Morgunblaðið - 19.06.2020, Qupperneq 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 2020
✝ Svava Jóns-dóttir fæddist í
Stafholti í Nes-
kaupstað 13. júní
1927. Hún lést á
Hrafnistu við
Sléttuveg í Foss-
vogi 13. maí 2020.
Foreldrar henn-
ar voru Hróðný
Jónsdóttir frá
Deildartungu, f.
1892, d. 1973, og
Jón Rafnsson (eldri) frá Gili í
Svartárdal, f. 1885, d. 1971. Þau
eignuðust sjö börn og komust
fimm þeirra á legg. Systkini
Svövu voru María, f. 1918, d.
1927. Arnfríður, f. 1919, d. 2016.
Kristján, f. 1923, d. 1989. Rafn
Ellert, f. 1924, d. 1936. Gísli, f.
1931, d. 1949. Rafn Maríus, f.
1937, d. 1970.
Hinn 1. desember 1946 giftist
Svava Antoni Einari Grímssyni
frá Vestmannaeyjum, f. 14.
október 1924, d. 11. júní 2014.
Foreldrar hans voru Grímur
Gíslason, f. 1898, d. 1980, frá
Bugðum í Stokkseyrarhreppi og
Guðbjörg Magnúsdóttir, f. 1901,
d. 1982, frá Felli í Vestmanna-
eyjum.
Svava og Anton eignuðust
fjóra syni. 1) Jón Rafns, f. 24.3.
1947, d. 2018. Eftirlifandi kona
1967, börn Rúnars eru: a) með
Ernu Jónsdóttur, Inga Maren, f.
3.3.1983, m. Kjartan Már Óm-
arsson, f. 29.5. 1981, þeirra börn
eru Sóley og Edda. b) Ásrún Ýr,
f. 6.11. 1985, samb.m. Hilmar
Sveinsson, f. 26.6. 1979, börn Ás-
rúnar og Hilmars eru Daníel
Snær og Viktor Elí, c)Anton, f.
20.7. 1988, kv. Sigrúnu Gróu
Skúladóttur, f. 27.8. 1991, börn
þeirra eru: Emilía Ósk, Óliver
Aron og Róbert Breki. Guðlaug
Hrönn á fyrir börnin Bjarka, f.
17.9. 1988, samb.k. Þorbjörg
Matthíasdóttir, sonur þeirra er
Gunnar Rökkvi og Írisi Hrönn, f.
15.1. 1997, Garðarsbörn. Móðir
Antons og Ásrúnar Ýrar er Ás-
björg Hjálmarsdóttir.
Svava tók gagnfræðapróf á
Norðfirði. Eftir það fór hún í
vist til systur sinnar Fríðu á Sel-
fossi. Hún lauk svo prófi frá
Húsmæðraskólanum á Laug-
arvatni. Á þessum árum kynnt-
ist hún eiginmanni sínum Antoni
og hófu þau svo búskap sinn í
Reykjavík fyrst hjá foreldrum
Svövu á Vesturgötu 26b. Þau
bjuggu eftir það í Reykjavík til
ársins 2000 er þau tóku sig upp
og fluttust til Akureyrar. Þar
bjuggu þau í um 10 ár, uns þau
flytja í þjónustuíbúð í Boðaþingi
24 í Kópavogi til að geta verið
nær barnabörnum sínum.
Útför Svövu fór fram frá
Fossvogskirkju 22. maí 2020, í
kyrrþey að ósk hinnar látnu.
hans er Guðrún
Clausen, f. 27.11.
1951., dætur þeirra
eru: a) Sólveig
Andrea, f. 28.7.
1974, samb.m.
Hilmir Víglunds-
son, f. 12.8. 1976,
börn þeirra eru
Hekla Rán og Vík-
ingur Rafns, fyrir
átti Sólveig Guð-
rúnu Andreu,
samb.m. Þorbjörn Þór Sigurð-
arson, börn þeirra eru Andrea
Rafns og Jón Rafns. b) Svava
Hróðný, f. 17.12. 1985, samb.m.
