Morgunblaðið - 15.07.2020, Side 15

Morgunblaðið - 15.07.2020, Side 15
MINNINGAR 15 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 2020 ✝ María Ósk Sig-urðardóttir fæddist í Reykjavík 19. ágúst 1976. Hún lést 2. júlí 2020. Foreldrar henn- ar eru Guðrún Sig- ríður Valdemars- dóttir, f. 2.4. 1951, og Sigurður Grétar Marinósson, f. 4.10. 1957. Systkini Mar- íu eru Sturla Rúnar Sigurðsson, f. 6.5. 1981, dóttir hans er Silja Mist, f. 27.9. 2003; Gestný Rós Guðrúnardóttir, f. 13.4. 1987, gift Stefáni Erni Sveinssyni, f. 24.8. 1986, börn þeirra eru Júlía, f. og d. 27. júlí 2015, Anton Manúel, f. 14.2. 2018, og Breki Sturla, f. 28.5. 2019; Kamela Rún Sigurð- ardóttir, f. 1.7. 1988, börn hennar eru Grétar Máni Guðnason, f. 6.9. 2011, og Gestný Dís Guðnadóttir, f. 4.3. 2009. Hálfsystkin Maríu eru Jón Mar- inó Sigurðsson, f. 5.11. 1975, og Brynja Rut Sigurðardóttir, f. 21.1. 1976. Börn Maríu eru: 1) Salný Sif Júlíus- dóttir, f. 30.10. 1994, dóttir hennar er Nadía Lív Dav- íðsdóttir, f. 18.8. 2012. 2) Sig- urður Rósant Júlíusson, f. 9.7. 1996, sonur hans er Leó Rósant, f. 3.10. 2018. 3) Gabríel Marinó Ró- bertsson, f. 9.10. 2001. 4) Kristinn Wiium Kristinsson, f. 11.10. 2007. Útför Maríu fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 15. júlí 2020, klukkan 15. „Mamma, áföllin eru orðin of mörg og stór. Mér líður svo illa, það er búið að níða mig svo mikið niður og ljúga upp á mig. Ég sakna stráksins míns svo mikið.“ Þetta heyrði ég nær daglega. Það er ekkert sársaukafyllra en þegar móðir er svipt barni sínu og það skilur enginn nema sá sem hefur þurft þær byrðar að bera. Móðir sem þráir ekkert heitar í lífinu en að tengjast barninu sínu, faðma, gefa ást og kærleik en fær það ekki vegna tálmunar. Guð einn þekkir þær þjáningar sem mann- eskja þarf að þola þegar allt er tekið og ekkert gefið nema hefnd og lygar. Þegar sársaukinn og vonleysið er farið að ná yfir- höndinni. Það getur verið þungt að lifa í ótta við að takast á við lífið hvern dag og árásir sem koma úr öllum áttum. Elsku dóttir mín var yndisleg í alla staði og stóð ég með henni í baráttunni við að hitta son sinn, sem hún elskaði. Þegar elsti son- ur hennar var á gjörgæslu var hún sú sem peppaði mig upp. Hún sagði að hann væri ljósberinn hennar og hann myndi komast í gegnum þetta. Mæja mín var mjög trúuð og bað fyrir okkur á erfiðum tímum, trú hennar var ekta líkt og faðmlag hennar. Hlutirnir eru snúnir þegar þeir sem ættu að styðja mann í erfið- leikum lífsins snúa við manni baki og vinna með kvalaranum. Elsku Mæja mín fékk að finna þann sársauka og höfnun sem því fylgdi. Við Mæja vorum mjög nánar og fékk hún minn stuðning til síðasta dags. Ég gerði mitt besta í þessum aðstæðum en hugsanir koma um að kannski hefði ég getað gert betur. Það getur enginn borið hönd fyrir höf- uð sér í slag við ofureflið, sjálf- hverfu og peningavöldin. Ég skrifa þessa grein fyrir hönd dótt- ur minnar, sem þráði að sannleik- urinn kæmi upp á yfirborðið. Hún vildi að fólk vissi við hvaða öfl hún væri að glíma. Oft er raunin sú að sá sem verður undir er dæmdur og ekki trúað. Hún