Morgunblaðið - 19.06.2020, Síða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 2020
✝ IngimundurKristján Ingi-
mundarson fæddist
í Tröllatungu við
Steingrímsfjörð í
Strandasýslu, 4.
október 1927. Hann
lést 7. júní 2020 á
líknardeild Land-
spítalans í Kópa-
vogi. Foreldrar
hans voru María
Sigurbjörg Helga-
dóttir, f. 15.4. 1890, d. 14.1.
1966, og Ingimundur Þórður
Ingimundarson, f. 11.9. 1894, d.
30.5. 1976.
Systkini Ingimundar voru:
Magnús, f. 27.12. 1922, d. 8.2.
1977, Kristín, f. 4.5. 1924, d.
11.6. 2003, Helgi Sigurður, f.
27.12. 1929, og Steinunn Helga,
f. 29.11. 1933.
Ingimundur giftist 2. júní
1956 Þórunni Þorvaldsdóttur
hjúkrunarfræðingi, f. 6.1. 1925,
d. 2.5. 2020, og eignuðust þau 5
börn. Þau eru: 1) Hafdís, f. 1956,
maki Þórir B. Guðmundsson, f.
1955, þeirra börn eru: Þórunn
Ása, f. 1982, Stefán Ingi, f. 1989,
og Hafþór Örn, f. 1990. 2) Ólöf,
f. 1957, maki Þorvaldur Geir
Geirsson, f. 1958, synir þeirra
blóð borin og hann fór snemma
að fara í róðra, m.a. með bræðr-
um sínum. Sjómennsku stundaði
hann að staðaldri frá því hann
var 14 ára. Árið 1950 hóf hann
nám við Stýrimannaskólann í
Reykjavík. Þar var hann í tvo
vetur og útskrifaðist þaðan með
skipstjórnarréttindi árið 1952.
Að loknu námi sneri hann á
heimaslóðir og var ráðinn skip-
stjóri á Hólmvíking ST, skip sem
gert var út af Hólmavíkur-
hreppi. Þar var yngri bróðir
hans, Helgi, í áhöfninni sem átti
eftir að fylgja honum á fleiri
skip. Síðar flutti hann á Akranes
þar sem hann var skipstjóri á
skipum Haraldar Böðvarssonar.
Árið 1964 tók Ingimundur við
Óskari Halldórssyni RE. Hann
var svo einnig með Fylki og
Hilmi áður en hann keypti Svan
RE 45 árið 1973. Hann var far-
sæll skipstjóri og útgerðarmað-
ur alla tíð.
Á Akranesi kynntist hann
Þórunni Þorvaldsdóttur hjúkr-
unarfræðingi. Tóta og Ingi
fluttu til Reykjavíkur árið 1963.
Bjuggu fyrst í Sólheimum 38,
svo í Eikjuvogi 6 þar sem þau
voru til ársins 2002 að þau fluttu
í Mánatún. Tóta greindist með
alzheimer árið 2008 og var Ingi-
mundur hennar stoð og stytta til
dauðadags en hún lést 2. maí
síðastliðinn.
Útför Ingimundar fer fram
frá Áskirkju í dag, 19. júní 2020,
kl. 15.
eru: Geir, f. 1983,
og Sveinn Þorri, f.
1991. 3) Ingimund-
ur Þórður, f. 1961,
maki Sigríður Ásta
Sigurðardóttir, f.
1963. Þeirra börn
eru: Ingimundur
Kristján, f. 1980,
Þórunn Sif, f. 1992,
og Þorvaldur Ingi,
f. 1995. 4) Sigrún
María, f. 1964, maki
Friðgeir Halldórsson, f. 1965.
Dætur þeirra eru: Steinunn, f.
1991, Hólmfríður Dóra, f. 1998,
og Harpa María, f. 2000. 5) Þor-
valdur, f. 1970, maki Rós Guð-
mundsdóttir, f. 1966. Synir hans
eru: Tryggvi, f. 2003, og Júlíus,
f. 2003. Börn Rósar eru: Ásgeir
Daði, f. 1993, Elísabet Sara, f.
