Morgunblaðið - 16.06.2020, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.06.2020, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 2020 ✝ Guðrún Fann-ey Magnús- dóttir, oftast köll- uð Nanna, fæddist í Ásheimum á Sel- fossi 12. júní 1928. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Sól- túni 30. maí 2020. Foreldrar henn- ar voru Magnús Þorkelsson húsa- smíðameistari, f. 29. maí 1890 í Smjördölum í Flóa, d. 25. febrúar 1956, og Ingibjörg Árnadóttir hús- móðir, fædd 27. apríl 1989 í Miðdalskoti í Laugardal, d. 3. ágúst 1978. Þau bjuggu lengst af á Fálkagötu 14 í Reykjavík. Systkini Nönnu: Kristinn, f. 1924, d. 1999; Þorkell, f. 1925, d. 2019; Sigríður Svava, f. 1926, d 1941; Skúli, f. 1931, d. 2018; hálfsystir Hrefna Guð- munda f. 1924, d. 2007 og Rafn Thorarensen, f. 1939, uppeldisbróðir. Þann 27. maí 1950 giftist Nanna Ásgeiri Ásgeirssyni, f. 17. febrúar 1927, d. 29. mars 1973, hann var lyfjafræðingur og síðast lyfsali á Ísafirði. For- eldrar hans voru Ásgeir Torfa- son f. 1877, d. 1955, skipstjóri Reykjavíkur 1946-1947 og starfaði eftir það í Reykjavík- urapóteki þar til hún flutti með Ásgeiri til Kaup- mannahafnar vegna fram- haldsnáms hans í lyfjafræði. Heimkomin byggðu þau sér hús á Seltjarnarnesi sem varð heimili Nönnu mestan hluta ævinnar að undanskildum ár- unum á Ísafirði. Hún var ein frumbyggja á Nesinu og bjó þar uns heilsan brast og hún flutti í Sóltún 2018. Ásgeir fékk veitingu fyrir Ísafjarð- arapóteki í janúar 1964 og fjölskyldan flutti vestur. Starf húsmóðurinnar var ærið á þessum árum því auk barna- uppeldis var mestallur fatn- aður enn unninn heima og gestkvæmt var til þeirra hjóna á Ísafirði enda fátt um veit- ingastaði eða hótel á Vest- fjörðum. Ásgeir lést vorið 1973 og síðsumars flutti Nanna suður í húsið sitt og starfaði upp frá því sem bankaritari í Iðnaðarbank- anum og í Íslandsbanka til starfsloka 1996. Áhugamálin voru helst samvera í návist góðra vina, hannyrðir, tónlist og söngur. Hún söng í barna- kórnum Sólskinsdeildinni sem barn og unglingur, og sem unglingur spilaði hún á gítar og söng á skemmtunum á Grímstaðaholtinu og víðar. Útför Nönnu verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, 16. júní 2020, klukkan 13. og verksmiðju- stjóri á Sólbakka í Önundarfirði og Ragnheiður Ei- ríksdóttir, f. 1891, d. 1991, húsmóðir og hannyrðakona. Börn Nönnu og Ásgeirs eru: 1) Ingibjörg Svava Ásgeirsdóttir f. 12. júní 1949, iðju- þjálfi MOT og síð- ar lektor við HA. og 2) Ásgeir Ásgeirsson, f. 29. apríl 1954, lyfjafræðingur og lyfsali, kvæntur Maríu Ingólfsdóttur, f. 20. september 1954. Þeirra börn eru: a) Ásgeir Már f. 1981; b) Herborg Nanna f. 1986 gift Mark Hahnel, f. 1983 og c) Ingólfur, f. 1989, kvænt- ur Elísabetu Mjöll Jensdóttur, f. 1993. Synir þeirra eru Hálf- dán Logi og Bergsteinn Jökull. Nanna flutti ung með fjöl- skyldu sinni til Reykjavíkur og gekk þar í barna- og unglinga- skólana að Þóroddsstöðum á Grímsstaðaholti, í Skild- inganesskóla og Grimsby. Gagnfræðaprófi lauk hún svo frá kvöldskóla KFUMK sam- hliða vinnu í Laugarvegsapó- teki. Var í Húsmæðraskóla „Margs er að minnast, margt er hér að þakka.