gat ekki barist lengur. Elsku Mæja sem ég elskaði svo heitt og sakna svo mikið, missir- inn er óbærilegur. Vonleysið tók við, því von um betra líf og teng- ingu við yngsta soninn var orðin að engu. Óttinn við málaferlin sem barnsfaðir hennar höfðaði gegn henni var orðinn að mar- tröð, og hræðslan við að missa allt úr greipum sér sem eftir var. Mæja ólst upp við erfiða æsku og heimilisofbeldi sem fylgdi henni út lífið og markaði hana og hennar makaval. Mæja var listræn og lék allt í höndunum á henni, bæði prjóna- og saumaskapur. Hún hafði mik- inn áhuga á leðursaumi og yndi af gömlum hlutum. Hún elskaði eyðibýli og gömul hús og þráði að gera upp eitt slíkt. Hún var mikið náttúrubarn og elskaði útilegur. Við Mæja áttum margar góðar stundir saman og er ég þakklát fyrir það. Við ferðuðumst og brölluðum margt saman og oft var hlegið dátt. Mæja mín átti auðvelt með að sýna öðrum sam- kennd og samúð, hún elskaði barnabörnin sín tvö og þau elsk- uðu ömmu Mæju. Hún átti auðvelt með að tala við þá sem áttu erfitt, því trú hennar á það góða í lífinu var hrein og falleg. Mæja var alltaf kurteis við aðra þótt þeir kæmu illa fram við hana. Góður Guð, viltu veita börnun- um hennar styrk til að komast heil í gegnum þessa miklu sorg. Guðrún Valdimarsdóttir (mamma). Ég er komin heim frá Dan- mörku elsku besta systir mín. Ég kom alltaf fyrst til þín. Ég trúi því ekki að þú sért ekki hér. Ég finn hvað ég sakna þín rosalega sárt, ég næ ekki utan um það. Þú varst minn sálfræðingur og ég þinn, þú varst sá besti. Við héldum lífinu hvor í annarri þegar mest á dundi. Manstu, ég lenti svo oft í því sama og þú á eftir þér, þú varst þá alltaf komin með reynsl- una sem þú svo miðlaðir til mín. Það var alltaf hægt að treysta á þig, við skildum hvor aðra og dæmdum aldrei. Það er það sem ég hugga mig við, að ég var alltaf góð við þig og þú mig. Samviska mín er hrein og ég get minnst þín með kærleik í hjarta en söknuð- urinn er svo sár. Höggin og áföll- in voru of mörg og þú varst orðin vanmáttug. Eins og við sögðum alltaf hvor við aðra: „Ég veit hvað ég veit“ og ég mun alltaf að eilífu standa upp fyrir þér. Þú vildir að sannleikurinn kæmi í ljós, ekki hafa áhyggjur; ég skal gera mitt besta svo fólk haldi aldrei að þú hafir átt í hlut. Ég segi þeim sannleikann. Það sem þú þráðir heitast af öllu var að hitta yngsta strákinn þinn, sem var hrifsaður af þér í október 2018 og allt gert svo þú fengir ekki að hitta hann. Þú alltaf með ást og kærleik reyndir að berjast gegn illskunni sem því fylgdi. Þú varst einstök og ég elskaði þig svo heitt og inni- lega af öllu hjarta. Allar minning- arnar sem flögra um huga minn, það var alltaf gaman hjá okkur þegar við vorum saman, við lof- uðum hvor annarri að vera eins og við erum, við áttum einstakt samband sem ég mun aldrei geta lýst með orðum. Öll símtölin, óteljandi klukkustundir og tal um allt milli himins og jarðar. Þú varst einstök manneskja og verð- ur mín fyrirmynd í lífinu, þú kenndir mér að sleppa tökunum, sýna kærleik og ást, trúa og treysta. Við ræddum oft um líf eftir þetta líf og vissum báðar að