Morgunblaðið - 25.07.2020, Page 1
Saman í fyrsta sinn
Sígild hönnun
Feðginin Baltasar og Mireya
Samper sýna saman í fyrstasinn á sýningu sem opnuðverður á Snæfellsnesi hinn1. ágúst. Kvenskörungar,vættir og staða kvenna ídag eru viðfangsefni lista-mannanna. Mireya segisthafa verið viss um að verðaaldrei myndlistarkona einsog pabbi hennar en ekkikomist undan. 12
26. JÚLÍ 2020SUNNUDAGUR
Þjóðhátíð í garðinumFormlegri dagskrá hefur verið aflýst en Eyjamenn eru
vergi af baki dottnir og ætla að færa Þjóðhátíð heim í garð. 8
h
Heimurinnþarfnast ÍslandsNýja markaðsherferðinfer vel af stað. 14
Sunnudagsblaðið kíktií heimsókn á sýninguá verkum Sveins Kjar-val á Hönn-unarsafniÍslands. 18
L A U G A R D A G U R 2 5. J Ú L Í 2 0 2 0
Stofnað 1913 174. tölublað 108. árgangur
Veldu nýjan Polo
og njóttu ferðarinnar
Tilboðsverð frá
2.730.000 kr.
hekla.is/volkswagensalur · Sími 590 5000 · Laugavegur 170 · HEKLA
BOLTINN HEF-
UR EKKI HÆTT
AÐ RÚLLA HEILLANDI SAMASTAÐUR
MYNDLISTARMENN 35BJARTAR SVEIFLUR 12
Strætisvagn og tvær útlendar smáþotur vöktu athygli á
Reykjavíkurflugvelli á dögunum. Flestir hafa tök á að ferðast
með strætó en færri hafa einkaþotur til umráða.
Flugsamgöngur á milli landa eru smám saman að færast í
aukana eftir að farþegaflug lagðist að mestu af í kórónu-
veirufaraldrinum. Eins og fram hefur komið varð ekki eins
mikið hrun í einkafluginu og varð í almenna fluginu og var
einkaþotuflugið fljótara að taka við sér en almenna flugið.
Öllum sem ætla að koma til landsins, hvort sem er frá
áhættusvæði eða ekki, er nú skylt að fylla út forskrán-
ingareyðublað. Þar er fólk m.a. beðið um farsímanúmer svo
hægt sé að hafa samband við það meðan á dvölinni stendur.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Misfráir fararskjótar á Reykjavíkurflugvelli
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Bjarni Jónsson, einn eigenda Nordic
Store-keðjunnar, segir söluna í sum-
ar hafa verið meiri en hann óttaðist
þegar samkomubann var sett á.
Hann hafi spáð 100% samdrætti í
verslunum sínum í júlí en reikni nú
með 70% samdrætti. Með sama
áframhaldi verði tekjurnar í desem-
ber orðnar um 70% af tekjunum í
sama mánuði í fyrra.
Nordic Store-keðjan er með
nokkrar verslanir í miðborginni.
Bjarni segir stefna í að átta af 50
verslunum sem Nordic Store hafi
verið í samkeppni við verði lokað. Þá
muni á annan tug annarra verslana í
miðborginni fara sömu leið.
Vegna offramboðs af verslunum
hafi þróunin verið óhjákvæmileg.
„Ég hugsa að þessum verslunum
hefði verið lokað þrátt fyrir kórónu-
veirufaraldurinn. Ég hugsa að versl-
unum fyrir ferðamenn í miðborginni
muni fækka um 25%,“ segir Bjarni
um horfur í versluninni.
Ríkisaðstoð breytti miklu
Helgi Rúnar Óskarsson, fram-
kvæmdastjóri Rammagerðarinnar,
segir úrræði ríkisstjórnarinnar hafa
gert félaginu kleift að komast í gegn-
um skaflinn í faraldrinum.
Fram kemur í ársreikningi vegna
síðasta árs að óvissa sé um rekstrar-
hæfi félagsins. Helgi Rúnar segir al-
gengt að slíkur fyrirvari hafi verið
settur hjá félögum í ferðaþjónustu.
„Við metum stöðuna nokkuð góða.
Þegar unnið var að ársreikningnum
var mjög mikil óvissa um fram-
haldið,“ segir Helgi Rúnar.
Gengisveiking hjálpar til
„Við höfum nýtt okkur úrræði
ríkisstjórnarinnar eins og önnur
fyrirtæki í ferðaþjónustu. Það hefur
gert okkur kleift að fara í gegnum
þennan skafl. En nú er veltan að
byrja að stíga upp á við [eftir að flug-
ið fór í gang upp úr miðjum júní],
sem er mjög jákvætt. Við erum mjög
bjartsýn á framtíðina. Við höfum líka
veika krónu, sem hjálpar til,“ segir
Helgi Rúnar um horfurnar. Þær séu
„allt aðrar og miklu betri“ en í vor.
Salan umfram spár
en útlit fyrir grisjun
Gengi tveggja verslanakeðja í borginni umfram væntingar
MSalan hefur aukist … »18
Sveinbjörn Darri Matthíasson,
fjórtán ára piltur úr Kópavogi sem
fermist í haust, er yngsti flugmaður
landsins. Hann tók nú í vikunni próf
og fékk réttindi til sólóflugs á svif-
flugu sem hann sveimar á frá flug-
vellinum á Sandsskeiði. „Áskorunin
felst í því að leita uppstreymis og
annarra krafta til þess að geta
svifið,“ segir Sveinbjörn, sem fékk
réttindin degi á undan föður sínum,
Matthíasi Sveinbjörnssyni, sem er
flugmaður hjá Icelandair.
Langt er síðan jafn ungir flug-
menn á Íslandi hafa tekið á loft,
segir Kristján Sveinbjörnsson,
kennari hjá Svifflugfélagi hjá Ís-
lands. Þó sé gróska í sportinu og
nemendur 20-30 talsins. »6
Flugmaður Sveinbjörn Darri á Sandskeiði.
Flýgur fjórtán ára
Þórdís Kolbrún
R. Gylfadóttir,
ferðamála-, iðn-
aðar- og nýsköp-
unarráðherra,
segir eðlilegt að
Rio Tinto „leggi
öll spilin á borð-
ið“ vegna um-
ræðu sem fór af
stað í kjölfar yfir-
lýsingar fyrir-
tækisins um lokun álversins í
Straumsvík láti Landsvirkjun „ekki
af skaðlegri háttsemi“.
Umræðan sem fyrirtækið setti á
dagskrá felur í sér „risahagsmuni
fyrir hundruð einstaklinga og raun-
ar þjóðina alla“, skrifar Þórdís í
pistli sínum í Sunnudagsmogg-
anum.
Þórdís segir að eftir umræður um
þriðja orkupakkann sé eðlilegt að
tala gegn því að „umhverfisvænar
orkulindir Íslands“ séu settar á út-
sölu. Ástæða sé til að ætla að þær
verði áfram eftirsóttar.
Segir eðlilegt að
Rio Tinto „leggi
öll spilin á borðið“
Þórdís Kolbrún R.
Gylfadóttir