Morgunblaðið - 11.07.2020, Side 10

Morgunblaðið - 11.07.2020, Side 10
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Síðastliðinn miðvikudag tilkynnti Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkis- lögreglustjóri nokkrum starfs- mönnum embættisins að hækkun á grunnlaunum þeirra yrði aftur- kölluð. Veitti hún þeim sjö daga frest til að óska frekari skýringa eða gera athugasemdir. Með því ógildir Sigríður Björk samninga sem emb- ættið gerði í tíð forvera hennar, Haraldar Johannessen, en hann lét af starfi ríkislögreglustjóra um ára- mótin. Málið snýst í fáum orðum um til- færslu yfirvinnu inn í grunnlaun og samsvarandi hækkun lífeyris í framtíðinni vegna hærri grunn- launa. Dæmi er um að grunnlaun hækki úr 659 þúsund í 1.022 þúsund og líf- eyrir úr 573 þúsund í 889 þúsund en hækkunin fer eftir starfsaldri. Að mati yfirlögregluþjóna breyt- ast heildarlaun lítið með þessari breytingu. Hins vegar hækki líf- eyrisgreiðslur. Kostnaður ríkislög- reglustjóra breytist lítið en lífeyris- greiðslur hækki hins vegar. Ræddu um launakjörinn Það var í maí í fyrra sem Óskar Bjartmarz, formaður Félags yfirlög- regluþjóna og starfsmaður Ríkislög- reglustjóra, hitti Harald Johannes- sen að máli til að ræða um launakjör aðstoðar- og yfirlögregluþjóna hjá embættinu. Þremur mánuðum eftir fundinn með Haraldi, eða 26. ágúst, gerði embætti ríkislögreglustjóra samn- ing við viðkomandi starfsmenn um endurskoðun á launakjörum. Samkomulagið tók gildi við út- borgun launa 1. september sl. Óskar taldi málið þá frágengið og rakti tilurð samningsins, og aðkomu sína að málinu, á fundi með ráðu- neytisstjóra í dómsmálaráðuneyt- inu 24. september síðastliðinn. Úlfar Lúðvíksson, formaður Lög- reglustjórafélags Íslands og lög- reglustjóra á Vesturlandi, gerði hins vegar athugasemdir við sam- komulagið í bréfi til dómsmálaráðu- neytisins 7. október. Meðal annars gagnrýndi Úlfar að samkomulagið fæli í sér að aðstoðar- og yfirlög- regluþjónarnir yrðu með hærri laun en 7 af 9 lögreglustjórum landsins. Óskar segir þetta rangt. Þannig hafi aðeins tveir yfirlögregluþjónar haft hærri laun en lögreglustjórar og þar munað sáralitlu, aðeins nokkrum þúsundum. Óskar og Snorri Magnússon, for- maður Landssambands lögreglu- manna, fóru því næst á fund með ráðuneytinu 25. október og skýrðu sjónarmið sín frekar. Hinn 11. nóvember funduðu þeir með Ás- laugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra og Hauki Guð- mundssyni ráðuneytisstjóra. Var það skilningur Óskars og Snorra að ráðherra myndi láta samkomulagið standa. Hvorki ráðherrann né ráðu- neytisstjórinn hefðu gert nokkrar athugasemdir við samkomulagið. En ráðuneytið hafði þá hinn 17. október óskað upplýsinga um samn- ingana hjá ríkislögreglustjóra og bárust svör 29. október. „Þau sögðu að málinu væri lokið. Það er að segja að formaður Lög- reglustjórafélags Íslands fengi það svar að ráðuneytið myndi ekki aðhaf- ast frekar,“ segir Óskar um fundinn í ráðuneytinu með ráðherranum. Þá hafi Haukur ráðuneytisstjóri haft samband við fjármálaráðuneytið og fengið það svar að það gerði held- ur ekki athugasemdir. Þau tíðindi urðu síðan að Haraldur hætti sem ríkislögreglustjóri um síð- ustu áramót. Við embættinu tók Sig- ríður Björk, en hún var áður lög- reglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Málinu væri ekki lokið Óskar segir málið þá hafa tekið nýja stefnu. „Síðan gerist ekkert í málinu fyrr en um mánaðamótin jan- úar og febrúar að ég frétti af því að málinu sé ekki lokið. Það frétti ég hjá Arinbirni Snorrasyni, formanni Lög- reglufélags Reykjavíkur. Við hitt- umst og þá kom fram í óspurðum fréttum