Stefán Jónsson, f. 8.5. 1982,
börn þeirra eru Jón Þorkell og
Hrafnkell Bragi. 2) Grímur, f.
30.6. 1948, kv. Björgu Freys-
dóttur, f. 1.4. 1948, dætur þeirra
eru: a) Svava , f. 8.7. 1966, m.
Einar B. Nåbye, f. 11.12. 1964.,
börn þeirra eru Atli Freyr og
Eva Björg, b) Íris Dögg, f. 2.3.
1981, samb.m. Bjarki Þór Hall-
varðsson, f. 11.4. 1978, börn
þeirra eru Emil Nói og Grímur
Leó. Fyrir á Bjarki dótturina
Birtu Líf. 3) Gísli, f. 24.9. 1954,
kv. Aðalbjörgu Katrínu Helga-
dóttur, f. 18.3. 1959, sonur
þeirra er Gísli Grímur. 4) Rúnar,
f. 18.4. 1958, kv. Guðlaugu
Hrönn Gunnarsdóttur, f. 8.11.
Elsku amma mín. Sæt er
minning þín, sem nú býr í hjarta
mínu. Undarlegt með þessar
minningar, sumar setjast að í
líkamanum og fylgja manni æv-
ina á enda og aðrar grafa sig
dýpra í minni manns. Þær eru
nokkrar sem hafa fylgt mér frá
barnsaldri. Eins og garðurinn
ykkar afa á Víkurbakkanum.
Ævintýraheimurinn sem þar
bjó, fyrir litla stúlku, var eins og
skógur sem hægt var að valsa
um í, hoppa á milli steina og
finna óskir í vatninu. Vídeó-
spólurnar undir sjónvarpinu
sem geymdu Tomma og Jenna.
Íspinnarnir sem alltaf voru til í
frystikistunni hans afa í bíl-
skúrnum. Sérstaklega minnist
ég þó veitinganna og dásamlegu
boðanna og hversu stórkostleg
þú ávallt varst í hlutverki gest-
gjafans. Veisluborðið svignaði
undan veitingunum í hvert
skipti. Framsetningin án feil-
spors, þetta fannst þér gaman.
Eins fallega og þetta leit út voru
litlir munnar stundum smeykir
við suma réttina, en réttast var
að smakka þá, hvernig átti mað-
ur annars að vita hvaða skoðun
maður hefði á því? Ég man eitt
skiptið, þegar þú kallaðir heilt
boð upp í stofuna. Allir settust
og börnin á gólfið. Þar sat ég.
Svo stóðstu í miðjunni og hélst
langa tölu. Þetta fórstu létt með.
Að vera gestgjafinn í öllum hans
hlutverkum. Allir hlógu inni á
milli. Ég var of lítil. En minning
er góð. Ég gæti aðeins reynt að
feta í fótspor þín með fallega
stellinu sem þú gafst mér, þó er
ég viss um að ég næ aldrei tán-
um mínum þar sem þú hafðir
hælana. Elsku amma. Vöfflurn-
ar klikkuðu aldrei. Leynivopnið
var víst möndludropar. Því
deildirðu með mér. Eins mun
aldrei hverfa mér úr minni ein
sagan sem þú sagðir mér, af
ferðalagi þínu og afa til Seattle.
Þú ætlaðir sko aldeilis ekki að
láta þá nappa þig þar og tókst
upp á það ráð að setja alla pen-
ingana þína í skóna. Og þannig
þrammaðir þú um borgina. Því
ekki það! Ég er þakklát fyrir
sögurnar og ég er þakklát fyrir
síðustu heimsóknirnar. Sérstak-
lega litla vöffluboðið sem var
svo í þínum anda síðasta kvöldið
okkar saman. Síðasta kvöldið
þitt í þessum heimi. Því deildum
við með góðum. Sætar vöfflurn-
ar lituðu síðustu augnablikin
dýrðarljóma. Þannig mun ég
muna þig. Elsku amma mín.
