Morgunblaðið - 15.07.2020, Síða 14
14 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 2020
Góðu heilli hafa Ís-
lendingar á að skipa
úrvals hljómlistar-
mönnum. Það er sér-
stakt ánægjuefni,
þegar þeir sameina
krafta sína í listgjörn-
ingi. Kvensnillingar
úr þeirra röðum hafa
verið áberandi undan-
farið, brotist í gegn-
um „glerþak“ listar-
innar, svo notuð sé fréttaskýring
RÚV. Einn þeirra, Björk Guð-
mundsdóttir, hefur nú fengið í lið
með sér uppáhaldshljómsveit
mína, Sinfóníuhljómsveit Íslands
(SÍ), og fleiri afbragðs listamenn.
Fyrir skemmstu var fjallað um
þennan viðburð í fyrrgreindum
ríkisfjölmiðli. Í fyrstu var frá því
sagt, að um væri að ræða söfn-
unartónleika í þágu Kvenna-
athvarfs. Síðar var útskýrt, að
söfnunarátak færi fram samhliða
tónleikunum. Þetta staðfestir
framkvæmdastjóri SÍ, Lára Sóley
Jóhannsdóttir, í ljúfmannlegu
svari við fyrirspurn minni. Um-
sjón og skipulagningu hafa með
höndum „Iceland Airwaves“ (sem
er dyggilega stutt af Reykjavíkur-
borg (Rvk) og „Icelandair“) og
Harpa, sem er í eigu ríkisins og
Rvk. Bæði Harpa og SÍ eru rekin
af ríki og sveitarfélögum.
Björk er kvenfrelsari. Í frjálsu
samfélagi er henni að sjálfsögðu
heimilt að boða trú sína að vild.
Hún segir í sambandi við tón-
leikana: „Mitt innlegg til femín-
isma verður að monta mig yfir því
að langflestar útsetningar eru eft-
ir mig. Þetta er því miður eitthvað
sem er of oft horft framhjá hjá
konum. Fólki verður boðið upp á
veitingar til styrktar kvenna-
athvarfinu.“ Vita-
skuld er skiljanlegt,
að Björk vilji monta
sig. Það er verð-
skuldað. En er slíkt
trúboð með fulltingi
menntastofnana í al-
mannaeigu réttlæt-
anlegt?
Á vefsíðu Hörpu
stendur: „Hlutverk
Hörpu er að vera
vettvangur fyrir tón-
listar- og menningar-
líf sem og hvers kon-
ar ráðstefnur, fundi og samkomur,
innlendar og erlendar. Markmið
ríkis og Reykjavíkurborgar með
byggingu og rekstri tónlistar- og
ráðstefnuhússins Hörpu er að efla
íslenskt tónlistar- og menningarlíf,
styrkja stöðu Íslands á sviði
ráðstefnuhalds og ferðaþjónustu
og stuðla að öflugu mannlífi í mið-
borginni.“
Þátttaka í fjársöfnunum fyrir
öfgahópa er nýlunda í rekstri
þessa merka húss. Að vísu hefur
Harpa átt samstarf við Kvenfrels-
unaráróðursstofnun Sameinuðu
þjóðanna (UN Women) í tengslum
við ljósagönguna svonefndu „á al-
þjóðlegum baráttudegi Sameinuðu
þjóðanna gegn kynbundnu of-
beldi“ (þ.e. ofbeldi karla gegn kon-
um). Stella Samúelsdóttir, fram-
kvæmdastýra Íslandsdeildar
hennar, skrifaði: „Við verðum að
hætta að rengja trúverðugleika
þolenda.“ Svar var slegið á
„Hörpustrengi“: „Harpa verður
lýst upp í appelsínugulum lit, sem
er táknrænn litur fyrir von og
bjarta framtíð kvenna og stúlkna
án ofbeldis.“
Vonandi styður allt réttlátt fólk
baráttu gegn kynferðislegri sví-
virðingu stúlkna og óskar þeim
bjartrar framtíðar. En Stellu láð-
ist að geta þess, að verulegur
fjöldi ákæra kvenna (þær kallar
RÚV brotaþola eða þolendur) er
falskur. Og hvers eiga piltar og
karlmenn að gjalda?
Kvennaathvarf og systursamtök
þess, Stígamót, eru einnig rekin
fyrir opinbert fé að mestu leyti.
