Morgunblaðið - 19.06.2020, Page 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 2020
✝ Sigurður Jens-son fæddist í
Hafnarfirði 2. nóv-
ember 1932. Hann
lést á Hlévangi,
Suðurnesjabæ,
þann 3. maí 2020.
Foreldrar hans
voru Jens Runólfs-
son, f. 27. október
1895 á Reyðarfirði,
d. 10. maí 1977, og
Björg Einarsdóttir,
f. 17. júlí 1901 á Fáskrúðsfirði,
d. 21. febrúar 1990. Systkini
Sigurðar voru: Guðný, Helga
Jóna, Rafn Ingólfur, Einar Vil-
helm, Guðbjörn Níels og Val-
fríður. Þau eru öll látin nema
Valfríður sem búsett er í
stjóri að mennt og vann lengst
af sem slíkur hjá Eimskipum.
Eiginkona Sigurðar var Mar-
tyna Danuta, fædd í Gdansk í
Póllandi 30. janúar 1953. Hún
var rafvirki að mennt. For-
eldrar hennar voru Jozef og
Urszula Klosinski. Sigurður og
Martyna giftu sig í Póllandi
þann 26. nóvember 1981 og
bjuggu að segja má til skiptis á
Íslandi og í Póllandi lengst af.
Þau voru barnlaus. Martyna
lést úr krabbameini í Póllandi
þann 24. febrúar 2015.
Útför Sigurðar og duftkers
Martynu var gerð frá Hafn-
arfjarðarkirkju 15. maí 2020 að
viðstöddum nánustu ættingjum
og vinum.
Bandaríkjunum. Einn bróðir,
Sigurður, lést tíu mánaða gam-
all.
Sigurður ólst upp í Hafn-
arfirði en fluttist síðar í Garð í
Reykjanesbæ. Hann var vél-
Við fjölskyldan fluttum í
Köldukinn 7 þegar við systurnar
vorum á fyrsta og þriðja ári. Þar
bjuggum við í sjö ár til 1970,
þegar við fluttum á Sunnuflöt. Í
Köldukinn bjuggum við fjöl-
skyldan á jarðhæðinni, en
amma, afi og Siggi frændi á efri
hæðinni. Jólin voru sameiginleg
og í raun var svo nær alla tíð, en
jólahaldið færðist síðar yfir á
Sunnuflöt. Samgangurinn var
mikill og Siggi var tíður gestur á
heimili okkar.
Siggi var vélstjóri á Detti-
fossi, einu af flutningaskipum
Eimskipa. Hann vann mestan
hluta ævi sinnar á sjónum, þang-
að til hann varð fyrir meiðslum
við störf, sem hrjáðu hann alla
tíð. Hann var nákvæmur og fær
í sínu fagi og hafði alltaf svör á
reiðum höndum um vélar.
Á skipaferðum sínum kynntist
Siggi Martýnu frá Póllandi og
kvæntist henni 1981. Þau dvöldu
á Íslandi og í Póllandi, stundum
hvort í sínu landi og stundum
saman. Þrátt fyrir fjarbúðina
gekk hjónabandið vel, þau nutu
samvistanna, ferðuðust og gerðu
óspart grín hvort að öðru.
Siggi og Martýna héldu góðu
sambandi við okkur systurnar
og alltaf bárust jólagjafir til
barna okkar á Íslandi og í Dan-
mörku. Þegar skipið hans Sigga
kom til hafnar í Danmörku var
að sjálfsögðu slegið á þráðinn til
Auðar, sem búsett er í Dan-
mörku, til að heyra af henni og
fjölskyldunni.
Það var Sigga erfitt þegar
Martýna veiktist og dó úr
krabbameini árið 2015. Hann og
pabbi fóru til Póllands til að
ganga frá málum og sóttu fallegt
ker með ösku Martýnu. Í Pól-
landi notuðu þessir tveir herra-
menn, á níræðisaldri, „Google
translate“ til að gera sig skilj-
anlega og tala við pólskumæl-
andi fólk.
Á heimleiðinni var komið við
hjá Auði og fjölskyldu í Silki-
borg, þar sem haldið var upp á
afmæli Auðar og rifjaðar upp
fallegar minningar um Sigga og
Martýnu.