það væri eitthvað stórkostlegt hinum megin, við sjáumst þar. Þín litla systir, Kamela. Elsku Mæja systir mín, það sem við söknum þín! Ég vildi að ég gæti hitt þig aftur, knúsað þig og drukkið með þér kaffi. Ég vildi að ég gæti sagt þér aftur að ég elski þig og að þú sért svo falleg. Ég mun aldrei gleyma þegar þú sagðir mér leyndarmálið um að þú værir með barn í maganum þegar ég var fimm ára og gleðina sem skein úr andlitinu á þér. Þú varst fyrirmyndin mín og ég elsk- aði að vera hjá þér, horfa á sann- sögulegar myndir, hlusta á Celine Dion og elda mat með þér, hjálpa þér að ryksuga og fara með þér í Hnotskurn að þrífa kaffistofuna. Ég elskaði að fara í útilegur með þér og föstudagskvöldin með vídeóspólunum. Það var alltaf allt svo kósí og notalegt í kring um þig. Þú varst mér sem önnur móð- ir þegar ég var lítil, mitt öryggi, og ég man að þegar ég var ekki hjá þér hringdir þú stundum yfir og baðst mig að koma að gista, hvað sem klukkan var orðin tók ég sprettinn heim til þín til að kúra uppi í hjá þér í gulu blóma- rúmfötunum. Ég mun alltaf sakna þín og alltaf sjá eftir tímanum sem við misstum af saman, en ég er svo þakklát hvað við vorum orðnar góðar vinkonur í lokin. Ég held ennþá alltaf að þú sért að hringja þegar síminn hringir. Ég vildi að þú værir hjá mér en ég veit að Jesús tók þig að sér og knúsaði þig fast og inni- lega. Takk fyrir allt! Nú hefur fegursta blómið fallið. Takk fyrir allt! Það frystir allt svo hratt steinar brjóstsins þyngja það að geta þig ekki kvatt. Stingur mig í magann sverð að vita að þú sért farin þungt, eins og þrumuský og þindin illa barin. Þrungin er sú tilfinning þegar sálin bara sofnar líkaminn minn lifir af en litla hjartað klofnar. Grætur grái mosinn og gráta öll berjalyng Fossar þorna, sjórinn berst og fjöllin finna sting. Birtan hefur bráðnað og blómin missa lit það gerðu þau sjálfkrafa þegar hvarf þitt perluglit. (Gestný) Þín systir, Gestný. Það var um sumar, þegar ég var á sjötta aldursári, að ég fékk þær fréttir að það væri ný stelpa flutt í næstu götu við mig í Þor- lákshöfn, uppeldisbæ okkar Mæju. Ég dreif mig í heimsókn til hennar og spurði hvort hún væri til í að vera besta vinkona mín. Upp frá þessum degi vorum við óaðskiljanlegar, við vorum alltaf saman, klæddum okkur eins og þegar mamma mín keypti ný föt á mig spurði ég hana iðulega hvort hún hefði ekki örugglega keypt eins handa Mæju minni. Við vild- um helst búa saman og skildum ekkert í því af hverju foreldrar okkar voru ekki til í það. Það var því mikil gleði hjá okkur eitt sum- arið, þegar við vorum 8-9 ára gamlar, að við fengum loksins að sofa í nýja fína tjaldinu sem foreldrar mínir áttu. Við fluttum með allt okkar hafurtask út í garð á Hjallabrautinni og vorum himinlifandi með þetta nýja búsetufyrirkomulag. Eftir fyrstu nóttina í tjaldinu vorum við komnar með plan um að fá for- eldra okkar til að leyfa okkur að búa þarna til frambúðar. Þetta varð þó skammvinn gleði því eftir nótt tvö í tjaldinu fengum við þá hugmynd að fara á „hestbak“ á tjaldinu. Við skildum ekkert í því að þegar við vorum báðar komnar upp á