Morgunblaðið - 11.07.2020, Síða 45

Morgunblaðið - 11.07.2020, Síða 45
MENNING 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 2020 Býflugur eru, eins og titill-inn gefur til kynna, íaðalhlutverki í Sögu bý-flugnanna eftir hina norsku Maju Lunde. Verkið er það fyrsta í fjögurra bóka röð Lunde um loftslagsvána. Brýn þörf er á að rithöfundar takist á við viðfangs- efnið og því fagnaðarefni að þessi ritröð skuli berast hingað til lands. Skáldsagan Blá, úr sömu ritröð höf- undar, kom út á íslensku í fyrra. Í Sögu Býflugnanna seg- ir Lunde sögu þriggja ein- staklinga sem eru uppi á ólíkum tímum en eiga það sameiginlegt að tengjast býflugum á einhvern hátt. Við upphaf sögunnar ligg- ur sjö barna faðirinn Willi- am þungt haldinn af þung- lyndi en óvæntur áhugi á hönnun býflugnabúa blæs honum byr undir báða vængi. Hundrað og fimmtíu árum síðar ræktar George býflugur á býli sínu í Ohio í Bandaríkjunum og reynir að vekja áhuga sonar síns á fjöl- skyldufyrirtækinu. Árið 2098 er bý- flugnastofninn hruninn og Tao starfar við handfrjóvgun eins og langflestir aðrir íbúar 242. umdæm- is, Shirong í Sesúan-héraði í Kína. Hana dreymir um að frelsa þriggja ára son sinn undan stritinu. Á frí- degi fólksins á svæðinu, þar sem því er leyft að fagna góðri upp- skeru, kemur nokkuð óvænt og ógnvænlegt fyrir sem hrindir af stað spennandi atburðarás. Þrátt fyrir að saga býflugna- stofnsins og hlutverk hans sé í for- grunni er verkið engu að síður um hið mannlega. Sambönd foreldra og barna og þær væntingar sem geta fylgt slíkum samböndum eru í aðal- hlutverki. Árekstrar fjölskyldu- meðlima af ólíkum kynslóðum sem hafa ólíkar væntingar til lífsins skapa áhugaverða hliðstæðu við fjölskyldulífið í býflugnabúum, þar sem hver fluga hefur sitt hlutverk sem gagnast heildinni en hefur lít- inn sem engan sjálfstæðan vilja. Aðalpersónurnar þrjár, George, William og Tao, eru breyskar en viðkunnanlegar, hver á sinn hátt. Lunde tekst að vekja samúð les- andans með þeim, þrátt fyrir að ljóst sé að þær taki oft óskyn- samlegar og órökréttar ákvarðanir og séu á tíðum fangar úreltra hug- mynda sinna um tilveruna. Lunde leggur áherslu á hlutverk menntunar í verki sínu og vekur mann til umhugsunar um mikilvægi hennar. Hún lýsir því hvernig menntun víkur af sjónarsviðinu þegar samfélagið, sem glímir við náttúruvá, leggst á hliðina og hefur varla undan að sinna frumþörfum mannsins. Skortur á tæki- færum til menntunar stuðl- ar síðan að enn frekari stöðnun samfélagsins og þar með skapast hættuleg hringrás. Í Sögu býflugnanna blandast saman einkenni sögulegs skáldskapar, sam- tímabókmennta og dystó- píuskáldsagna. Lunde byggir á sannsögulegum atburðum í frásögnum sínum af George og William en spáir svo fyrir um af- leiðingar þessara atburða í þeim hluta verksins sem gerist árið 2098. Í þessum framtíðarhluta verksins er sögusviðið best heppnað. Litlu púðri er eytt í að setja fram smábæ í Englandi árið 1852 eða sveitir Ohio-ríkis árið 2007. En það er heldur ekki eins mikil þörf á að kynna það umhverfi og þá óhugn- anlegu framtíðarmynd af Kína sem gæti blasað við ef fer sem horfir. Frásagnirnar flæða vel saman. Með því að flétta saman sögur þar sem ólíkar hliðar á sama teningi koma fram verður til góð heildar- mynd. Sögur aðalpersónanna þriggja, hver frá sínum stað og tíma, og saga býflugnastofnsins renna áreynslulaust saman í eina heild. Þar með heppnast það sem Lunde virðist ætla sér með verkinu, að tengja saman menn og náttúru og sýna heiminn sem eina heild. Frágangurinn er allur afskaplega snyrtilegur. Sagan er mjög vel sniðin; næstum of vel. Það er kannski of sterkt til orða tekið að segja að sagan sé fyrirsjáanleg en það er fátt sem kemur á óvart. Í því, sem og í heldur hægum takti verksins og samtölunum sem á tíð- um eru of formleg til að teljast trú- anleg, liggja annmarkar skáldsög- unnar. Styrkur verksins og nýlunda þess liggur hins vegar í því að setja býflugur í aðalhlutverkið og vekja athygli á þeirri þýðingu sem þær hafa fyrir náttúruna og mannlegt samfélag. Það tekst Lunde listavel. Ljósmynd/Oda Berby Maja Lunde Höfundur tengir vel saman menn og náttúru og sýnir heiminn sem eina heild. Býflugur og menn mynda eina heild Skáldsaga Saga býflugnanna bbbbn Eftir Maju Lunde. Ingunn Ásdísardóttir þýddi. Mál og menning, 2020. Kilja, 422 bls. RAGNHEIÐUR BIRGISDÓTTIR BÆKUR Ragnheiður Gröndal söngkona og píanóleikari og Guð- mundur Pétursson gítarleikari koma fram á tónleikum í Hallgrímskirkju í Saurbæ í Hvalfirði á morgun, sunnu- dag, og hefjast þeir kl. 14. Eru þeir liður í tónleikaröð sem haldin er til styrktar kirkjunni. Ragnheiður og Guðmundur eru bæði þjóðþekkt og hafa starfað í tónlistinni um árabil. Þau hafa ferðast í gegnum ólíkustu tónlistarstíla en jafnframt skapað sinn einstaka hljóm, bæði saman og sitt í hvoru lagi. Á tón- leikunum hyggst tónlistarparið fara um víðan völl. Efnisskráin verður, samkvæmt tilkynningu, blanda í hárréttu jafnvægi af nýju, gömlu og óvæntu. Grunn- hugmynd tónleikanna er að viðhalda Saurbæ sem menn- ingarstað. Allur ágóði rennur til styrktar staðnum. Ragnheiður Gröndal Ragnheiður og Guðmundur í Saurbæ »Unnur Birna fiðlu- leikari, Björn Thor- oddsen gítarleikari og bassaleikarinn Sigur- geir Skafti Flosason héldu á fimmtudaginn var tónleika í Salnum í Kópavogi. Forsalur tón- listarhússins var þétt setinn af tónleikagest- um, sem nutu þeirrar líflegu tónlistarblöndu sem boðið var upp á. Gáskamikill sumardjass í Salnum Skemmtun Elínborg og Svana Ingvaldsdóttir. Kátar Soffia Erlingsdóttir og Anna M. Erlingsdóttir. Morgunblaðið/Árni Sæberg Stemning Setið var í nær öllum sætum á tónleikunum sem voru í tónleika- röðinni Sumarjazz í Salnum en þeir hafa notið mikilla vinsælda. Tónaflóð Björn Thoroddsen, Unnur Birna og Sigurgeir Skapti Flosason tóku hljóðfærin til kostanna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.