Morgunblaðið - 11.07.2020, Page 40

Morgunblaðið - 11.07.2020, Page 40
40 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 2020 Mjólkurbikar kvenna 16-liða úrslit: Valur – ÍBV............................................... 3:1 KR – Tindastóll ........................................ 4:1 Þróttur R. – FH........................................ 0:1 Stjarnan – Selfoss .................................... 0:3 Fylkir – Breiðablik................................... 0:1 Haukar – Fjarðab/Hött/Leikn ................ 7:1 Danmörk B-deild: Vendsyssel – Vejle................................... 0:2  Kjartan Henry Finnbogason lék fyrstu 78 mínúturnar með Vejle. Svíþjóð Rosengård – Eskilstuna.......................... 1:2  Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leik- inn með Rosengård. Noregur Vålerenga – Röa ...................................... 2:0  Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan leik- inn með Vålerenga og lagði upp annað markið. Ítalía B-deild: Spezia – Cosenza ..................................... 5:1  Sveinn Aron Guðjohnsen var allan tím- ann á bekknum hjá Spezia. England B-deild: Huddersfield – Luton .............................. 0:2 Fulham – Cardiff ...................................... 2:0 Staða efstu liða: Leeds 42 24 9 9 68:34 81 WBA 42 22 14 6 73:40 80 Fulham 43 22 10 11 58:44 76 Brentford 42 22 9 11 75:34 75 Nottingham F. 42 18 14 10 54:42 68 Cardiff 43 16 16 11 60:56 64 Swansea 42 16 15 11 55:49 63 Spánn Real Sociedad – Granada......................... 2:3 Real Madrid – Alavés............................... 2:0 Staða efstu liða: Real Madrid 35 24 8 3 64:21 80 Barcelona 35 23 7 5 79:36 76 Atlético Madrid 35 16 15 4 47:26 63 Sevilla 35 17 12 6 51:34 63 Villarreal 35 17 6 12 57:45 57 Getafe 35 14 11 10 43:34 53  Handknattleiks- deild Selfoss hef- ur fengið í sínar raðir landsliðs- markvörð Lithá- en, Vilius Rasi- mas, en hann hefur gert tveggja ára samning við fé- lagið. Rasimas er reyndur mark- vörður og hefur verið í landsliði Litháen síðan 2010, en hann er orð- inn þrítugur. Hann kemur til Sel- foss frá þýska liðinu Aue, þar sem markvörðurinn Sveinbjörn Pét- ursson og Arnar Birkir Hálfdáns- son spila. Hann hefur meðal annars spilað með Kaunas í heimalandinu og Azoty Pulawy í Póllandi en mun næstu tvö árin spila með Selfyss- ingum, sem eru ríkjandi Íslands- meistarar. Selfoss nær í markvörð Vilius Rasimas KNATTSPYRNA Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin: Vivaldi-völlur: Grótta – ÍA ..................... S17 Kórinn: HK – Víkingur R.................. S19.15 1. deild karla, Lengjudeildin: Framvöllur: Fram – Leiknir R ............. L14 Grenivíkurv.: Magni – Víkingur Ó ........ L14 Varmá: Afturelding – Leiknir F ....... S12.15 Olísvöllur: Vestri – Þróttur R ................ S14 Nettóvöllur: Keflavík – Þór.................... S16 Hásteinsvöllur: ÍBV – Grindavík........... S16 2. deild karla: Dalvík: Dalvík/Reynir – Víðir................ L14 Akraneshöll: Kári – ÍR........................... L14 Húsavík: Völsungur – Þróttur V ........... L14 Ásvellir: Haukar – Kórdrengir ............. L14 Jáverksvöllur: Selfoss – Fjarðabyggð.. L14 Rafholtsvöllur: Njarðvík – KF .............. L16 3. deild karla: Vopnafj.: Einherji – Vængir Júpíters ... S13 Sauðárkrókur: Tindastóll – Sindri ........ S14 Blue-völlur: Reynir S. – Höttur/Hug .... S14 Þorlákshafnarv.: Ægir – Elliði .............. S14 KR-völlur: KV – Álftanes....................... S14 Kópavogsvöllur: Augnablik – KFG....... S20 Mjólkurbikar kvenna, 16-liða úrslit: Þórsvöllur: Þór/KA – Keflavík .............. L16 Norðurálsvöllur: ÍA – Augnablik ..... L16.15 UM HELGINA! Katrín Ásbjörnsdóttir og Thelma Lóa Hermannsdóttir skoruðu tvö mörk hvor fyrir KR í seinni hálfleik eftir að Laufey Harpa Halldórs- dóttir hafði séð til þess að Tindastóll færi með óvænta 1:0 forystu í hálf- leik. Þá valtaði 1. deildarlið Hauka yfir 2. deildarlið Fjarðabyggðar/ Hattar Leiknis á heimavelli 7:1. Birna Kristín Eiríksdóttir og Sæunn Björnsdóttir skoruðu tvö mörk hvor. Þá hafði FH betur gegn Þrótti á útivelli, 1:0, en bæði lið eru nýliðar í efstu deild í sumar. Andrea Mist Pálsdóttir skoraði sigurmarkið. Breiðablik komst í gær í átta liða úr- slit Mjólkurbikars kvenna í fótbolta með 1:0-sigri á Fylki í jöfnum og skemmtilegum leik á Würth- vellinum í Árbæ. Eina tap Breiða- bliks gegn íslensku liði á síðasta ári kom gegn Fylki í sömu keppni á sama velli og náði Breiðablik því að koma fram hefndum. Landsliðs- konan Agla María Albertsdóttir skoraði sigurmarkið á níundu mín- útu. Ríkjandi Íslandsmeistarar í Val eru sömuleiðis komnir í átta liða úr- slit eftir heimasigur á ÍBV, 3:1. Skoraði Valur öll mörkin á fyrstu tíu mínútunum og gerði Elín Metta Jensen tvö þeirra. Selfoss, sem vann KR í úrslitum á síðustu leiktíð, eygir enn von um að verja bikartitilinn eftir annan þriggja marka sigurinn á Stjörn- unni á útivelli á tíu dögum. Urðu lokatölur í Garðabænum 3:0 og gerði Hólmfríður Magnúsdóttir tvö mörk. Selfoss vann 4:1-sigur í deildarleik á sama velli 1. júlí síðast- liðinn. Þá sló KR 1. deildarlið Tindastóls úr leik annað árið í röð á heimavelli. Breiðablik hefndi sín í Árbæ Morgunblaðið/Árni Sæberg Berglind Það var hart barist þegar Fylkir og Breiðablik áttust við. 5. UMFERÐ Kristófer Kristjánsson kristoferk@mbl.is Vinstri bakvörðurinn Valgeir Lund- dal Friðriksson skoraði sín fyrstu mörk í efstu deild þegar hann gerði fyrsta og þriðja mark Valsmanna í 5:1-sigri á Víkingum í 5. umferð Ís- landsmóts karla í knattspyrnu á miðvikudaginn. Valgeir lék þar sinn annan byrjunarliðsleik á tímabilinu og aðeins sinn sautjánda leik í deild- inni á ferlinum en þessi 18 ára leik- maður hóf meistaraflokksferilinn með Fjölni sumarið 2018. „Ég verð að standa mig í þeim leikjum sem ég fæ og sýna að ég eigi heima í liðinu. Þetta er undir mér komið, að vinna mig inn í liðið,“ sagði Valgeir í samtali við Morgunblaðið en hann fékk 2 M fyrir frammistöðu sína gegn Víkingi. Hann verður ekki í vandræðum með að hafa betur í baráttunni við Færeyinginn Magnus Egilsson um byrjunarliðssæti haldi hann áfram uppteknum hætti. Ekki að hann þurfi né ætli að skora í hverjum leik, enda væri það furðu- legt af bakverði. Hann ætlar hins vegar að halda sæti sínu í liðinu og hjálpa því að vinna sem flesta leiki. „Það er auðvitað alltaf gaman að skora en aðalmarkmiðið er að halda mér í byrjunarliðinu og hjálpa liðinu að vinna leiki. Markmiðið í sumar er að vera fastamaður í liðinu.“ Erfitt fyrsta ár á Hlíðarenda Valgeir steig sín fyrstu skref í efstu deild fyrir tveimur árum og spilaði 11 leiki fyrir Fjölni sem féll úr deildinni. Hann hafði spilað stöðu vinstri kantmanns upp allra yngri flokkana en þjálfarateymið í Grafar- voginum vildi sjá hann spreyta sig í bakverði þegar í meistaraflokk var komið. „Ég spilaði vinstri kant upp í þriðja flokk. Þegar ég kem inn í meistaraflokk hjá Fjölni árið 2018 vildu þeir Ólafur Páll Snorrason og Gunnar Már Guðmundsson þjálfarar prófa mig í bakverði. Það er í raun þar sem ég byrja í vörn og spilaði þetta tímabil sem bakvörður.