Morgunblaðið - 19.06.2020, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 2020
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Þórður Magnússon, stjórnarformað-
ur fjárfestingarfyrirtækisins Eyris
Invest, segir í samtali við tímaritið
Nýsköpun, sem Samtök iðnaðarins
gáfu út fyrr í vikunni, að Akkilesar-
hæll íslenskrar
nýsköpunar sé
uppbygging sölu-
og markaðsstarfs.
Hann segist líta
á það sem hlut-
verk Eyris að leið-
beina frumkvöðl-
um sem félagið
fjárfesti í, og
hjálpa til við að
setja saman far-
sæl stjórnenda-
teymi og aðstoða við að byggja upp
sölu- og markaðsstarf. „Sá hluti er að
mínu mati Akkilesarhæll íslenskrar
nýsköpunar,“ segir Þórður í tímarit-
inu. „Við leggjum gríðarlega áherslu
á sölu- og markaðsstarf, því þú getur
haft frábæra vöru í höndunum en ef
enginn veit af henni eða aðgangur að
mörkuðum er ekki til staðar, þá hefur
það ósköp lítið að segja,“ segir Þórð-
ur í tímaritinu og bætir við að sala og
markaðsstarf, aðlögun vörunnar að
þörfum markaðarins og markaðs-
skilaboðin séu oft 60–70% af vegferð-
inni.
Betra að annar leiði
Í samtalinu segir Þórður að það sé
hans reynsla að frumkvöðullinn sjálf-
ur sé ekki alltaf endilega best til þess
fallinn að leiða fyrirtækið áfram í
vexti, þó hann gegni mikilvægu hlut-
verki. Oft þurfi að ná fram breyting-
um í rekstrinum sem betra sé að ein-
hver annar leiði.
Í greininni í tímaritinu er farið
lauslega yfir fjölbreytt eignasafn
Eyris. Þar er meðal annars að finna
líftæknifyrirtækið Saga Natura sem
framleiðir fæðubótarefni úr hvönn og
þörungum, eTactica sem selur mæli-
tæki sem gerir fyrirtækjum kleift að
skilja og bæta orkunotkun sína, Sæ-
býli ehf., sem ræktar japönsk sæeyru
á Eyrarbakka og í Þorlákshöfn að-
allega til útflutnings til Asíu og Co-
oori sem tvinnar saman tækni og nýj-
ustu þekkingu í kennslufræðum.
Uppbygging sölu- og mark-
aðsstarfs er Akkilesarhællinn
Fjárfestingar Þórður segir að langstærstur hluti alls reksturs sé eins í grunninn.
Stjórnarformaður Eyris Invest segir að frumkvöðullinn sjálfur sé ekki alltaf
endilega best til þess fallinn að leiða fyrirtækið áfram í vexti
Þórður
Magnússon
19. júní 2020
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 134.98
Sterlingspund 170.6
Kanadadalur 99.48
Dönsk króna 20.481
Norsk króna 14.18
Sænsk króna 14.517
Svissn. franki 142.57
Japanskt jen 1.2576
SDR 186.71
Evra 152.7
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 181.9658
Hrávöruverð
Gull 1717.3 ($/únsa)
Ál 1573.5 ($/tonn) LME
Hráolía 40.61 ($/fatið) Brent
● Upplýsingatæknifyrirtækið Wise
hefur fest kaup á ráðgjafarfyrirtækinu
Clarito sem hefur sérhæft sig í stjórn-
un viðskiptatengsla með Microsoft-
viðskipta- og skýjalausnum.
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu
frá Wise.
Þar segir að í kaupunum felist mikil
tækifæri til að auka enn frekar lausna-
framboð Wise. Clarito komi inn með
þekkingu og reynslu í Dynamics 365,
Power Platform og Microsoft 365;
lausnir sem séu stór hluti af nútíma-
fyrirtækjaumhverfi þar sem sjálf-
virknivæðing, vinnuferlar og gagnanýt-
ing skipti höfuðmáli. Einnig hafi
Clarito mikla reynslu af greiningu
vinnu- og verkferla, sem sé undir-
staðan að því að finna réttu leiðina
fyrir viðskiptavini.
Wise kaupir ráðgjafar-
fyrirtækið Clarito
Kaup Árni Haukur Árnason, eigandi Cla-
rito, og Jóhannes Helgi Guðjónsson, Wise.
STUTT
1. Aukin áhersla á umhverfisvernd.
2. Fólk flytur í auknum mæli úr sveit í borg.
3. Aukin áhersla á upplifun – til að mynda að kaupa fisk sem veiddur var í
hreinu hafi og því séu tækifæri í að sýna
fram á rekjanleika fisksins.
4. Þjóðir séu að eldast og því sé horft til
þess að aðstoða fólk við að öðlast betri
heilsu.
5. Aukið netöryggi, hvort sem litið er til hernaðar eða viðskipta.
6. Allir séu nú tengdir netinu öllum stundum og það hefur þau áhrif að
samskipti og viðskiptaferlar færist þangað.
7. Sjálfvirknivæðing
Sjö fjárfestingaþemu
EYRIR INVEST
Markmið tímaritsins
Nýsköpunar, sem
hefur að geyma
samtalið við Þórð
Magnússon í Eyri,
sem vísað er til hér á
síðunni, er að draga
fram fjölbreytt sjón-
armið og gefa góða
innsýn í nýsköpun á
Íslandi.
Í inngangi sínum
segir Margrét Kristín
Sigurðardóttir rit-
stjóri að útgefandi
ritsins, Samtök iðn-
aðarins, vilji leggja
sitt af mörkum til að
hvetja til nýsköpunar á
öllum sviðum atvinnu-
lífsins.
Hún segir að í tíma-
ritinu hafi náðst tal af
fólki sem fáist við ný-
sköpun alla daga, og
hafi frá miklu að segja. Þá sé leit-
að eftir sýn forseta Íslands og ný-
sköpunarráðherra á hvert mik-
ilvægi nýsköpunar er fyrir Ísland.
Enn fremur segja formaður og
framkvæmdastjóri SI frá því
hvers vegna samtökin leggja
áherslu á nýsköpun og hvaða þýð-
ingu það hefur að hvetja til sókn-
ar á þessu sviði.
TÍMARITIÐ NÝSKÖPUN
Markmiðið að gefa góða
innsýn í nýsköpun á Íslandi
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 |eirvik.is | Opið virka daga10-18
– 3 tæki í einu og mögulegt að breyta samsetningu ryksugu eftir þörfum
– Allt að 60 til120 mínútna samfelldur gangtími
– Breiður ryksuguhaus sem hentar fyrir allar gerðir gólfefna
Skaftryksuga frá Miele með Li-ion rafhlöðu