Siggi leitaði mikið í fé-
lagsskap systkina sinna, þeirra
Rafns og Helgu, meðan þeirra
naut við. Þau voru ötul við að
halda matarboð hvert fyrir ann-
að, við ýmis tækifæri og oft nut-
um við og aðrir þess að vera
boðin með.
Síðasta þorrablótið héldu þau
systkinin á Sunnuflöt árið 2015,
þá svignaði borðið undan kræs-
ingum sem voru smekklega
bornar fram og skreyttar af al-
úð, svo var mikið hlegið og
minnst skemmtilegra stunda í
gamla daga.
Við systurnar minnumst þess
hve hugulsamur Siggi var alla
tíð að skjótast í mat til pabba
eftir að mamma dó. Eitt símtal:
„Siggi, kjötsúpan er komin í
gang“ og innan skamms var
Siggi mættur úr Garði í Garða-
bæ. Þegar svo pabbi lá á spítala
kom Siggi daglega í heimsókn
og lét sig ekki muna um akstur
frá Garði til Reykjavíkur.
Eftir að pabbi dó kom Siggi
til Herdísar bæði jól og aðra
daga. Þá var glatt á hjalla og
Siggi hafði frá mörgu að segja,
enda vel minnugur. Nú síðast í
október þegar hann kom töluð-
um við um að þegar hann treysti
sér ekki í aksturinn yrði hann
bara sóttur. Hann sagði að enn
treysti hann sér í ferðina milli
Garðs og Grafarholts.
Elsku Siggi, það er komið að
kveðjustund. Ferðinni er heitið
til Martýnu, systkina þinna og
foreldra. Takk fyrir umhyggjuna
og gleðilegar stundir á liðnum
árum.
Þínar
Auður og Herdís
Rafnsdætur.
Við systkinin vorum svo hepp-
in að fæðast inn í stórar fjöl-
skyldur. Annað foreldri okkar
átti níu systkin og hitt sex. Á
uppvaxtarárunum var því alltaf
eitthvað í gangi, lítil afmæli, stór
afmæli, sameiginleg ferðalög eða
bara samvera án sérstaks til-
efnis. En alltaf var líf og fjör.
Mikið sungið, spilað, hlegið og
spjallað. Með árunum hefur
þessum samverustundum stór-
fjölskyldunnar fækkað í sama
takti og elstu fjölskyldumeðlim-
unum. Nýlega kvöddum við síð-
asta bróður mömmu okkar, hann
Sigga frænda, sem hefur verið
okkur svo náinn alla tíð.
Siggi fæddist í Hafnarfirði 2.
nóvember 1932 en sá dagur var
brúðkaupsdagur foreldra hans.
Uppvaxtarárin voru vafalítið erf-
ið. Fjölskyldan var stór og fá-
tækt og veikindi settu óhjá-
kvæmilega mark sitt á
systkinahópinn, um tíma a.m.k.
Á unglingsárum fór Siggi að
vinna í Vélsmiðju Hafnarfjarðar
eins og fleiri bræður hans. Má
ætla að áhugi hans á vélum, bíl-
um og tækjum yfirleitt hafi
vaknað á þeim árum. Síðar vann
hann ýmis önnur störf en eftir
að hann lauk prófi frá Vélskól-
anum varð hann vélstjóri hjá
Eimskipum og vann þar í yfir 30
ár eða þar til hann varð fyrir
vinnuslysi og neyddist til að
hætta. Hann sigldi víða en mest
til Norðurlandanna, Rússlands
og Póllands. Í einni af ferðum
sínum til Póllands kynntist hann
ungri, fallegri og yndislegri
konu, Martynu Danuta. Hún var
talsvert yngri en hann, fædd
1953. Þau giftu sig í Póllandi
þann 26. nóvember 1981. Það
tók nokkurn tíma fyrir þau að fá
leyfi fyrir hana að flytjast til Ís-
lands en það gekk að lokum.
Hún festi þó ekki almennilega
rætur hér og voru þau hjónin því
oft á þeytingi milli landanna.
