Morgunblaðið - 11.07.2020, Side 31

Morgunblaðið - 11.07.2020, Side 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 2020 ✝ ValgerðurMarinósdóttir fæddist á Akranesi 1. júní 1951. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Sóltúni 23. júní 2020. Faðir hennar var Marinó E. Árnason, f. á Ísafirði 5. nóv- ember 1912, d. 2. júní 2007. Móðir hennar var Hans- ína Guðmundsdóttir, f. á Akra- nesi 26. júní 1913, d. 27. janúar 2001. Bræður Valgerðar eru Þórir, f. 10. september 1935, nokkur ár. Hún flutti til Boston í Bandaríkjunum og bjó þar, vann og stundaði nám í verslunar- fræðum. Fluttist hún til Íslands árið 1974 og lauk stúdentsprófi frá MH í janúar 1978. Sama ár hélt hún til náms í hagfræði í University College í London. Hún útskrifaðist þaðan sem hag- fræðingur árið 1981 og fór þá í eins árs framhaldsnám í Stokk- hólmi. Við heimkomu hóf hún störf á Íslandi m.a. við kennslu og sérfræðistörf hjá Verðlags- stofnun, síðar Samkeppnis- stofnun. Árið 2005 hóf hún meistaranám í stærðfræði og kennslufræði við HR og lauk því árið 2007. Starfaði hún eftir það á fjármála- og rekstrarsviði Tryggingastofnunar ríkisins þar til hún veiktist. Útför Valgerðar fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Atli, f. 20. febrúar 1942 og Árni, f. 30 júlí 1945. Val- gerður giftist 24. apríl 1991 Guð- mundi Sigurðssyni viðskiptafræðingi, f. 20. september 1946. Barn þeirra er Guðbjörg Erla læknir, f. 10. mars 1992. Valgerður lauk gagnfræðaprófi á Akranesi áð- ur en hún fór til Englands til enskunáms árið 1968. Þar dvaldist hún við nám og störf í Móðir mín, Valgerður Marinósdóttir, lést hinn 23. júní sl. eftir langa baráttu við krabba- mein. Hún var aðeins 69 ára að aldri og hefði átt að eiga góð ár fram undan. Framtíðaráætlanir hennar báru þess vott að lífs- löngunin var fyrir hendi. Mamma elskaði alltaf að ferðast til útlanda. Þegar hún var fjórtán ára unglingur fór hún í siglingu með foreldrum sínum og ferðaðist um Norðurlöndin. Færeyjar voru fyrsta útlandið sem hún kom til. Þegar þangað var komið og hún var búin að skoða sig lítillega um sagði hún við foreldra sína: „Ef þetta eru útlönd þá er ég farin heim.“ Ekki varð þetta þó til þess að drepa áhugann á utanlandsferðum. Næstu árin og áratugina ferðað- ist hún víða um lönd, bæði til náms og skemmtunar. Oft ferð- aðist hún ein síns liðs á framandi slóðir. Þau ferðalög kenndu henni að vera sjálfstæð og var- kár. Þessu miðlaði hún til mín. Þrátt fyrir að hún hafi farið ein í ferðir var hún ekki ómannblend- in. Þvert á móti sýnir sá fjöldi kunningja og vina sem hún eign- aðist á ferðum sínum hversu mannblendin hún í raun gat ver- ið. Naut ég góðs af ferðaáhuga mömmu og var aðeins 18 mánaða gömul þegar ég fór í mína fyrstu utanlandsferð með fjölskyldunni. Að frumkvæði mömmu fórum við fjölskyldan í margar ferðir á næstu árum. Meðal annars fór- um við mamma oft saman tvær einar til London. Hafði hún búið þar og stundað háskólanám fyrir mína tíð og átti marga góða vini frá þeim tíma. Við bjuggum oft heima hjá kærum vinum hennar sem tóku okkur opnum örmum. Ég fann sterkt fyrir þeirri vin- áttu sem var þar á milli. Fyrsta ferðin til London sem við fórum tvær saman þegar ég var sex ára gömul er mér mjög minnisstæð. Þar eru ofarlega í minningunni gönguferðir um „ljónatorgið“ og að sjá allar dúfurnar. Við fórum einnig á tvo söngleiki í þeirri ferð og hvorki fyrr né síðar hef ég skemmt mér eins vel. Eins og fram hefur komið bjó mamma í útlöndum í allmörg skipti í nokkur ár. Veitti hún mér innblástur og hvatti mig með ráðum og dáð til þess að sækja mér menntun erlendis. Þegar komið var að því fyrir mig að flytja til Slóvakíu hjálpaði hún mér að finna þar íbúð. Eyddi hún drjúgum tíma á netinu við að finna góða og ódýra íbúð. Fór hún með mér út til þess að hjálpa mér við flutninginn. Ferðalagið var langt og flókið með millilend- ingu í Osló og svo var flogið til Bratislava. Þar lentum við um miðja nótt og síðan tók við þriggja tíma lestarferð til bæj- arins Martin í