“ Mamma fæddist á Selfossi en flutti á Fálkagötu í Reykjavík, þegar eldri systir þurfti sjúkra- húslegu vegna berkla. Í her- náminu var mamma send í sveit til að forðast hugsanlegar loft- árásir. Ekki var nálægðin við „kampana“ heldur skemmtileg fyrir unga snót. Eftir hefðbundna skólagöngu fór hún í Húsmæðraskóla Reykjavíkur, þar sem hún kynntist vinkonum til lífstíðar. Hún vann í Laugavegsapóteki og seinna Reykjavíkur apóteki, þar sem hún kynntist pabba. Þau giftust 27. maí 1950 fyrir 70 árum. Svo var haldið til Kaup- mannahafnar í framhaldsnám. Rétt eftir stríð var vinna ekki í boði eða gjaldeyrisyfirfærsla nema fyrir námsmanninn, og því varð að bjarga sér á litlu í húsnæði sem þótti vart boðlegt þá – hvað þá í dag. Fjölskyldan byggði tvílyft hús á Nesinu. Eftir fullan vinnudag var unnið við að byggja og loks flutt inn á lökkuð steingólf á neðri hæð, og svo haldið áfram að byggja. Árið 1962 veiktist mamma alvarlega. Það tók langan tíma að greina æðagúlp í heila. Í Kaupmanna- höfn tókst að laga meinið. Við fluttum á efri hæðina og sú neðri fór í leigu. Þegar pabbi fékk veitingu fyrir Ísafjarð- arapóteki, var ekki búið að ljúka við allt, en það var gert „daginn sem við fluttum vestur“. Mamma varð apótekarafrú, og það var fullt starf enda mikill gestagangur. Þar kom mennt- unin sér vel. Mamma gekk í Kvenfélagið Ósk, sem hún hafði gaman af. Hún sýndi föt á tísku- sýningum. Vinna pabba varð síst minni. Framtíðin virtist björt – en þá veiktist pabbi af illvígum sjúkdómi. Fjörutíu og fjögurra ára varð mamma ekkja og flutti suður í húsið sem þau byggðu. Hún vann sem banka- ritari í Iðnaðarbanka sem svo varð Íslandsbanki, uns hún fór á eftirlaun. Á táningsárum var mamma í barnakórnum „Sólskinsdeildin“ eins og margir á Grímstaðar- holtinu. Kórinn fór í söngferðir, þar á meðal í rútuferð eins langt og hægt var að komast kringum landið. Einnig var hún í söngdú- ói og lék með á gítar. Þegar ég hugsa um mín fyrstu ár var mamma alltaf syngjandi. Það létti lund allra og skilaði sér til barna hennar sem fóru í tónlist- askóla. Ég hætti þegar kröf- urnar fóru að aukast, og sé eftir því, en á unglingsárunum var maður bara að „læra fyrir for- eldrana“! Mamma ferðaðist töluvert. Stórt hústjald var mest notað á Vestfjörðum. Margar ferðir til Spánar og til Flórída þar sem hún heimsótti barnabarn. Hún heimsótti mig og mína í Dan- mörku þegar elsta barnabarnið var nýfætt, og hélt þá undir skírn. Síðustu æviárin voru erfið, en það bjargaði miklu hversu skap- góð hún var. Þegar ellin sótti á, fór hún æ oftar með þessa þjóð- vísu: Tíminn líður, trúðu mér, taktu maður vara á þér, heimurinn er sem hála gler, hugsaðu um hvað á eftir fer. Við hjónin syrgjum mæður okkar og börnin báðar ömm- urnar, því þær létust með 36 klukkustunda millibili. Dóttir okkar ber nöfn þeirra beggja. Far þú í friði, elsku mamma. Ég veit að það hefur verið tekið vel á móti þér í Sumarlandinu. Ásgeir, María (Maja) og fjölskyldur. Það er erfitt að kveðja mömmu þótt ég viti að hún var orðin lúin og hvíldinni fegin; konuna sem ól mig; konuna sem ég hef búið með allt mitt líf að undanskildum mennta- og há- skólaárunum. Hún var mér fyr- irmynd í mörgu og minningarn- ar óteljandi. T.d.: Húsbyggingin og búset- an á Nesinu. Á þeim tíma fóru menn eftir fullan vinnudag til húsbygginga, ungu hjónin fóru á Nesið, gjarnan með vini og ætt- ingja til aðstoðar, um kvöld og helgar. Verkið sóttist hægt, tími, fáanleg aðstoð og efni réðu ferðinni og loks flutt inn í hluta hússins, á steininn, hurðarlaust, hlerar fyrir útidyrum og sumum gluggum. Þetta var basl hjá ungu hjónunum, en börnunum leið vel í frelsinu á Nesinu. Mamma helgaði sig húsmóður- starfinu og barnauppeldi, saum- aði jólaföt á mig og Ásgeir bróð- ur, ekki mátti fara í jólaköttinn. Reyndar voru flest föt saumuð heima, af fádæma nýtni og hag- leik, prjónaðar peysur og