Raunin var sú að þau gátu hvor-
ugt hugsað sér að flytja alfarið í
annað hvort landið. Samband
þeirra var engu að síður náið og
farsælt. En fyrir bragðið var
Siggi meira hjá okkur systkina-
börnunum en ella hefði líklega
orðið. Hann var gjarnan kall-
aður nammisiggi enda hafði
hann alltaf með sér eitthvað gott
handa börnunum í fjölskyldunni.
Hann taldi það ekki eftir sér að
keyra til okkar úr Garðinum þar
sem hann bjó lengst af til að
borða með okkur hvort heldur
var á hátíðum eða virkum dög-
um. Og hann dásamaði matinn.
Alltaf hafði þetta verið það besta
sem hann hafði smakkað. Hann
og einnig Martyna þegar svo bar
undir voru talsvert hjá Hafdísi
og Khalil í Kaupmannahöfn, á
ferðum sínum milli Íslands og
Póllands. Þá bauð hann þeim
undantekningarlaust út að borða
og alltaf á sama kínverska veit-
ingastaðinn. Ástæðulaust að
taka áhættu í þeim efnum. Þeim
leið greinilega báðum vel í
Kaupmannahöfn. Hefðu kannski
bæði getað hugsað sér að setjast
þar að. Martyna lést þann 24.
febrúar 2015 úr krabbameini og
það varð Sigga mikið áfall. Duft-
ker hennar var jarðsett með
honum.
Siggi var bráðskemmtilegur
og orðheppinn, tilsvörin oftar en
ekki óborganleg. Hann var
áhugamaður um tónlist og átti
mikið magn af hljómplötum.
Hann spilaði á gítar áður fyrr og
var í gítarnámi um skeið. Hann
var góður myndasmiður, tók
mikið af myndum og lék sér að
því að framkalla þær og stækka.
Okkur krökkunum fannst mjög
gaman að fá að koma inn í litlu
myrkrakompuna í Köldukinn og
horfa á hann við þessa iðju. Og
þá var ekki síður skemmtilegt að
heimsækja hann í skipin og fá
leiðsögn um þau hvort heldur
var hér á landi eða erlendis.
Siggi var líka mikill bókaormur.
Hann las að heita má allt sem
hann náði í en áhuginn var þó
einna mestur á mannkynssögu
og sögu almennt en umfjöllun
um ýmiss konar furðuhluti og
fyrirbæri vakti líka áhuga hans.
Hann var ótrúlega minnugur og
fylgdist lengst af vel með því
sem var að gerast í þjóðfélaginu.
Hann lést á Hlévangi þann 3.
maí sl. eftir skammvinn veikindi.
Við þökkum Sigga frænda og
Martynu fyrir allar ánægjulegu
samverustundirnar gegnum tíð-
ina.
Hrafnhildur, Hafdís,
Helena, Helga og
Valdimar.
Sigurður Jensson
og Martyna Jensson
Elsku Svein-
björn, ég kveð þig
með vellíðan og
þakklæti fyrir að
hafa fengið að kynn-
ast þér.
Ég eyddi mörgum sumrum hjá
ykkur Erlu frænku á Hörgsási 2
og fannst það alveg dásamlegt.
Einnig bjó ég hjá ykkur um tíma
þegar ég var í Menntaskólanum á
Egilsstöðum. Þið voruð mér af-
skaplega góð og bý ég að þeirri
góðmennsku. Þið kennduð mér
margt.
Ég man er ég fékk að fara með
þér og fleirum frá Rarik upp á
Gagnheiði um vetur. Mikið frost
og mikill snjór. Ég var ekki göm-
ul þá en þetta er ferð sem ég
gleymi aldrei. Það þurfti svo
sannarlega að hafa fyrir henni.
Þú varst pínu stríðinn en fórst
vel með það og mér leiddist það
heldur ekki. Ég minnist þess er
ég benti þér á það að Eðvald ná-
granni ykkar gæti ekki heitið Eð-
vald, hann hlyti að heita Eðvald-
ur því hann væri jú karlmaður.
Þú hlóst mikið að þessu og hefur
minnt mig á þetta allt mitt líf en í
gamni og pínu stríðni.
