Morgunblaðið - 19.06.2020, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 2020
Ögmundur Jónasson skrifar ít-arlega grein um vaxandi
landakaup erlendra auðmanna.
Tilburðir stjórnvalda til að bregð-
ast við þeirri þróun fá ekki háa
einkunn hjá greinarhöfundi.
Hér eru ekkitök á að rekja
mál hans í smáat-
riðum. Enn er iðu-
lega vitnað til vafa-
samrar túlkunar
stjórnvalda á EES-
samningnum sem
er í senn ögrun og ósvífni í garð
þjóðarinnar, eins og ónýtur mála-
tilbúnaður hennar í „orkupakk-
anum“ var svo ömurlegt dæmi
um.
Ögmundur vísar til úttektartveggja lögfræðinga og
skýrslu Stefáns Más lagaprófess-
ors og fl. þar sem segir að EES-
samningurinn hafi verið „stórlega
oftúlkaður hvað varðar rétt EES-
borgara til landakaupa“. Sjálfsagt
eru þar sömu „sérfræðingar“ á
ferð og gerðu íslenska stjórn-
málamenn að aulum nú síðast.
Þeir Stefán Már segja að„ákvæði 72. greinar stjórn-
arskrárinnar um rétt til að tak-
marka fjárfestingar erlendara
manna á landareignum stæði því
óhaggað gagnvart EES-borg-
urum“.
Sama ríkisstjórnin og telur sérskylt að elta dellumakeríi Jó-
hönnustjórnarinnar gagnvart ís-
lensku stjórnarskránni sýnir sig
margoft að gera minna en ekkert
með texta þeirrar sem er enn í
fullu gildi!
Er heil brú í því?
Ögmundur
Jónasson
Óþolandi tvöfeldni
STAKSTEINAR
2ja og 3ja daga holl – 3. stangir
Hagstætt verð fyrir fjölskyldur og vinahópa.
Húsið í Skógarhvammi fylgir með. Þrjú tveggja manna herbergi.
Uppbúin rúm og handklæði.Þrif innifalin.
Lausar stangir í júlí og ágúst
Norðurá II fjallið
Símastrengur að Fornahvammi
Allar upplýsingar gefur Einar
í síma 893 9111 eða einar@nordura.is
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Metfjöldi umsókna hefur borist Háskólan-
um í Reykjavík í ár. Alls hafa borist 3.900
umsóknir um skólavist fyrir næsta skólaár
og er það 13% fjölgun frá síðasta ári, en
undanfarin ár hafa um 1.500 nemendur haf-
ið nám að hausti.
Sóttu flestir um grunnnám í tölvunar-
fræðideild, ríflega 460 manns, en umsókn-
um fjölgaði hvað mest í grunnnámi í iðn- og
tæknideild og sálfræðideild. Umsóknum um
meistaranám hefur fjölgað í öllum deildum
háskólans um þriðjung af jafnaði.
Enn er opið fyrir umsóknir um undirbún-
ing fyrir háskólanám í Háskólagrunni HR
en með honum hlýst réttur til náms við skól-
ann fyrir þá sem ekki hafa lokið stúdents-
prófi. Háskólinn hefur undanfarin tvö ár
lagt áherslu á að kynna möguleika iðn-
lærðra á háskólanámi í samstarfi við stjórn-
völd og Samtök iðnaðarins.
Aldrei fleiri sótt um að nema við HR
Flestir sóttu um grunnnám í tölvunarfræði
Áhersla á að kynna möguleika iðnlærðra
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
HR Enn er opið fyrir umsóknir um undirbúning fyrir nám.
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Icelandair mun, samkvæmt flug-
áætlun sem gildir til 19. júlí næst-
komandi, fljúga til 26 áfangastaða í
Evrópu og Norður-Ameríku. Á
heimasíðu flugfélagsins er vakin
athygli á því að hægt sé að bóka flug
á dagsetningum eftir fyrrgreinda
áætlun. Verði flugið hins vegar fellt
niður segist félagið munu koma við-
komandi farþega á áfangastað.
Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýs-
ingafulltrúi Icelandair, segir ómögu-
legt að segja til um það núna hvort
þessi fjöldi áfangastaða muni breyta
uppsögnum starfsfólks. Ástandið sé
enn viðkvæmt og óvissan mikil.
„Við erum að fara mjög rólega af
stað og það er mikil óvissa. Það plan
sem við settum upp frá 15. til 30. júní
gerir ráð fyrir 11 áfangastöðum. Í
júlí gerum við svo ráð fyrir að fjölga
áfangastöðum talsvert en það er þó
háð ýmsu,“ segir Ásdís Ýr í samtali
við Morgunblaðið og bætir við að
flugáætlun með 26 áfangastöðum sé
háð opnun ytri landamæra Schen-
gen og landamæra Bandaríkjanna.
„Það er bara ekki enn komið á
hreint. Hvort við getum gripið til
endurráðninga, það er of snemmt að
segja til um það,“ segir hún.
Evrópa og Norður-Ameríka
Auglýst flugáætlun Icelandair til
19. júlí gerir ráð fyrir eftirfarandi
áfangastöðum; Amsterdam, Berlín,
Billund, Boston, Brussel, Chicago,
Denver, Dublin, Düsseldorf, Frank-
furt, Glasgow, Hamburg, Helsinki,
Kaupmannahöfn, London, Madrid,
Minneapolis, München, New York,
Ósló, París, Seattle, Stokkhólmi, To-
ronto, Washington og Zürich.
Geta ekki sagt til
um endurráðningar
Enn er mikil
óvissa fram undan
í flugrekstri
Morgunblaðið/Eggert
COVID Ein af Boeing 757-vélum
Icelandair sem nú standa óhreyfðar.