Morgunblaðið - 16.06.2020, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.06.2020, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 2020 Eitt sinn var ég staddur heima hjá félaga mínum sem er með handboltaáhuga á lokastigi. Hann sýndi mér myndskeið úr gömlum handboltaleik í fína sjónvarpinu sínu og lagði fyrir mig spurningu. Vildi kanna hvort ég gæti borið kennsl á annan dómara leiksins. Leikurinn var í úrslitakeppni um miðjan tíunda áratuginn og kemp- ur á vellinum eins og Alfreð Gísla, Siggi Sveins og Bjarki Sig. Mér fannst dómarinn kunnuglegur en gat ekki komið því fyrir mig hvað ungi maður þetta væri enda er hann þekktari fyrir annað en dómgæsluna. Þá var þetta Jó- hannes Felixson bakari, betur þekktur sem Jói Fel. Ég fór að velta fyrir mér fólki sem hefur dæmt í boltagrein- unum en er þekktara fyrir annað. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi ráðherra, kemur upp í hugann. Sennilega eru þeir ekki margir sem vita að Björgvin Guð- mundsson, annar eigenda KOM, dæmdi handbolta um tíma. Björgvin og Þórlindur Kjartans- son dúkka reglulega upp í þáttum eins og Silfri Egils og hafa þá skoðanir á öllu milli himins og jarðar. Þórlindur dæmdi körfu- boltaleiki og mun hafa tekið flaut- una fram aftur. Leifur Garðarsson dæmir einnig í körfunni en margir þekkja hann úr sjónvarpi vegna fótboltans. Arnar Þór Stefánsson er oft í fjölmiðlum vegna starfa sinna sem lögmaður en hann dæmir í fótboltanum. Formaður Blaðamannafélags- ins, Hjálmar Jónsson, dæmdi fót- bolta um tíma. Þeir sem spilað hafa með Hjálmari í starfs- mannafótboltanum hjá Mogg- anum vita að hann vill að farið sé eftir reglunum. BAKVÖRÐUR Kristján Jónsson kris@mbl.is FÓTBOLTINN Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Sextán ára piltur, Ísak Andri Sig- urgeirsson, var bjargvættur Stjörnumanna í gærkvöld þegar hann skoraði sigurmark þeirra gegn Fylki í lok uppbótartímans í Garða- bæ, 2:1. Ísak, sem verður sautján ára í september, kom inn á í fyrsta skipti í efstu deild á 84. mínútu og var réttur maður á réttum stað í vítateignum þegar mínúta var eftir af uppbótar- tíma leiksins. „Garðbæingar fengu hvert færið á fætur öðru en annaðhvort var Aron Snær Friðriksson vel á verði í marki Fylkismanna eða þá að Garðbæingar tóku rangar ákvarðanir á síðasta þriðjungnum,“ skrifaði Bjarni Helga- son í grein sinni um leikinn á mbl.is.  Ólafur Ingi Skúlason aðstoðar- þjálfari og leikmaður Fylkis fékk rauða spjaldið rétt fyrir leikslok fyrir að brjóta á Alex Þór Haukssyni. Hann verður í banni gegn Breiðabliki í 2. umferð.  Valdimar Þór Ingimundarson skoraði fyrstur allra í leik í 1. umferð- inni en hann kom Fylki yfir gegn Stjörnunni eftir aðeins 57 sekúndur, eftir stoðsendingu elsta útispilara deildarinnar, Helga Vals Daníels- sonar.  Hilmar Árni Halldórsson jafn- aði fyrir Stjörnuna með glæsimarki úr aukaspyrnu og hefur þar með skorað í fyrstu umferð deildarinnar þrjú ár í röð.  