Þú varst afskaplega góður við
mín börn og þakka ég þér fyrir
það. Þú varst rólegheitamaður og
það var gott að vera í kringum
þig. Eitt af því sem mér fannst
erfitt við að flytja suður var að
geta ekki heimsótt þig á Dyngj-
una eins og ég gerði.
Nú ert þú kominn á annan stað
og ert örugglega í góðra vina
Sveinbjörn
Guðmundsson
✝ SveinbjörnGuðmundsson
fæddist 1. október
1926. Hann lést 30.
maí 2020.
Útförin fór fram
13. júní 2020.
hópi. Ég á svo marg-
ar og fallegar minn-
ingar um þig, elsku
Sveinbjörn, sem ég
geymi í hjarta mér.
Bless elsku
Sveinbjörn.
Minning þín er mér ei
gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er
geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Kveðja,
Jóhanna (hennar Lillu)
Kristín Hauksdóttir.
Þegar maður kom inn í Hörg-
sásinn til Erlu og Sveinbjarnar
virtist sem tíminn stæði í stað.
Ekkert nema rólegheit og ljúfir
tónar umluktu heimilið. Erla eitt-
hvað að bardúsa í eldhúsinu með
svuntuna bundna við mittið og
Sveinbjörn sat í hvíldarstólnum,
hlustandi á kántrítónlist eða á
Laxness lesa eigin verk, þannig
byrjuðu allar heimsóknir. Það
var alveg sama hvað gekk á fyrir
utan; alltaf var Hörgsásinn griða-
staður. Þau Erla og Sveinbjörn
voru eðalhjón í fyllstu merkinu
þess orðs. En nú eru þau bæði
fallin frá, Erla fyrir nokkrum ár-
um en Sveinbjörn nýlega. Og því
nokkurs konar þáttaskil í lífi
flestra sem þekktu þau, með
Sveinbirni hvarf gamli tíminn, nú
þarf maður að finna sér annan
griðastað, skapa sinn eigin.
Sveinbjörn var ótrúlega góð-
hjartaður maður og þau hjónin
bæði. Það eru ófáir sem þegið
hafa hjálp frá þeim sómahjónum í
gegnum tíðina. Eitt sumarið
spurði Sveinbjörn mig hvort ég
væri með yfirdrátt í bankanum
og hversu hár hann væri. Ég
sagði honum að hann væri
300.000 krónur og Sveinbjörn
hristi höfuðið. Svona ungur mað-
ur á ekki að skulda bankanum og
þá sérstaklega ekki þegar það var
komið sumar. Hann gerði því við
mig samning. Ég skyldi vinna
fyrir hann í garðinum yfir sum-
arið og hann myndi greiða upp yf-
irdráttinn en hann myndi þó skila
honum aftur um haustið, þá gæti
ég haldið áfram að borga af hon-
um. Hann vildi að ég gæti átt
áhyggjulaust sumar. Þetta sumar
var áhyggjulaust og bráð-
skemmtilegt en Sveinbjörn hóaði
reglulega í mig þegar hann vant-
aði aðstoð við garðvinnuna. Og
svo gaukaði hann að mér seðlum
þrátt fyrir að ekki hefði verið
samið um það. Svona var Svein-
björn, góður karl. Hann var ekki
bara góðhjartaður, hann var
einnig fróður um margt og rök-
fastur mjög. Hann var líka rífandi
húmoristi og það var frábær til-
finning þegar manni tókst að láta
hann hlæja, þá vissi maður að vel
tókst til. Og maður fór alltaf frá
þeim hjónum brosandi og aðeins
betri manneskja einhvern veg-
inn. Ég er mjög ánægður að dótt-
ir mín, Valería Dögg, sem ekki
var svo heppin að fá að kynnast
langömmu sinni Helgu, fékk að
sjá Sveinbjörn áður en hann
kvaddi, þó ekki nema einu sinni.
Hún talar enn um góða karlinn
sem gaf okkur vöfflur á dvalar-
heimilinu. Sveinbjörn frændi er
eiginlega eini afinn sem ég komst
nálægt því að eiga og ég held að
það geti margir sagt það sama.
Ég mun geyma góðar minningar
um þau hjónin og halda þeim á lífi
með sögum af þeim eins lengi og
minnið leyfir.