2003, og Arnar Logi, f. 2004.
Alls eru barnabarnabörnin 9
talsins.
Ingimundur fór ungur að
vinna fyrir sér og var m.a. í sveit
á Stað í Steingrímsfirði. Upp-
vaxtarárin í sveitinni mótuðu
hann og ýttu undir áhuga hans á
náttúrunni og dýrum og var
hann ótrúlega fróður um stað-
hætti til sjávar og sveita. Sjó-
mennskan var honum einnig í
Heiðursmaðurinn Ingimund-
ur Ingimundarson skipstjóri er
látinn. Hann kvaddi á sjó-
mannadaginn en það var hans
dagur – enda hafði hann stund-
að sjóinn og verið afburða far-
sæll skipstjóri um langt árabil.
Það var eftirsótt að komast í
skipsrúm hjá Ingimundi, þar
voru menn öruggir, stjórnin og
reglan á hlutunum var einstök.
Ekki var það hávaðinn eða fyr-
irgangurinn sem réð ríkjum
heldur samvinna og samhjálp í
einu og öllu.
Sjómannadagurinn var ein-
stakur hátíðisdagur í lífi sjó-
manna um land allt og á þeim
degi fyrir meira en 60 árum
voru þau gefin saman í hjóna-
band Ingimundur skipstjóri og
Þórunn Þorvaldsdóttir hjúkr-
unarfræðingur við látlausa en
hátíðlega athöfn í Akranes-
kirkju. Þar voru foreldrar mín-
ir giftingarvottar þeirra og
skírnarvottar elstu dótturinnar,
Hafdísar. Oft minntist mamma
fallegu sólargeislanna sem
skinu inn um kirkjugluggana á
brúðhjónin og barnið þeirra
þennan fallega dag. Þessir
geislar hafa umvafið þau alla
tíð síðan.
Traust og virðing einkenndi
samband Tótu og Ingimundar,
þau voru samhent um uppeldi
og velferð barna sinna, enda
bera þau foreldrum sínum gott
vitni. Hann var skipstjórinn á
hafi úti en Tóta frænka stjórn-
aði í brúnni heima.
Ingimundur var sérstaklega
hlýr, rólegur og góður maður í
þess orðs bestu merkingu. Það
var auðvelt að láta sér þykja
vænt um hann. Börnin löðuðust
að honum – hann þurfti ekkert
að segja eða gera sig til, þau
hreinlega komu upp í fangið á
honum og sátu þar örugg og
trygg. Barnabörnin okkar litlu í
Svíþjóð fóru ekki úr fanginu á
Ingimundi þegar við komum
við hjá þeim í bústaðnum á
Laugarvatni eitt sumarið. Þau
þekktu ekki marga í stórfjöl-
skyldunni sem þarna voru, töl-
uðu ekki mikla íslensku, voru
örlítið feimin – en í fanginu á
Ingimundi nutu þau sín vel og
fylgdust örugg með. Þetta segir
meira en mörg orð.
Í langvarandi veikindum
Tótu sýndi Ingimundur henni
einstakan kærleika og um-
hyggjusemi og sinnti henni af
alúð. Hún dvaldist þó síðasta
árið á Hrafnistu og var það
þeim báðum þungbært að hitt-
ast ekki síðustu vikurnar í lífi
þeirra beggja, en hún lést 2.
maí síðastliðinn. Hann náði að
fylgja henni síðasta spölinn,
þrotinn að kröftum. En kalla
má það táknrænt að hann lést á
sjálfan sjómannadaginn – brúð-
kaupsdag þeirra hjóna.
Við Brynjúlfur og fjölskylda
sendum stórfjölskyldunni allri
innilegar samúðarkveðjur.
Hrafnhildur Sigurðardóttir.
Ingimundur Krist-
ján Ingimundarson
✝ Grethe G. Ingi-marsson (áður
Grethe Gertrud
Kortsen) fæddist
25. ágúst 1938 í År-
hus í Danmörku.
Hún lést 21. maí
2020 á Landspít-
alanum.
