Morgunblaðið - 19.06.2020, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 2020
Ljósmyndir Rutar og Silju
Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | Opið alla virka daga kl. 10-17 | www.rut.is | Ljósmyndir Rutar og Silju
Einstök
minning
Fermingar-
myndatökur
Pétur Magnússon
petur@mbl.is
„Sem listrænn stjórnandi Sumar-
tónleikaraðar Listasafns Sigurjóns
Ólafssonar til margra ára sé ég mig
knúna til að tilkynna ykkur að sum-
artónleikaröðin verði ekki haldin í
ár, eins og undanfarið 31 ár. Ástæð-
an er ekki Covid-19-faraldurinn
heldur áhugaleysi þeirra, sem taka
ákvarðanir um starfsemi Listasafns
Sigurjóns Ólafssonar.“
Svo hljóðar auglýsing sem birtist í
Morgunblaðinu í gær en undir aug-
lýsinguna skrifar Hlíf Sigur-
jónsdóttir, fiðluleikari og dóttir Sig-
urjóns Ólafssonar.
„Það er ekkert launungarmál að
hér hafi verið í gangi hlutir sem okk-
ur fjölskyldunni hefur ekki hugn-
ast,“ sagði Hlíf við mbl.is í gær, en
Morgunblaðið greindi frá því í fyrra-
dag að sumartónleikaröð Listasafns
Sigurjóns Ólafssonar yrði ekki hald-
in í sumar. Tónleikaröðin hefur sem
fyrr segir verið haldin árlega í 31 ár,
en Listasafn Sigurjóns Ólafssonar
hefur verð rekið sem deild innan
Listasafns Íslands síðan 2012.
Ekki sótt um styrki
Í frétt Morgunblaðsins í fyrradag
segir Anna Guðný Ásgeirsdóttir,
fjármála- og mannauðsstjóri Lista-
safns Íslands, að tónleikaröðin hafi
frá upphafi verið í höndum fjöl-
skyldu Sigurjóns Ólafssonar en
haldin með velvilja Listasafns Ís-
lands. Hafi fulltrúi fjölskyldunnar,
sem séð hafi um skipulag og undir-
búning tónleikanna síðustu ár, ekki
treyst sér til að standa fyrir tónleik-
unum í sumar og að ekki hafi verið
sótt um styrki til að halda þá.
Geirfinnur Jónsson, eiginmaður
Hlífar, hefur að mestu leyti séð um
umstangið í kringum tónleikana. Í
ár sá hann sig knúinn til að vinna að
tónleikunum utan venjulegs vinnu-
tíma, en Geirfinnur starfar sem
umjónarmaður fasteigna- og örygg-
ismála hjá Listasafni Íslands.
Hlíf segir sumartónleikana vera
aðeins toppinn á ísjakanum.
„Ég, sem aðstandandi móður
minnar [Birgittu Spur, ekkju Sig-
urjóns], er svo rasandi yfir því
hvernig hefur verið komið fram við
hana og hvernig er búið að sýna
þessum stað mikla óvirðingu.“
Morgunblaðið/Hari
Listasafn Hlíf Sigurjónsdóttir
fiðluleikari er ekki sátt.
Áhugaleysi þeirra
sem taka ákvarðanir
Dóttir Sigurjóns Ólafssonar segir
listasafninu hafa verið sýnd óvirðing
Líney Sigurðardóttir
Þórshöfn
Vínbúðin á Þórshöfn er nú flutt í nýtt
og rýmra húsnæði og var verslunin
formlega opnuð í vikunni. Sigrún
Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarfor-
stjóri ÁTVR, flutti stutt ávarp við
opnunina og boðið var upp á veit-
ingar.
Vínbúðin var áður til húsa í rými
inn af Kjörbúðinni en sú aðstaða er
mjög lítil og lagerpláss takmarkað.
Stutt var að flytja í nýja húsnæðið;
frá Langanesvegi 1 yfir í númer 2,
svo aðeins var yfir götuna að fara í
litla miðbænum á Þórshöfn.
Segja má að nú sé Vínbúðin komin
aftur heim því þegar áfengisútsala
var opnuð í fyrsta sinn á Þórshöfn
árið 1999 var það í þessu sama húsi,
Langanesvegi 2, sem í daglegu tali
kallast Jónsabúð og var upphaflega
byggt undir byggingarvöruverslun
Kaupfélags Langnesinga en hefur
hýst ýmsa starfsemi síðan.
Það átti sér nokkra forsögu að
áfengisútsala var opnuð hér fyrst ár-
ið 1999 því skilyrði fyrir leyfi til
áfengissölu á þeim tíma voru þau að
fólksfjöldi sveitarfélags væri ekki
undir 1.000 manns. Heimamenn
undu því ekki og fóru af stað með
undirskriftalista til að fá málið í gegn
því langt var að sækja þessa þjón-
ustu. Þórshöfn varð því fyrsta sveit-
arfélagið sem fékk leyfi fyrir áfeng-
isútsölu þrátt fyrir fámennið og
mætti þá forstjóri ÁTVR á staðinn
við opnunina ásamt fleira starfsfólki.
Formlegri opnun á árinu 1999 lauk
síðan með því að liðsmenn ÁTVR
öttu kappi við heimamenn í fótbolta í
íþróttahúsinu svo það hefði eflaust
verið við hæfi að endurtaka leikinn
núna rúmum tuttugu árum síðar,
þegar Vínbúðin er aftur komin á
upphafsstað.
Í nýju Vínbúðinni verður aukið
vöruúrval, sagði Sigrún Ósk aðstoð-
arforstjóri, og er starfsfólkið ánægt
með breytinguna sem og starfs-
mannaaðstöðu, sem er mjög góð.
Húsið Langanesvegur 2 eða
Jónsabúð er nú eigu sveitarfélagsins
Langanesbyggðar en í húsinu verða
einnig íbúðir og önnur starfsemi í
framtíðinni.
Vínbúðin komin heim
Flutt í nýtt og rýmra húsnæði á Þórshöfn Meira úrval
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Þórshöfn Starfsfólk Vínbúðarinnar, Anna Burba og Sara Stefánsdóttir, við
opnunina ásamt Sigrúnu Ósk Sigurðardóttur, aðstoðarforstjóra ÁTVR.