf og hjólreiðar, en þær íþróttir stunda hjónin bæði innanlands og utan. „Ég hef í grunninn gaman af allri útiveru en við erum mest í golfi Gunnar Guðlaugsson, forstjóri Norðuráls – 60 ára Fjölskyldan Gunnar og Ragna ásamt dætrum sínum, tengdasonum og barnabörnum. Eitt leiddi af öðru í námi og starfi Golfarinn Gunnar á Alicante. Forstjórinn Gunnar Guðlaugsson. Sigrún K. Jónsdóttir, f. 1932, og Pétur R. Antons- son, f. 1934, eiga 65 ára brúðkaupsafmæli í dag. Þau gengu í hjónaband 16. júní 1955 og skírðu sama dag elsta son sinn, Jón Gústaf Pétursson. Árnað heilla Króndemantabrúðkaup 40 ára Vilborg er Reykvíkingur en býr einnig í Kranj í Slóven- íu. Hún er BA í ferðamálafræðum frá Háskólanum á Hólum og MBA frá HÍ. Vilborg er framkvæmdastjóri Tinda Travel. Maki: Ales Cesen, f. 1982, dr. í verkfræði, fjallaleiðsögumaður og atvinnumaður í klifri. Stjúpsynir: Rok, f. 2011, og Lovro, f. 2015. Foreldrar: Sólveig Aradóttir, f. 1957, vinn- ur á Landspítalanum, búsett á Selfossi, og Gissur Ingólfsson, f. 1950, fv. sjómaður og sendibílstjóri, búsettur í Reykjavík. Vilborg Arna Gissurardóttir Til hamingju með daginn Viðskipta Viðskiptapúlsinn er hlaðvarpsþáttur um viðskipti og efnahagsmál. Þar setjast blaðamenn ViðskiptaMoggans niður ásamt góðum gestum og ræða stærstu viðskiptafréttir vikunnar hverju sinni og hvað um er að vera í íslensku viðskiptalífi. Þættirnir fara í loftið á miðvikudögum í kjölfar útgáfu ViðskiptaMoggans og eru í samstarfi við Arion banka. Hlaðvarpið má nálgast á iTunes, Spotify og á öðrum hlaðvarpsrásum. Þættirnir eru einnig aðgengilegir á mbl.is VIÐSKIPTAPÚLSINN VIÐSKIPTAPÚLSINN NÝTTU TÍMANN OG FYLGSTU MEÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.