Sæt er minning þín.
Inga Maren Rúnarsdóttir.
Þegar ég minnist Svövu,
bestu vinkonu minnar, þá er af
nógu að taka því vinátta okkar
hefur staðið í meira en 80 ár og
aldrei borið skugga á. Þetta
byrjaði austur á Norðfirði og
þar höfðum við vinkonurnar
gaman af að reyna eitthvað nýtt.
Eitt sinn príluðum við upp á há-
an olíutank og stukkum fram af
niður á grjótharða götuna, en
sluppum heilar fyrir utan
hringlið í hausnum. Það var
verra þegar við fórum í útilegu
inn í sveit, við hittum á heitustu
viku sumarsins, sólin skein og
það blakti ekki hár á höfði. Við
ætluðum að verða brúnar í
hvelli og lágum í sólbaði frá
morgni til kvölds. Brúni liturinn
lét ekki sjá sig en í staðinn feng-
um við eldrauðan lit og skinn-
tætlur sem ekki var beðið um.
Þegar ég horfi á mynd frá þess-
um tíma af handboltaliði Þróttar
þá erum við Svava þar, allt liðið
brosandi út að eyrum því okkur
hafði tekist að vinna utanbæj-
arlið sem heimsótti bæinn okk-
ar.
Svava var glæsileg kona, kát,
skemmtileg og róttæk til hinstu
stundar. Það var ótrúlegt hvað
hún gat allt, saumað hvað sem
var, skorið gler og búið til alls
konar fallega hluti tengda því og
að ég ekki tali um matargerð af
öllum toga. Ég fékk oft að njóta
góðs af því. Um tíma skemmti
hún eldri borgurum með ýmsu
móti og kenndi þeim m.a. línu-
dans með góðum árangri. Auk
þess voru hún og Toni eiginmað-
ur hennar í dansklúbbi árum
saman, enda flottust á dansgólf-
inu.
Svava flutti á táningsaldrin-
um til Reykjavíkur en þrátt fyr-
ir fjarlægðina vorum við dugleg-
ar að hittast og ferðast bæði
innanlands og utan. Eftir að við
vorum komnar á svipaðar slóðir
myndaðist sú hefð að fjölskyld-
urnar hittust á þrettándanum og
kvöddu jólin. Það voru ljúfar
stundir. Það fór vel á því að við
Svava fórum saman okkar síð-
ustu ferð til útlanda, þá báðar
orðnar einar. Þá var margt rifj-
að upp frá liðinni tíð og mikið
hlegið.
Ég óska Svövu vinkonu minni
góðrar ferðar yfir landamærin
og þakka henni ævilanga vináttu
og tryggð. Strákunum hennar
og fjölskyldum þeirra sendi ég
innilegar samúðarkveðjur.
Anna Jónsdóttir.
Svava Jónsdóttir
„Halló, hvert
ertu komin? Ha,
hver er þetta? Nú
þetta er nýi vinur
þinn, Kristján kon-
ungur.“ Þannig byrjaði okkar
fyrsta símtal Kristjáns af mörg-
um.
Ég kom norður í afleysingar
á Sjúkrahúsinu á Akureyri sum-
arið 2016 og var svo lánsöm að
kynnast þessum einstaka
manni. Við urðum strax miklir
vinir og gátum spjallað lengi
saman um allt milli himins og
jarðar. Fljótlega kom ekkert
annað til greina en að koma við í
kaffi eða mat hjá honum og Dísu
ef ég átti leið um Akureyri.
