Morgunblaðið - 11.07.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.07.2020, Blaðsíða 22
BAKSVIÐ Pétur Hreinsson peturh@mbl.is Starfandi fólki í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð hefur fækkað verulega á undanförnum misserum og hafði sú þróun raunar þegar átt sér stað fyrir heimsfaraldur kórónu- veiru. Sé litið til marsmánaðar sést að fækkaði um 11,5% í samanburði við sama mánuð í fyrra en þessi neikvæða þróun var þegar hafin haustið 2019 eins og sjá má á myndinni hér til hliðar. Þá hefur at- vinnuleysi á með- al iðnaðarmanna á þessu sviði auk- ist. Samkvæmt tölum frá Vinnu- málastofnun var atvinnuleysi í greininni 9,3% í mars í ár en var 3,5% í sama mánuði í fyrra. 42% fækkun fram að fokheldu Í talningu Samtaka iðnaðarins frá því í febrúar og mars kemur enn fremur fram að íbúðum á fyrstu byggingarstigum, fram að fokheldu, hafi fækkað um 42%, sem er að sögn Ingólfs Bender, aðalhagfræðings SI, skýr birtingarmynd þeirrar nið- ursveiflu sem fram undan er. Þá sjái samtökin þessa þróun einnig skýrt í atvinnuvegafjárfestingu, sem hafi dregist mikið saman undanfarið. Ingólfur segir að lækkun vaxta og bætt aðgengi að fjármagni til fram- kvæmda hjálpi til við að draga úr samdrættinum í fjárfestingum. Hagstjórnaraðgerðir í þá veru undanfarið dragi því úr niðursveifl- unni. Það geri einnig aðgerðir hins opinbera sem miðað hafa að því að létta álögum af fyrirtækjum og skapa hagkerfinu viðspyrnu með m.a. auknum opinberum fjárfesting- um. Í þessu sambandi segir Ingólfur að fjárfestingarátak stjórnvalda sem birtist í nýsamþykktri þings- ályktun um samgönguáætlun sé já- kvætt, en gert er ráð fyrir að 8.700 störf verði til í tengslum við fram- kvæmdirnar á næstu fimm árum. Þá hafa stjórnvöld áform uppi um frekara fjárfestingarátak á tíma- bilinu 2021-2023 fyrir allt að 60 milljarða króna. Þar koma til greina ýmis verkefni í samgönguinnviðum sem hafa verið í undirbúningi, m.a. í vegagerð. „Þetta hjálpar í byggingageiran- um og hagkerfinu í það heila en þetta kemur ekki í veg fyrir niður- sveifluna. Það er verið að draga úr dýpt hennar og skapa störf og við- spyrnu fyrir efnahagslífið, sem er svo mikilvægt um þessar mundir,“ segir Ingólfur og ítrekar að nú sé tíminn til þess að ráðast í innviða- uppbyggingu, en með því sé dregið úr fjárfestingarslaka sem myndast hafi hér á síðustu árum og byggt undir hagvöxt framtíðarinnar. Apríl og maí líta verr út Hann hefur aftur á móti áhyggjur af miklu atvinnuleysi og í því sam- bandi fyrrnefndri þróun um fjölda starfandi í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð. „Tölurnar sýna hvað það var komin mikil niðursveifla við upphaf Covid-19. Það er klárt mál að mánuðirnir á eftir, apríl og maí, líta verr út,“ segir Ingólfur og tekur fram að litið til næstu missera sé stóra verkefnið það að draga úr miklu atvinnuleysi með því að efla samkeppnishæfni fyrirtækja og skapa þannig störf. „En ég hef áhyggjur af haustinu þegar við sjáum áhrifin af sam- drættinum í hagkerfinu og slæma stöðu margra fyrirtækja birtast í minni fjárfestingu einkaaðila. Ég reikna með að tölur haustsins verði ljótar. En hversu ljótar þær verða fer m.a. eftir hagstjórnaraðgerðun- um og virkni þeirra. Þetta fer eftir því hversu mikið við náum að koma hagkerfinu af stað,“ segir Ingólfur. Hefur áhyggjur af haustinu Atvinnuleysi og fjöldi starfandi í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð Mars 2018 til mars 2020 1.600 1.200 800 400 0 -400 -800 -1.200 -1.600 9% 8% 7% 6% 5% 4% 3% 2% 1% Mars 2018 Júní 2018 Sept. 2018 Des. 2018 Mars 2019 Júní 2019 Sept. 2019 Des. 2019 Mars 2020 Fjöldi starfandi í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, breyting frá sama mánuði árinu áður, fjöldi og % 1.682 15,1% 1.242 9,6% 825 6,5% 808 6,3% 577 4,5% 502 3,6% 135 1,0% -391 -2,8% -1.538 -11,5% Atvinnuleysi í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, fjöldi atvinnulausra og atvinnuleysi í % 314 2,4% 257 1,8% 264 1,9% 359 2,5% 481 3,5% 502 3,3% 503 3,5% 768 5,4% 1.220 9,3% Breyting á fjölda starfandi