Morgunblaðið - 15.07.2020, Qupperneq 22
FÓTBOLTINN
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Fallbaráttan virðist ætla að verða
gríðarlega hörð í Pepsi Max-deild
kvenna eftir að bæði KR og FH
kræktu sér í fyrstu stig sín í gær-
kvöld með góðum útisigrum og
Þróttur hirti stig af Selfyssingum.
Líkurnar á því að einhver lið geti
elt Breiðablik og Val minnkuðu hins
vegar til muna þegar Þór/KA tapaði
fyrir nýliðunum í FH á heimavelli og
Selfoss missti tvö dýrmæt stig í
slagnum við Þrótt í Laugardalnum.
Mesta dramatíkin var í Garðabæ,
þar sem KR missti Önu Cate af velli
með rautt spjald eftir hálftíma en
knúði samt fram magnaðan útisigur,
3:2.
„KR-ingar voru áræðnir og bein-
skeyttir og heimakonur réðu illa við
það. Þær voru í vandræðum ótt og
títt þegar Katrín Ásbjörnsdóttir
sótti á varnarmenn þeirra og þær
voru á endanum leiknar grátt,“
skrifaði Kristófer Kristjánsson m.a.
um leikinn á mbl.is.
Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði
fyrstu mörk sín í deildinni fyrir KR í
níu ár þegar hún gerði fyrsta mark
leiksins í Garðabæ og síðan sigur-
markið. Hún lék þrjú fyrstu ár
meistaraflokksferilsins með KR,
2009 til 2011, en síðan með Þór/KA
og Stjörnunni.
Alma Mathiesen, sem er aðeins
16 ára gömul, skoraði fyrsta mark
sitt í efstu deild, í fimmta leiknum,
þegar hún kom tíu KR-ingum í 2:1
undir lok fyrri hálfleiks.
Snædís María Jörundsdóttir
sem jafnaði fyrir Stjörnuna í 2:2 er
líka 16 ára. Þetta var hins vegar ann-
að mark hennar á tímabilinu.
Gríðarlega mikilvægur sigur
Á blautum Þórsvellinum á Akur-
eyri náði FH fyrstu stigum sínum
með því að leggja Þór/KA óvænt að
velli, 1:0.
„Sigurinn er gríðarlega mikil-
vægur fyrir FH, sem var án stiga
fyrir leikinn. Hafnfirðingar hafa nú
unnið tvo leiki í röð en þær sigruðu
Þrótt í bikarnum í síðustu viku.
Liðið getur spilað mun betur en það
gerði hér en það eru stigin sem
skipta máli,“ skrifaði Baldvin Kári
Magnússon m.a. um leikinn á mbl.is.
Madison „Maddy“ Gonzalez
skoraði fyrsta mark sitt hér á landi
þegar hún tryggði FH þennan
óvænta sigur á Akureyri með marki
á 86. mínútu eftir slæm mistök
markvarðar Þórs/KA. Hún kom frá
Santa Clara-háskólanum og var í 200
manna hópi í nýliðavalinu fyrir
NWSL-atvinnudeildina í vetur.
Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyr-
irliði Þórs/KA, bættist í gær í hóp
þeirra sem hafa leikið 200 leiki í
efstu deild kvenna hér á landi. Hún
hefur spilað 170 af þessum leikjum
fyrir Þór/KA og á leikjametið þar en
lék auk þess 30 leiki fyrir Val. Arna
er 17. leikmaðurinn frá upphafi sem
spilar 200 leiki í deildinni.
Eva Núra Abrahamsdóttir
miðjumaður FH lék 100. leik sinn í
deildinni. Af þeim eru 82 fyrir Fylki
og 18 fyrir FH.
Þróttarar hafa komið á óvart
Í Laugardal gerðu Þróttur og Sel-
foss markalaust jafntefli þar sem hin
reynda Hólmfríður Magnúsdóttir
fékk rauða spjaldið undir lok leiks-
ins og verður í banni í næsta leik Sel-
fyssinga, sem er gegn Þór/KA.
„Þróttur hefur komið á óvart í
sumar. Liðið er virkilega skipulegt
og með skemmtilega leikmenn sem
hafa tekið stóra skrefið upp í efstu
deild og gert það vel. Þá eru erlendir
leikmenn liðsins virkilega sterkir.
