Morgunblaðið - 19.06.2020, Qupperneq 32
32 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 2020
60 ára Pauline er frá
Glasgow í Skotlandi en
flutti til Íslands 1991 og
býr núna á Akranesi.
Hún er lífeindafræð-
ingur að mennt og er
formaður Félags nýrra
Íslendinga.
Maki: Tryggvi Sigfússon, f. 1956, fv. bíla-
viðgerðarmaður.
Synir: Benedikt, f. 1993, og Patrick, f.
1997.
Foreldrar: Patrick McCarthy, f. 1936, fv.
járnsmiður og félagsráðgjafi, búsettur í
Glasgow, og Catherine McCarthy, f.
1935, d. 2013, húsmóðir.
Pauline McCarthy
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Einhver mun hugsanlega gefa þér
gjöf eða gera þér greiða í dag. Taktu frá
tíma til þess að gera áætlanir fyrir fram-
tíðina.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú færð óvenjumikið út úr því að
vera með vinum þínum í dag. Dragðu
hvergi af þér í þeirri viðureign.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Nánustu sambönd þín skipta þig
óvenjumiklu máli þessa dagana. Hristu
þetta slen af þér og gakktu öruggur til
móts við ný og spennandi verkefni.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú þarft að læra að nýta þér þann
eiginleika sem fær fólk til þess að opna
hjarta sitt fyrir þér. Velgengnin bíður þín
handan hornsins.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú getur reynt að fela tilfinningar
þínar en það er hollara að hleypa þeim út.
Hann þarf að leysa tiltekið verkefni.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Ekki bíða eftir fullkomnum að-
stæðum til að halda áfram. Aðeins þannig
getur þú unnið eins og best verður á kos-
ið.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þér finnst þú þurfa að fá sérstaka
viðurkenningu fyrir framlag þitt. Búðu þig
undir að fyrr eða síðar reyni á útsjónar-
semi þína.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Fólk laðast að þér og þú nýt-
ur þess en gefðu þér tíma til að hugleiða
hvort þú þurfir á því að halda. Gættu þess
samt að verðlauna viðkomandi á end-
anum.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Hlustaðu á ráð frá þér eldri og
reyndari manneskju í dag. Veltu þér ekki
upp úr því þótt eitthvað fari úr skorðum.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Það er gefandi að taka áhuga-
mál sín alvarlega. Leggðu áherslu á að
hitta fólk og taka þátt í umræðum um þau
mál sem eru í brennidepli.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Notaðu tækifærið og gerðu
áætlanir í tengslum við vinnu eða starfs-
frama. Enginn hefur sama álit á hlut-
unum.
19. feb. - 20. mars
Fiskur Það er hreint ekki nóg að hafa
svör við öllu á reiðum höndum. Mundu að
það er stundum í lagi að vera eigingjarn
og hugsa fyrst um eigið skinn.
lenskra fiskframleiðenda, SÍF, og tók
fyrstu skóflustunguna að vörulager
SÍF, þar sem nú eru skrifstofur Haf-
rannsóknastofnunar.
Geir fylgist enn með sjávarútveg-
síðan Gísli, sonur Geirs, sem keypti
fyrsta fiskinn á uppboðsmarkaðinum
15. júní 1987. Geir seldi Sjávarfisk ár-
ið 2001.
Geir sat í stjórn Sölusambands ís-
G
eir Sigurjónsson fæddist
19. júní 1930 í Neskaup-
stað og ólst þar upp til
sextán ára aldurs en
flutti þá með foreldrum
sínum til Hafnarfjarðar þar sem hann
hefur búið síðan. „Ég var í sveit á
Hofi í Mjóafirði í þrjú sumur frá 9 ára
aldri. Þar mátti ég gera allt og þar
lærði ég allt. Þar var fínt að vera fyrir
krakka og eins í Neskaupstað en við
ólumst upp á bryggjunni þar.“
Geir gekk í Barnaskóla Neskaup-
staðar og fór síðar í Stýrimannaskól-
ann og lauk meira fiskimannaprófi
1953.
Geir vann fyrst hjá föður sínum í
múrverki en hóf sjómennsku 1947,
fyrst á Hugin RE en var lengst á
Hafbjörgu GK eða í þrjú ár. Eftir
skipstjórnarprófið var hann stýri-
maður á Fiskakletti GK 1953-55, en
lengst var hann á Norðfirði hjá
tengdaföður sínum á Björgu NK 103.