tjaldið þá jafnaðist það við jörðu, báðar súlurnar fóru í gegn- um tjaldið og það ónýtt! Já, við vorum mjög uppá- tækjasamar og í eitt skiptið fékk ég þá snilldarhugmynd að við skyldum klippa hárið hvor á ann- arri; ég myndi fyrst klippa hana og svo hún mig. Ég lét vaða og all- ir fallegu ljósu lokkarnir hennar Mæju lágu á gólfinu. Ég varð skelfingu lostin, henti frá mér skærunum, hljóp heim og faldi mig. Ég baðst þó afsökunar síðar um daginn og við héldum áfram eins og ekkert hefði ískorist. Þetta var svo lýsandi fyrir Mæju með sitt stóra hjarta og alltaf til í að fyrirgefa, gleyma og halda áfram. Við fengum þær leiðinlegu fréttir þegar við vorum 10 ára að ég væri að flytja ásamt fjölskyldu minni til Reykjavíkur en við vor- um ákveðnar í að halda sambandi. Næstu árin eyddum við mörgum helgar- og sumarfríum til skiptis hvor hjá annarri. Svo komu ung- lingsárin og við urðum sífellt upp- teknari hvor á sínum stað. Við misstum þó aldrei alveg sam- bandið og ég man að þegar við vorum 19 ára fór ég og heimsótti Mæju í Þorlákshöfn. Hún var þá komin í sambúð með tvö lítil börn og rak þar heimili með þvílíkum myndarskap, bakaði, saumaði og prjónaði á litlu krílin sín tvö. Ég man hvað ég dáðist að dugnaðin- um í henni, en þarna var ég ennþá að fá vasapening hjá mömmu og pabba. Árin liðu og samskiptin urðu minni en við hittumst þó alltaf á einhverra ára fresti og náðum að halda sambandi í gegnum sam- félagsmiðla. Lífið hjá Mæju var ekki alltaf auðvelt og síðastliðin ár voru henni sérstaklega erfið í baráttu hennar fyrir litla strákn- um sínum. Ég vona svo innilega að núna sértu komin á betri stað og þér líði betur. Þú áttir svo miklu betra skilið, elsku Mæja mín. Ég bið góðan Guð að styrkja fjölskyldu þína og vini í sorginni. Minningin um fallegu stelpuna með stóra hjartað lifir. Hvíl í friði elsku hjartans Mæja mín. Þín vinkona, Jórunn. Ég kynntist Maríu Ósk sum- arið 1994 þegar við urðum ná- grannar á Egilsbrautinni, Mæja með Salnýju Sif pínulitla og ég ófrísk að frumburðinum mínum, þessi kynni urðu að mjög góðri vináttu… Þú sendir mér eitt sinn þessi fallegu orð og núna kem ég þeim áfram til fjölskyldu, aðstandenda og vina þinna… „Oft er gleði í draumi grátur … Guð var að minna mig á þig … sem segir mér að hann er að umvefja þig núna… hann elskar þig og vill hugga þig. Mér þykir mikið vænt um þig Gleði í draumi … grátur í vöku.“ Takk fyrir að vera vinkona mín, takk fyrir að prjóna fyrir mig dreka-, svína- og froska- húfurnar, takk fyrir öll kaffi- spjöllin okkar, allar hug- myndirnar, knúsin og fyrir að vera þú. Ég mun alltaf varðveita vin- áttu okkar um ókomnatíð elsku Mæja mín, þín er sárt saknað fal- lega Mjallhvít sem skildi eftir sig spor í hjörtum okkar og hvar sem er. Elsku Salný, Siggi, Gabríel, Kristinn, barnabörnin, foreldrar, systkini og aðrir aðstandendur Maríu Óskar: Ég votta ykkur mína dýpstu samúð á þessum erf- iðu tímum, megi góðar vættir veita ykkur styrk, minning henn- ar lifir sem ljós í hjörtum okkar. Þín vinkona, Guðrún Ingibjörg (Inga). Það er þyngra en tárum taki að setjast niður og rita hinstu kveðju