Morgunblaðið - 16.06.2020, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.06.2020, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 6. J Ú N Í 2 0 2 0 Stofnað 1913  140. tölublað  108. árgangur  #TILFYRIRMYNDAR NÝR DEFENDER HÖFÐAR TIL ÓLÍKRA HÓPA NÝR ÁFANGA- STAÐUR Á SUÐURLANDI ATÓMSTÖÐIN – ENDURLIT FÉKK FERN VERÐLAUN HELLAR VIÐ ÆGISSÍÐU 11 GRÍMAN AFHENT 28-29BÍLABLAÐIÐ Ragnhildur Þrastardóttir Alexander Gunnar Kristjánsson Veronika Steinunn Magnúsdóttir Eitt af því sem sóttvarnayfirvöld ætla að skerpa á hvað varðar komu farþega til lands- ins er að fólk geymi það að faðma ástvini sína þar til það hefur fengið niðurstöður úr sýna- töku vegna kórónuveiru, að sögn Víðis Reyn- issonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavörn- um. Í gær var fólki gert auðveldara að ferðast til landsins þegar skimanir í Leifsstöð hófust. Allir 900 farþegarnir sem hingað komu kusu að fara í skimun frekar en tveggja vikna sóttkví. Ferðalangar frá Færeyjum og börn þurftu ekki að fara í skimun en Færeyjar og Grænland voru tekin af lista yfir áhættusvæði um miðjan maí. Blaðamaður Morgunblaðsins var í Leifsstöð þegar ferðalangar flykktust inn en eins og gef- ur að skilja voru faðmlög áberandi þar sem margir höfðu verið lengi án ástvina sinna. „Við þurfum að koma skýrari skilaboðum til fólks um það að á meðan það bíður eftir niður- stöðum úr prófinu haldi það sig til hlés og geymi það að faðma ástvini sína og sé ekki á ferð í samfélaginu. Við fengum nokkrar ábendingar um að fólk hefði ekki fengið nógu skýr skilaboð um þetta og við bætum úr því,“ segir Víðir í samtali við Morgunblaðið. Hann telur hið breytta fyrirkomulag hafa gengið afar vel. „Við erum bara mjög sátt eftir daginn. Það eru svona smávægilegir hnökrar sem við sáum og löguðum þannig að þetta mun ganga betur í framhaldinu.“ Frá og með gærdeginum varð lögreglu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Leifsstöð Fyrstu flugvélar eftir að skimanir hófust við landamærin lentu á Keflavíkurflugvelli í gær. Flestir farþegar fóru í skimun við komuna, sem þeim býðst ókeypis út þennan mánuð. Betra að fólk geymi knús  Fagnaðarfundir í Leifsstöð eftir opnun landamæra  Ætla að koma skilaboðum til fólks um að það skuli geyma faðmlög  Nýjar brottvísunarheimildir lögreglu tóku gildi eftir komu hóps Rúmena heimilt að vísa þeim ferðamönnum úr landi sem eru taldir ólíklegir til að fara í sóttkví, hafni þeir boði um sýnatöku. Þær reglur voru ekki í gildi þegar hópur Rúmena, sem talinn er hafa brotið sóttvarnalög með því að van- virða þá skyldu sína að fara í sóttkví, kom til landsins. Nú skoða lögfræðingar sóttvarna- læknis hvaða heimildir yfirvöld hafa til að vísa þeim úr hópnum, sem ekki eru smitaðir, úr landi. MSkimuðu fyrir veiru í Lefisstöð »4, 6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.