sokka- plögg. Snillingur var hún í eld- húsinu, gerði gómsæti úr hversdagsmat og fór létt með að galdra fram dýrðarveislur við gestakomur og hátíðir. Mamma var hin hagsýna húsmóðir, hús- mæðraskólagengin. Við fluttum vestur í janúar 1964, frá nær fullkláruðu hús- inu. Félagslífið var öflugt á Ísa- firði, klúbbastarf, leiksýningar, kórastarf og nokkur síðkjólaböll haldin ár hvert. Konurnar mættu í nýjum kjólum. Pabbi neitaði eitt sinn að fara með mömmu á ball í nýtísku dressi nýsaumuðu að sunnan. Buxna- dress! Með fallegu þétthnepptu vesti, ermalausu og kínakraga! Þetta var honum of framandi svo mamma fann fram „venju- legan“ síðkjól og á ballið fóru þau. Þeim þótti gaman að dansa. Mamma var skvísa, grönn og spengileg. Hún sýndi á tískusýningum hjá kvenfélög- unum fyrir vestan, t.d. árstíða- bundnar nýjungar í kvenfatnaði. Til undirbúnings því kom Unn- ur Arngríms vestur og skólaði vænleg módel sem svo sýndu færni sína, m.a. sýndu þær handofinn fatnað frá vefstofu Guðrúnar Vigfúss, sem sjá má í bók um hana og listir hennar. Píanó fengum við fljótlega eftir flutninginn vestur, börnin áttu að fá tónlistarlegt uppeldi líkt og hún fékk með orgelnámi sem barn. Við fórum í Tónlistarskól- ann og mamma spilaði á píanóið undurlétt svo heyrðist ekki nið- ur í apótek og söng „Fjárlögin“ og því hélt hún raunar áfram meðan píanó var til á Nesinu. Þegar fjárhagurinn var loks að batna greindist pabbi með ill- vígan sjúkdóm sem ekki varð ráðið við. Ekkjan, aðeins 44 ára, hélt rekstrinum áfram uns nýr lyfsali tók við og flutti þá aftur á Nesið, vann í bankanum, endurnýjaði og styrkti tengsl við fjölskyldu, vinkonur og kunningjana frá árunum í „Kö- ben“. Og ekki má gleyma „stelpunum“ úr húsmæðraskól- anum, sem héldu hópinn fram á efri ár. Mamma ferðaðist tals- vert; hún heimsótti mig til „Kö- ben“ á námsárum mínum; við fórum nokkrar ferðir til Spánar og líka til Flórída, Prag, „Kö- ben“ og London og óteljandi stuttar og lengri ferðir innan- lands. Ýmis veikindi settu mark sitt á líf mömmu, sem tókst á við áföllin af æðruleysi og seiglu. Síðustu æviárin voru erfið í glímunni við Lewy Body sjúk- dóminn, þá sungum við og stig- um dans í stofunni heima til að létta lundina. Við sungum og hlustuðum endalaust á létt sönglög, líka í Sóltúni, fram að faraldrinum. Þá skall á Covid- einangrun sem fór illa með mömmu, henni hrakaði hratt í tengslaleysi og snertisvelti. „Syngdu fyrir mig“ bað hún á lokakaflanum, gat ekki sungið lengur og ég söng lögin okkar. Ég er þakklát fyrir að við gát- um verið hjá mömmu síðustu dagana og haldið í hönd hennar meðan hún hvarf í Sumarlandið. Pabbi hefur tekið á móti henni í kjól og hvítt, hún klædd í hvítan tjullkjól með rós í mittið og þau dansað inn í birtuna syngjandi „Ich Tanze mit Dir in den Him- mel hinein…“. Elsku mamma, það var gott að eiga þig að. Takk fyrir að vera mamma mín góða. Guð geymi þig þar til við hittumst aftur. Þá verður sung- ið. Ingibjörg (Inga). Amma Nanna er ekki lengur á meðal okkar og hefur fengið hvíldina. Við barnabörnin viljum minnast hennar með ljóði sem henni var kært, eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. Þegar við vorum lítil og vor- um að halda heim á leið frá ömmu Nönnu á Nesinu brást ekki að henni fannst við vera að fara voða langt, eiginlega á heimsenda, þótt það væri bara í Njarðvík. Hún bauð oft epli eða teppi í bílinn, af hreinni um- hyggju og væntumþykju. Við vorum oft á stórhátíðum á Nes- inu með ömmu og Ingu. Skúli frændi, bróðir ömmu, var líka hjá