Þróttur skapaði sér fleiri færi en
Selfossliðið sem er eitt best mann-
aða lið deildarinnar og hefði með
smá heppni getað tekið stigin þrjú,“
skrifaði Jóhann Ingi Hafþórsson
m.a. um leikinn á mbl.is.
Stórir áfangar hjá Blikum
Berglind Björg Þorvaldsdóttir og
Alexandra Jóhannsdóttir skoruðu
tvö mörk hvor fyrir Breiðablik í 4:0
sigri á ÍBV í Eyjum. Fjórði sigur
Blika sem eru með fullt hús og
markatöluna 15:0 en Eyjakonur hafa
nú tapað fjórum leikjum í röð.
„Það sem skildi liðin að í þessum
leik voru einstaklingsgæði Blika
fram á við en Berglind sýndi það í
leiknum að hún þarf ekki mörg færi
til þess að skora og jafnframt var
Alexandra frábær í leiknum og
stýrði miðjuspili Blika eins og her-
foringi,“ skrifaði Arnar Gauti
Grettisson m.a. um leikinn á mbl.is.
Berglind Björg varð næst-
markahæsti leikmaður Breiðabliks í
efstu deild frá upphafi þegar hún
kom liðinu yfir gegn ÍBV. Það var
98. mark hennar fyrir Blika í deild-
inni og hún fór upp fyrir Fanndísi
Friðriksdóttur. Berglind hefur nú
gert 99 mörk fyrir Blika og alls 131
mark í deildinni fyrir Breiðablik,
Fylki og ÍBV. Hún er sú níunda
markahæsta í sögu hennar.
Blikarnir Rakel Hönnudóttir og
Sonný Lára Þráinsdóttir, mark-
vörður og fyrirliði Kópavogsliðsins,
náðu báðar þeim stóra áfanga í Eyj-
um í gær að spila 250. deildarleik
sinn á ferlinum. Þetta er áfangi sem
aðeins fimmtán íslenskar knatt-
spyrnukonur hafa náð á undan þeim.
Rakel lék 205. leik sinn í efstu
deild og 223. deildarleik á Íslandi en
hún á auk þess 27 deildarleiki að
baki í Svíþjóð og á Englandi.
Sonný lék 186. leik sinn í efstu
deild og hefur auk þess spilað 64
leiki í 1. deild.
KR og FH
sneru deild-
inni á hvolf
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Harka Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði Þróttar, og Hólmfríður
Magnúsdóttir, Selfyssingurinn reyndi, í hörðum slag í Laugardal í gærkvöld.
Katrín hetja KR-inga á gamla heima-
vellinum FH sótti sigur til Akureyrar
22 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 2020
Pepsi Max-deild kvenna
ÍBV – Breiðablik....................................... 0:4
Þór/KA – FH ............................................ 0:1
Þróttur R. – Selfoss.................................. 0:0
Stjarnan – KR........................................... 2:3
Staðan:
Valur 5 5 0 0 17:2 15
Breiðablik 4 4 0 0 15:0 12
Fylkir 3 2 1 0 6:3 7
Selfoss 5 2 1 2 6:4 7
Þór/KA 4 2 0 2 8:8 6
Stjarnan 6 2 0 4 8:14 6
Þróttur R. 5 1 2 2 8:9 5
FH 5 1 0 4 2:10 3
ÍBV 5 1 0 4 5:15 3
KR 4 1 0 3 4:14 3
2. deild kvenna
Sindri – Fjarð/Hött/Leiknir .................... 1:3
Staðan:
HK 5 5 0 0 18:0 15
FHL 4 3 0 1 11:10 9
Grindavík 4 2 0 2 12:6 6
Hamrarnir 3 2 0 1 6:5 6
Álftanes 3 2 0 1 5:8 6
ÍR 4 1 1 2 6:10 4
Hamar 3 1 0 2 5:9 3
Fram 4 0 1 3 7:16 1
Sindri 4 0 0 4 5:11 0
England
Chelsea – Norwich ................................... 1:0
Staðan:
Liverpool 35 30 3 2 76:27 93
Manch. City 35 23 3 9 91:34 72
Chelsea 36 19 6 11 64:49 63
Leicester 35 17 8 10 65:36 59
Manch. United 35 16 11 8 61:35 59
Wolves 35 14 13 8 48:37 55
Sheffield United 35 14 12 9 38:33 54
Tottenham 35 14 10 11 54:45 52
Arsenal 35 12 14 9 51:44 50
Burnley 35 14 8 13 39:47 50
Everton 35 12 9 14 41:52 45
Southampton 35 13 6 16 45:58 45
Newcastle 35 11 10 14 36:52 43
Crystal Palace 35 11 9 15 30:45 42
Brighton 35 8 12 15 36:52 36
West Ham 35 9 7 19 44:59 34
Watford 35 8 10 17 33:54 34
Bournemouth 35 8 7 20 36:60 31
Aston Villa 35 8 6 21 38:65 30
Norwich 36 5 6 25 26:68 21
B-deild:
Millwall – Blackburn............................... 1:0
Jón Daði Böðvarsson kom inn á hjá Mill-
wall á 69. mínútu.