Ragnar Bragi Sveinsson fyrir- liði Fylkis þurfti að fara af velli skömmu fyrir leikhlé í Garðabæ. Hann fékk mikið högg og var fluttur brott í sjúkrabíl en óttast var að hann væri kinnbeinsbrotinn.  Brynjar Gauti Guðjónsson varð í gærkvöld fimmti leikmaður Stjörn- unnar frá upphafi til að spila 100 leiki fyrir félagið í efstu deild. Hann á auk þess 75 leiki að baki fyrir ÍBV í deild- inni. Þrír þeir leikjahæstu léku líka með Stjörnunni í gærkvöld, Daníel Laxdal (221) Jóhann Laxdal (165) og Halldór Orri Björnsson (147). Reynsluleysi kom ekki að sök Fjölnismenn mættu á Víkingsvöll- inn með aðeins þrjá leikmenn sem höfðu spilað meira en tíu leiki í efstu deild og fóru þaðan með óvænt stig eftir jafntefli, 1:1. Flestir spáðu Fjölni falli fyrir tímabilið en strák- arnir úr Grafarvogi sýndu að þeir ætla ekki að láta valta yfir sig. Víkingar verða að gera mun betur en þetta ef þeir ætla að standa við stóru orðin og slást um Íslandsmeist- aratitilinn í ár. „Fjölnismenn virtust vel skipu- lagðir, sérstaklega miðað við hvernig úr undirbúningstímabilinu spilaðist. Ef eitthvað er að marka leikinn þá mega sterkari liðin hafa fyrir því að brjóta Fjölnisliðið niður,“ skrifaði Kristján Jónsson í umfjöllun sinni á mbl.is.  Þessir léku sinn fyrsta leik í efstu deild í gærkvöld: Atli Gunnar Guðmundsson, Valdimar Ingi Jóns- son, Orri Þórhallsson, Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson og Lúkas Logi Heimisson (Fjölni), Helgi Guðjóns- son og Kristall Máni Ingason (Vík- ingi), Þórður Gunnar Hafþórsson, Djair Parfitt-Williams og Arnór Gauti Jónsson (Fylki), Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjörnunni). Sextán ára Stjörnuhetja  Ísak Andri Sigurgeirsson var nýkominn inn á í sínum fyrsta leik og skoraði sigurmarkið gegn Fylki  Fjölnismenn gerðu góða ferð í Fossvoginn Morgunblaðið/Eggert Návígi Þorsteinn Már Ragnarsson sóknarmaður Stjörnunnar reynir að komast framhjá Ásgeiri Eyþórssyni varnarmanni Fylkismanna. Morgunblaðið/Eggert Stoðsending Orri Þórhallsson lagði upp jöfnunarmark Fjölnis og á hér í höggi við Víkinginn Erling Agnarsson í leiknum í Fossvogi. Martin Hermannsson landsliðsmaður í körfuknattleik fór meiddur af velli eftir aðeins rúmlega sex mínútna leik í gær- kvöld þegar lið hans Alba Berlín sigraði Ludwigsburg, 97:89, í úrslitakeppninni um þýska meistaratitilinn í München. Martin fékk slæma byltu og fór af velli. „Ég lenti beint á mjóbakinu og það er eins og ég sé með golfbolta innan í því. Mér fannst skynsamlegra að hætta en að halda áfram að reyna að spila. En þetta ætti ekki að vera alvarlegt og ég fæ núna smá hvíld fyrir næsta leik,“ sagði Martin við Morgunblaðið. Þetta var hreinn úrslitaleikur liðanna um efsta sætið í B-riðli úrslita- keppninnar en bæði höfðu unnið þrjá fyrstu leikina. Alba Berlín vann þar með riðilinn og mætir Göttingen í átta liða úrslitunum en Göttingen hafnaði í fjórða sæti A-riðils. Liðin mætast tvisvar, fyrst í „heima- leik“ Göttingen á fimmtudaginn