Foreldrar henn-
ar voru Jens
Christan Kortsen
(fæddur 1889, lést
1941) og Anna M. Kortsen (fædd
1907, lést 1996). Hún átti fjögur
systkini en tvö þeirra dóu ung
áður en Grethe fæddist. Hin eru
Fanney og eiga þau Ölmu Dögg
og Emmu Dögg, d) Axel sem á
dótturina Guðrúnu Köru. 2)
Anna María Kortsen Þorkels-
dóttir, f. 10.10. 1965, sem á a)
Tinnu Björk sem á soninn Krist-
jón Emil, b) Sævar Þór og c)
Grétu Pálín.
Grethe var lengi vel heima-
vinnandi en hún vann lengst í
Plastprenti og síðar við póst-
útburð í Reykjavík. Grethe flutti
til Íslands árið 1958 og bjó eftir
það lengst af á Íslandi. Saman
áttu Grethe og Þorkell þó heima
víða í styttri tíma eins og í Þórs-
höfn í Færeyjum og svo eyddu
þau nokkrum árum í sumar-
húsum sem þau áttu í Danmörku
og á Spáni eftir að þau komust á
eftirlaunaaldur.
Grethe verður jarðsungin frá
Árbæjarkirkju í dag, 19. júní
2020, klukkan 13.
Viggo Emil (f.
1934) og Inge-Lise
(f. 1942).
Eiginmaður
hennar var Þorkell
S. Ingimarsson, f.
3.9. 1929, d. 14.11.
2010. Börn þeirra
eru 1) Christian
Emil Þorkelsson, f.
4.9.1960, giftur
Guðrúnu Axels-
dóttur. Börn þeirra
eru a) Ásgeir, sem á dótturina
Jóhönnu, b) Birgitta Björk, sem
á Sóleyju og Aron Breka, c)
Hólmar, sambýliskona hans er
Við Christian bróðir minn erum
vel meðvituð um það að við unnum
stórt í foreldralottóinu. Betri for-
eldra en okkar er erfitt að ímynda
sér. Pabbi lést fyrir tæpum 10 ár-
um og fram að andláti mömmu
fann hún stöðugt fyrir söknuði
sem aldrei vandist eða minnkaði.
Mamma fæddist í Danmörku um
það leyti sem síðari heimsstyrjöld-
in var að skella á og átti ýmsar
minningar frá þeim tíma. Þær
voru þó fæstar neikvæðar eða að
minnsta kosti upplifði hún þær
ekki sem neikvæðar minningar.
Hún ólst upp í mikilli fátækt þar
sem pabbi hennar dó þegar hún
var bara þriggja ára og mamma
hennar varð ein eftir með tvö og
síðar þrjú börn. Mamma elskaði
mömmu sína mikið og var mjög
stolt af þessari konu sem vaknaði
klukkan þrjú á næturnar til að
krulla á sér hárið áður en hún fór
út til að sinna þremur erfiðis-
vinnum til að geta brauðfætt ung-
ana sína.
Mamma sá alltaf bara það besta
í öllum og það fylgdi henni alla tíð.
Ég var alls ekki alltaf sammála
henni en hún barðist fyrir þá sem
áttu bágt og hélt alltaf með liðinu
sem var að tapa. Reyndar fagnaði
hún því vel þegar Ísland vann
Danmörku í hinum ýmsu keppn-
um, en það var líklega af því að
henni fannst við vera lítilmagninn
í þannig leikjum.
Mamma sýndi okkur systkin-
unum alltaf að hún elskaði okkur
umfram allt annað. Við vorum
henni gríðarlega mikilvæg, sér-
staklega eftir að pabbi lést og við
reyndum að standa okkur vel þeg-
ar á þurfti að halda. Þegar fólk
hefur svona mikla ást að sýna og
svona mikla trú á manni, þá er
ekkert annað í boði en að standa
sig vel. Það var aldrei augnablik í
okkar lífi sem hún stóð ekki með
okkur og því stóðum við þétt með
henni þar til yfir lauk.
