Morgunblaðið - 15.07.2020, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 15.07.2020, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 2020 Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Verið velkomin Útsalan heldur áfram Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Bresk stjórnvöld tilkynntu í gær að þau hygðust meina kínverska fjar- skiptarisanum Huawei að taka þátt í uppbyggingu 5G-samskiptanetsins á Bretlandseyjum. Frá og með næstu áramótum verður breskum fjar- skiptafyrirtækjum bannað að kaupa 5G-vörur frá Huawei, og stefnt er að því að öll 5G-tækni frá fyrirtækinu sem þegar er til staðar verði horfin fyrir árslok ársins 2026. Þjóðaröryggisráð Bretlands fundaði í gær áður en ákvörðunin var tekin, og tilkynnti Oliver Dowden, ráðherra stafrænna mála í Bret- landi, hana í breska þinginu stuttu eftir hádegi. Sagði Dowden að ákvörðunin hefði ekki verið auðveld, en hún væri sú rétta fyrir bæði þjóðaröryggi og efnahag Breta til lengri sem skemmri tíma. Rakið til aukinnar spennu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ákvað í janúar að Huawei mætti taka þátt í uppbyggingu 5G- netsins í Bretlandi með vissum skil- yrðum, og vakti ákvörðunin nokkra reiði innan breska Íhaldsflokksins, auk þess sem bandarísk stjórnvöld hótuðu því að hún gæti haft áhrif á njósnasamstarf ríkjanna tveggja. Í maí tilkynntu bandarísk stjórn- völd nýjar viðskiptaþvinganir á hendur Huawei, sem aftur neyddu bresk stjórnvöld til þess að endur- skoða leyfisveitinguna, þar sem ekki yrði tryggt að fyrirtækið gæti áfram notast við tækni sem talin væri tryggja örugg samskipti. Þá telja stjórnmálaskýrendur í Bretlandi að aukin spenna á milli breskra og kínverskra stjórnvalda í kjölfar bæði kórónuveirufaraldurs- ins og svo hertra yfirráða kínverskra stjórnvalda á Hong Kong hafi einnig átt þátt í að bresk stjórnvöld skiptu um skoðun. Gagnrýna „pólitíska“ ákvörðun Forstjóri Huawei í Bretlandi, John Browne lávarður, sagði af sér skömmu áður en ákvörðun breskra stjórnvalda var kynnt. Sagði Ed Brewster, talsmaður fyrirtækisins, að ákvörðunin ylli miklum vonbrigðum, og að því miður væri framtíð fyrirtækisins í Bret- landi nú orðin að bitbeini stjórnmála- manna. „Þetta snýst um viðskipta- stefnu Bandaríkjanna, ekki þjóðaröryggi.“ »12 AFP Huawei Bretar vilja úthýsa Huawei. Bretar vísa Huawei á dyr  Breskum fjarskiptafyrirtækjum bannað að kaupa 5G-vörur frá Huawei frá og með áramótum  Öll 5G-tækni frá Huawei verður að vera horfin fyrir árslok 2026 Mark Rutte, forsætisráðherra Hol- lands, lýsti því yfir í gær að hann væri vonlítill um að leiðtogar Evr- ópusambandsríkjanna myndu kom- ast að samkomulagi í vikunni um sér- stakan neyðarsjóð Evrópu- sambandsins vegna kórónuveiru- faraldursins. Gert er ráð fyrir að ríki sambands- ins veiti um 750 milljarða evra í sjóð- inn, en ríkin greinir á um úthlutanir úr honum. Holland hefur verið eitt af fjórum ríkjum ásamt Danmörku, Austurríki og Svíþjóð sem vilja að neyðarsjóðurinn veiti bara lán til þeirra ríkja sem leiti til hans, en ekki styrki. Slíkt hugnast hins vegar ríkjum í suðurhluta álfunnar, sér í lagi Ítalíu og Spáni, illa, en þau hafa orðið mun verr fyrir barðinu á kórónuveirunni