RÚV, sem sömuleiðis er ríkis-
fyrirtæki, hefur beitt sér fyrir
fjármögnun hvorra tveggja. Kven-
frelsunarríkisstjórn Katrínar
Jakobsdóttur er þeim sérstaklega
hliðholl. Kvennaathvarf eykur nú
markaðshlutdeild sína á norðan-
verðu landinu. Reynt var að starf-
rækja athvarf þar um slóðir fyrir
um þremur áratugum, en eftir-
spurn var of rýr. Framkvæmda-
stýra Kvennaathvarfs, Sigþrúður
Guðmundsdóttir, vonast nú til, að
árangursríkt markaðsstarf skapi
nýju kvennaathvarfi rekstrar-
grundvöll. Ríkisstjórnin ber fé á
nefnd öfgafélög til að styrkja
starfsemi þeirra. Véfréttir um
auknar barsmíðar karla á konum
sínum á drepsóttartímum eru not-
aðar til réttlætingar.
Ofangreind samtök starfa á
grundvelli öfgakenningarinnar um
eitraða karlmennsku. Hún segir í
grófum dráttum, að drengir og
karlmenn séu undirrót alls ills í
samfélaginu og eitri líf kvenna
með ofbeldi á öllum sviðum mann-
lífsins. Kvennaathvarf veitir með-
ferð konum, sem segjast meiddar
af körlum sínum. Þeim er einnig
boðið húsnæði – og börnum þeirra
(drengjum að gelgjuskeiði).
Ósjaldan háttar þannig til, að kon-
urnar hafi með aðstoð lögreglu og
barnaverndaryfirvalda yfirgefið
heimili sín og hrifið með sér börn-
in að föður þeirra forspurðum. Í
minni sveit hét það barnsrán.
Feðrunum er aftur á móti oftsinn-
is stungið í steininn samkvæmt
ákvörðun lögreglu. Börnunum eru
meinuð samskipti við feður sína,
skólaganga og samskipti við vini
eru hindruð. Þetta kalla yfirvöld
gott jafnrétti og skynsamlega
barnavernd.
Það er umhugsunarvert, að
opinberar menningarstofnanir,
fjármagnaðar af almenningi sam-
kvæmt ákvörðunum stjórnmála-
manna, skuli nú feta í slóð ríkis-
fjölmiðilsins, Jafnréttisstofu og
ríkisfyrirtækja á borð við Íslands-
banka, og beita sér í svokallaðri
„jafnréttisbaráttu“, sem oftar en
ekki einkennist af misrétti gegn
drengjum og körlum.
Er það ósvinna og siðleysi, þeg-
ar opinberir embættismenn beita
stofnunum í þágu eigin hugðar-
efna og fordóma í áróðurs-
hljómkviðu sem þessari?
Siðspillingarsinfónían
Eftir Arnar
Sverrisson » Það er gagnrýnivert,
þegar opinberum
menningarstofnunum er
beitt í þágu hugðarefna
og fordóma forustu-
manna þeirra.
Arnar Sverrisson
Höfundur er ellilífeyrisþegi.
arnarsverrisson@gmail.com
Það er skammt stórra högga á milli,
frá Hruninu mikla til Kreppunnar
stóru, aðeins áratugur og þó er eins
og engin reynsla hafi geymst og
enginn lærdómur verið dreginn af
því sem gerðist í Útrásinni.
Við fórum eins bláeygð í Innrás-
ina núna og Útrásina þá og afleið-
ingarnar sýnast ætla að verða ekki
minni.
Það er með ólíkindum að menn
hafi virkilega trúað því að það væri
raunhæft fyrir þetta litla land að
taka á móti 5 milljónum ferða-
manna á ári, en það voru uppi áætl-
anir um slíkt og hægt að sannreyna
það með því að skoða fréttaviðtöl.
Sígandi lukka hefði verið betri en
það er ekki i eðli þessarar þjóðar að
tvístíga við lukkuhjólið, heldur spila
út trompi sem svo getur reynst
hundur þá upp er staðið frá spila-
borðinu.
Væntanlega björgum við okkur
með seiglunni í landinu okkar gjöf-
ula og bestu fiskimið í heimi, eins
og stóð í gömlu landafræðinni, en
þá verðum við líka að nota land-
gæðin til annars en að horfa á.
Virkjum þar sem hagkvæmt er, og
látum manninn njóta vafans.
Sunnlendingur.
Morgunblaðið/Hari
Virkjun Mögulegt er að virkja á fleiri stöðum á Íslandi.
Útrás / Innrás
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Allt um
sjávarútveg
Þverholti 5 • Mosfellsbæ • Sími 898 1744 • myndo.is
Við búum til
minningar myndó.is
ljósmyndastofa
FERMINGAR
MYNDIR
Birtm
eð
fyrirvara
um
m
ynd-og
textabrengl.
Reykjavík
Krókhálsi 9
Sími: 590 2020
Reykjanesbæ
Njarðarbraut 9
Sími: 420 3330
Opið
Virka daga 9–18
Laugardaga 12–16
opel.is
FRÁBÆR FERÐFÉLAGI
Opel Grandland X – takmarkað magn
Verð 4.490.000 kr.
Sjálfskiptur
1975 | Sérfræðingar í bílum | 2020