Ég fann fljótt að Kristján var
mikill fjölskyldumaður og fylgd-
ist vel með sínu fólki og vinum
og vildi allt fyrir alla gera. Hann
talaði fallega um Dísu sína og
þreyttist ekki á að hrósa henni
við hvert tækifæri. Sama átti við
um Júlíu dóttur hans, Edda og
barnabörnin Evu Laufeyju, Al-
dísi Huldu og Kristínu Eddu,
stoltið leyndi sér ekki þegar
hann talaði um þau.
Ég naut oft góðs af velvild
Kristjáns og Dísu, dvaldi nokkr-
um sinnum í bústað þeirra í
Vaðlaheiðinni og átti þar m.a.
ein jól með mínum börnum. Al-
veg yndislegur staður. Einnig
gat ég alltaf leitað ráða hjá hon-
um varðandi flesta hluti, úr-
ræðagóður og greiðvikinn með
eindæmum. Hann spurði mig
alltaf frétta af mínu fólki, hvort
ekki væri allt gott. Sagðist alltaf
hafa verið forvitinn maður sem
má kannski vera en þetta var
þetta líka einlægur áhugi sem
er góður eiginleiki að hafa.
Við töluðum mikið saman
þegar ég var að keyra lands-
horna á milli og voru þá nokkrar
ríkisspurningar í byrjun:
Kristján Friðrik
Júlíusson
✝ Kristján Frið-rik fæddist 5.
júní 1950. Hann lést
20. mars 2020.
Útför Kristjáns
fór fram 31. mars
2020.
„Hvert ertu komin,
er mikil umferð,
hvernig er veðrið,
hvað hefur þú mætt
mörgum flutninga-
bílum á leiðinni og
klukkan hvað lagð-
ir þú af stað?“ svo
hann gæti reiknað
út nákvæman
komutíma miðað
við löglegan hraða.
Ég á nú bágt með
að trúa því að hann hafi virt þá
reglu á sínum yngri árum en
góður bílstjóri var hann.
„Mundu bara, Harpa mín, að
gera alltaf ráð fyrir að bílstjór-
inn sem þú mætir sé hálfviti, ég
má engan mann missa.“
Veikindi voru farin að hrjá
Kristján þegar ég kynntist hon-
um en hann vildi sem minnst um
það tala og sjaldan heyrði ég
hann kvarta. Hann talaði vel um
alla þá sem komu að umönnun
hans, starfsfólk SAK og heima-
hlynningar. „Ég er umvafinn
góðum konum í lífinu.“
Kristján var margoft búinn
að ná sér upp úr miklum veik-
indum sem gaf fjölskyldu og
vinum von um lengri tíma með
honum en 20. mars sl. var hans
tími kominn. Óskastaðan hefði
verið að fagna þessum stóra
degi með þér, fjölskyldu þinni
og vinum, kæri vinur. En það
hefur eflaust vantað nýjan kon-
ung þarna uppi til að sinna mik-
ilvægum málum og nú hefur þú
góða yfirsýn yfir allan heiminn
og margir nýir að kynnast.
Lukkan er þeirra en við hin ylj-
um okkur við minningar um
góðan mann.
Síðasta símtalið man ég jafn-
vel og það fyrsta. Vissum bæði í
hvað stefndi en reyndum að
bera höfuðið hátt og kvöddumst
eins og venjulega: „Heyrumst
fljótlega.“
Elsku Dísa, Júlía, Eddi, Eva
Laufey, Aldís Hulda, Kristín
Edda, Jóhanna og fjölskylda,
Jóna María og fjölskylda, inni-
legar samúðarkveðjur til ykkar
allra.
Harpa Indriðadóttir
Mig langar til að
minnast kærrar vin-
konu minnar, Hall-
dóru frá Næfur-
holti, sem lést 20. maí eftir 16 ára
harða baráttu við krabbamein.