Hann var einnig skipstjóri á Guð-
björgu GK 6 árið 1955 og á Dóru GK
49 1957. Síðast var hann stýrimaður á
Hval 8 1965-69 en fór þá í land.
Geir starfaði um skeið á netaverk-
stæði en stofnaði árið 1971 sitt eigið
fiskverkunar- og útgerðarfyrirtæki,
Sigurberg hf. í Hafnarfirði, sem gerði
út Sigurberg GK 212. Geir lét yfir-
byggja Sigurberg og var það fyrsti
vertíðarbáturinn sem var yfirbyggð-
ur. „Við vorum fyrst í harðfiski og svo
þegar við fengum Sigurberg verk-
uðum við fiskinn í saltfisk og skreið.“
Geir rak fyrirtækið til áramóta 1979-
80. Hann stofnaði síðan fiskverkunar-
fyrirtækið Sjávarfisk 1981 ásamt
Bergsveinu konu sinni og Gísla syni
þeirra. „Þar vorum við til að byrja
með í harðfiski og frystingu en hætt-
um frystingunni og fórum að verka
saltfiskflök og vorum stórir í því,“ en
fyrirtækið var með 45 starfsmenn
þegar mest var.
Sjávarfiskur var einn af stofn-
endum Fiskmarkaðar Hafnarfjarðar.
„Við vorum að velta því fyrir okkur
hvar við ættum að hafa fiskmark-
aðinn og þá fór Guðmundur Árni
Stefánsson bæjarstjóri í að láta
byggja hús fyrir fiskmarkaðinn og
það var upphaf fiskmarkaðar á Ís-
landi.“ Til gamans má geta að það var
inum. „Ég fer oftast einu sinni á dag
inn á síðuna Marinetraffick.com en
þar getur maður séð hvar skipin eru á
veiðum. Ég fylgist með öllum íslensku
skipunum, hvort sem þau eru á kol-
munnaveiðum nálægt Bretlands-
eyjum eða á veiðum í Barentshafi.
Ég fór að læra að mála árið 2006 og
var þrjá vetur hjá góðum kennurum
og það var yndislegt,“ segir Geir,
spurður út í áhugamálin. Þau hjónin
fengu viðurkenningu frá Hafnar-
fjarðarbæ fyrir fallegan og snyrti-
legan garð 1996 og sama ár fékk Sjáv-
arfiskur einnig viðurkenningu fyrir
snyrtilegt umhverfi. „Það var mjög
gaman að því en konan sá alveg um
þetta.“
Fjölskylda
Eiginkona Geirs er Bergsveina
Gísladóttir, f. 18.8. 1935, húsmóðir og
var kokkur á síldarbátnum Björgu
NK103 sem faðir hennar átti. Hún
var fyrsta konan á Norðfirði munstr-
uð á síldarbát og kannski fyrsta kon-
an yfirhöfuð sem var kokkur á ís-
lenskum síldarbát. Gísli og Berg-
sveina gengu í hjónaband 25.8. 1956.
Geir Sigurjónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri – 90 ára
Fylgist með íslensku skipunum
Sonurinn Gísli S. Geirsson.
Björg NK Bergsveina kokkur er fremst
á myndinni en Geir var stýrimaður.
Hjónin Bergsveina og Geir að kynna afurðir Sjávarfisks á matvælasýningu í kringum aldamótin.
50 ára Birna er
Garðbæingur og býr
þar. Hún er dans-
kennari og danshöf-
undur og eigandi
Dansskóla Birnu
Björns.
Maki: Elías Óskar Ill-
ugason, f. 1970, endurskoðandi hjá RFS
ráðgjöf.
Börn: Aníta Rós, f. 1996, Ísabella Rós,
f. 2000, og Kári Hrafn, f. 2005.
Foreldrar: Aldís Elíasdóttir, f. 1947,
húsmóðir og Björn Friðþjófsson, f.
1948, húsasmíðameistari og verkstjóri
hjá Ístaki. Þau eru búsett í Grafarvogi.
Birna Gyða Björnsdóttir
... stærsti uppskriftarvefur landsins!
Til hamingju með daginn
Reykjavík Baldur
Rökkvi fæddist 22.
júní 2019. Hann vó
3.788 og var 52 cm að
lengd. Foreldrar hans
eru Sindri Dalsgaard
og Unnur Thelma.
Nýr borgari