til þín. Þegar ég minnist þín þá sé ég þig í síðri, fallegri prjónapeysu, sem þú að sjálfsögðu hafðir prjón- að þér, hárið tekið í laust tagl, augun þín dáleiddu mann með þessi endalaust löngu augnhár sem náðu næstum til himins. Sé þig skellihlæjandi, þú með þína smitandi gleði og hlátur. Hugur minn leitar aftur í fjöl- margar minningar sem við áttum saman, sérstaklega í þann tíma þegar við vorum báðar ungar mæður, uppfullar af alls konar skemmtilegum hugmyndum. Það voru sko ófá kvöldin sem við eyddum í það að föndra, mála og hlæja saman, það var alltaf gott að vera í kringum þig, svo mikil hlýja og gleði. Það var ekki annað hægt en að dást að dugnaðinum og drifkraftinum í þér, það var sama hvers kyns verkefnið var – tengja ljós, flísaleggja, smíða, gera við eða hvað eina, þú klár- aðir verkið. Þú elskaðir að hafa hlýlegt og fallegt í kringum þig enda báru heimili þín þess merki. Oftar en ekki voru þar gamlir og lúnir munir með sál sem þú náðir að glæða lífi með þinni einstöku alúð. Held að heimilin þín hafi einmitt endurspeglað þig, full af hlýleika og ást. Þeir sem voru svo heppnir að fá knús frá þér vita að þau gerðust ekki innilegri – þú snertir svo ótalmarga með hlýju þinni og ást á þinni lífsleið. Elsku Mæja, ég veit að vegferð þín í þessu jarðríki var oft á tíðum þyrnum stráð og síðustu árin voru þér mjög erfið. Ég fylgdist með þér í fjarska og það nagar mig inn að beini að hafa ekki brunað til þín eða hringt í þig þeg- ar ég sá að brosið þitt var farið að dofna. Ég mun alltaf halda í minn- inguna um brosandi, fallegu Mæju mína sem öllum vildi vel. Hryggðar hrærist strengur hröð er liðin vaka ekki lifir lengur ljós á þínum stjaka. Skarð er fyrir skildi skyggir veröldina eftir harða hildi horfin ertu vina. Klukkur tímans tifa telja ævistundir ætíð lengi lifa ljúfir vinafundir. Drottinn veg þér vísi vel þig ætíð geymi ljósið bjart þér lýsi leið í nýjum heimi. (Hákon Aðalsteinsson) Elsku Salný, Siggi, Gabríel, Kristinn, Sigga, Siggi, Sturla, Gestný, Kamela og fjölskyldur, ég sendi ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Sigurrós Hallgrímsdóttir. María Ósk Sigurðardóttir Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HALLGERÐUR GUNNARSDÓTTIR, Efri-Sandvík, Grímsey, lést á öldrunarheimilinu Hlíð á Akureyri 11. júlí. Útför hennar fer fram frá Glerárkirkju föstudaginn 17. júlí klukkan 10.30. Guðmundur Hannesson Marta Pálsdóttir Gunnar Hannesson Ragna Gunnarsdóttir Kristín Hannesdóttir Sigurður Hannesson Guðbjörg Henningsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær frændi okkar, BOGI SIGURÐSSON frá Vatni í Haukadal, Dalbraut 27, Reykjavík, lést á Landspítalanum sunnudaginn 12. júlí. Systkinabörn og aðrir aðstandendur Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN SIGURÐSSON frá Sleitustöðum í Skagafirði, lést á heimili sínu mánudaginn 13. júlí. Útförin verður auglýst síðar. Reynir Þór Jónsson Ingibjörg Jónsdóttir Íris Hulda Jónsdóttir Björn Gunnar Karlsson Gísli Rúnar Jónsson Lilja Magnea Jónsdóttir Skúli Hermann Bragason barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.