Morgunblaðið - 16.06.2020, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.06.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 2020 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þetta er nýr og spennandi áfanga- staður og hefur aðsókn verið góð eftir að við opnuðum aftur,“ segir Árni Freyr Magnússon, einn af þeim sem taka á móti gestum í manngerðu hellunum í landi Æg- issíðu við Hellu. Boðið er upp á hell- askoðun með leiðsögn um helgar, báða dagana klukkan 14. Þórhallur Ægir Þorgilsson á Æg- issíðu, börn hans Baldur og Ólöf, Álfrún Perla dóttir Baldurs og Árni Freyr kærasti hennar vinna að verkefninu. Árni segir að tilgang- urinn sé að safna fjármunum til þess að koma fleiri hellum í sýningarhæft ástand og varna því að þeir eyði- leggist. Hann bendir á að heimildir séu til um að átján hellar hafi verið í landi Ægissíðu á átjándu öld. Nú séu þeir tólf. Hinir séu hrundir eða lokaðir. Áhugavert væri að finna horfnu hellana. Þau einbeita sér þó núna að því að bjarga þeim hellum sem nú eru þekktir og koma þeim í sýningar- hæft ástand. Heimsóknartímar um helgar Fjölskyldan hefur á undanförnum árum unnið að því að koma fyrstu hellunum í sýningarhæft horf og notið til þess styrkja úr sjóðum sem stuðla að uppbyggingu ferðamanna- staða. Á síðasta ári var hópum boðið að skoða hellana og í janúar var byrjað að hafa fasta skoðunartíma, klukkan 14 á laugardögum og sunnudögum. Árni Freyr segir að aðsóknin hafi fari hægt af stað, síð- an hafi þurft að loka vegna kórónu- veirufaraldursins og þegar aftur var opnað, um hvítasunnuhelgina, hafi allar flóðgáttir opnast. Nærri 400 manns hafi heimsótt hellana um þá helgi og aðsókn verið góð síðan. Reynt er að hafa tvo leiðsögu- menn í hverri skoðunarferð og segir Árni að það mælist vel fyrir hjá ís- lenskum gestum að geta fengið leið- sögn á eigin tungumáli. Vekur hann athygli á því að með því að heim- sækja hellana sé ferðafólk að hjálpa til við að vernda friðlýstar forn- minjar. Fjölskyldan frá Ægissíðu veit ekki, frekar en aðrir, hvernig ferða- þjónusta heimsins þróast. Árni Freyr segir þó að ef margir erlendir ferðamenn komi til Íslands í sumar þurfi ef til vill að lengja skoðunar- tímann og hafa opið virka daga. Það ráðist af eftirspurninni. Brýnustu verkefnin, að hans mati, eru að laga forskála í Fjóshelli sem er einn af merkustu hellunum. Þá þurfi að vinna í Kirkjuhelli sem ligg- ur undir skemmdum. Hann segir þó ekki ljóst hvort hægt verði að byrja á þessum lagfæringum í ár, eða þær þurfi að bíða næsta árs. Hellarnir við Ægissíðu hafa ekki mikið verið rannsakaðir og því nokkuð á huldu um aldur þeirra. Menn hafa lengi velt fyrir sér hve- nær þeir hafa verið grafnir. Í þeim má sjá merka krossa, gamlar veggjaristur, myndir, syllur og inn- höggvin sæti. Einar Benediktsson athafnamaður trúði því að þeir væru frá því fyrir landnám og að írskir munkar hefðu búið í þeim í upphafi. Hann fékk Jóhannes Kjarval til að teikna upp veggjakrot og Matthías Jochumsson, sóknarprest í Odda, til að messa í Kirkjuhelli. Árni Freyr og Álfrún Perla hafa rannsakað málið töluvert og hann leyfir sér að fullyrða að hellarnir séu ekki yngri en frá tólftu til fimm- tándu öld. Lengi voru hellarnir við Ægissíðu notaðir við búskapinn, meðal annars sem hlaða og