Morgunblaðið - 11.07.2020, Qupperneq 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 2020
SPENNANDI
KOSTIR
Landsnet | Gylfaflöt 9 | 112 Reykjavík | Sími 563 9300 | www.landsnet.is
Lögð hefur verið fram tillaga að drögum að matsáætlun vegna mats
á umhverfisáhrifum Lyklafellslínu, milli Lyklafells í Mosfellsbæ og
Hamraness í Hafnarfirði.
Fyrsti áfangi í nýju umhverfismati felst í kynningu á drögum að
tillögu að matsáætlun. Í drögunum er greint frá hugmyndum sem
fram hafa komið um valkosti framkvæmdarinnar og vinsun valkosta,
þ.e. hvernig Landsnet hefur komist að niðurstöðu um valkostina sem
fyrirtækið stefnir að því að leggja fram í vinnslu umhverfismatsins.
Hægt er að nálgast drögin og nánari upplýsingar um verkefnið á
www.landsnet.is og eru allir hvattir til að kynna sér tillöguna og
leggja fram athugasemdir ef einhverjar eru.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en
15. ágúst 2020.
Smári Jóhannsson
landsnet@landsnet.is
Einnig má senda skriflegar ábendingar á póstfangið:
Landsnet hf.
B.t. Smári Jóhannsson
Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík
Drög að matsáætlun á
umhverfisáhrifum Lyklafellslínu
Háskóli Íslands fékk risastyrk í vik-
unni frá Evrópusambandinu ásamt
níu samstarfsháskólum í Aurora-
háskólanetinu en markmiðið með
starfi þess eru efldar rannsóknir og
kennslu í þágu þeirra samfélaga
þar sem skólarnir starfa. Evrópu-
sambandið veitir fimm milljónum
evra til verkefnis Aurora á næstu
þremur árum sem samsvarar um
800 milljónum íslenskra króna með
möguleika meiru síðar.
Háskóli Íslands hefur verið í for-
ystu í Aurora-háskólanetinu, en
áherslur þess þykja falla vel að
markmiðum skólans um sjálfbærni,
nýsköpun og alþjóðastarf.
„Samþykkt umsóknarinnar stað-
festir enn og aftur sterka stöðu Há-
skóla Íslands á alþjóðlegum vett-
vangi. Evrópsku háskólanetin
gegna lykilhlutverki í tengslum við
framtíðarþróun evrópskra háskóla,
enda hefur verið mikil samkeppni
um þessa styrki,“ segir Jón Atli
Benediktsson, rektor HÍ. Hann seg-
ir HÍ og aðra evrópska háskóla í
stóraukinni hnattrænni samkeppni.
Slíkt kalli á aukið Evrópusamstarf.
Áætlun European University styrk-
ir samstarfsnet þar sem háskólar
vinna saman.
Skólar sem standa að Aurora-
Alliance eru auk HÍ, Copenhagen
Business School í Danmörku, East
Anglia á Englandi, Federico II-
háskólinn í Napolí á Ítalíu, Háskól-
inn í Duisburg-Essen í Þýskalandi,
háskólinn í Innsbruck í Austurríki,
Palacky í Tékklandi, Rovira i Virg-
ili-háskólinn í Tarragona á Spáni
og Vrije í Amsterdam í Hollandi.
HÍ fær stóran Evrópustyrk
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
HÍ Forystustofnun í menntamálum og þjóðlífinu öllu með fjölbreyttu starfi.
Níu skólar Efldar rannsóknir Í þágu samfélagsins
Viðræður um nýjan kjarasamning
lögreglumanna liggja niðri í sumar-
leyfi starfsmanna ríkissáttasemj-
ara. Vegna þess varð að samkomu-
lagi á sáttafundi undir lok júní að
fresta fundum til 19. ágúst.
Lítið hefur gengið í viðræðum
samninganefnda Landssambands
lögreglumanna og ríkisins en fimm-
tán mánuðir eru liðnir frá því
samningar urðu lausir. Frímann
Birgir Baldursson, varaformaður
Landssambands lögreglumanna,
segir að ennþá beri svolítið á milli
samningsaðila og því verið ljóst að
ekki myndi skila árangri að halda
áfram alveg strax. Hann segir að
samninganefnd lögreglumanna
vinni að gagnaöflun til að byggja
frekar undir málstað sinn.
Spurður um möguleika á að vísa
hluta deiluefna í gerðardóm, líkt og
samninganefndir ríkisins og hjúkr-
unarfræðinga gerðu, segir Frí-
mann að deilan sé enn ekki komin á
þann stað. „Við viljum halda áfram
að reyna að ná samningum til að fé-
lagsmenn geti sagt sína skoðun á
þeim. Við erum ekki spenntir fyrir
gerðardómi. Sú leið hefur ekki skil-
að árangri,“ segir Frímann en
tvisvar sinnum hefur verið skipað-
ur gerðardómur í deilu lögreglu-
manna. helgi@mbl.is
Hlé í samn-
ingum lög-
reglumanna
Samninganefnd
safnar gögnum
Morgunblaðið/Eggert
Lögreglan Langt er síðan samn-
ingar urðu lausir.
Fyrrverandi gjaldkeri Björgunar-
félags Árborgar hlaut í gær í Hér-
aðsdómi Suðurlands eins árs fang-
elsisdóm, þar af níu mánuði skil-
orðsbundna, fyrir fjárdrátt,
umboðssvik og peningaþvætti í
starfi sínu fyrir björgunarsveitina.
Var hann fundinn sekur um að hafa
dregið sér eða látið björgunarsveit-
ina greiða 17,7 milljónir fyrir eigin
útgjöld.
Var maðurinn fundinn sekur um
fjárdrátt með því að hafa í á fimmta
hundrað skipti annað hvort dregið
sér fjármuni af reikningum félags-
ins, eða fyrir umboðssvik með því að
hafa skuldbundið félagið með því að
nota kreditkort félagsins. Nánar er
sagt frá dóminum á mbl.is.
Gjaldkeri
dæmdur