og síð- an á laugardagskvöldið, og sigurliðið samanlagt fer í undanúrslit. Í sjálfri deildakeppninni í vetur var Alba í fjórða sæti og Göttingen í níunda sæti þegar keppnin var stöðvuð vegna út- breiðslu kórónuveirunnar. „Göttingen er fínt lið og mikil orka í leikmönnunum. En ef allt er eðlilegt eigum við að fara nokkuð þægilega í gegnum þetta einvígi,“ sagði Martin Hermannsson. vs@mbl.is Martin meiddur af velli eftir sex mínútur Ljósmynd/Alba Berlín München Martin Hermannsson reynir skot í leiknum í gærkvöld. Pepsi Max-deild karla Víkingur R. – Fjölnir ............................... 1:1 Stjarnan – Fylkir...................................... 2:1 Staðan: Breiðablik 1 1 0 0 3:0 3 ÍA 1 1 0 0 3:1 3 FH 1 1 0 0 3:2 3 Stjarnan 1 1 0 0 2:1 3 KR 1 1 0 0 1:0 3 Fjölnir 1 0 1 0 1:1 1 Víkingur R. 1 0 1 0 1:1 1 HK 1 0 0 1 2:3 0 Fylkir 1 0 0 1 1:2 0 Valur 1 0 0 1 0:1 0 KA 1 0 0 1 1:3 0 Grótta 1 0 0 1 0:3 0 Grikkland Panetolikos – Larissa.............................. 3:0  Ögmundur Kristinsson varði mark Lar- issa í leiknum. Svíþjóð Malmö – Mjällby....................................... 2:0  Arnór Ingvi Traustason var varamaður hjá Malmö og kom ekki við sögu. Falkenberg – Häcken.............................. 1:1  Oskar Tor Sverrisson var varamaður hjá Häcken og kom ekki við sögu. Danmörk Silkeborg – OB......................................... 6:0  Aron Elís Þrándarson lék fyrri hálfleik- inn með OB. Spánn Levante – Sevilla ...................................... 1:1 Real Betis – Granada ............................... 2:2 Staða efstu liða: Barcelona 28 19 4 5 67:31 61 Real Madrid 28 17 8 3 52:20 59 Sevilla 29 14 9 6 42:30 51 Real Sociedad 28 14 5 9 46:34 47 Getafe 28 13 7 8 38:27 46 Atlético Madrid 28 11 13 4 32:22 46 Valencia 28 11 10 7 39:40 43 Granada 29 12 6 11 37:35 42 Villarreal 28 12 5 11 45:38 41 Athletic Bilbao 28 9 11 8 30:24 38 Osasuna 28 8 11 9 35:39 35 Levante 29 10 5 14 34:42 35  STJARNAN – FYLKIR 2:1 0:1 Valdimar Þór Ingimundarson 1. 1:1 Hilmar Árni Halldórsson 25. 2:1 Ísak Andri Sigurgeirsson 90. M Alex Þór Hauksson (Stjörnunni) Guðjón Baldvinsson (Stjörnunni) Halldór Orri Björnsson (Stjörnunni) Hilmar Árni Halldórsson (Stjörnunni) Þorsteinn Már Ragnarsson (Stjörn.) Sölvi Snær Guðbjargarson (Stjörn.) Brynjar Gauti Guðjónsson (Stjörn.) Aron Snær Friðriksson (Fylki) Helgi Valur Daníelsson (Fylki) Ásgeir Eyþórsson (Fylki) I Rautt spjald: Ólafur IngiSkúlason (Fylki) 88. Dómari: Guðmundur Ársæll Guð- mundsson – 6. Áhorfendur: 1.184. VÍKINGUR R. – FJÖLNIR 1:1 1:0 Óttar Magnús Karlsson 16. 1:1 Arnór Breki Ásþórsson 57. M Sölvi Geir Ottesen (Víkingi) Ágúst Eðvald Hlynsson (Víkingi) Óttar Magnús Karlsson (Víkingi) Atli Gunnar Guðmundsson (Fjölni) Sigurpáll M. Pálsson (Fjölni) Valdimar Ingi Jónsson (Fjölni) Dómari: Sigurður H. Þrastarson – 6. Áhorfendur: 1.179.  Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/ fotbolti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.