Morgunblaðið - 11.07.2020, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 11.07.2020, Qupperneq 23
FRÉTTIR 23Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 2020 Dreifir sér sífellt hraðar  Enn ætti að vera hægt að ráða niðurlögum kórónuveirunnar að mati Tedros Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) varaði við auknum dreifingarhraða kórónuveirusmits. Segir hún ástand- ið fara versnandi í flestum heims- hornum. Tedros Adhanom Ghebre- yesus, forstjóri WHO, segir ekki hafi tekist að koma böndum á veir- una, hún dreifi sér á vaxandi hraða, en 11,8 milljónir manna hafa smit- ast. Segir hann að nýsmit hafi tvö- faldast á heimsvísu undanfarnar sex vikur. Að sögn WHO eru engin merki dvínandi dreifingar Covid-19 veir- unnar sýnileg á þeim svæðum þar sem kórónuveirufaraldurinn er skæðastur nú; Bandaríkjunum, Brasilíu og Indlandi. Ghebreyesus varaði við kæruleysi því faraldurinn væri enn að sækja í sig veðrið. „Við vitum að þegar lönd ganga mót faraldrinum á faglegum for- sendum, svo sem með því að finna, einangra, skima og leita uppi hugsanlega smitbera og færa þá í sóttkví, má ná tökum á faraldrin- um,“ sagði WHO-stjórinn. Hann bætti því við að nær alls staðar í ver- öldinni hefði veiran ekki verið hamin og ástandið færi versnandi. Ghebreyesus kvaðst í gær harma að fjöldi sýkinga skyldi hafa tvöfald- ast síðustu sex vikurnar en bætti því við að enn ætti að vera mögulegt að ráða niðurlögum veirunnar. „Fjöldi dæma víðs vegar um veröldinni gef- ur til kynna að enn megi koma bönd- um á veiruna“ sagði Tedros. Gilti einu þótt veiran blossaði ákaft upp. Enn að glíma við fyrstu bylgju Í gær ákváðu bresk stjórnvöld að undanþiggja ferðalanga frá 59 lönd- um frá kröfum um að þeir færu í sóttkví við komuna til Englands. Á sama tíma og flest önnur ríki einbeita sér að sporna við hugsan- legri annarri smitbylgju eiga Banda- ríkin, Brasilía og Indland enn í erfið- leikum með að höndla fyrstu bylgjuna. Verst hafa Bandaríkin orðið fyrir barðinu á veirunni með rúmlega þrjár milljónir manna smit- aðar, eða um 1% þjóðarinnar. Veiran hefur kostað 131.000 Bandaríkja- menn lífið en dánartalan fyrir heimsbyggðina alla er um 555.000 manns. Síðasta sólarhring bættust 60.000 nýsmitaðir við í Bandaríkj- unum, 45.000 í Brasilíu og 25.000 í Indlandi. Þá hefur nýsmiti fjölgað síðustu daga í Tókýó og hafa yfirvöld áhyggjur af því að þar sé ný veiru- bylgja á ferðinni. Eftir að hafa verið ríkjandi í far- þegaflutningum í hálfa öld eru örlög breiðþotunnar Boeing 747 ráðin; smíði hennar verður senn hætt. Í þetta hefur stefnt um skeið því flug- vélasmiðurinn hafði ekki pantað neina smíðishluta þotunnar í rúmt ár. 747-breiðþotan hefur verið fram- leidd óslitið frá árinu 1968. Boeing hefur enn ekki staðfest að smíðinni verði alfarið hætt en verulega hefur dregið úr pöntun nýrra flugvéla frá Boeing. Þá hafa líklegir kaupendur 747-þotunnar valið í staðinn í vax- andi mæli 787-þotu Boeing, Draum- farann, og A350-þotu Airbus. Síðasta áætlunarflug 747 í rekstri bandarísks félags var farið fyrir þremur árum með flugi Delta-flug- félagsins frá Seúl í Suður-Kóreu til Detroit. Víða hefur notkun þotunn- ar verið hætt. KLM lagði sinni