Mamma var mikil barnagæla
og elskaði að hafa börn í kringum
sig, ef hún hefði fengið að ráða
værum við systkinin líklega mun
fleiri en bara tvö. Pabba fannst
það þó nóg. En önnur börn, barna-
börnin þeirra og barnabarnabörn
fengu í staðinn að njóta góðs af
gæsku hennar og ást, því að hún
átti nóg af henni til að dreifa mjög
víða.
Í bréfi sem ég fékk afhent eftir
að hún dó skrifaði hún mér að hún
hefði átt yndislegt líf sem hún
væri þakklát fyrir. Ég veit að það
eru engar ýkjur, en það er ekki af
því að líf hennar var alltaf dans á
rósum, heldur af því að hún ein-
blíndi á það góða og skemmtilega í
öllum aðstæðum. Það eina sem
hún gat ekki snúið upp í eitthvað
gott og skemmtilegt var að missa
pabba. Sorgin sem fylgdi því dró
mikið úr lífsgleði hennar en rétt
fyrir andlát hennar sagði hún þó
að hún hefði mikið að lifa fyrir
ennþá. Hún var orðin mjög veik á
þeim tímapunkti og þegar ég
spurði hana hvað það væri, þá
nefndi hún barnabarnabörnin sín.
Fyrir þau vildi hún lifa áfram. Lík-
aminn hennar var þó ekki sam-
vinnufús og gafst upp að lokum.
Elsku mömmu verður sárt
saknað en það er gott að vita til
þess að nú eru þau saman,
mamma og pabbi.
Anna María K. Þorkelsdóttir.
Elsku Greta, það er með trega
og eftirsjá sem ég kveð þig. Ég
mun alltaf minnast þín sem mik-
illar sómakonu sem vildi alltaf öll-
um gott og mátti ekkert aumt sjá,
alltaf reiðubúin að hjálpa.
Hafðu þökk fyrir þína góðu
nærveru og hversu vel þú tókst
mér og börnunum þegar við urð-
um hluti af fjölskyldu þinni.
Þú varst mér svo hjartfólgin, hugljúf og
mild,
við hlið mína stóðst þú af frábærri
snilld
og liðsinni vildir mér veita,
ef særði mig eitthvað, þitt sólbrosið
hlýtt
frá saklausum barnsaugum vermdi svo
blítt
að samúðar létt var að leita.
(Jónas Jónsson frá Grjótheimi)
Guðrún Axelsdóttir.
Elsku besta amma mín, sem
varst alltaf svo ljúf og góð. Það var
mikill heilladagur þegar mamma
mín og sonur þinn fundu hvort
annað. Það reyndist okkur krökk-
unum mikil blessun að græða þig
sem ömmu, þú gerðir okkur strax
að þínum og það er sko ekkert
sjálfgefið en sýnir best hvað þú
varst vel gerð og vildir okkur allt-
af það besta. Þú tókst miklu ást-
fóstri við börnin mín og þau við þig
og hafðir alltaf mikinn áhuga á
hvað þau voru að gera og varst í
góðu sambandi við þau alla tíð.
Sóley á örugglega eftir að sakna
allra símtalana sem þið áttuð milli
Íslands og Danmerkur eftir að
hún flutti í þitt gamla heimaland.
Breki saknar þín líka mjög mikið,
hann var alltaf til í að heimsækja
„löngu“ og hlusta á sögur úr stríð-
inu og geta talað við þig um allt
milli himins og jarðar, það var
gaman að sjá ykkur ná svona vel
saman.
Þú gerðir allt fyrir alla og gafst
aldrei upp, kannski bara svona
skemmtilega þrjósk. Ég man þeg-
ar ég var hjá ykkur afa á Spáni
fyrir mörgum árum og vantaði lyf
sem voru líklega ófáanleg þarna
úti. Þá gekkst þú á milli apóteka
og neitaðir að gefast upp, uppgjöf
var ekki til í þínum huga ef þú
varst búin að ákveða eithvað.
Þetta kom best fram í veikindum
þínum síðustu ár, ég held að þú
hafir átt tuttugu líf og notað þau
öll í viðleitni þinni til að ná þér.