Slóvakíu sem varð heimili mitt næstu sex árin. Á þeim tíma studdi hún mig mikið og kom reglulega í heimsókn. Á síðari árum ræddi hún oft við mig um sjálfa sig og líf sitt og hvernig hún hafði unnið úr ýmsu sem á daga hennar hafði drifið. Náði ég að kynnast henni vel á þessum stundum sem við áttum saman. Hvatning hennar og sú reynsla sem hún miðlaði til mín mun ætíð vera mér hugleikin. Ég mun sakna hennar og stundanna sem við áttum saman. Guðbjörg Erla Guðmundsdóttir. Hlý morgunsólin strýkur allt mjúkum fingrum og þerrar tárin. (Vilborg Dagbjartsdóttir) Fyrst þegar ég sá hana Val- gerði – Vallý – vinkonu mína sumarið 1980 fannst mér hún varla vera af þessum heimi. Með sitt fallega, ljósa og síða hár nið- ur í mitti, dökkbrún á hörund og með dulrænt bros á vörum líktist hún einna helst einhverri æðri ljósveru. Þetta var þegar hún kom til sumarstarfa í bókhalds- deild Búnaðarbankans eins og hún gerði jafnan meðan hún stundaði sitt framhaldsnám er- lendis í hagfræði. Okkur varð fljótt vel til vina enda jafnöldrur með sameiginleg áhugamál og skoðanir. Þarna var ég á leiðinni að verða einstæð móðir og bar hún þá strax hag minn og vellíð- an, andlega sem líkamlega, mjög fyrir brjósti. Þetta sumar fórum við í okkar fyrstu dagsferðalög upp í Borgarfjörð og aðrar nær- sveitir Reykjavíkur og ég fann fljótt hvern mann hún hafði að geyma. Þessi ferðalög urðu síðar óteljandi, ekki síst eftir að elsti drengurinn minn fæddist. Það var gott að eiga Vallý að ef ég þurfti á hjálparhönd að halda, sem hún veitti fúslega með sinni stilltu og góðu nærveru. Hún var þá þegar heimskona, hafði búið erlendis og heimsótt fjarlæg lönd og átti vini úr öllum heims- hornum. Svo lásum við báðar mikið, rökræddum um bækur, fórum í leikhús og bíó og deild- um leyndarmálum okkar saman. Hún fór sínar eigin leiðir og lét ekki hávaða heimsins raska kyrrðinni sem ríkti umhverfis hana. Þótt tíminn liði stundum óþarflega hratt, svo langt gat orðið milli funda í annríki dag- anna og vegna langdvala erlend- is, var Vallý samt alltaf á sínum stað, traust og trygg. Sendibréf voru skrifuð og síðar tölvupóst- ar. Tólf árum eftir okkar fyrstu kynni eignuðumst við svo báðar börn á sama árinu, þá báðar 41 árs gamlar. Styrktust þá vina- böndin enn frekar og nú var hún líka með sinn góða mann, Guð- mund, sér við hlið. Hann, ásamt dótturinni Guðbjörgu Erlu, hef- ur annast Vallý af fáséðri nær- gætni og ást í löngum og erfiðum veikindum hennar. Það er með djúpu þakklæti sem ég kveð núna mína góðu, tryggu vinkonu. Hún var gædd sjaldgæfri djúphygli, greind og kyrri visku sem við gleymum aldrei. Elsku Guðmundur og Guðbjörg Erla og aðrir aðstand- endur, það er gott og gjöfult að eiga góðar minningar um ein- staka konu. Við Óli, Daði, Sigga og Finnur vottum ykkur dýpstu samúð og megi almættið styrkja ykkur og lýsa leiðina fram undan. Gróa Finnsdóttir. Ég kynntist Valgerði, sem ég ávallt kallaði Vallý, í London vor- ið 1980. Við stunduðum nám við sama skóla, en leiðir okkar lágu þó ekki saman fyrr en í vetrarlok á vorfagnaði Íslendinga. Með okkur tókst kær vinátta. Við brölluðum margt saman í London, þræddum öngstræti borgarinnar jafnt sem opin torg. Vallý var opin og glaðlynd og fólk laðaðist að henni. Hún eign- aðist vini frá öllum heimshorn- um, tók fólki eins og það var og leiddi saman. Vinahópurinn var langt í frá einsleitur og það segir meira en mörg orð um lífsviðhorf hennar og víðsýni. Hún var í anda heimsborgari og lagði sig alla tíð fram um að halda sam- bandi við vini nær og fjær. Frá London hélt hún svo sínu ferðalagi áfram, til Stokkhólms í framhaldsnám. Ég kvaddi hana í síðdegissól á rútustöð við King’s Cross, en við vissum bæði að vin- áttan væri til lífstíðar. Síðar, við endurfundi á Ís- landi, kynnti Vallý mig fyrir lífs- förunaut sínum, Guðmundi, með bros á vör og blik í auga. Dóttir þeirra, Guðbjörg Erla, nú lækn- ir, var stolt móður sinnar og ber henni fallegt vitni. Ég lærði svo margt af Vallý í gegnum árin. Hún unni alvöru bókmenntum og