Morgunblaðið - 11.07.2020, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 2020
STANGVEIÐI
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Frétir hafa borist af góðri stórlaxa-
veiði í upphafi veiðitíðar í Eystri-
Rangá og að þeir komi að auki afar
vel haldnir úr hafi. Margir veiði-
menn hafa verið lukkulegir yfir
sannkölluðum boltafiskum sem þeir
hafa haft hendur á þar í ánni. En
veiðimenn hafa ekki bara verið að
veiða þar stóra fiska heldur líka
marga enda trónir áin á toppnum
sem gjöfulasta veiðisvæðið á land-
inu. 504 laxar veiddust þar í liðinni
viku, að meðaltali fjórir laxar á stöng
á dag.
„Í fyrra var líka mjög góð stór-
laxaveiði en þá veiddust hér átta
hundruð stórlaxar,“ segir Gunnar
Skúli Guðjónsson veiðivörður við
Eystri-Rangá. „Það hefur verið mik-
ið af stórlaxi hér undanfarin ár og
það hefur verið lagt í að rækta hann
upp. Sem hefur heppnast vel.
En allur fiskur virðist vera mjög
vel haldinn hér núna, smálaxinn al-
veg upp í þrjú og hálft kíló, algjörir
bolta-hængar,“ bætir hann við og að
lax sé orðinn nokkuð vel dreifður um
ána þótt vissulega sé einhver munur
á milli svæða. Langflest svæði séu
inni núna en dagamunur á þeim og
meiri fiskur á sumum en öðrum.
Gunnar segir að í veiðinni nú
undanfarna viku hafi smálaxinn ver-
ið í aðalhlutverki. „En ég var sjálfur
með útlendinga uppi á svæði sjö í
gær. Við fengum átta laxa og þar af
sex stórlaxa, sem fóru allir í klak-
kistu. Fiskar frá 74 cm upp í 90 cm
hæng. Það var svaðaleg veiði. Og
veiðimennirnir heldur betur
ánægðir.“
Gunnar segir að góðar fréttir af
veiðinni fyrstu vikurnar hafi hjálpað
við að selja vel þau leyfi sem til voru.
„Áin var mjög vel seld fyrir
sumarið en vegna COVID-19 fóru
mjög margar af þeim pöntunum. En
nú hafa margir Íslendingar verið að
veiða. Það hefur verið svolítið af
Mið-Evrópubúum að veiða hér
undanfarið, þó ekki mikið af útlend-
ingum en nú eru Bretar að mæta.“
Þar hjálpar mikið að búið að er af-
létta þeirri kvöð að þeir verði að fara
í sóttkví er þeir snúa aftur heim.
Aðeins á flugu í Eystri-Rangá
Sú breyting hefur verið gerð á
veiðinni í Eystri-Rangá að nú er að-
eins veitt á flugu, til 20. ágúst.
„Og það er kvóti, menn mega bara
taka fjóra smálaxa á vakt á stöng og
allur stórlax þarf að fara í klakkistur
eða út í aftur.“ Áhersla er lögð á að
koma stórum hrygnum í klakkistu
en stundum eru menn ekki nálægt
þeim þegar þeir landa þeim stóru og
þá ber að sleppa þeim.
Þegar spurt er hvort hópur við-
skiptavina hafi breyst við þessa
breytingu, að aðeins megi veiða á
flugu, segist Gunnar ekki mikið hafa
séð það enda geti þeir sem vilji veiða
á maðk bara mætt undir lok ágúst.
„En þetta er mikil breyting, til
batnaðar, og mikið af fiski er sleppt.
Bæði smálaxi og stórlaxi.“
Tökuleysi síðustu daga
Fínasti gangur hefur verið í lax-
veiðinni við Urriðafoss í Þjórsá. Þar
voru menn að fá tæplega þrjá laxa á
stöng í liðinni viku en veitt er á fjór-
ar. Vikan þar á undan var enn betri
en þá veiddust rúmlega fjórir á
stöng að meðaltali.
Veiðimenn sem hafa verið í góðum
veiðiám á Suðvestur- og Vesturlandi
síðustu daga segja annars svipaðar
sögur, af laxi sem fer hratt upp árn-
ar og tekur illa. Veiðimenn sem voru
í Elliðaánum í gær sögðust hafa reist
fiska á nokkrum stöðum og tyllt í, en
ekki nema þremur var landað á
vaktinni. Síðustu holl í Þverá og
Kjarrá fengu þannig fáa fiska, þótt
talsvert sé sýnilega gengið í ána, en
heimamaður í Aðaldal fyrir norðan,
sem rætt var við, hafði áhyggjur af
„Drottningunni“, Laxá. Þar fréttist
af hollum sem fá afar lítið og vikutöl-
ur sýna að miðað við að veitt sé á 17
stangir í ánni sé dagveiðin á stöng
ekki nema þriðjungur úr laxi.