Upphaf okkar kynna var árið
1979, þá bjó ég á Akranesi og hún
í Hafnarfirði. Ég fór eina helgi til
Reykjavíkur í gönguferð með
Ferðafélagi Íslands, þar rakst ég
á þennan rauðhærða gaflara og
tókust með okkur góð kynni. Það
leit samt út fyrir að þessi kynni
yrðu ekki lengri því komin heim
Halldóra
Hauksdóttir
✝ HalldóraHauksdóttir
fæddist 14. ágúst
1957. Hún lést 20.
maí 2020.
Útför Halldóru
fór fram 6. júní
2020.
uppgötvaði ég að
gleymst hafði að fá
símanúmerið hjá
Halldóru. En nokkr-
um vikum seinna er
ég fór í aðra göngu-
för með FÍ kemur
hún þá ekki til mín
brosandi og segir:
„Hæ Inga, gott að
sjá þig, ég gleymdi
að fá númerið þitt!“
Þetta var sem-
sagt byrjunin á rúmlega 40 ára
vináttu sem aldrei féll skuggi á.
Ferðuðumst við mikið saman
dagsferðir og helgarferðir með
bæði FÍ og Útivist. Svo ferðuð-
umst við líka á eigin vegum. Oft
minntist hún á Næfurholt þar
sem hún var búin að vera nokkur
ár. Þá bjuggu þar systkinin
Ófeigur, Geir og Jónína og sonur
Jónínu, Ófeigur. Ekki var hún
mikið að tala um Ófeig sérstak-
lega, en svo flytur hún alveg í
Næfurholt vorið 1986 og skömmu
síðar fæddist Hjalti, 5. júní. Þá
minntist ég þess er Halldóra kom
í afmælið mitt á Skaga á gamlárs-
kvöld 1985. Kom hún með Akra-
borginni, þótt veðrið væri ekki
gott, en tók rútu til baka. Þá
hvíslaði ein vinkona mín, nýbúin
að eignast barn sjálf: Hún Hall-
dóra er ólétt og ég alveg græn!
Svo eignaðist hún Geir 1990.
En þetta stoppaði ekki okkar
vináttu, heldur fór ég að koma
austur í heimsóknir og gisti. Tek-
ið var á móti mér opnum örmum
af Næfurholtsfólkinu og leið mér
strax eins og heima hjá mér. Í
litla bænum fannst einhvers stað-
ar rúm fyrir mig og þegar Ófeig-
ur eldri lést 1990 erfði ég svo eig-
inlega rúmið hans. Fyrstu árin
kom ég aðallega í sauðburð, svo
bættust réttirnar við og síðustu
árin hef tekið þátt í að reka fé á
afréttinn. Ekki bara fjölgaði ferð-
unum heldur lengdist dvalartím-
inn úr einum eða tveimur dögum í
jafnvel fjóra til fimm daga. Átti
ég meira segja svefnpoka þarna,
en þegar dvalartíminn lengdist
fannst Halldóru það ómögulegt
þannig að ég var farin að koma að
uppbúnu rúmi. Þá á ég stígvél
þarna. Er hægt að bjóða mann
betur velkominn en þetta?
Mitt aðalhlutverk á bænum
var innanhúss. Sátum við Hall-
dóra oft í stofunni, hún með
prjóna, og spjölluðum margt. Þá
tók ég mikið af myndum og
skemmtilegast var þegar heimil-
isfólkið áttaði sig ekki á hvar ég
tók þær. Það var ekki bara í Næf-
urholti sem mér var tekið opnum
örmum heldur kynntist ég fljótt
vel fólkinu í sveitinni. Geir eldri
lést 2006 og Jónína 2013 og nú er
hún Halldóra mín farin. Mikið á
ég eftir að sakna þín, elsku Hall-
dóra, en minningarnar lifa.
Ófeigur, Hjalti, Geir og Silje,
þetta er erfiðast fyrir ykkur og
sendi ég ykkur innilegar samúð-
arkveðjur. Mikið þótti mér vænt
um þegar þið sögðuð öll við mig
við erfidrykkjuna: „Inga, þú held-
ur áfram að koma austur, alltaf
velkomin.“ Mér hlýnaði þá um
hjartarætur, takk fyrir það.