en ríkin í norðurhluta sambandsins. Vill neitunarvald yfir styrkjum Rutte sagði í umræðu á hollenska þinginu í gær, að hann væri mjög svartsýnn á niðurstöðu leiðtogafund- ar sambandsins, sem verður haldinn á morgun, fimmtudag. „Ég get heitið ykkur því að við er- um að gera allt sem í okkar valdi stendur bak við tjöldin, en í ljósi þess hvernig þetta gengur er ég ekki von- góður,“ sagði Rutte. Í máli Ruttes kom fram að Hol- lendingar þrýstu á um að öllum lán- um úr sjóðnum fylgdu ströng skil- yrði um að ríkin sem þæðu þau gerðu umbætur á hagstjórn sinni, meðal annars í lífeyrismálum og á vinnu- markaði. Þá sagðist Rutte telja að Hollend- ingar ættu að hafa neitunarvald yfir styrkjum úr sjóðnum til þess að tryggja að ríkin sem bæðu um þá myndu standa að þeim umbótum sem þyrftu að eiga sér stað. Rutte vonlítill um samkomulag  Fundað um neyðarsjóðinn á morgun AFP Neyðarsjóður Mark Rutte vill ströng skilyrði um lánveitingar. Elísabet 2. Breta- drottning fékk ekki að vita fyrir fram um ákvörð- un Johns Kerrs, þáverandi ríkis- stjóra Ástralíu, um að svipta Gough Whitlam umboði sínu sem forsætisráðherra í nóvember 1975. Þetta kom í ljós þegar skjöl drottningarinnar um málið voru gerð opinber í gær. Ákvörðun Kerrs vakti á sínum tíma mikla at- hygli, en Whitlam hafði neitað að boða til kosninga, þrátt fyrir að stjórnarandstöðuflokkarnir hefðu nýtt sér meirihluta í efri deild þingsins til þess að koma í veg fyrir að fjárlagafrumvarp Verkamanna- flokksins næði fram að ganga. Brottrekstur Whitlams olli miklu írafári í Ástralíu og vakti spurn- ingar um hvort rétt væri að skipta drottningunni út fyrir þjóðkjörinn þjóðhöfðingja. Ekki hefur aftur komið til þess að ríkisstjórinn víki forsætisráðherra Ástralíu frá með þessum hætti. ÁSTRALÍA Vissi ekki fyrirfram um brottreksturinn Gough Whitlam Þjóðhátíðardagur Frakka var hald- inn hátíðlegur í gær, en hátíðahöld- unum var stillt nokkuð í hóf vegna kórónuveirufaraldursins. Engu að síður fór hin hefðbundna hersýning á götum Parísarborgar fram, þó að hermennirnir yrðu að marséra með andlitsgrímu líkt og hér sést. Þá var hluti hersýningar- innar sérstaklega tileinkaður heil- brigðisstarfsfólki og öðrum sem væru í „fremstu línu“ baráttunnar gegn kórónuveirunni. Emmanuel Macron Frakklands- forseti nýtti tækifærið í sjónvarps- viðtali vegna dagsins til þess að lýsa yfir stuðningi við að fólk yrði skyld- að til þess að ganga um með grímu innandyra á almannafæri, en til- fellum í Frakklandi hefur fjölgað nokkuð síðustu daga. Bastillu- dagsins minnst AFP Ghislaine Max- well, meintur vit- orðsmaður barnaníðingsins Jeffreys Ep- steins, neitaði í gær sök þegar mál hennar var tekið fyrir hjá dómara í New York-borg. Maxwell, sem er 58 ára gömul, þarf að svara fyrir sex ákærur, en henni er gefið að sök að hafa átt þátt í mansali fyrir hönd Epsteins, meðal annars á stúlkum sem þá voru undir lögaldri. Mál Epsteins, sem var vel þekkt- ur auðkýfingur, komst í hámæli á síðasta ári, en Epstein svipti sig lífi í fangelsi í október síðasta árs áður en hægt var að rétta yfir honum. BANDARÍKIN Ghislaine Maxwell Maxwell neitar allri sök í Epstein-málinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.