skepnuhús, eins og nöfn nokkurra þeirra benda til: Hlöðuhellir, Fjárhellir, Fjóshellir og Hrútshellir. Þá er þar Búrhellir og hafa fundist ummerki um matarílát í honum. Margir vilja skoða hellana  Hellarnir við Ægissíðu eru nýr áfangastaður ferðafólks á Suðurlandi og hefur honum verið vel tekið  Ferðamenn leggja sitt af mörkum við að vernda friðlýstar fornminjar sem hið opinbera sinnir ekki Ekki hefur ræst úr humarvertíð- inni og samsetning aflans bendir ekki til þess að nýliðun sé að aukast. Leyfilegt er að veiða rúm 200 tonn í ár, sem er aðeins um 10% þess sem veitt var fyrir áratug. Heildaraflinn fór upp í 2.400 tonn þegar mest var. Lítill afli er hjá humarbátunum við suðurströndina. „Aðaláhyggju- efnið er að við erum ekki að sjá nýliðun. Það veiðist bara stórhum- ar og stærðardreifingin er sú sama og á síðasta ári,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, Binni, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvar- innar í Vestmannaeyjum. Unnið hluta úr degi Fyrirtækið gerir út tvo báta eins og venjulega en aflinn er svo léleg- ur að yfirleitt er aðeins unnið úr aflanum í fiskiðjuverinu einn dag í viku og þá aðeins hluta úr degi. Árlegur humarleiðangur Haf- rannsóknastofnunar stendur nú yf- ir. Rannsóknaskipið Bjarni Sæ- mundsson hefur lokið yfirferð um Faxaflóa og miðin við Suðvestur- land og er nú á ferð austur með suðurströndinni. Í gær var skipið statt úti af Skeiðarársandi. Hum- arholur eru myndaðar, eins og gert hefur verið undanfarin ár, og ástandið kannað með þeim hætti en einnig eru háfsýni tekin til að fylgjast með ungviði humars. Besti markaður fyrir humar er á Spáni. Þar er venjulega mikil sala á stórhumri fyrir jólin. Binni segir að eins og ástandið er núna í heim- inum þori enginn að kaupa humar, þannig að fyrirtækið framleiði fyr- ir eigin birgðageymslur. Út af stöðunni séu kaupendur og selj- endur ekki einu sinni farnir að ræða um verð fyrir vöruna. helgi- @mbl.is Humar Þótt lítið veiðist eru nægar birgðir á grill og pönnur. Enn vantar nýliðun í humarstofninn  Léleg veiði og aðeins stórhumar Aðeins fjórir hellar af þeim tólf sem nú eru þekktir í landi Ægissíðu hafa verið gerðir upp. Unnið er að endurbótum þeirra og varðveislu og að koma fleiri hellum í sýning- arhæft horf. Fjóshellir og Hlöðuhellir eru meðal stærstu manngerðu hella sem fundist hafa hér á landi. Skagahellir er notaður sem búr, aðallega til geymslu kartaflna, og er eini hellirinn sem enn er notaður fyrir heimilishald eða búskap á Ægissíðu. Flestir hellarnir eru nefndir eftir búfé og hafa því væntanlega verið notaðir sem gripahús eða hlöður fyrir það eða fjárhús eða fjós sem voru ofanjarðar. Meðal stærstu grafinna hella ÆGISSÍÐA Ljósmynd/Ragnar Th. Sigurðsson Búskapur Hlöðuhellir er tengdur Fjárhelli með göngum. Þeir voru notaðir sem fjárhús og hlaða framan af 20. öld. Hellafjölskyldan Árni Freyr Magnússon, Ólöf Þórhallsdóttir, Álfrún Perla Baldursdóttir, Baldur Þórhallsson og Þórhallur Ægir Þorgilsson. Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 ■ Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 ■ Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 ■ alnabaer.is alnabaer.is Við erum sérhæfð í gluggatjöldum SCREEN RÚLLUGARDÍNUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.