síð- ustu í mars sl. og Qantas í Ástralíu gerði slíkt hið sama stuttu seinna. Áfram verður 747-þotan hryggjar- stykkið í flugvélaflota Lufthansa og British Airways. Hermt er að sú ákvörðun keppi- nautarins Airbus að leggja smíði A380-risaþotunnar á hilluna hafi flýtt ákvörðun Boeing að binda enda á smíði breiðþotunnar 747. Evrópska þotan er stærri en sú bandaríska en náði þó aldrei fót- festu sem ofurjúmbóþota. Franska flugfélagið Air France hefur nýlega lagt sínum A380-þotum eftir mun styttri tíma en 747-þotur í þjónustu þess. Fyrsta farþegaflug Boeing 747 var farið í janúar 1970, í áætlunar- flugi Pan Am frá New York til London. Á fjórða milljarð manna hafa ferðast með þotunni og af rúm- lega 1.500 sem hafa verið smíðaðar eru 450 enn í notkun. Talið er að hún eigi enn framtíð fyrir sér sem vöruflutningavél. agas@mbl.is Boeing 747-þotan líður undir lok  Framleiðslunni senn hætt AFP Vinnuhestur Boeing 747-breiðþot- an hefur sinnt ýmsum hlutverkum. Ráðgerðum kosningafundi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta í New Hampshire var frestað, að því er Hvíta húsið tilkynnti í gærkvöldi. Útifundurinn var áformaður í borginni Portsmouth en talsmaður yfirvalda sagði honum hafa verið frestað um eina eða tvær vikur vegna mikils óveðurs. Búist er við að leifar hitabeltis- stormsins Fay gangi á land í norð- austurhluta Bandaríkjanna um helgina. Trump sagðist í gær ætla að fara sér hægt í að koma í kring annarri lotu viðræðna við Kína um viðskipta- mál. Hann hefði „margt annað að sýsla um áður“. Hann hnýtti í Kín- verja vegna kórónuveirufaraldurs- ins og sagði þá hafa getað kæft veir- una í upphafi. „Þeir hefðu getað stöðvað pláguna en þeir gerðu það ekki“ sagði Trump. Frestar fundi sínum BANDARÍKIN AFP Forseti Trump gengur upp í þotuna, en hann ætlar að dvelja um helgina í Flórída. Kínverjar og Kasakar eiga í óvenju- legu áróðursstríði sín á milli. Vör- uðu Kínverjar við „óþekkti lungna- bólgu“ sem færi eins og logi um akur í Kasakstan og væri mann- skæðari en kórónuveiran. „Dánartíðni þessa sjúkdóms er miklu hærri,“ sagði kínverska sendiráðið í Kasakstan en Kasakar hafa nýlega skýrt frá því að lungna- bólgutilfellum hafi fjölgað frá byrj- un júní. Kasakar gagnrýna frumhlaup Kínverja og segja að um lungna- bólgu sé að ræða. Enn hafi veiran sem henni valdi ekki fundist en hennar sé leitað. Í héruðunum Atyrau og Aktobe ásamt borginni Shymkent hefur lungnaveikin breiðst hratt út. Ný eða ekki ný lungnabólga KASAKSTAN Vera Lynn, ein dáðasta goðsögn Breta frá árum seinna heimsstríðsins, var borin til grafar í gær, en hún náði 103 ára aldri. Breski flugherinn kvaddi hana með virktum með yfirflugi tveggja Spitfire, goðsagnakenndra orr- ustuflugvéla frá stríðsárunum. Söngkonan vinsæla er þekktust fyrir lagið „We’ll Meet Again“ sem blés mörgum hermanninum kjark í brjóst á vígvellinum á árunum 1939-45. Lagði Lynn sig fram um að heimsækja hersveitir á vígstöðvunum. Líkfylgdin lá frá æskuheimili Veru Lynn í Ditchling í Suðaustur- Bretlandi og fjölmenni veifandi breska fánanum stóð meðfram leiðinni sem kistan var flutt. agas@mbl.is Ein goðsögn kveður aðra AFP

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.