“ Hann vakti verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína í Grafarvog- inum og færði sig um set fyrir síð- ustu leiktíð, samdi við Valsara sem höfðu orðið Íslandsmeistarar tvö ár í röð. Sumarið átti þó eftir að vera erf- itt, bæði fyrir Valgeir og félagið. Tímabilið reyndist vonbrigði á Hlíðarenda, Valsarar koðnuðu niður í titilvörninni og höfnuðu í 6. sæti en Valgeir gat lítið sem ekkert tekið þátt, spilaði aðeins einn leik eftir erf- ið meiðsli í nára. „Ég átti í veseni með nárann og fæ beinbjúg við lífbein. Við því er ekkert að gera nema hvílast og styrkja nárann, það var því miður nokkurt vesen og ég missti úr þrjá mánuði. Það var gríðarlega erfitt að missa úr næstum heilt tímabil. Sér- staklega þegar maður er nýkominn í nýtt lið og ætlar að sanna sig.“ Atvinnumennska markmiðið Hann er hins vegar í sínu besta formi í dag og vill ólmur hjálpa Völs- urum að vinna titla og nálgast lang- tímamarkmiðið sem er að komast út í atvinnumennsku. „Við ætlum okk- ur auðvitað að vinna titla í sumar, það er markmiðið, alltaf. Við erum með rosalega stóran og góðan hóp, það er hægt að gera kröfu á okkur að vera í toppbaráttunni,“ sagði Val- geir sem vonast til að Valsarar geti farið að vinna fleiri leiki í röð eftir slitrótta byrjun, þrjá sigra og tvö töp í fyrstu fimm leikjunum. „Það vant- ar stöðugleika, þetta hefur verið slitrótt byrjun en vonandi getum við farið að vinna fleiri leiki í röð eftir því sem líður á tímabilið. Það er svo markmiðið að komast út í atvinnumennsku og Valur er besta félag á Íslandi hvað þann undirbúning varðar. Þú kemst í raun ekki nær atvinnumennsku á Íslandi en að vera í Val, varðandi umgjörð og annað.“ Varnarmaðurinn ungi fór bæði til Englands og Danmerkur á reynslu á síðasta ári, til Stoke og Bröndby, og voru þær ferðir von- andi bara forsmekkurinn að því sem koma skal. Þá hefur Valgeir spilað sex leiki fyrir yngri landslið Íslands og má segja að framtíðin sé björt hjá þessum unga leikmanni og stórlið Vals frábær stökkpallur fyrir hæfi- leikaríka leikmenn. „Að sanna sig í Val væri stórt,“ sagði Valgeir. Að sanna sig í stórliði Vals væri stórt skref  Bakvörðurinn ungi skoraði sín fyrstu mörk í efstu deild gegn Víkingum Morgunblaðið/Árni Sæberg Bakvörður Valsarar fagna hér öðru marka Valgeirs Lunddal sem átti stórleik gegn Víkingum í vikunni. Þeir Valgeir Lunddal Friðriksson, vinstri bakvörður Vals, og Valdimar Þór Ingimundarson, sóknartengiliður Fylkis, eru báðir í liði umferðarinn- ar hjá Morgunblaðinu í annað sinn. Hinir níu í liði 5. umferðar eru allir valdir í fyrsta sinn á tímabilinu. Leikmenn Stjörnunnar og KR sitja hjá þar sem leik liðanna var frestað fram í byrjun október. Valdimar Þór og Aron Snær Friðriksson markvörður Fylkis hafa báðir fengið 5 M samtals og jafnir þeim eru Thomas Mikkelsen úr Breiðabliki og Valgeir Valgeirsson úr HK. Með 4 M eru Kennie Chopart úr KR, Steven Lennon úr FH, Haukur Páll Sigurðsson og Patrick Pedersen úr Val, Óttar Magnús Karlsson úr Víkingi og Stefán Teitur Þórðarson, Tryggvi Hrafn Haraldsson, Steinar Þorsteinsson og Viktor Jónsson úr ÍA. vs@mbl.is 5. umferð í Pepsi Max-deild karla 2020 Hversu oft leikmaður hefur verið valinn í lið umferðarinnar 24-5-1 Hannes Þór Halldórsson Val Óttar Bjarni Guðmundsson ÍA Orri Sveinn Stefánsson Fylki Ástbjörn Þórðarson Gróttu Valgeir Lunddal Friðriksson Val Þórir Jóhann Helgason FH Kristófer Orri Pétursson Gróttu Kristinn Freyr Sigurðsson Val Valdimar Þór Ingimundarson Fylki Atli Arnarson HK Thomas Mikkelsen Breiðabliki 2 2 Valgeir og Valdimar valdir aftur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.