að málið væri enn í skoðun hjá ráðuneytinu,“ segir Óskar. Í tilefni af þessu fór Óskar til fund- ar við Hauk ráðuneytisstjóra 20. febrúar síðastliðinn. Haukur hafi þá svarað því að unnið væri að svari til Lögreglustjórafélags Íslands. Við það tilefni spurði Óskar hvort hann myndi fá afrit af svari ráðuneytisins til lögreglustjórafélagsins. Haukur hafi sagst mundu beita sér fyrir því. „Rúmum tveimur mánuðum síðar, eða í lok apríl, tilkynnti ráðuneytið með bréfi til Sigríðar Bjarkar að mál- inu yrði lokið með allt öðrum hætti en lagt var upp með í nóvember,“ segir Óskar, sem fékk afrit bréfsins 7. maí. Um það leyti kallaði hann eftir gögn- um og rökstuðningi úr ráðuneytinu. Boðið að fara upp um þrep Þegar endurskoðun ráðuneytisins lá fyrir boðaði Sigríður Björk þá starfsmenn til fundar sem fengið höfðu launabreytinguna í ágúst sl. Taldi hún þó í fyrstu rétt að funda með hverjum og einum sem málið varðaði, enda væri um einstaklings- bundna samninga að ræða. Sigríður Björk hafði þá falið lög- manni að skoða málið, en hún taldi líklegt að dómsmál myndu rísa vegna þessa. Meðal annars þyrfti að skoða stöðu þeirra sem hefðu fengið samn- ing en hefðu látið af störfum. Þá upp- lýsti hún í bréfi til Óskars að fjöldi stjórnenda hjá öðrum lögregluemb- ættum hefði óskað eftir sömu kjörum og því væri um mikla hagsmuni að tefla fyrir ríkissjóð. Jafnframt hefði lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæð- inu þá samþykkt beiðni hennar um að Helgi Valberg Jensson, aðallög- fræðingur lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu, skyldi vinna með embættinu í málinu. Hann hefur nú verið ráðinn til hennar hjá Ríkis- lögreglustjóra. Felur í sér hreinsanir „Sigríður Björk hefur boðað mikl- ar breytingar hjá ríkislögreglustjóra. Hún kallar það ekki hreinsanir en stöður verða auglýstar og nýir menn eiga að koma inn,“ segir Óskar og vísar til tölvupósta. Óskar lýsir fundi Sigríðar Bjarkar með yfirlögregluþjónum síðastliðinn miðvikudag með þessum orðum: „Þar kom fram að samkvæmt lögfræðiáliti [frá Forum lögmönnum] myndi hún afturkalla þessa samn- inga. Þeir hefðu ekki verið löglega gerðir og að þeim yrði breytt um mánaðamótin maí og júní. Hins veg- ar bauð hún okkur að fara upp um sex launaþrep en draga úr auka- vinnu. Áður en samningarnir voru gerðir vorum við með 50 tíma í auka- vinnu og lagði hún til að aukavinnan yrði 42 tímar. Við hefðum verið með orlof á aukavinnunni en yrðum ekki með það framvegis,“ segir Óskar. Vildi samningana feiga Hann telur einsýnt að fyrir Sigríði Björk hafi ekki einungis vakað að kynna sér samningana heldur hafi hún frá upphafi viljað rifta þeim. „Hún sagði starfsmönnum hjá lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu í haust að forysta Lögreglustjóra- félags Íslands væri að fara á fund hjá lífeyrissjóðnum út af þessu máli. Hún var búin að lýsa því yfir að svona samningar væru ekki í mynd- inni hjá hennar fólki hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Það er kjarni málsins. Manneskj- an hefur allan tímann leynt og ljóst unnið að því að afnema þessa samn- inga með öllum þeim ráðum sem hún telur sig hafa,“ segir Óskar um þátt Sigríðar Bjarkar í málinu. Rógsherferð og valdatafl Að mati Óskars á andstaðan við samninga Haraldar rætur í valdabar- áttu innan lögreglunnar. Má í þessu efni rifja upp viðtal Morgunblaðsins við Harald Johannessen 14. septem- ber síðastliðinn. Sagði Haraldur þá að gagnrýnin á embættið væri hluti af markvissri rógsherferð. Markmið- ið væri að hrekja hann úr embætti. Í því skyni væri rangfærslum vísvit- andi dreift sem og rógburði um hann. Óskar víkur því næst