Inga Aradóttir.
Nú hef ég gengið
síðustu sporin
hérna megin með
Jónasi frænda mín-
um. Það var mjög
gott að koma til hans og alltaf
var manni tekið opnum örmum
og ævinlega beið manns útrétt
hjálparhönd ef á þurfti að halda.
Oft var ég búinn að koma til
hans í Grundargötunni og að-
stoða hann við ýmis viðvik sem
hann þurfti aukahendur í og
jafnvel gista þar líka og þá oftast
nær í herberginu hans afa á suð-
urloftinu. Og þegar maður var
rétt lagstur á koddann fóru fljót-
lega að heyrast svefnhljóð og
jafnvel hrotur úr kvistherberg-
inu en það var herbergið hans
Jónasar. Í minningunni eru
Jónas Ingimarsson
✝ Jónas Ingi-marsson fædd-
ist 23. janúar 1937.
Hann lést 31. maí
2020.
Jarðarförin fór
fram 13. júní 2020.
þetta eins og falleg-
ar kvöldsögur sem
maður sofnaði við
eins og skot. Og
ekki gleymi ég
þeim dögum sem
hann og Hafliði
frændi á Urðum
eyddu heima á
Jarlsstöðum þegar
var verið að byggja
nýju fjárhúsin og
þeir voru að sjóða
saman stálgrindina í húsin, fyrst
úti á túni og síðan þegar var ver-
ið að reisa hana. Þar var beitt
aðferðum til að ná upp í þakhæð
til að sjóða saman grindina, að-
ferðum sem manni hafði ekki
dottið í hug að væru framkvæm-
anlegar en þetta lék allt í hönd-
unum á þeim.
Eitt skipti kom ég til hans um
helgi seint í júní og þá hafði
hann verið fenginn til að keyra
nokkra frændur sína af Dalvík-
inni fram í Svarfaðardal og þeg-
ar unglingurinn datt inn úr dyr-
unum breyttust plönin og ég var
gerður að bílstjóra og fékk þann
heiður að keyra með þá frændur
mína fram í Bakkagerði og eyða
þar einni kvöldstund við gleði og
söng. Það var einhver besta
skemmtun sem ég hef orðið vitni
að á þessum slóðum og leið nótt-
in eins og hendi væri veifað. Og
þegar heim í Grundargötu var
komið undir morgun sofnaði ég
sætt og rótt.
Eins var það mikið sport hjá
okkur systkinum að fara á móti
honum þegar hann var að koma í
heimsókn austur og kom á
gamla voffa að fá far með honum
seinasta spölinn. Enn í dag finn
ég lyktina sem fylgdi þeim bíl
sem var alltaf eins, meira að
segja eftir að frændi kom með
bílinn til geymslu austur í sveit
hélst lyktin áfram í honum.
Það eru mörg svona smáatriði
sem koma upp í hugann við
svona kaflaskil en fegnastur er
ég þó því að við gátum verið hjá
honum síðustu dagana þannig að
hann væri ekki einn þegar hann
loks ýtti frá landi síðla dags á
hvítasunnudag, 31. maí síðastlið-
inn. Hvíl í friði elsku frændi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Einar Ingi Hermannsson.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og við-
eigandi liður, „Senda inn minning-
argrein,“ valinn úr
felliglugganum. Einnig er hægt
að slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og hve-
nær sá sem fjallað er um fæddist,
hvar og hvenær hann lést og loks
hvaðan og klukkan hvað útförin
fer fram. Þar mega einnig koma
fram upplýsingar um foreldra,
systkini, maka og börn. Ætlast er
til að þetta komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður, en
ekki í minningargreinunum.
Undirskrift | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni
undir greinunum.
Minningargreinar