Hvað ég á eftir að sakna þín,
elsku amma mín, kíkja í heimsókn
til þín, heyra í þér í símanum og
bara vita af þér. Þangað til næst,
elska þig.
Birgitta Björk.
Hún amma mín var falleg sál
sem sá alltaf það góða í öllum og
gerði allt fyrir fólkið sitt. Ég á
óteljandi minningar um góð-
mennsku hennar og hjálpsemi.
Hún var ekta amma sem eldaði
allan ömmumatinn, gerði besta
grjónagrautinn, mætti alltaf í
veislur með rjómatertu eða epla-
skífur, skipti jólaforréttinum í
tvennt svo að ég þyrfti ekki að
borða aspas, fór til kjötmannsins
þegar mig langaði í „paneret
flæsk“ og byrjaði í nóvember að
baka sjö sortir af smákökum fyrir
alla afleggjarana sína. Hún og afi
ferðuðust líka meira en flestir aðr-
ir og alltaf komu þau heim með
eitthvað skemmtilegt handa okkur
ásamt innkaupapokum með
nammi frá ýmsum löndum. Hún
var alltaf mikill stuðningur og
klappstýra og leyfði okkur að gera
það sem við vildum. Hún varð aldr-
ei pirruð þegar við helltum öllum
ilmvötnunum hennar í vaskinn til
að búa til ný ilmvötn eða þegar við
báðum hana um að taka upp alla
dansa, söngva og brandara sem við
bjuggum til upp á myndbandspólu.
Hún passaði alltaf upp á að bæði
ég og hinir krakkarnir í hverfinu
værum ekki svöng og lét ískex síga
niður af þriðju hæð til okkar á
meðan við vorum úti að leika.
Henni ömmu þótti heldur ekki
mikið mál að skutla mér frá Dan-
mörku til Belgíu til þess að ég gæti
leikið við vinkonu þar þegar ég var
sjö ára, og koma svo að sækja mig
16 dögum seinna. Hún amma mín
var yndislegust og vann ég svo
sannarlega í ömmulottóinu þegar
ég fæddist.
Tinna Björk Pálsdóttir.
Elsku besta amma mín, þá ertu
farin í sumarlandið að hitta afa
sem þú ert búin að bíða eftir í 10 ár.
Þú sagðir reyndar stuttu eftir
að afi dó að þú myndir ekki vilja
hafa þetta mikið fleiri en svona sex
ár, en mikið er ég glaður að þau
urðu tíu því annars hefðir þú ekki
náð að hitta Emmu Dögg sem ég
veit að þú elskaðir og hún elskaði
þig. Minningarnar lifa um allt sem
var brallað og rennur þá hugurinn
líka að öllum matnum sem sumir
myndu segja framandi. Ferðin
með Inge Lise að sækja Tinnu til
Belgíu er ein af uppáhaldsminn-
ingum mínum og mun ég geyma
þetta hjá mér svo lengi sem ég lifi,
að við skyldum hafa komist á leið-
arenda þótti mér ótrúlegt afrek.
Gaman var að koma og gista í
Engjaselinu þegar ég var yngri og
lifa minningarnar um alla leikina
sem farið var í, leiki sem ég hafði
aldrei heyrt um áður, allt til þess
að stytta mér stundirnar. Skiptin
þegar búið var að henda öllu úr
skápunum af því að okkur Tinnu
datt eitthvað í hug og þá var allt
gert til að gera það að veruleika.
Maturinn var alltaf frábær, sumir
réttir standa upp úr eins og rauð-
magi, edik og lifur sem var réttur
sem ég borðaði hvergi annars
staðar en í Engjaselinu hjá ykkur
afa. Aðrir hápunktar voru heimsk-
lassa eplaskífurnar og rækju-
hlaupið svo eitthvað sé nefnt.