kynnti mig fyrir hinum og þessum höfundum; hún ræddi stjórnmál og heimsmál, stundum út frá sjónarhóli hag- fræðingsins; hún var réttsýn og jarðbundin; hennar uppáhalds- tónskáld var Vivaldi. Síðustu ár- in sýndi hún styrk og æðruleysi í erfiðum veikindum sínum. Hún var umvafin ástríki Guðmundar og Guðbjargar Erlu, sem fram á síðasta dag lásu fyrir hana, við rúmstokkinn, vönduð orð sem hún nú tekur með sér inn í eilífð- ina. Ég kveð Vallý með sorg en minnist hennar með gleði. Ásmundur Páll Ásmundsson. Valgerður Marinósdóttir HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 Ástkær eiginkona, móðir okkar, dóttir og systir, UNNUR LEA PÁLSDÓTTIR, lést á Landspítalanum föstudaginn 3. júlí. Útförin fer fram í Víðistaðakirkju þriðjudaginn 14. júlí klukkan 15. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Pétur Hörður Pétursson Sara Rós Pétursdóttir Rósa Björk Pétursdóttir Páll Kristjánsson Rósa Helgadóttir Bjarnveig Pálsdóttir Viktor Pálsson Íris Björk Pálsdóttir Bróðir okkar og vinur, EIRÍKUR SIGFINNSSON frá Stórulág, Hornafirði, Austurbrún 6, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans þriðjudaginn 7. júlí. Útförin fer fram að Fáskrúðsbakkakirkju á Snæfellsnesi fimmtudaginn 16. júlí klukkan 14. Sigurður og Páll Sigfinnssynir og aðrir aðstandendur Elskulegur eiginmaður minn og besti vinur, faðir, tengdafaðir og afi, MAGNÚS BRYNJÓLFSSON Egilsbraut 19, Þorlákshöfn, lést 7. júlí. Útförin mun fara fram í kyrrþey. Edda Ríkharðsdóttir Kristín Magnúsdóttir Vilhjálmur Kristjánsson Brynjar Ingi Magnússon Bjarnheiður Böðvarsdóttir Brynjólfur Magnússon og barnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, EMMA KOLBEINSDÓTTIR frá Eyvík í Grímsnesi, lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum á Selfossi 3. júlí. Hún verður jarðsungin frá Skálholtskirkju föstudaginn 17. júlí klukkan 14. Sigrún Reynisdóttir, Þórarinn Magnússon, Kolbeinn Reynisson, Guðrún Bergmann, Guðmundur Kristinn Pétursson, Sólveig Wium, Reynir Viðar Pétursson, Duan Buakrathok, Lilja Nótt Þórarinsdóttir, Ólafur Gauti Guðmundsson, Magnús Þórarinsson, Hallgerður Lind Kristjánsdóttir, Steinunn Erla Kolbeinsdóttir, Einar Þorgeirsson, Smári Bergmann Kolbeinsson, Íris Gunnarsdóttir, Bjarki Kolbeinsson, Karen Daðadóttir, og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, dóttir, tengdamóðir og amma, HJÖRDÍS HAFSTEINSDÓTTIR Ljósuvík 52a, lést á líknardeild LSH í Kópavogi 24. júní. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk Hjördísar. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Berglind Magnúsdóttir Auður Magnúsdóttir Ágúst Magnússon Sara Alexandra Jónsdóttir Stella Sveinbjörnsdóttir Okkar ástkæri faðir, sonur, bróðir, mágur, barnabarn og frændi, HÖRÐUR ÞÓR JÓHANNESSON lést á heimili sínu á Spáni 1. júní. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 15. júlí klukkan 13.30. Kristófer Freyr Ástuson Elvar Andri Harðarson Ísdal Jóhannes Steingrímsson Guðný Sif Njálsdóttir Steingrímur Jóhannesson Sigrún Ósk Jóhannsdóttir Ramborg Wæhle Þórdís Valdimarsdóttir og aðrir aðstandendur Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR INGIBJÖRG B. KOLBEINS andaðist á Hrafnistu, Hafnarfirði mánudaginn 6. júlí. Útför hennar fer fram frá Háteigskirkju mánudaginn 13. júlí klukkan 15. Bjarnþór G. Kolbeins Anna Lára Kolbeins Halldór Bergmann Ragnheiður G. Kolbeins Haraldur Stefánsson Halldór Kolbeins Eyþór Ingi G. Kolbeins Dagný Marinósdóttir barnabörn og langömmubörn Elskulegur sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, VIGFÚS HEIÐAR GUÐMUNDSSON húsasmíðameistari, lést á Hrafnistu, Nesvöllum, föstudaginn 3. júlí. Útförin fer fram frá Innri-Njarðvíkurkirkju þriðjudaginn 14. júlí klukkan 13. Thon Nganpanya Guðmundur Freyr Vigfússon Namita Kapoor Sólbjörg Laufey Vigfúsdóttir Bergþóra Sif Vigfúsdóttir Søren Vahl Bendixen Aran Nganpanya Sóley Ósk Hafsteinsdóttir og afastrákar Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ val- inn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.