Tínast inn 20-pundarar
Það tínast inn fregnir af veiði-
mönnum sem hafa náð að landa fisk-
um yfir hundrað cm löngum, og þar
með í 20-punda flokknum. Þrír slíkir
eru komnir úr Blöndu, þar sem í
fyrsta skipti er aðeins veitt á flugu.
Þann síðasta veiddi írskur veiðimað-
ur sem verður níræður eftir nokkrar
vikur, 100 cm langan hæng sem tók
flugu hans á svæði tvö í ánni. Fyrr í
vikunni veiddi Breti 105 cm hæng á
Breiðunni að norðan og þá hafði 101
cm hrygna veiðst í ánni. Þrír í þess-
um stærðarflokki hafa þegar veiðst
á Nesveiðum í Aðaldal, sá lengsti
107 cm og á náði handboltakappinn
Aron Pálmarsson einum 104 cm.
Hægt er að fylgjast með lista yfir
þessa stórfiska á vefsvæðinu
Sporðaköstum á mbl.is.
Þar sagði í gær af fínni veiði í
Veiðivötnum í sumar en þegar hefur
um 9.000 silungum verið landað, ríf-
lega 5.700 bleikjum og um 3.000 urr-
iðum; flestir koma úr Snjóölduvatni.
Ljósmynd/Bjarni Júlíusson
Boltalax Hinn reyndi veiði- og leiðsögumaður Ásgeir Heiðar með sannkallaðan boltalax, vel yfir 20 pundum, sem
hann veiddi á ómerktum stað í Eystri-Rangá í vikunni. Þeir Bjarni Júlíusson fengu níu laxa á stöngina á einni vakt.
Svaðaleg veiði – og
veiðimenn ánægðir
Góð byrjun í Eystri-Rangá Vænir laxar og fjórir á stöng
Afl ahæstu árnar
Heimild: www.angling.is
0 250 500 750
Staðan 8. júlí 2020
Veiðistaður
Stanga-
fjöldi Veiði
10. júlí
2019
11. júlí
2018
Eystri-Rangá 18 667 405 216
Urriðafoss í Þjórsá 4 589 502 718
Norðurá 15 404 83 834
Ytri-Rangá & Hólsá, vesturbakki 18 328 164 401
Þverá - Kjarrá 14 275 140 1186
Haffjarðará 6 217 133 487
Miðfjarðará 6 177 202 515
Langá 10 153 51 346
Laxá í Kjós 6 136 42 276
Laxá á Ásum 4 131 54 172
Elliðaárnar 6 119 153 325
Hofsá og Sunnudalsá 6 103 54 97
Blanda 8 101 175 417
Laxá í Leirársveit 6 97 34 176
Laxá í Aðaldal 17 95 114 175
Liðsmenn Sri Chinmoy-heimsein-
ingar Friðarhlaupsins hlupu í gær
með logandi friðarkyndil í kringum
Reykjavíkurtjörn. Hófst hlaupið á
miðnætti í fyrrinótt og lauk á mið-
nætti í nótt.
Upphafs- og endapunktur
hlaupsins var við Friðartréð, við
styttuna af skáldinu Tómasi Guð-
mundssyni. Markmið hlaupsins var
að efla alþjóðlega vináttu, sátt og
samlyndi, að því er segir í tilkynn-
ingu frá Sri Chinmoy.
Friðarhlaupið hefur allt frá
stofnun þess árið 1987 farið árlega
um allan heim með logandi kyndil,
sem tákn friðar.
Sólarhringshlaup
í þágu friðarins
Morgunblaðið/Eggert
Friðarhlaup Hlaupið var í kringum
Reykjavíkurtjörn í sólarhring.
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Skipholti 29b • S. 551 4422
Fylgið okkur á facebook
NÝTT
NETVERSLUNLAXDAL.IS
SUMAR
YFIRHAFNIR
HEILSÁRSYFIRHAFNIR
ALLT AÐ 50% AFSL.
ÚTSALA - ÚTSALA
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
ÚTSALA
MEIRI VERÐLÆKKUN
40-60%
AFSLÁTTUR
SKOÐIÐhjahrafnhildi.is
Rangt var farið með föðurnafn Ingi-
bjargar Sverrisdóttur, nýs formanns
Félags eldri borgara í Reykjavík, í
grein minni í Morgunblaðinu 7. júlí
síðastliðinn.
Um leið og ég óska Ingibjörgu vel-
farnaðar í starfi biðst ég velvirð-
ingar á mistökunum.
Hjörleifur Hallgríms.
Ingibjörg er
Sverrisdóttir
LEIÐRÉTT
Allt um
sjávarútveg
Atvinna