WBA – Fulham......................................... 0:0
Reading – Middlesbrough ....................... 1:2
Wigan – Hull ............................................. 8:0
Cardiff – Derby ........................................ 2:1
Luton – QPR............................................. 1:1
Sheffield Wed. – Huddersfield................ 0:0
Staðan:
Leeds 43 25 9 9 69:34 84
WBA 44 22 16 6 74:41 82
Brentford 43 23 9 11 78:35 78
Fulham 44 22 11 11 58:44 77
Nottingham F. 43 18 15 10 55:43 69
Cardiff 44 17 16 11 62:57 67
Millwall 44 16 17 11 50:46 65
Swansea 43 16 15 12 55:50 63
Preston 43 17 11 15 56:52 62
Derby 44 16 13 15 58:60 61
Bristol City 43 17 10 16 58:62 61
Blackburn 44 16 12 16 60:57 60
Wigan 44 15 12 17 54:53 57
Reading 44 15 11 18 55:50 56
Sheffield Wed. 44 15 11 18 54:59 56
QPR 44 15 9 20 61:71 54
Middlesbrough 44 12 14 18 45:57 50
Stoke 43 14 7 22 56:66 49
Birmingham 43 12 13 18 52:69 49
Huddersfield 44 12 12 20 49:65 48
Charlton 43 12 10 21 47:58 46
Hull City 44 12 9 23 57:83 45
Luton 44 12 9 23 50:80 45
Barnsley 43 10 13 20 46:67 43
Coventry, Rotherham og Wycombe leika
í B-deildinni á næsta tímabili en þrjú
neðstu liðin falla niður í C-deildina.
Ítalía
Atalanta – Brescia ................................... 6:2
Birkir Bjarnason lék allan leikinn með
Brescia.
Staða efstu liða:
Juventus 32 24 4 4 67:32 76
Atalanta 33 21 7 5 93:43 70
Inter Mílanó 32 20 8 4 68:34 68
Lazio 32 21 5 6 68:35 68
Danmörk
B-deild:
Vejle – Nyköbing ..................................... 1:0
Kjartan Henry Finnbogason lék í 86
mínútur með Vejle sem tryggði sér sæti í
úrvalsdeildinni.,
Efstu lið: Vejle 67, Viborg 58, Fredericia
51, Kolding 43, Fremad Amager 42.
Noregur
B-deild:
Sandnes Ulf – Lilleström........................ 1:1
Arnór Smárason hjá Lilleström er frá
keppni vegna meiðsla.
KNATTSPYRNA
Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin:
Origo-völlur: Valur – Fylkir ................ 19.15
Í KVÖLD!
Breiðablik hefur fengið góðan liðs-
auka fyrir keppnina í úrvalsdeild
kvenna í körfuknattleik næsta vet-
ur en Sóllilja Bjarnadóttir er komin
aftur í Kópavoginn eftir eitt tímabil
með KR. Sóllilja er 25 ára gömul og
uppalin í Breiðabliki en lék með Val
2013 til 2016 og síðan aftur með
Blikunum frá 2016 til 2019.
