Morgunblaðið - 19.06.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 2020
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Niðurstöður verkefnisins GróLindar
sýna að 25% Íslands teljast til svæða
þar sem vistfræðileg virkni er mikil
og rof takmarkað. Aftur á móti teljast
45% landsins á svæðum þar sem
virkni vistkerfa er takmörkuð og/eða
rof mjög mikið. 38% af beitarsvæðum
landsins lenda í bestu tveimur
ástandsflokkunum og 39% í tveimur
verstu ástandsflokkunum.
Landssamtök sauðfjárbænda
höfðu frumkvæði að verkefninu
GróLind og er það fjármagnað að
hluta með fé úr búvörusamningum.
Tóku þau upp samstarf við Bænda-
samtök Íslands, atvinnu- og nýsköp-
unarráðuneytið og Landgræðsluna.
Vinna við þróun aðferða, mat á stöð-
unni og kortlagningu landsins hefur
staðið í tvö ár og er að mestu unnin af
starfsmönnum Landgræðslunnar.
Í gær var opnuð kortasjá á vefsíð-
unni grolind.is þar sem grundvöllur-
inn er stöðumat á jarðvegs- og gróð-
urauðlindum landsins og kortlagning
beitarsvæða sauðfjár. Bæði kortin
eru í grófum mælikvarða í þessari
fyrstu útgáfu.
Ástandið vaktað
Fram kom í kynningu Bryndísar
Marteinsdóttur verkefnastjóra að
upplýsingum verði smám saman
bætt í gagnagrunninn, meðal annars
nákvæmari upplýsingum um beitar-
not. Þá verður jarðvegs- og gróður-
auðlindin vöktuð í framtíðinni til að
fylgjast með þróuninni. Fyrstu vökt-
unarreitir verkefnisins, 76 að tölu,
hafa verið settir út og metnir. Bryn-
dís gat þess að stefnt væri að því að
koma upp á þúsund vöktunarreitum
og aðrir séu hvattir til þess að setja
upp eigin reiti. Þá verði gervitungla-
myndir notaðar til að fá heildstætt og
frekar nákvæmt mat á ástandi lands-
ins og meta hvaða áhrif nýting hefur
á auðlindirnar.
Vöktunarreitirnir verða metnir á
fimm ára fresti til að fylgjast með
breytingum.
Eins og sést á kortinu eru þau
svæði sem fá lægstu einkunn í
ástandsmati mest á eldvirka svæðinu
sem liggur skáhallt yfir landið, frá
suðvestri til norðausturs, sandar á
Suðurlandi og há fjöll. Svæðin sem
best koma út eru á láglendi.
Bryndís sagði líkur á að land flokk-
ist í lægri ástandsflokk, eftir því sem
það lægi hærra. „Þess ber að geta að
við tökum ekki tillit til þess sem gæti
verið,“ sagði Bryndís og gat þess að
ekki væru góð skilyrði fyrir gróður
og jarðveg í þúsund metra hæð. Hins
vegar lentu mörg svæði í verri flokki
en þyrfti, miðað við veðurfar og legu í
landi. Næst skref sé að skilja þar á
milli, hvar jarðvegs- og gróðurauð-
lindin geti gefið meiri ávöxt en hún
gerir.
Bryndís sagði að komið væri öflugt
verkfæri sem gæti orðið grunnur að
frekara samtali um landnýtingu.
Hægt væri að sjá hvar hlutirnir væru
í lagi og hvaða svæði þyrfti að skoða
betur. „Það hlýtur að vera markmið
okkar á næstu árum að breyta litnum
á kortinu. Mig langar að sjá meira
grænt,“ sagði Bryndís.
Vakin var athygli á því á kynning-
unni að alls hafi ríflega 8.400 ferkíló-
metrar lands verið friðaðir fyrir
sauðfjárbeit vegna samninga um
gæðastýringu í sauðfjárrækt. Bænd-
ur fá hærri greiðslur frá ríkinu ef þeir
hlífa slíku landi. Meginhluti þess
lands sem þannig er friðaður er í
tveimur verstu ástandsflokkunum og
gerir gæðastýringin því sitt gagn.
Fleiri svæði eru friðuð eða lítið
nýtt til sauðfjárræktar og eru þessi
svæði 25% landsins en beitarland er
samtals 62% landsins, að því er fram
kom hjá Jóhanni Helga Stefánssyni,
starfsmanni GróLindar. Afgangur-
inn er jöklar, byggð og fleira.
Samtal um landnýtingu
Árni Bragason landgræðslustjóri
sagði að með GroLind væri komið
tæki sem gerði vinnu Landgræðsl-
unnar markvissari, hún gæti einbeitt
sér að ákveðnum svæðum. Í ávarpi
sínu gaf hann þá yfirlýsingu að það
hefði komið sér á óvart hvað mikið já-
kvætt hefði komið út úr gæðastýr-
ingu í sauðfjárrækt og taldi að byggja
mætti meira á henni í framtíðinni.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
umhverfisráðherra sagði að vinnan
gæti nýst í frekara samtal um land-
nýtingu og hægt væri á grundvelli
gagna að ræða nýtingu sem ekki gæti
talist sjálfbær. Hvatti hann til þess að
menn tækju höndum saman um að
laga þau svæði á Íslandi sem laga
þyrfti.