Vor hinsti dagur er hniginn
af himnum í saltan mar.
Sú stund kemur aldrei aftur,
sem einu sinni var.
(Halldór Kiljan Laxness)
Með þakklæti,
Björgvin Gunnarsson.
Okkar kæra
Bryndís Tómasdótt-
ir er látin.
Nú kveðjum við
góða sinawiksystur
og vinkonu. Var hún ein af stofn-
endum Sinawik Reykjavík árið
1969.
Er sú þriðja af þeim sem kveð-
ur á þessu starfsári.
Bryndís
Tómasdóttir
✝ Bryndís Tóm-asdóttir fædd-
ist 19. maí 1929.
Hún lést 11. maí
2020.
Útför hennar fór
fram 28. maí 2020.
Auk hennar, þær
Kristjana Jónsdóttir
og Arndís L. Níels-
dóttir.
Söknum við
þeirra mikið.
Þegar litið er til
baka munum við
endalaust: Gleði –
grín – hlátur – söng
– dugnað, þar sem
Bryndís var. T.d.
dreif hún saman kór
okkar sinawikkvenna.
Hóaði okkur stelpunum saman
heim til sín og æfði, þar til hún var
nokkuð ánægð með útkomuna.
Þessum stundum fylgdu oftar en
ekki hlaðborð af kaffi og meðlæti.
Fengum við að spreyta okkur
með söng á jólafundum o.fl.
uppákomum, sem við kerlurn-
ar nutum í botn. Það sannaðist
sem hún hélt fram – alltaf gleði og
vinátta þar sem söngur er. Þarna
var Bryndís óþreytandi ásamt
mörgu öðru sem hún af dugnaði
tók þátt í.
Margt fleira er hægt að tíunda
frá liðnum árum, allt í svipuðum
dúr.
Þökkum við allar sem ein fyrir
ógleymanleg kynni af vinkonu
sem kom alltaf eins fram við okk-
ur með gleði og einlægni í fartesk-
inu.
Vottum við stórfjölskyldunni
samúð okkar.
Guð blessi minningu Bryndísar
Tómasdóttur.
F.h. Sinawik Reykjavík,
Dagný Heiða
Vilhjálmsdóttir formaður.
Mig langar með
nokkrum orðun að
minnast fósturmóð-
ur minnar sem ég kalla, þótt hún
Guðrún Stefanía
Jóhannsdóttir
✝ Guðrún Stef-anía Jóhanns-
dóttir fæddist 24.
desember 1921.
Hún lést 15. maí
2020.
Útför Guðrúnar
fór fram 28. maí
2020.
vildi ekki viður-
kenna fósturmóður-
titilinn. Ég var bara
frændi sem var
þarna. Ég kom til
afa og ömmu á
fimmta ári en þau
dóu bæði árið eftir
og ég ílengdist í
sveitinni hjá föður-
systur og föður-
bræðrum mínum.
Gunna frænka
tók þá að sér þennan villing sem
var bæði les- og talnablindur og
ódæll að öllu leyti. Þá var nú ekki
talað um það, bara að ég væri
heimskur. En Gunna frænka
hjálpaði mér í gegnum skóla-
göngu, las með mér og hlýddi yfir
og sagði oft að hún hefði átt að
verða kennari þar sem henni lík-
aði kennslan vel, enda var hún
mjög minnug og mundi allt, bæði
rétt og rangt.
Ég ólst þarna upp og tók bíl-
próf, fór síðar í meiraprófið og
líka með hennar hjálp. Mig lang-
ar með þessum fátæklegu orðum
að þakka henni fyrir það sem hún
var mér og þarna átti ég heima í
30 ár, alltaf nóg að bíta og brenna
en oft mikil vinna eins og gengur í
sveitinni.
Við Gunna sáum meðal annars
alfarið um mjaltir á meðan þurfti
að handmjólka, en mjaltavélar
komu ekki á heimilið fyrr en ég
fór að fara á sjóinn eftir áramót,
þá 17 ára gamall, en kom alltaf
heim í sauðburðinn og var í sveit-
inni annars alfarið. Takk fyrir
Gunnu frænku. Hvíl í friði.
Jóhann Grétar Sigurðsson.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur.
Minningargreinar