Isabella Ósk Sigurðardóttir hef-
ur jafnframt framlengt samning
sinn við Breiðablik en hún hefur
misst mikið úr tvö undanfarin tíma-
bil vegna meiðsla. Hún á fjóra A-
landsleiki að baki.
Sóllilja aftur
til Breiðabliks
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Breiðablik Sóllilja Bjarnadóttir er
komin aftur til liðsins frá KR.
Chelsea styrkti stöðu sína í þriðja
sæti ensku úrvalsdeildarinnar í
knattspyrnu með naumum 1:0 sigri
á föllnu liði Norwich City á Stam-
ford Bridge í London í gærkvöld.
Chelsea er komið með 63 stig og á
tvo leiki eftir, gegn Liverpool og
Wolves, en Leicester og Manchest-
er United eru með 59 stig og eiga
þrjá leiki eftir. Tvö þessara liða
tryggja sér sæti í Meistaradeild
Evrópu. Olivier Giroud skoraði
sigurmark Chelsea í uppbótartíma
fyrri hálfleiks með skalla eftir
fyrirgjöf frá Christian Pulisic.
AFP
Sigurmarkið Olivier Giroud fagnar
eftir að hafa skorað gegn Norwich.
Chelsea með allt
í eigin höndum
ÍBV – BREIÐABLIK 0:4
0:1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir 22.
0:2 Alexandra Jóhannsdóttir 42.
0:3 Berglind Björg Þorvaldsdóttir 64.
0:4 Alexandra Jóhannsdóttir 72.
M
Helena Jónsdóttir (ÍBV)
Júlíana Sveinsdóttir (ÍBV)
Hanna Kallmaier (ÍBV)
Kristjana Sigurz (ÍBV)
Kristín Dís Árnadóttir (Breiðabliki)
Heiðdís Lillýjardóttir (Breiðabliki)
Hafrún Rakel Halldórsd. (Breiðabliki)
Alexandra Jóhannsdóttir (Breiðabliki)
Agla María Albertsdóttir (Breiðabliki)
Sveindís Jane Jónsdóttir (Breiðabliki)
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðab.)
Dómari: Guðmundur P. Friðbertsson – 6.
Áhorfendur: 126.
STJARNAN – KR 2:3
0:1 Katrín Ásbjörnsdóttir 12.
1:1 Betsy Hassett 25.
1:2 Alma Gui Mathiesen 43.
2:2 Snædís María Jörundsdóttir 60.
2:3 Katrín Ásbjörnsdóttir 89.
MM
Katrín Ásbjörnsdóttir (KR)
M
Betsy Hassett (Stjörnunni)
Hugrún Elvarsdóttir (Stjörnunni)
Shameeka Fishley (Stjörnunni)
Katrín Ómarsdóttir (KR)
Ingibjörg Valgeirsdóttir (KR)
Ingunn Haraldsdóttir (KR)
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (KR)
Rautt spjald: Ana Cate (KR) 33.
Dómari: Arnar Ingi Ingvarsson – 8.
Áhorfendur: 160.
ÞRÓTTUR R. – SELFOSS 0:0
MM
Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (Þrótti)
M
Friðrika Arnardóttir (Þrótti)
Andrea Rut Bjarnadóttir (Þrótti)
Morgan Goff (Þrótti)
Mary Vignola (Þrótti)
Sóley María Steinarsdóttir (Þrótti)
Kaylan Marckese (Selfossi)
Anna María Friðgeirsdóttir (Selfossi)
Clara Sigurðardóttir (Selfossi)
Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir (Selfossi)
Anna Björk Kristjánsdóttir (Selfossi)
Rautt spjald: Hólmfríður Magnúsdóttir
(Selfossi) 90.
Dómari: Steinar Berg Sævarsson – 8.
Áhorfendur: Um 250.
ÞÓR/KA – FH 0:1
0:1 Maddy Gonzalez 85.
M
Taylor Sekyra (FH)
Telma Ívarsdóttir (FH)
Birta Georgsdóttir (FH)
Maddy Gonzalez (FH)
María C. Ólafsdóttir Gros (Þór/KA)
Jakobína Hjörvarsdóttir (Þór/KA)
Madeline Gotta (Þór/KA)
Dómari: Sigurður H. Þrastarson – 9.
Áhorfendur: 203.
Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og
greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/fot-
bolti.