að „herferð Lögreglustjórafélags Íslands gegn Haraldi varðandi vantraustsyfirlýs- inguna á hendur honum“. „Að mínu mati er nokkuð ljóst að það var ekki tilviljun að hún birtist sama dag og vantraustsyfirlýsing Landssambands lögreglumanna á hendur Haraldi. Að vantrausti Landssambands lögreglumanna stóð formaður Lögreglufélags Reykjavík- ur, Arinbjörn Snorrason, sem svo vill til að er í yfirstjórn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og nú í yfir- stjórn Ríkislögreglustjóra með Sig- ríði Björk,“ segir Óskar, sem telur að annaðhvort hafi Sigríður Björk eða Úlfar verið í beinu sambandi við for- mann Lögreglufélags Reykjavíkur í aðdraganda samþykktar Lands- sambands lögreglumanna. Gerðu ekki athugasemdir Þá nefnir Óskar að Árni Stefán Jónsson, stjórnarmaður í Lífeyris- sjóði ríkisstarfsmanna, hafi lýst því yfir að það væri ekkert óeðlilegt við samkomulagið við yfirlögregluþjóna. Að sama skapi hafi Harpa Jóns- dóttir, framkvæmdastjóri sjóðsins, sagt í fjölmiðlum að hún gerði ekki athugasemdir við samkomulagið. „Þrátt fyrir að lögreglustjórarnir væru að reyna að hafa áhrif á sjóðinn var niðurstaða sjóðsins að þetta stæðist allt saman. Það er alþekkt í opinbera geiranum að yfirvinna sé færð inn í mánaðarlaun starfs- manna,“ segir Óskar. Óskar kveðst hafa hugleitt hvort Sigríður Björk kunni að hafa brotið persónuverndarlög þegar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fól Talna- könnun að kanna launakjör tiltek- inna starfsmanna hjá annarri stofnun. Hann hafi upplýsingar um að einn starfsmannanna hafi ekki verið spurður leyfis. Áslaug Arna sagði við mbl.is í gær að hún tæki mark á lögfræðiáliti um að Haraldur hefði ekki haft heimild til að gera samningana. Hún vildi ekki ræða málið frekar að svo stöddu. Forum lögmenn unnu álit um samn- ingana fyrir Sigríði Björk. Launadeila hluti af valdabaráttu  Formaður Félags yfirlögregluþjóna segir nýjan ríkislögreglustjóra hafa viljað ógilda launasamning  Dómsmálaráðuneytið hafi gefið til kynna að samningarnir myndu standa en síðan skipt um skoðun 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 2020 Með samkomulaginu 26. ágúst bauð Ríkislög- reglustjóri þeim yfirlögregluþjónum sem það vildu að færa yfirvinnugreiðslur sem samsvara 50 klukkustundum, sem greiddar voru mánaðarlega, inn í föst mánaðarlaun. Sam- komulagið væri í samræmi við stofnana- samning embættisins og Landssambands lögreglumanna og að höfðu samráði við Fjár- sýslu ríkisins. Utan dagvinnu skyldu þeir fá þrjár klukku- stundir í yfirvinnu mánaðarlega en ekki frek- ari greiðslur nema eitthvað sérstakt kæmi upp á, svo sem náttúruhamfarir. Upplýsingar um áhrif samninganna komu fram í svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar þingmanns: „Mat á hlutfallslegri hækkun lífeyris hjá B-deild LSR vegna réttinda yfirlögregluþjóna og aðstoðar- yfirlögregluþjóna hjá embætti ríkislögreglustjóra byggist á upplýsingum sem ráðuneytið fékk frá Fjársýslu ríkisins, LSR og Talnakönnun hf. Niðurstaðan er að skuldbindingar miðað við launin áður en samkomulagið var gert voru 563 millj. kr. en verða 872 millj. kr. miðað við launin samkvæmt samkomulaginu. Samkomulag ríkis- lögreglustjóra leiðir því til hækkunar um 309 millj. kr. vegna umræddra starfsmanna. Hlut- fallsleg hækkun lífeyris þeirra af fyrrgreindum ástæðum nemur því um 55%,“ sagði m.a. í svari ráðuneytisins varðandi þetta mál. Hækka um 309 milljónir ÚTREIKNINGAR Á ÁHRIFUM SAMNINGANNA Morgunblaðið/Árni Sæberg Yfirlögregluþjónn Óskar Bjartmarz telur deilu um laun og lífeyri ekki aðeins snúast um fjármuni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.