Sumar minningarnar á ég ekki
sjálfur heldur lifa þær meira á því
hvað þér fannst gaman að segja
frá öllum prakkarastrikunum mín-
um. Ég vil líka nota þetta tækifæri
til þess að þakka þér fyrir að hafa
óbilandi trú á mér og því sem ég
hef verið að fást við og fyrir stuðn-
inginn sem þið afi veittuð mér með
því að sýna áhuga á einhverju sem
þið sennilega skilduð lítið í. Síð-
ustu ár voru þér erfiðari en ég von-
aði að þau yrðu en við fengum þó
að njóta þín þessi ár og myndi ég
ekki vilja skipta á þeim tíma fyrir
neitt annað.
Takk fyrir að vera til staðar og
ávallt veita mér skilyrðislausa ást.
Knús í Sumarlandið.
Hólmar Freyr.
Frá því ég man eftir mér hefur
amma alltaf verið manneskja sem
ég gat leitað til ef eitthvað var að.
Hún var góðhörtuð, gjafmild og
æðisleg í alla staði.
Amma lifði mjög viðburðaríku
lífi og var alltaf gaman að heyra
sögur frá hennar lífi. Hún bjó í
mörgum löndum; Danmörku, var
au pair á Englandi og flutti með
afa til Færeyja og svo Spánar eftir
að ég fæddist. Amma sem ólst upp
í Danmörku sagði margar sögur af
því hvernig það var að lifa á stríðs-
árunum, en hún bjó í götu þar sem
Þjóðverjarnir voru með bæki-
stöðvar sínar. Hún talaði oftast um
þennan tíma með jákvæðum tón
sem maður heyrir ekki oft frá
þeim tíma.
Amma og afi áttu sumarhús í
Danmörku þar sem við eyddum
öllum sumrum og eru þeir tímar
með þeim bestu og eftirminnileg-
ustu frá ævi minni. Amma fyllti líf
mitt af ást og hamingju og tel ég
það mikil forréttindi að vera skírð í
höfuðið á henni, vera með líkan
persónuleika og að hafa haft hana í
mínu lífi öll þessi ár.
Gréta Pálín.
Fimmtudaginn 21. maí, upp-
stigningardag, fékk ég þær fréttir
að okkar ástkæra Grethe hefði
verið kölluð burt úr þessu lífi.
Hún lifði svo sannarlega lífinu
lifandi alla ævi og var stórkostleg
manneskja sem við öll eigum eftir
að sakna mikið.
Hún hafði líklega mestu lífs-
reynslu af öllum sem ég þekki, bjó
í Danmörku fyrstu 18 ár lífs síns
og upplifði meðal annars stríðsár-
in þar mjög ung. Hún sagði mér
svo margar og merkilegar sögur
frá þeim tímum líka, ótrúlegt hvað
hún mundi, hún lýsti því sjálf
þannig: „Þótt ég geti aldrei fundið
gleraugun mín, þá man ég svo
mikið frá barnæsku minni!“
Ég man eftir einni sérstakri
sögu sem hún sagði mér þar sem
hún var mjög ung, þetta var í stríð-
inu, Danmörk hernumin og gatan
sem hún bjó við lokuð í báða enda
með gaddavír enda var þýski her-
inn með bækistöð í götunni. Þar
bjó þá maður sem var mjög hallur
undir Þjóðverjana, ekki góður
maður, sem reyndi að fá mömmu
hennar til lags við sig og var mjög
ógnandi í alla staði. Svo gerðist
það einn daginn að hún varð vitni
að því að einhverjir Danir skutu
hann rétt fyrir augum hennar. Ef
þetta gerðist í dag gætum við lík-
lega ekki sofið lengi á eftir og
fengjum líklega áfallahjálp. En
Grethe litla valhoppaði niður göt-
una og hrópaði „húrra, húrra,
húrra, þeir skutu karlinn“, svo
mikil var gleði hennar að losna við
þennan mann úr lífi þeirra.
Grethe hefur búið í Danmörku
og á Íslandi, ég veit að Danmörk
átti jafn stóran sess í hennar
hjarta og það á í mínu.
Ég votta öllum ástvinum henn-
ar mína dýpstu samúð, hvíl í friði
elsku langamma.
Sóley Björk.
Grethe G.
Ingimarsson
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein.
Minningargreinar