Morgunblaðið - 03.07.2020, Page 6

Morgunblaðið - 03.07.2020, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 2020 Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | Sími 551 3366 Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl.10-14 Misty Toppur 7.850-8.950 kr. Buxur 3.950-4850 kr. Kjóll 13.900 kr. URBAN SUND LÍNAN FRÁ FREYA Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Félag íslenskra húðlækna varar við ákvæðum í reglugerð er snýr að innflutningi og notkun leysa, leysibenda og IPL-tækja. Endur- skoðun umræddrar reglugerðar hefur staðið yfir frá því í fyrra. Ástæðan að baki endurskoð- uninni er sú að að Geislavörnum ríkisins bárust ítrekað ábendingar um að við fegrunaraðgerðir væri verið að meðhöndla með öflugum leysum húðbreytingar sem jafnvel gátu tengst sortuæxli í húð, án að- komu læknis með viðeigandi sér- menntun. Sömuleiðis hafa borist kvartanir vegna alvarlegs bruna á húð við fjarlægingu húðflúrs. Í umsögn húðlækna um málið eru gerðar alvarlegar athuga- semdir við reglugerðina auk þess sem lagðar eru til breytinga- tillögur. Þar segir meðal annars að stéttin hafi orðið vör við að fjöldi fólks hafi orðið fyrir auka- verkunum af völdum tækjanna sem fjallað er um í reglugerðinni. „Það ætti að vera nægjanlegt að benda ábyrgum stjórnvöldum á stöðuna til að þau bregðist við og setji viðeigandi reglugerð til að aftra t.d. meðferðum á húðkrabba- meinum sem eru ógreind af sér- fræðilækni. Fólk treystir því að stjórnvöld búi því öryggi hvert svo sem það leitar,“ segir í umsögn- innni. Vara við „leppalæknum“ Bendir félagið jafnframt á að ábyrgð meðferðaraðila, annarra en heilbrigðisstarfsmanna, virðist lítil sem engin. Þannig geti viðskipta- vinir ekki leitað sér aðstoðar hjá viðeigandi aðilum þegar í ljós kemur að þjónustan er ekki í sam- ræmi við gefin loforð. Í raun er því enginn sem tekur á móti kvörtunum frá hópnum. Sömu- leiðis vara húðlæknar við svoköll- uðum leppalæknum, en með því er átt við að læknar leppi starfsemi sem ekki uppfyllir skilyrði laga um aðkomu læknis. Í umsögn húðlæknanna segir ennfremur að engar tryggingar séu fyrir hendi og eina úrræði ein- staklinga sé að leita atbeina dóm- stóla. Hefur slíkt jafnframt verið afar sjaldgæft sökum þess að í langflestum tilvikum „dregur fólk sig inn í skelina og aðhefst ekkert“. Að umsögn húðlækna undan- skildri bárust sex aðrar umsagnir um reglugerðina. Húðlæknar vara sterklega við reglugerð  Telja breytingar geta haft alvar- legar afleiðingar í fegrunaraðgerðum Morgunblaðið/Ómar Húðfegrun Varað er við breyt- ingum á reglugerð stjórnvalda. Alexander Kristjánsson alexander@mbl.is Icelandair hefur innleitt allar þær til- lögur sem lagðar eru til í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa á alvarlegu flugatviki sem birt var í gær. Þetta segir Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Icelandair, í samtali við Morgun- blaðið. Félagið hafi átt í samstarfi við rannsóknarnefndina meðan á vinnu skýrslunnar stóð. Í skýrslunni er rakið hvernig vél Icelandair á leið frá Glasgow var að- eins um 67 metrum frá jörðu um fimm kílómetrum frá flugbraut 19 á Keflavíkurflugvelli þar sem hún átti að lenda þegar hætt var við aðflug eftir að jarðvari vélarinnar gaf frá sér viðvörun. Aðeins munaði þá átta sek- úndum að vélin færi í jörðina. Vélinni var flogið með svokallaðri svæðisleiðsögu (RNAV) en meðal þess sem fram kemur í skýrslunni er að flughermir sem notaður var í verklegri þjálfun hafi ekki hermt rétt eftir vélinni þegar svæðisleiðsaga var þjálfuð. „Þjálfuninni hjá okkur hefur verið breytt og flugmenn eru hvattir til þess að prófa þetta svæðisaðflug,“ segir Jens. Flugrekstrarbók uppfærð of oft Í skýrslunni eru gerðar alvarlegar athugasemdir við að Icelandair hafi ekki tilkynnt um atvikið samstundis. Fyrsta tilkynning barst rannsóknar- nefndinni daginn eftir, en hún kom frá Isavia. Segir nefndin að vegna þess hve seint tilkynning barst hafi ekki verið unnt að tryggja hljóðupp- tölur hljóðrita vélarinnar af atvikinu, og það hafi haft áhrif á rannsóknina. „Við tilkynntum þetta of seint,“ segir Jens. „Það er einfaldast að segja að verklagsreglur okkar með tilkynn- ingar svona alvarlegra atvika hafi ekki verið nægilega skýrar.