Ljósmynd/Jóhann Kristjánsson
Fýkur burt Gróður og jarðvegur er viðkvæmur á hálendinu og getur landið
skemmst á tiltölulega stuttum tíma, sérstaklega ef lélegt land er beitt.
Hafin vöktun á ástandi jarð-
vegs- og gróðurauðlindar
Staðan kortlögð Jafnstór hluti beitarlands er í góðu ástandi og slæmu
45% Íslands eru í slæmu ástandi
25% Íslands lenda í tveimur bestuástandsfl okkunum (fl okkar 4 og 5) og teljast til
svæða þar sem vistfræðileg virkni er mikil og rof er takmarkað
45% Íslands lenda í tveimur verstu ástandsfl okkunum og teljast samkvæmt stöðumatinu á svæðum þar sem
virkni vistkerfa er takmörkuð og/eða rof mjög mikið (fl okkar 1 og 2)
38% af beitarsvæð-um landsins
lenda í tveimur bestu
ástandsfl okkunum
8.417 km2 lands hafa alls verið
friðaðir vegna gæðastýringar í
sauðfjárrækt og lendir meirihluti
þess svæði í tveimur verstu
ástandsfl okkunum eða 8.067 km2
39% beitar-svæða
í tveimur verstu
ástandsfl okkunum
Flokkur 1
Flokkur 2
Flokkur 3
Flokkur 4
Flokkur 5
Ástandsfl okkar
Grunnkort:
Landgræðslan/
land.is/grolind.is/
Sigmundur Helgi
Brink
Aðalstræti 2 | s. 558 0000
4ja rétta draumaveisla:
• Nauta carpaccio
• Tígrisrækjur Nobashi
• Hægeldað Andarlæri
• Jarðarber & Yuzu
Kynningarverð í júní 6.990 kr.
Fullt verð: 9.990 kr.
DRAUMAVEISLA
„Það er og meðal kosta Péturs að
kunna að miðla þekkingu og fróðleik
með miklum ágætum til lærðra jafnt
sem leikra. Rannsóknirnar hafa leitt
fjölmargt nýtt og áhugavert í ljós –
nýjar tegundir lífvera hafa verið
uppgötvaðar, þekking efld á þróun-
arfræðilegum þáttum að baki teg-
undamyndun, skilningur aukinn á
flæði orku og efna í fæðuvef vist-
kerfa og nýju ljósi varpað á samspil
jarðfræði-, vatnafræði- og líffræði-
þátta, svo eitthvað sé nefnt. Lands-
menn eiga Pétri M. Jónassyni það að
þakka að skilningur á Þingvallvatni,
undrum þess og furðum er jafn
djúpur og heildstæður og raun ber
vitni,“ segir Hilmar J. Malmquist í
leiðara nýjasta heftis Náttúrufræð-
ingsins. Heftið er gefið út til heiðurs
dr. Pétri M. Jónassyni, sem varð 100
ára í gær, 18. júní.
Rannsóknir á Þingvallavatni eru
þemað í heftinu og segir þar frá nýj-
ustu rannsóknum á þessu stærsta
náttúrulega stöðuvatni Íslands. Þar
kennir ýmissa grasa enda eru rann-
sóknir á Þingvallavatni fjölbreyttar,
m.a. í atferlisfræði, efnafræði, þró-
unarfræði, þroskunarfræði, teg-
undagreiningu, hitaferlum og fæðu
seiða. Þar er einnig sagt frá vísinda-
rannsóknum Péturs M. Jónassonar,
en sjálfur ritar hann grein í heftið
sem nefnist „Þingvallavatn og Mý-
vatn – gróðurvinjar á flekaskilum“.
Pétur hóf viðamiklar vistfræði-
rannsóknir á Þingvallavatni með 59
vísindamönnum frá mörgum löndum
1974 og stóðu þær fram til ársins
1992, þegar aðrir, margir hverjir
nemendur og samstarfsmenn Pét-
urs, tóku við keflinu.
Í leiðara tímaritsins segir Hilmar
að afraksturinn af Þingvallavatns-
rannsóknunum undir stjórn Péturs
hafi verið birtur í ótal fagtímaritum
og bókum, á ráðstefnum og mál-
þingum, sem og í fjölmiðlum og á
samfélagsmiðlum, jafnt fyrir al-
menning sem fræðasamfélagið.
Hilmar segir að Þingvallavatn sé
ekki aðeins stórt, djúpt og fiskisælt
stöðuvatn, heldur órofa hluti af líf-
heiminum og menningar- og nátt-
úruarfi alls mannkyns.
Með þessu hefti hefur Náttúru-
fræðingurinn 90. árgang sinn en
tímaritið hefur komið samfellt út frá
1930, eða í 90 ár.
Morgunblaðið/Ásdís
Vísindamaður Pétur M. Jónasson
Margt nýtt
komið í ljós
Rannsóknir Pét-
urs á Þingvallavatni