í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð frá sama mánuði árinu áður Atvinnuleysi í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð í % Heimild: Hagstofan/VMST  Niðursveiflan í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð hófst fyrir kórónuveiru- faraldurinn  Atvinnuleysi í greininni 9,3% í mars  Fjárfestingarátak hjálpar Ingólfur Bender 22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 2020 Glucosamine & Chondroitin Complex Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna. Efni sem bæklunarlæknarmæla með Nú á bætiefnaformi Þetta bætiefni inniheldur glúkósamín og kondtrótín súlfat en þessi tvö efni hafa reynst mörgum vel fyrir liðina. Dagsskammtur inniheldur 1000 mg af glúkósamíni og 200 mg af kondrótíni ásamt engifer, túrmerik, C-vítamíni og rósaldin (rosehips). C -vítamín stuðlar að eðlilegri myndun kollagens fyrir eðlilega starfsemi brjósks. 11. júlí 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 140.14 Sterlingspund 177.14 Kanadadalur 103.79 Dönsk króna 21.301 Norsk króna 14.941 Sænsk króna 15.263 Svissn. franki 149.3 Japanskt jen 1.3051 SDR 194.17 Evra 158.7 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 188.534 Hrávöruverð Gull 1812.45 ($/únsa) Ál 1619.0 ($/tonn) LME Hráolía 43.3 ($/fatið) Brent ● Úrvalsvísitala Aðallista Kaup- hallar Íslands lækk- aði um 0,33% í gær. Mest lækkuðu bréf Reita, eða um 2,97% í 62 milljóna króna viðskiptum. Var gengi félagsins í lok dags í gær 52,2 krónur á hvern hlut. Næst mesta lækkunin varð á bréfum Haga, en þau lækkuðu um 2,04% í 115 milljóna króna við- skiptum. Gengi félagsins er nú 47,9 krónur hver hlutur. Þriðja mesta lækkun gærdagsins varð á bréfum fasteigna- fyrirtækisins Eikar, en þau lækkuðu um 1,7% í 26 milljóna króna viðskiptum. Er gengi félagsins nú 6,93 krónur á hlut. Fimm félög hækkuðu í verði á mark- aðnum í gær. Mesta flugið var á bréfum Icelandair, en þau hækkuðu um 5,75% í fjögurra milljóna króna viðskiptum. Er gengi félagsins nú 1,84 krónur á hvern hlut. Næst mest hækkuðu bréf í trygg- ingafélaginu Sjóvá, eða um 2,5% í 14 milljóna króna viðskiptum. Gengi fé- lagsins var í lok gærdagsins 20,5 krón- ur á hvern hlut. Þriðja mesta hækkunin varð svo á bréfum í Kviku banka, eða um 2,22% í 226 milljóna króna við- skiptum. Gengið er nú 10,14 á hlut. Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,33% í gær Flug Icelandair hækkaði mest allra félaga. STUTT Í ljósi bágrar stöðu flugfélaga um allan heim segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, að það sé óhugsandi að flugfreyjur félagsins fari í verkfall. Flugfreyjufélag Ís- lands felldi með afgerandi hætti nýj- an kjarasamning í vikunni. Í kjölfar- ið sagði formaður félagsins, Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, við mbl.is í vik- unni að engar þreifingar um verkföll hafi átt sér stað. „Nei ég hef enga trú á því,“ segir Bogi spurður um hvort hann óttist verkföll flugfreyja þegar flugleiðir opnast enn frekar „Við verðum að fljúga allar þær flugferðir sem eru arðbærar og ég trúi því ekki að ein- hver starfsmaður hér láti sér detta í hug að koma í veg fyrir það,“ segir Bogi í samtali við Morgunblaðið. „Nú eru flugfélög almennt í björg- unaraðgerðum. Ef starfsmenn ætla að koma í veg fyrir það með ein- hverjum hætti þá hugsa ég þá hugs- un ekki til enda,“ segir Bogi. Spurður hvort viðræður við önnur stéttarfélög hafi átt sér stað segir Bogi að í ljósi þess að samningum var hafnað skoði félagið nú allar leið- ir en að ekki hafi verið hugsað fyrir því hvort félagið hyggist leita til verktaka ef til verkfalls komi. „Eins og ástatt er hjá flugfélögum um allan heim núna þá er óhugsandi að starfsmönnum detti í hug að fara í verkfall. Því hefur ekki verið hugsað fyrir slíku, hvorki með verktöku né öðru,“ segir Bogi Nils. peturh@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Verkfall Bogi Nils Bogason hefur ekki trú á verkfalli flugfreyja. Óhugsandi að af verkfalli verði  Ekki verið hugsað fyrir verk- falli með verktöku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.