Morgunblaðið - 11.07.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.07.2020, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 2020 Við Fellsmúla | Sími: 585 2888 ÚRVAL ÚTILJÓSA „Mér finnst þetta ótrúlega spennandi og skemmtilegt, að blanda hópum saman. Allir þekkjast og það verður svolítil stemning á kaffistofunni,“ segir Steinunn G. Einarsdóttir, stjórnarformaður Skúrinnar, nýrrar samfélagsmiðstöðvar á Flateyri. Skúrin, sem er stytting á kven- kynsnafnorðinu beitningaskúr, verð- ur fyrirtækjahótel sem leigir út skrif- stofuaðstöðu og frumkvöðlasetur. Hluthafar í Skúrinni eru Ísafjarðarbær og Lýðskólinn á Flat- eyri auk 34 fyrirtækja, sem leggja fé- laginu til 7 milljónir í hlutafé. Var markmiðið að safna 5 milljónum í hlutafé á móti 11 milljóna lánsvilyrði frá Landsbankanum til fjármögnunar á félaginu en Flateyringar gerðu gott betur og getur félagið því lækkað fyr- irhugaða lántöku sem þessu nemur, að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu um félagið nýja. Skúrin mun hýsa höfuðstöðvar Lýðskólans, skrifstofu Ísafjarðar- bæjar, skrifstofu fyrir hverfisráð Ön- undarfjarðar og skrifstofu verk- efnastjóra ríkisstjórnarinnar um málefni Flateyrar. Þá verður í Skúrinni aðstaða fyrir framkvæmdastjóra Lánasjóðs sveitarfélaga ásamt aðstöðu fyrir hin ýmsu fyrirtæki og sjálfstætt starf- andi einstaklinga sem búa á Flateyri eða dvelja þar reglulega. Skúrin er til húsa í gömlu símstöð- inni á Flateyri, í Ólafstúni, og vísar nafnið, sem er vestfirskt að uppruna, sem áður segir til beitningaskúrs. Skráð dæmi um þessa orðmynd eru þó einungis tvö, úr ársriti Ísfirðinga frá 1960 og í grein eftir Skúla Thor- oddsen í Þjóðviljanum gamla frá þeim tíma sem hann var sýslumaður Ísafjarðarsýslu skömmu eftir alda- mótin 1900. Fyrirtækjahótel stofnað á Flateyri Ljósmynd/Skúrin Skúrin Hluthafar Skúrinnar hittust á stofnfundi á fimmtudag. Ísafjarðarbær og Lýðskólinn á Flateyri eru þar á meðal en hluthafar eru 36 talsins. Skúrin verður eins konar fyrirtækjahótel og verður opnuð 1. september.  Hægt að leigja skrifstofu í Skúrinni Snorri Másson snorrim@mbl.is Það tekur tvær sekúndur að spenna beltið og það er til mikils að vinna, eins og veltendur komast að raun um með æ meiri nákvæmni eftir því sem veltibílarnir verða nýrri. Nýr veltibíll hefur tekið við keflinu af hinum gamla, sem var þó ekki eldri en frá 2015. Hins nýja bíður ærið starf verði umfang embættisverkanna sam- bærilegt því sem var hjá hinum, en hann er sagður hafa velt um 64.000 manns á hálfum áratug. Það, í 40.000 veltum. Veltibíllinn er verkefni á vegum Brautarinnar, bindindisfélags öku- manna, en dyggilega styrkt af alls kyns fyrirtækjum, einna helst bíla- umboðinu Heklu, sem útvegar bíl- inn. Það er sælla að gefa en að þiggja en þetta árið er gleðin að einhverju marki málum blandin hjá bílakaupmönnunum, segir Guð- mundur Karl Einarsson glettinn. „Það vill svo til að þetta er fyrsti Golfinn af 8. kynslóð sem er fluttur til landsins. Hann er svo nýr að þeir eru enn ekki farnir að mega selja hann,“ segir Guðmundur, sem er gjaldkeri stjórnar hjá Brautinni. Hann áréttar að auðvitað hafi Heklumönnum auðvitað bara fund- ist það skemmtilegt að fyrsti Golf A8 2020 yrði nýr veltibíllinn. Þetta forskot á sæluna helgast af því að bíllinn er fluttur inn vélarlaus fyrir þetta sérstaka hlutverk. Hefur velt 360 þúsund manns Nýr veltibíll ferðast síðan um á nýjum fararkosti. Áður var hann á kerru en nú hefur hann eignast sinn eigin vörubíl. Á honum getur hann ferðast um landið og kennt fólki „hversu miklu máli það skipt- ir að vera í belti. Hann veltur hægt og þá finnur fólk í senn hvernig beltið togar í en um leið hve vel þau halda þér,“ lýsir Guðmundur. Frá því að þetta verkefni fór af stað hefur veltibíllinn velt um 360.000 manns. Sigurður Ingi Jóhannsson, sam- göngu- og sveitarstjórnarráðherra, vígði nýja veltibílinn fyrir utan Perluna í fyrradag ásamt öðrum aðilum er að málinu koma. Eftir veltuna Sigurður Ingi vígði nýja veltibílinn fyrir utan Perluna. Ráðherra á hvolfi í Golfi  Nýr veltibíll er fyrsti Golf A8 2020 á landinu Morgunblaðið/Eggert Kynning Verkefnið var kynnt við Perluna að viðstöddu fjölmenni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.