þeim. Hafðu þökk fyrir þær stundir sem við áttum saman. Ásgeir Már, Herborg Nanna og Ingólfur. Mig langar aðeins að minnast frænku minnar Guðrúnar Fann- eyjar Magnúsardóttur sem allt- af var kölluð Nanna. Hún var föðursystir mín og ein besta vin- kona móður minnar. Þær ólust upp á Holtinu (Grímsstaðaholt- inu) en Nanna bjó á Fálkagötu 14 en mamma á Þrastargötu 3. Á unglingsárum þeirra var margt skemmtilegt brallað. Nanna átti bróður sem hét Kristinn og hreifst móðir mín af honum og giftust þau. Við það styrktust vináttubönd vinkvenn- anna enn frekar. Ég minnist Nönnu frænku fyrst úr barna- afmælum á Seltjarnarnesinu en dóttir hennar Inga Svava er jafnaldra mín. Það var oft kátt á hjalla og sungið í þeim afmæl- um. Eftir margra ára dvöl mína í Þýskalandi réð ég mig í tölvu- deild Iðnaðarbankans við heim- komu, hálfstressuð að byrja í nýju starfi hér heima. Þá var yndislegt að hitta Nönnu frænku í hádeginu í matsalnum brosandi og káta sem tók á móti mér með jákvæðu og hlýju við- móti. Með hana mér við hlið fauk stressið fljótt út um gluggann og var hún ekki lengi að kynna mig fyrir starfsfólki bankans en hún starfaði í bank- anum til starfsloka. Fyrir þær góðu móttökur er ég henni mjög þakklát. Nanna átti ekki alltaf auðvelt líf, varð ekkja mjög ung, lenti í erfiðum uppskurði í Kaupmannahöfn en alltaf var hún jákvæð og sterk, sem ég tel að hafi hjálpað henni mikið. Síð- ast hittust vinkonurnar mamma og Nanna í sumarbústað fyrir austan fjall þá báðar nálægt ní- ræðu og skemmtu þær sér afar vel og hlógu dátt þegar þær voru að rifja upp gamla tíma af Holtinu. Nanna eignaðist tvö börn, Ingu Svövu og Ásgeir og held ég að það halli ekki á neinn þegar ég segi að það hafi verið aðdáunarvert að horfa upp á hvað Inga Svava hugsaði ein- staklega vel um móður sína og ber það að þakka. Ég vil votta þeim systkinum og fjölskyldu mína dýpstu samúð. Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý og hógvær göfgi svipnum í. Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt og hugardjúpið bjart og stillt. (Jóhannes úr Kötlum) Þú gengin ert hugglöð á frelsarans fund og fagnar með útvaldra skara, þar gleðin er eilíf, þar grær sérhver und. Hve gott og sælt við hinn hinsta blund í útbreiddan faðm Guðs að fara. Nú kveðja þig vinir með klökkva og þrá því komin er skilnaðarstundin. Hve indælt það verður þig aftur að sjá í alsælu og fögnuði himnum á, er sofnum vér síðasta blundinn. (Hugrún) Þín frænka Pálína Kristinsdóttir. Guðrún Fanney Magnúsdóttir Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN FANNEY MAGNÚSDÓTTIR, Nanna, Valhúsabraut 27, Seltjarnarnesi, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 30. maí. Útför fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 16. júní klukkan 13. Ingibjörg Svava Ásgeirsd. Ásgeir Ásgeirsson María Ingólfsdóttir og fjölskyldur Minningarstund um móður mína, GUÐRÚNU MAGNÚSDÓTTUR, Austurbrún 2, lengst af á Njálsgötu 18, Reykjavík, sem lést 7. apríl, verður haldin í Langholtskirkju föstudaginn 19. júní klukkan 13. Hafsteinn Garðarsson og aðrir aðstandendur Látin er ástkær systir mín, LILJA H. GUÐJÓNSDÓTTIR DICK frá Hafnarfirði. Hún lést 10. júní á heimili dóttur sinnar í Greenboro USA. Svavar Guðjónsson og fjölskyldur BIRGIR HALLGRÍMSSON á Brekku lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu í Stykkishólmi laugardaginn 30. maí. Útförin fer fram frá Reykhólakirkju laugardaginn 20. júní klukkan 15. Börn hins látna barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.