“ Brugðist hafi verið við þessu með því að skerpa á verklagsreglum og brýna fyrir áhöfnum og flugleiðsöguþjón- ustu, flugmönnum og flugumferðar- stjórum að tilkynna alvarleg atvik tafarlaust. Þá eru gerðar athugasemdir við að 280 tímabundnar breytingar á flug- rekstrarhandbók félagsins hafi verið gerðar á nokkrum árum, en svo tíðar breytingar kunni að verða til þess að flugmönnum yfirsjáist einhver atriði. Brugðist hefur verið við þessu. Jens segir breytingar á flugrekstrarbók nauðsynlegar eftir því sem flug- umhverfið breytist, en handbókin sé nú uppfærð um tvisvar á ári. Isavia skoðað efni skýrslunnar Í svari Isavia við fyrirspurn Morgunblaðsins segir að búið sé að rýna efni skýrslunnar og ýmist sé lokið við eða unnið að innleiðingu þeirra tillaga sem að þeim sé beint. „Tillögurnar lúta að þjálfun starfs- manna, innleiðingu hugbúnaðar, til- kynningarskyldu sem og samskipt- um flugmanna og flugumferðar- stjóra.“ Hallgrímskirkja 75 m Til saman- burðar Aðfl ug FI431 að fl ugbraut 19 á Kefl avíkurfl ugvelli Flug Icelandair, FI431 frá Glasgow 19. október 2016 kl. 15.15 2 Flugbraut 19 Fjarlægð frá fl ugbraut: 9,1 km5 km 5,5 km 1 3 Kl. 15:13:45 fer FI431 yfi r lokaaðfl ugsmið fyrir fl ugbraut 19 í 1.750 feta hæð Fráfl ug 1 15:14:59 Jarðvari: SINK RATE 15:15:07 Jarðvari: TOO LOW 15:15:09 Jarðvari: TERRAIN 2 15:15:11 Jarðvari: PULL UP Fráhvarfsfl ug valið. Vélin var þá komin niður í 72 m hæð yfi r jörðu (236 fet). 3 15:15:12 Lægsta hæð fl ugvélarinnar yfi r jörðu varð 67 m (221 fet). Einkennisstafi r: TF-ISR Tegund: Boeing 757-200 Fjöldi um borð: 113 Aðfl ugsferli FI431 Auglýst aðfl ugssnið Heimild: Rannsóknar- nefnd samgönguslysa ATH. Hlutföll hæðar/lengdar á teikninunni er um 5:1 Icelandair gripið til ýmissa ráðstafana  Mistök að tilkynna atvikið ekki strax  Þjálfun verið breytt mið ATH. Hlutföll h r l r á teikningu ni er u Píeta samtökin opnuðu á mið- vikudaginn fyrir símaþjónustu sem verður til taks allan sólar- hringinn. Fólki í sjálfsvígshug- leiðingum og að- standendum þeirra stendur til boða að hringja í þjónustuna, sem gengur undir heit- inu Píetasíminn, í síma 552-2218. „Við prófuðum þetta á tímum kórónuveirunnar og um páskana og þá fundum við fyrir eftirspurn- inni,“ segir Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri samtakanna. Í maímánuði bárust Píeta alls 547 símtöl, en félagsmálaráðuneytið styrkti samtökin um 2 milljónir í kjölfar kórónuveirufaraldursins og verður framlagið nýtt til að við- halda Píetasímanum. „Við erum bara að bregðast við kröfum samfélagsins,“ segir Kristín. Unnið er í nánu samstarfi við hjálparsíma Rauða krossins, sem einnig er opinn allan sólarhringinn. „Það er mikið álag á hjálparsíma Rauða krossins, svo við erum bæði að létta á þeim og sinna samfélags- þjónustu,“ sagði hún. Fimm starfsmenn samtakanna taka þátt í verkefninu; félagsráð- gjafi, tveir sálfræðingar og tveir ráðgjafar sem munu skipta með sér símavöktum. Sólarhringssímaþjónusta hjá Píeta Kristín Ólafsdóttir Vatnsmýri er ákjósanlegasta stað- setningin fyrir framtíðarhúsnæði Listaháskóla Íslands samkvæmt frumathugun Framkvæmdasýslu ríkisins sem kynnt var á mánudag. Listaháskólinn hefur glímt við húsnæðisvanda um árabil, en starfsemi hans er dreifð um fjögur hús í tveimur póstnúmerum. Framkvæmdasýslan réðst í frum- athugun á húsnæðismálum skólans að beiðni Menntamálaráðuneytis- ins í samráði við Listaháskólann. Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslunnar, kynnti niðurstöðurnar á fundi í gær. „Þessi niðurstaða markar ákveðin tímamót í mikilvægu verkefni. Það er tilgreint í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar- innar að unnið verði að lausn á húsnæðismálum Listaháskóla Ís- lands á kjörtímabilinu. Uppbygg- ing framtíðaraðstöðu Listaháskóla Íslands í Vatnsmýrinni í Reykjavík hefur marga kosti,“ er haft eftir Lilju Alfreðsdóttur menntamála- ráðherra í tilkynningu frá skól- anum. Málið var tekið fyrir á fundi ríkisstjórnarinnar í síðustu viku og frumathugunin er nú til umfjöllunar í ráðuneytinu. Vatnsmýri ákjósanlegust fyrir Listaháskóla

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.